Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR j4- APRÍL 1993 1' STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrtítur (21. mars - 19. apríi) Ihugaðu vandlega tilboð sem þú færð í dag. Ekki er allt sem sýnist. Þú nýtur þín í félagslífinu og aðrir sækj- ast eftir nærveru þinni. Naut |20. apríl - 20. maí) irfö Þér gefast ný tækifæri til að komast áfram í lífinu og góð sambönd reynast þér vel. Láttu skoðun þína í ijós. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Afskiptasamur vinur ætti ekki að blanda sér í við- skipti þín. Þér gefst gullið tækifæri tif að skemmta þér í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$8 Sumir fá fjárhagsstuðning frá foreldri. Nú er hagstætt að kaupa húsgögn eða heim- ilistæki. Tilboð getur verið skilyrðum háð. l.jón (28. júlí - 22. ágúst) Láttu ekkert spilla góðu samkomulagi við ættingja. Ástin veitir hamingju, og sumir verða yfir sig ást- fangnir í dag. Meyja (23. ágúst - 22. september) Snjöll viðskiptahugmynd bætir fjárhaginn, og hæfi- .cikar þínir njóta viðurkenn- mgar. Varastu vafasama fjárfestingu. Vog (23. sept. - 22. október) Láttu ekki blekkjast í dag og farðu að með gát í fjár- málum. Einhugur ríkir hjá ástvinum og gæfan brosir við þér. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Einhver kyrrstaða ríkir á vinnustað, en þú getur lagt þitt af mörkum til lausnar. kjölskyldulífið dafnar í kvöld. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Osætti getur komið upp milli kunningja í dag, en að öðru leyti færir dagurinn þér mikla hamingju í sam- bandi við vini og ástvin. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vinur getur vaidið leiðind- um í dag og réttast að láta hann eiga sig. Sinntu þess í stað fjölskyldunni og njóttu samvistanna. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Einhver vill hafa ósanngjörn afskipti af þínum málum. Þú færð tækifæri til að fara í skemmtiferð sem lofar góðu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú hefur heppnina með þér í peningamálum, en vertu ekki að halda því á lofti því einhver gæti notfært sér það. Stjörnusþána á aó lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Frækinn sigur Siglfirðing- anna á íslandsmótinu í sveita- keppni nú um páskana verður lengi í minnum hafður, enda er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem sveit utan höfuðborgarsvæðisins nær þessum eftirsótta titli. En það er fleira sem er minnistætt frá mótinu. Einn umsjónamanna mótsblaðsins, Guðmundur Pét- ursson, hafði til dæmis eftirfar- andi orð eftir Gylfa Baldurssyni, þegar sveit hans, Roche, hafði tapað illa fyrir Tryggingamið- stöðinni: „Þótt leikurinn færi svona, mun ég þó alltaf eiga minninguna um þessa ánægju- legu kastþröng." Spil 18 í 5. umferð. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ - ¥Á4 ♦ D97654 Vestur ^ Á10754 Austur ♦ G987543 . ♦ ÁD6 ¥5 VD98732 ♦ 84 4 10 ♦ 63 Suður ♦ K98 ♦ K10 V KG106 ♦ ÁKG5 ♦ DG2 Gylfi var í suður og grandaði ofan í opnun austurs á einu hjarta. Vestur stökk í 3 spaða og Haukur Ingason í norður taldi sig sýna láglitina með 4 grönd- um. Nú hefur sögnin 4 grönd það flókna eðli að þýða stundum eitt og stundum annað. Gylfi taldi að Haukur væri að bjóða upp á 6 grönd og tók því tilboði fegins hendi — sagði grand- slemmUna. Út kom spaði og austur drap á ásinn. Og skipti svo yfir í hjarta. Gylfi tók á ás blinds til að halda sambandinu í litnum og kvaldi austur næst með því að renna niður tíglunum. Sjálfur henti Gylfí DG í laufi heima, en austur hékk á þremur hjörtum og K9 í laufí. Næst var hjarta svínað og spaðakóngur tekinn. Sá slagur innsiglaði örlög aust- urs, sem ákvað að henda lauf- níunni. Laufás og tía tóku þá tvo síðustu slagina. En Gylfi taldi austur hafa sloppið tiltölulega vel, því með hjarta út verður hann fyrir barð- inu á þrefaldri þvingun þar sem spaðaásinn yrði notaður í enda- stöðunni sem stiklusteinn til að gefa fría svíningu í hjarta eða laufi. Ekkert nema lauf út dugir til að bana 6 gröndum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í áskorendaflokki á Skákþingi Islands um páskana kom þessi staða upp í skák þeirra Halldórs Pálsson (1.900), sem hafði hvítt og átti leik, og Guðmundar M. Daðasonar (1.745). Svartur lék síðast 19. — h7-h6 í mjög erfiðri stöðu. hxg5 væri svartur varnarlaus á h-línunni. Einfaldasta vinningsleið hvíts er þá 21. Bxf6 og síðan 22. Dh5) 21. Rf7 - De7, 22. Hxh6! — Rxg6, 23. Bxg6 — gxh6, 24. Rxh6+ og svartur gafst upp, því 24. — Kf8 er svarað með 25. Df3+. Haukur Angantýsson, al- þjóðlegur skákmeistari, sigraði mjög örugglega í áskorenda- flokknum, hlaut 8 v. af 9 möguleg- um. Þeir Tómas Björnsson og Arinbjöm Gunnarsson komu næstir með 6 'h v. og verða að tefla einvígi um hitt sætið í lands- liðsflokki, €
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.