Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993
25
Skáld og leikarar lásu úr Passíu-
sálmunum í Hallgrímskirkju
*
A 3. þúsund manns
hlýddi á lesturinn
Á ÞRIÐJA þúsund manns hlýddi á lestur Passíusálma Hall-
gríms Péturssonar í Hallgrímskirkju í Reykjavík föstudag-
inn langa. Skáld og leikarar lásu alla sálmana fimmtíu og
sátu 200-300 manns í kirkjunni í einu, en fáir hlýddu á
allan lesturinn.
Þetta er sjöunda árið, sem
Passíusálmarnir eru lesnir í heild,
en fram til þessa hefur Eyvindur
Erlendsson leikari einn séð um
lesturinn. Fyrst var lesið í Selfoss-
kirkju, en fyrir nokkrum árum
fluttist lesturinn í Hallgrímskirkju.
Skáld og leikarar lásu
Að þessu sinni fékk Eyvindur í
lið með sér hóp leikara, rithöfunda
og skálda sem lásu einn til fimm
sálma hver.
Með Eyvindi lásu eftirtaldir:
Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur,
Guðbjörg Thoroddsen leikkona,
Birgir Sigurðsson rithöfundur,
Þorgeir Þorgeirson rithöfundur,
Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfund-
ur, Hjalti Rögnvaldsson leikari,
Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Þor-
steinn frá Hamri skáld, Karl Guð-
mundsson leikari og bókmennta-
þýðandi, Thor Vilhjálmsson rithöf-
undur, Einar Bragi skáld og Linda
yilhjálmsdóttir skáld. Hörður
Askelsson lék á orgel kirkjunnar
milli sálma.
Eyvindur Erlendsson sagðist í
samtali við Morgunblaðið telja að
Passíusálmalestur á langa fijádegi
hefði nú verið festur í sessi. „Eg
reikna með að skáld og leikarar
lesi í framtíðinni, Hallgrími Pét-
urssyni til heiðurs," sagði Eyvind-
ur.
Einfaldar ábyrgðir sveitarfélaganna á lánum sem aðrir aðilar taka
í flestum tilfellum farið eftir
lagaákvæðum um tryggingar
ÞÓRÐUR Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, segir að í flestum tilfellum þar sem sveitarfélög gangast
í einfalda ábyrgð fyrir aðra aðila en stofnanir sveitarfélaga sé
farið eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaga um að taka tryggingar,
en hins vegar sé misjafnt hversu mikils virði þær tryggingar séu
þegar á reyni. Hann segir þrýsting opinberra lánastofnana og
sjóða á að sveitarfélög gangi í ábyrgðir af þessu tagi vera óeðli-
legan.
í Morgunblaðinu í síðustu viku var
sagt frá því að Hæstiréttur hefði
nýlega sýknað Höfðahrepp af kröfu
kaupfélags Húnvetninga um að
hreppurinn teldist bera einfalda
ábyrgð á skuldabréfi sem skipa-
smíðastöðin Mánavör seldi kaupfé-
laginu og hafði að geyma yfirlýsingu
sveitarstjóra um ábyrgð sveitarfé-
lagsins. Tryggingar höfðu hins vegar
ekki verið settar fyrir ábyrgðinni eins
og skylt er samkvæmt sveitarstjórn-
arlögum gangi sveitarfélag í einfalda
ábyrgð fyrir aðra aðila en stofnanir
sínar, og þar sem áskilnaði laganna
um tryggingar hafði ekki verið full-
nægt sýknaði Hæstiréttur sveitarfé-
lagið af kröfu kaupfélagsins.
Laganna bókstafur
Þórður Skúlason sagðist telja að í
flestum tilfellum þar sem sveitarfé-
lög gengju í einfalda ábyrgð fyrir
aðila væri farið eftir laganna bókstaf
um að taka tryggingar. Hins vegar
gæti það síðan verið á ýmsa vegu
hversu mikils virði þær tryggingar
væru þegar til kastanna kæmi, þar
sem til sveitarfélaganna væri yfir-
leitt ekki leitað fyrr en illa væri kom-
ið fyrir viðkomandi fyrirtækjum.
„Við höfum oft gagnrýnt þann
mikla þrýsting sem er á sveitarfélög-
in um að gangast í ábyrgðir af þessu
tagi, en þrýstingurinn hefur yflrleitt
komið frá lánastofnunum og sjóðum.
Okkur hefur fundist óeðlilegt að op-
inberir sjóðir og peningastofnanir
skuli fara þessa leið í stað þess að
leita trygginga hjá þeim aðilum sem
verið er að veita fyrirgreiðslu," sagði
Þórður.
Hann sagði að sú breyting sem
gerð var á sveitastjórnarlögunum
1986 og nam úr gildi heimildir þeirra
til að veita sjálfskuldarábyrgð hafi
verið gerð með það í huga að sveitar-
félögin færu varlegar á þessu sviði
og þá að fenginni reynslu.
Fjölmenni við vígsluat-
höfn Hjallakirkju
HJALLAKIRKJA í Kópavogi var vígð á páskadag.
Bygging kirkjunnar hófst 19. maí 1991, á hvíta-
sunnudag, og hefur tekið tæp tvö ár. Pjölmenni var
við vígsluathöfnina; á sjöunda hundrað mættu en
sæti voru fyrir fimm hundruð. Herra Ólafur Skúla-
son, biskup íslands, vígði kirkjuna og sr. Kristján
Einar Þorvarðarson, sóknarprestur í Hjallakirkju,
þjónaði fyrir altari. Frágangi við Hjallakirkju er
ekki lokið, en aðalhæðin var vígð á páskadag. Um
leið fluttist allt kirkjustarf úr Digranesskóla og í
kirkjuhúsið. Fyrstu fermingarnar fóru fram í fyrra-
dag, á annan dag páska.
Morgunblaðið/Sverrir
Skáldin lásu
ELÍSABET Jökulsdóttir rithöf-
undur var ein margra rithöfunda
og skálda, sem lögðu sitt af mörk-
um við lesturinn.
Morgunblaðið/Sverrir
Tilbað í spariskírteinl
ríkissjóðs
Nýtt útbob á spariskírteinum
ríkissjóbs verbur mibviku-
daginn 14. apríl
í dag kl. 14:00 fer fram nýtt útboð á spariskír-
teinum ríkissjóðs. Um er að ræða hefðbundin
verðtryggð spariskírteini í eftirfarandi flokkum:
Þessir flokkar eru skráðir á Verðbréfaþingi íslands
og er Seðlabanki íslands vibskiptavaki þeirra.
Spariskírteinin verða seld með tilboðsfyrirkomu-
lagi. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa-
miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum
kostur á að gera tilboð í spariskírteinin samkvæmt
tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er
kr. 5.000.000 að nafnverði.
Aðrir sem óska eftir að gera tilbob í spariskír-
teinin eru hvattir til að hafa samband við
framangreinda aðila, sem munu annast
tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari
upplýsingar.
Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist
Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 í dag,
miðvikudaginn 14. apríl. Tilboðsgögn og allar
nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu
ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40