Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 25 Skáld og leikarar lásu úr Passíu- sálmunum í Hallgrímskirkju * A 3. þúsund manns hlýddi á lesturinn Á ÞRIÐJA þúsund manns hlýddi á lestur Passíusálma Hall- gríms Péturssonar í Hallgrímskirkju í Reykjavík föstudag- inn langa. Skáld og leikarar lásu alla sálmana fimmtíu og sátu 200-300 manns í kirkjunni í einu, en fáir hlýddu á allan lesturinn. Þetta er sjöunda árið, sem Passíusálmarnir eru lesnir í heild, en fram til þessa hefur Eyvindur Erlendsson leikari einn séð um lesturinn. Fyrst var lesið í Selfoss- kirkju, en fyrir nokkrum árum fluttist lesturinn í Hallgrímskirkju. Skáld og leikarar lásu Að þessu sinni fékk Eyvindur í lið með sér hóp leikara, rithöfunda og skálda sem lásu einn til fimm sálma hver. Með Eyvindi lásu eftirtaldir: Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, Guðbjörg Thoroddsen leikkona, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Þorgeir Þorgeirson rithöfundur, Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfund- ur, Hjalti Rögnvaldsson leikari, Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Þor- steinn frá Hamri skáld, Karl Guð- mundsson leikari og bókmennta- þýðandi, Thor Vilhjálmsson rithöf- undur, Einar Bragi skáld og Linda yilhjálmsdóttir skáld. Hörður Askelsson lék á orgel kirkjunnar milli sálma. Eyvindur Erlendsson sagðist í samtali við Morgunblaðið telja að Passíusálmalestur á langa fijádegi hefði nú verið festur í sessi. „Eg reikna með að skáld og leikarar lesi í framtíðinni, Hallgrími Pét- urssyni til heiðurs," sagði Eyvind- ur. Einfaldar ábyrgðir sveitarfélaganna á lánum sem aðrir aðilar taka í flestum tilfellum farið eftir lagaákvæðum um tryggingar ÞÓRÐUR Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir að í flestum tilfellum þar sem sveitarfélög gangast í einfalda ábyrgð fyrir aðra aðila en stofnanir sveitarfélaga sé farið eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaga um að taka tryggingar, en hins vegar sé misjafnt hversu mikils virði þær tryggingar séu þegar á reyni. Hann segir þrýsting opinberra lánastofnana og sjóða á að sveitarfélög gangi í ábyrgðir af þessu tagi vera óeðli- legan. í Morgunblaðinu í síðustu viku var sagt frá því að Hæstiréttur hefði nýlega sýknað Höfðahrepp af kröfu kaupfélags Húnvetninga um að hreppurinn teldist bera einfalda ábyrgð á skuldabréfi sem skipa- smíðastöðin Mánavör seldi kaupfé- laginu og hafði að geyma yfirlýsingu sveitarstjóra um ábyrgð sveitarfé- lagsins. Tryggingar höfðu hins vegar ekki verið settar fyrir ábyrgðinni eins og skylt er samkvæmt sveitarstjórn- arlögum gangi sveitarfélag í einfalda ábyrgð fyrir aðra aðila en stofnanir sínar, og þar sem áskilnaði laganna um tryggingar hafði ekki verið full- nægt sýknaði Hæstiréttur sveitarfé- lagið af kröfu kaupfélagsins. Laganna bókstafur Þórður Skúlason sagðist telja að í flestum tilfellum þar sem sveitarfé- lög gengju í einfalda ábyrgð fyrir aðila væri farið eftir laganna bókstaf um að taka tryggingar. Hins vegar gæti það síðan verið á ýmsa vegu hversu mikils virði þær tryggingar væru þegar til kastanna kæmi, þar sem til sveitarfélaganna væri yfir- leitt ekki leitað fyrr en illa væri kom- ið fyrir viðkomandi fyrirtækjum. „Við höfum oft gagnrýnt þann mikla þrýsting sem er á sveitarfélög- in um að gangast í ábyrgðir af þessu tagi, en þrýstingurinn hefur yflrleitt komið frá lánastofnunum og sjóðum. Okkur hefur fundist óeðlilegt að op- inberir sjóðir og peningastofnanir skuli fara þessa leið í stað þess að leita trygginga hjá þeim aðilum sem verið er að veita fyrirgreiðslu," sagði Þórður. Hann sagði að sú breyting sem gerð var á sveitastjórnarlögunum 1986 og nam úr gildi heimildir þeirra til að veita sjálfskuldarábyrgð hafi verið gerð með það í huga að sveitar- félögin færu varlegar á þessu sviði og þá að fenginni reynslu. Fjölmenni við vígsluat- höfn Hjallakirkju HJALLAKIRKJA í Kópavogi var vígð á páskadag. Bygging kirkjunnar hófst 19. maí 1991, á hvíta- sunnudag, og hefur tekið tæp tvö ár. Pjölmenni var við vígsluathöfnina; á sjöunda hundrað mættu en sæti voru fyrir fimm hundruð. Herra Ólafur Skúla- son, biskup íslands, vígði kirkjuna og sr. Kristján Einar Þorvarðarson, sóknarprestur í Hjallakirkju, þjónaði fyrir altari. Frágangi við Hjallakirkju er ekki lokið, en aðalhæðin var vígð á páskadag. Um leið fluttist allt kirkjustarf úr Digranesskóla og í kirkjuhúsið. Fyrstu fermingarnar fóru fram í fyrra- dag, á annan dag páska. Morgunblaðið/Sverrir Skáldin lásu ELÍSABET Jökulsdóttir rithöf- undur var ein margra rithöfunda og skálda, sem lögðu sitt af mörk- um við lesturinn. Morgunblaðið/Sverrir Tilbað í spariskírteinl ríkissjóðs Nýtt útbob á spariskírteinum ríkissjóbs verbur mibviku- daginn 14. apríl í dag kl. 14:00 fer fram nýtt útboð á spariskír- teinum ríkissjóðs. Um er að ræða hefðbundin verðtryggð spariskírteini í eftirfarandi flokkum: Þessir flokkar eru skráðir á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands vibskiptavaki þeirra. Spariskírteinin verða seld með tilboðsfyrirkomu- lagi. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í spariskírteinin samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er kr. 5.000.000 að nafnverði. Aðrir sem óska eftir að gera tilbob í spariskír- teinin eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 í dag, miðvikudaginn 14. apríl. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.