Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 37

Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 37
MOIiGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1993 37 Ásgrímur Sigurbjörnsson spilaði hálft mótið við frænda sinn Ólaf Jónsson. Þeir urðu efstir í fjölsveitaútreikningnum og fengu stór páskaegg í verðlaun. Einn forsvarsmanna íslandsbanka, Ragnar Önundarson, afhenti verðlaunin Sveit Landsbréfa, eingöngu skipuð heims- og norðurlandameistur- um, varð að sætta sig við tap gegn norðurlandsmeisturunum í síðasta leik mótsins. Unnu íslandsmeistara- titilinn með glæsibrag Morgunblaðið/Arnór Feðgarnir Jón Sigurbjörnsson og Steinar Jónsson spila gegn heimsmeisturunum Guðlaugi R. Jó- hannssyni og Erni Arnþórssyni. Hinir siðarnefndu unnu leikinn 17-13 en urðu að sætta sig við þriðja sætið í mótinu. Brids Arnór G. Ragnarsson Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar varð Islandsmeistari í sveitakeppni í brids 1993 en sveitin sigraði í 8 sveita úrslitakeppni um meistara: titilinn sem lauk sl. laugardag. í lokaumferðinni spilaði sveitin úr- slitaleik við sveit Landsbréfa. Leik- urinn var jafn og spennandi allan tímann. Sveit Landsbréfa hafði 5 punkta yfir í hálfleik en þurfti tæpa 20 til að vinna mótið. Siglfirð- ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og gerðu vonir Landsbréfa að engu og sigruðu sannfærandi 18-12. Jón Sigurbjömsson, einn fjög- urra bræðra sem spila í sveitinni, sagði að röð tilviljana hefði ráðið því að þeir hefðu unnið mótið. Þeir félagar hefðu vart átt heimangengt þar sem verið var að ferma son Jóns á skírdag en drengurinn heimtaði að þeir færu. „Hann hreinlega rak okkur af stað. Við erum nú að flýta okkur heim því veizlan verður á morgun, (páska- dag).“ Jón sagði þá félaga hafa spilað ágætlega í úrslitunum. Það spila að jafnaði 13 sveitir á félagsmótum í Siglufirði og þar á meðal eru 2-3 mjög þokkalegar sveitir á lands- vísu. „Þá má segja það að við erum dugleg að sækja mót einkum norð- anlands og þar stelum við hug- myndum sem við sjáum og heyrum og nýtum okkur,“ sagði Jón. Sigursveitin er skipuð eftirtöld- um spilurum: Jóni Sigurbjörnssyni, Ásgrími Sigurbjörnssyni, Boga Sigurbjörnssyni, Anton Sig- urbjörnssyni, Steinari Jónssyni og Ólafi Jónssyni. Bræðurnir Steinar og Ólafur eru yngstu íslandsmeist- arar í opnum flokki frá upphafi. Steinar er tvítugur og Ólafur árinu eldri. Þeir bræður eru einnig núver- andi íslandsmeistarar í tvímenningi og sveitakeppni í yngri flokki. Bræðrasveitin frá Siglufírði hef- ir nú í áraraðir oftast verið meðal þátttakenda í 8 sveita úrslitum. I fyrra komust þeir ekki í úrslitin. Þá töpuðu þeir í lokaumferð undan- keppninnar fyrir Landsbréfum með 5 gegn 25 og urðu að sitja heima á páskum. Þetta er kannski ein þeirra tilviljana sem Jón Sigur- björnsson minntist á í upphafi þess- ara orða. Sveit Sparisjóðs Sigluíjarðar hlaut samtals 134 stig í mótinu, vann 5 leiki og tapaði tveimur 13-17. Sveit Landsbréfa varð í öðru sæti með 123 stig, Verðbréfa- markaður íslandsbanka í þriðja sæti með 109 stig, Hjólbarðahöllin fékk 106 stig og sveit Trygginga- miðstöðvarinnar hlaut 100 stig eft- ir afar slæmt start. Gefið var út mótsblað á meðan mótið stóð yfir en það er til mikill- ar fyrirmyndar. Veg og vanda af því höfðu blaðamaðurinn Guð- mundur Pétursson, keppnisstjórinn og reiknimeistarinn Kristján Hauksson, mótsstjórmn Elín Bjarnadóttir frvkstj. BSÍ, og töflu- stjórinn Jakob Kristinsson. Um tæknilega hlið töflunnnar sá Sveinn R. Eiríksson með glæsibrag og sýndi áhorfendum hversu mögnuð tækni er orðin í sýningu spila á töflu. Pjölsveitaútreikninginn unnu Ólafur Jónsson og Asgrímur Sig- urbjörnsson, hiutu 18,44 og páska- egg í verðlaun. í öðru sæti urðu Guðmundur Páll Arnarson og Þor- lákur Jónsson með 17,49, Ásgrím- ur var einnig í þriðja sæti ásamt Jóni bróður sínum með 17,33 en gamla kempan Hjalti Elíasson og Jónas P. Erlingsson urðu fjórðu með 17,28. Einn spilaranna í mótinu bað undirritaðan að geta þess hve kurt- eisir og þægilegir viðmóts Norð- lendingarnir væru og mættu ýmsir sunnanmanna taka þá til fyrir- myndar. Áhorfendur hafa verið fleiri í úrslitum íslandsmóts. Þó troðfyllt- ist ráðstefnusalurinn í lokaumferð- inni þrátt fyrir rjómablíðu utan- dyra. Konur mót- mæla að- stöðu til fæðinga Á AÐALFUNDI Kvenréttinda- félags Islands, sem haldinn var 29. mars sl., var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Aðalfundur Kvenréttindafé- lags íslands, haldinn í Reykjavík 29. mars 1993, skorar á heilbrigð- isyfirvöld að leita tafarlaust leiða til varanlegra útbóta á því ófremdarástandi sem ríkir í mál- efnum fæðandi kvenna á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem fjöldi fæðinga hefur farið langt fram úr þeirn fjöida sem Kvennadeild Landspítala er ætluð fyrir.“ (Fréttatilkynning) r— ^ r^\ ÁBURfiUR Maxi Crop þaraáburður Þörungamjöl Þurrkaður hænsnaskítur Auk þess allur áburður í 5 og 1 0 kg. umbúðum ® FRJÓhf HEILDVERSLUN Fosshálsi 13-15. Sími: 67 78 60 Fax: 67 78 63 T-Jöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! AEG VORTILBOÐ Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér nú þýsk gæða heimilistæki frá AEG á sérstöku tilboðsverði. Þú hleypir ekki hverjum sem er í húsverkin. Upplýsingar um umboðsmenn fást hjá 62-62-62 ■4 kæliskápur Santo, 3200 kg„ 170x60x60 Verð áður kr. 73.303. Tilboð kr. 61.900 stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.