Morgunblaðið - 28.04.1993, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
Sj ávarútvegnrinn
Erlendar
skuldir juk-
ust um 4
milljarða
ÁÆTLAÐ er að um 70% af skuld-
um sjávarútvegsins séu í erlendum
myntum, þannig að erlendar
skuldir sjávarútvegsins losa 70
milljarða króna, þar sem heildar-
skuldir sjávarútvegsins eru ná-
lægt 105 milljörðum króna. Við
6% gengisfellingu í nóvember síð-
astliðnum má samkvæmt þessu
áætla að skuldir sjávarútvegsins í
heild hafi aukist um 4,5%, eða um
rúma 4 milljarða króna.
Af þessu er ijóst að greiðslubyrði
íslenskra skuldara í sjávarútvegi af
erlendum lánum vegna gengisbreyt-
inga á liðnu ári hlýtur að aukast
töluvert, eða um 6,4%, þótt vissulega
fái sjávarútvegsfyrirtækin auknar
tekjur fyrir útflutning sinn á móti,
en engan veginn þó þær sem gert
hafði verið ráð fyrir, vegna verðlækk-
unar á erlendum mörkuðum okkar.
Greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði
sjávarútvegsins til sjávarútvegsfyrir-
tækja á liðnu ári námu liðlega 2,5
milljörðum króna, þannig að þær
greiðslur jafna að vissu marki út
gengistap fyrirtækjanna, auk þess
sem talið er eðlilegt að dreifa gengis-
tapi fyrirtækjanna á sama árabil og
erlend lán fyrirtækjanna ná til, þann-
ig að þótt tapið hafi allt verið fært
til bókar í ársreikningum fyrirtækj-
anna á síðastliðnu ári, þá dregur
dreifing lánanna úr áfalli tapsins sem
slíks.
Flutningabíll með vín og tóbak valt fyrir norðan Hólmavík
„Viskílegin
ýsuflök“ frá
Hólmavík
Hólmavík.
FLUTNINGABÍLL sem var á leið
frá Reylqavík til ísafjarðar valt
og lokaði veginum um það bil 5
km fyrir norðan Hólmavík í svo-
nefndum Tröllkonudal kl. 9.30 í
gærmorgun. Svo virðist sem aft-
anívagn bílsins hafi farið á hlið-
ina þegar billinn kom út úr
beygju og við það hafi billinn
lagst á hliðina.
Engin slys urðu á fólki en vegur-
inn lokaðist í nokkra tíma. Farmur-
inn, sem var aðallega vín og tóbak
fyrir Áfengisverslunina á Isafirði,
dreifðist um nágrennið. Vatnsból
Hólmvíkinga eru þama stutt frá
og höfðu gárungamir á orði að
best væri að drífa sig heim og at-
huga hvort bragðið af vatninu hefði
eitthvað breyst og eins mætti fara
að huga að markaðssetningu á
viskílegnum ýsuflökum.
- m.h.m.
» *
Akveðið hefuip verið að gera breytingar á yfirstjórn Islandsbanka
Valur Valsson verður einn
bankastjóri næstu þijú árin
sjábis i8:„Míkiargreiðsiur. Framkvæmdastjórar Islandsbanka verða fimm talsins ^ip“!egs|>ffiórn,íjafn.flóru f-vr-
irt.æki op- s annshanki er “
Vildi laga
fjárhaginn
með smygli
á skartínu
TOLLVERÐIR á Keflavíkurflug-
velli handtóku á mánudagsmorg-
un mann, sem reyndist hafa verð-
mæta skartgripi í fórum sínum.
Þá var maðurinn einnig með um
30 þúsund Bandaríkjadali, eða um
1,8 miiyónir króna.
Tollverðir stöðvuðu manninn, sem
er íslenskur ríkisborgari en ættaður
frá Suður-Ameríku, þegar hann var
að koma frá Bandaríkjunum. Þorgeir
Þorsteinsson, lögreglustjóri á Kefla-
víkurflugvelli, sagði að ekki væri
bannað að flytja gjaldeyri til lands-
ins, en öðru máli gegndi um innflutn-
ing skartgripa án þess að greiða af
þeim tilskilinn toll. Þorgeir sagði að
greinilega væri um verðmæta skart-
gripi að ræða.
Maðurinn gaf þá skýringu að hann
hefði verið orðinn fjárþurfi og því
ákveðið að sækja gripina til heima-
lands síns og selja þá hér.
VALUR VALSSON bankasljóri
íslandsbanka var á fundi banka-
ráðs í gær ráðinn bankastjóri ís-
landsbanka til næstu þriggja ára,
og á honum mun hvíla höfuð-
ábyrgð um rekstur bánkans. Þ
Björn Björnsson og Tryggvi Pi
son, sem verið hafa bankastjói
íslandsbanka frá stofnun bank-
ans, verða nú framkvæmdastjórar
við íslandsbanka, ásamt þeim Ás-
mundi Stefánssyni, Kristjáni
Oddssyni og Ragnari Önundar-
syni. Bankastjóri verður jafn-
framt formaður bankastjórnar,
sem hann og framkvæmdastjór-
arnir fimm mynda.
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að á fundi bankaráðsins í gær
hafí það verið bókað að ráðning
Vals Valssonar sem bankastjóra ís-
landsbanka væri bundin til þriggja
ára.
Kristján Ragnarsson, formaður
bankaráðs íslandsbanka, sagði
samtali við Morgunblaðið í gær,
þessi ákvörðun hafí verið tekin
þess að gera stjómskipulag bankans
skilvirkara. „Við höfum. búið við
skipuiag, sem var arfur frá því að
bankamir fjórir vom sameinaðir, þar
sem allir bankastjóramir þrír voru
jafnsettir í yfirstjóminni. Við ráðum
nú einn þeirra sem bankastjóra fyrir
íslandsbanka og á honum hvílir höf-
uðábyrgð um rekstur bankans,"
sagði Kristján. „Honum til aðstoðar
eru ráðnir fímm framkvæmdastjórar,
sem deila þessari ábyrgð með honum,
en þeir heyra undir bankastjórann,
þótt þeir séu ráðnir af bankaráði.
Þannig mynda framkvæmdastjóram-
ir bankastjóm með bankastjóran-
Tímanna tákn
Kristján kvaðst telja þetta breytta
stjómskipulag vera tímanna tákn,
jafnframt því sem þessi ákvörðun
væri framhald umræðna á aðalfundi
,, bankans, þar sem hugmyndir í þessa
' yeru komu fram. „Þetta er náttúrlega
líka afleiðing þess að afkomari á síð-
astliðnu ári var engan veginn nægi-
lega góð. Þrátt fyrir að við höfum
náð spamaði í rekstri með fækkun
útibúa og samruna útibúa og fækkun
á starfsfólki, sem nam 200 milljónum
króna, þá skiluðum við bankanum
samt með halla vegna gífurlega
hárra framlegða í afskrjftareikning,
ivar við teljum að við höfum verið
taka á hverju einasta útlána-
vandamáli og eigum ekkert undir
teppinu í þeim efnum fram í tímann."
Kristján sagði jafnframt: „Nú
reynir á nýtt skipulag, þar sem einn
aðili stendur og fellur með rekstri
bankans. Hann fær þama tækifæri,
sem við vonum að nýtist vel, til að
bæta afkomu íslandsbankæ .Ég tel
að rekstur íslandsbanka skipti meg-
inmáli fyrir framtíð einkarekstrar í
þessu landi og að þar megi ekki illa
til takast. Við verðum því, sem höfum
verið kjörnir til þess að stjóma bank-
anum, að takast á við þau erfiðu
mál, sem alltaf fylgir því að endur-
irtæki og íslandsbanki er.“
Aðspurður um það hvort eining
hefði verið í bankaráðinu um þessa
afgreiðslu, svaraði formaður banka-
ráðs: „Niðurstaða þessa máls er með
fullu samkomulagi aðila:“
Sjá fréttatilkynningu banka-
ráðs íslandsbanka á bls. 26.
í dag
anka.,Eg
Söngvakeppni
Lokaundirbúningur Islendinga fyr-
ir Evrópusöngvakeppnina 5
Atvinnulausir
62% atvinnuiausra er með minni
menntun en grunnskóiapróf 17
Veitingar
Flugleiðir semja við einkaaðila um
veitingarekstur á Loftleiðum 19
Myndosögur |
Þurrt regn - Pennavinir- * •
Leiðari
„Harðari stefna“ gegn þjóðemis-
hatri 22
Úr verinu
► Coldwater selur fyrir Frios-“J “^' Þurrt regn -
ur - Fiskkaup keyptu 6.000 t Hoppandi kanínur - Kartöflu-
af þorski í fyrra - Mikið afla- kapphlaup - Randaspil - Þrautir
verðmæti á rækju - Möguleg - Litaspil - Teiknimyndasögur -
aflaaukning í Perú millj. tonna Dratthagi blýanturinn
íslendingnr skotínn
tíl bana í S-Afríku
Gekk í flasið á sex vopnuðum blökku-
mönnum sem voru að ræna bensínstöð
GUNNAR Pétursson, 34 ára
gamall íslendingur búsettur i
Suður-Afríku, var skotinn til
bana í Jóhannesarborg á mánu-
dagsmorguninn. Gunnar mun
hafa ekið bíl sínum inn á bensín-
stöð um klukkan 7 um morgun-
inn og gengið þar beint í flasið
á sex vopnuðum blökkumönnum
sem voru að ræna stöðina, sem
staðsett er í Brixton-hverfinu.
Þeir skutu úr skammbyssu á
Gunnar og mun hann hafa látist
samstundis en ræningjamir
komust undan á flótta. Lögregl-
an í Jóhannesarborg hefur málið
nú til meðferðar.
Eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst voru hinir vopnuðu
blökkumenn á leið út úr bensínstöð-
inni er Gunnar kom þar að. Þeir
höfðu skömmu áður ráðist inn í
stöðina og skipað öllum starfs-
mönnum að leggjast á gólfið meðan
ránið fór fram. Myndbandsupptök-
ur munu til af ráninu sjálfu en
ekki morði Gunnars. Hinsvegar
heyrðu starfsmennimir, og læknir
sem lenti einnig í ráninu, skothvell
um það bil sem blökkumennimir
flúðu. Gunnar var skotinn til bana
í bíl sínum fyrir utan bensínstöðina.
Búsettur í S-Afríku frá 1968
Samkvæmt upplýsingum frá
ættingjum Gunnars hefur hann
verið búsettur í Suður-Afríku frá
árinu 1968 er foreldrar hans fluttu
þangað. Gunnar var fæddur 1959
og hann var giftur suður-afrískri
konu en bamlaus. Hann var með-
eigandi í byggingarfyrirtæki sem
starfað hafði um nokkurra ára
skeið.
Gunnar var sonur hjónanna Pét-
urs Erlendssonar og Önnu Lísu
Gunnarsdóttur. Fjölskyldan tók upp
ættamafnið Erlendson og hafði
Gunnar ríkisborgararétt bæði hér
á landi og í Suður-Afríku. Hann
gekk í skóla ytra og lauk stúdents-
prófi en að því loknu kom hann til
Islands og dvaldi hér í tæpt ár.
Eftir að skólagöngu lauk vann
Gunnar hjá ýmsum byggingarfyrir-
tækjum í Suður-Afríku þar til hann
stofnaði sitt eigið fyrirtæki, ásamt
tveimur öðrum.
Ættingjar Gunnars hér á landi
hafa snúið sér til utanríkisráðu-
neytisins og beðið það um að afla
frekari upplýsinga um örlög Gunn-
ars. Að sögn Stefáns Skjaldarsonar
fulltrúa í ráðuneytinu var haft sam-
band við sænska sendiráðið og það
beðið að annast milligöngu í málinu
þar sem ísland hefur ekki ræðis-
mann í Suður-Afríku sem stendur.