Morgunblaðið - 28.04.1993, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
Skráning í sumarvinnu framhaldsskólanema er nú víða hafin
Atvinnuhorfur eru svip-
aðar eða dekkri en í fyrra
ATVINNUHORFUR framhaldsskólanema, einstaklinga fædda 1977
og fyrr, virðast svipaðar eða heldur dekkri í sumar en í fyrra, ef
marka viðbrögð hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og At-
vinnumiðlun námsmanna. Upp úr miðjum maí leita yfir 4-5 þúsund
háskólastúdentar inn á vinnumarkaðinn. Þá eru ótaldir hátt í níu
þúsund framhaldsskólanemendur.
Hjá Atvinnumiðlun námsmanna
hafa þegar um 700 manns skráð
sig, en í fyrra voru heildarskráning-
ar rúmlega 1.570. í fyrrasumar
tókst atvinnumiðluninni að útvega
500 manns vinnu.
„Reynsla okkur frá síðasta ári
kennir okkur að flest störfin koma
inn til okkar í maí og byrjun júní,
kannski hátt í 50 störf í viku,“ sagði
Auðunn Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri atvinnumiðlunarinn-
ar.
VEÐUR
Vilja síður auglýsa
Hann kvaðst verða var við að
atvinnurekendur leituðu frekar til
atvinnumiðlunarinnar en að auglýsa
í blöðum vegna annríkis sem fyrir-
tækin hafa af því að svara umsækj-
endum.
Skráning framhaldsskólanema
hjá Ráðningarstofu Reykjavíkur-
borgar hófst J. apríl og eru 2.717
komnir á skrá, þar af 1.476 piltar
og 1.241 stúlka. 24. apríl á síðasta
ári voru 2.457 komnir á skrá. Að
sögn Önnu Helgadóttur hjá ráðn-
ingarstofunni er ekki ljóst hve mörg
störf verða í boði í bæjarvinnu hjá
Reykjavíkurborg. í fyrra bárust í
heild rúmlega 3 þúsund umsóknir
og fengu um 2.300 manns þá vinnu.
Margir um hituna
í Mosfellsbæ bárust 80 umsóknir
um 30 flokkstjórastöður hjá bænum
sem er u.þ.b. sá heildarfjöldi sem
bærinn hyggst ráða í sumar í þess-
um aldursflokki. Róbert Agnarsson
bæjarstjóri sagði að þessi mál væru
þó öll í endurskoðun. Hann benti á
að á vegum ríkisins væri ráðgert
að hefja vegaframkvæmdir sem
hugsanlega hefði áhrif á atvinnu-
IDAGkl. 12.00
Heimitó: Veðurstofa tslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 (gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 28. APRIL
YFIRLIT: Á Grænlandssundi er smálægð og önnur djúp og víðáttumikil
skammt suður af Hvarfi, báðar á norðausturleið.
SPÁ: Allhvöss suðvestanátt með skúrum sunnan- og vestanlands, en
heldur hægari og úrkomulaust í öðrum landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIR/IMTUDAG: Suðvestan strekkingur og fremur svalt. SJcúr-
ir eða slydduél um vestanvert landið en annars þurrt að mestu.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Breytileg átt, gola eða kaldi og él eða skúrir
víða um land. Hiti 0-5 stig.
HORFUR Á LAUGARDAG. Allhvöss norðlæg átt og frost um allt land.
Snjókoma norðanlands en víða þurrt syðra.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30,,4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30 og
22.30. Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
o •B •ö o Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindslefnu og fjaðrimar vindstyik,
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig..
/ / / * / * * * * • J. Jt, 10° Hitastig
/ / / / / * / / * / * * * * * V v V V Súld I
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ^
FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Víðast á landinu er nú ágæt færð og er greiðfært um Suðurland til
Austfjarða og þar eru flestir vegir færir. Ve! fært er um Vesturland og
f Reykhólasveit og fært er milli Brjánslækjar, Patreksfjarðar og Bíldu-
dals. Þá er fært norður um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og áfram til
(safjarðar. Fært er um Norður- og Norðausturland en Möðrudalsöræfi
eru ófær. Víða hefur öxulþungi verið takmarkaður vegna aurbleytu.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni Ifnu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
tiitl veður
Akureyri 3 skýjað
Reykjavlk 7 þokumóða
Bergen 17 heiðskfrt
Helsinkl 21 skýjað
Kaupmannahöfn 18 skýjað
Narssarssuaq snjókoma
Nuuk -(■3 snjókoma
Osló 22 léttskýjað
Stokkhóimur 26 skýjað
Þórshöfn 8 hálfskýjað
Algarve 16 skýjað
Amsterdam 21 léttskýjað
Barcelona 14 skýjað
Berlín 27 skýjað
Chicago 6 léttskýjað
Feneyjar 23 þokumóða
Frankfurt 26 léttskýjað
Glasgow 11 mistur
Hamborg 23 hálfskýjað
London 18 mistur
LosAngeles 15 heiðskírt
Lúxemborg 25 hálfskýjað
Madrid 13 skýjað
Malaga 18 skýjað
Mallorca 16 skýjað
Montreal 2 heiðskfrt
NewYork vantar
Oriando 19 skýjað
Parfs 20 skýjað
Madeira 17 léttskýjað
Róm 22 alskýjað
Vín 23 léttskýjað
Washington vantar
Winnipeg 8 ekúrir
ástand skólafólks í sumar. „Útlitið
er ekki dökkt ef farið verður í þessi
verkefni," sagði Róbert.
Skráning var ekki formlega hafin
hjá æskulýðsráði Hafnarfjarðar-
bæjar. Þó voru þar komnir um 30
manns á skrá án þess að skráning
hafi verið auglýst. Þar er búist við
meiri fjölda á skrá en áður, einkum
vegna gjaldþrota verktakafyrir-
tækja þar í bæ.
Hátt í 500 manns voru komnir á
skrá hjá ráðningarstofu Kópvogs-
bæjar. Þar sýndist mönnum að
ástandið væri svipað í ár og í fyrra.
Ráðgert væri að hleypa af stokkun-
um sérstökum verkefnum með
styrk úr Atvinnuleysistrygginga-
sjóði.
Staflinn
ÁRNI Ibsen við handritin 55, sem
borist hafa Þjóðleikhúsinu.
Metár í leikritun
UM 55 ný íslensk leikrit hafa borist til Þjóðleikhússins í vetur. Að
sögn Árna Ibsen, leiklistarfulltrúa hússins, er þetta algert met.
„Þetta hefur aldrei gerst þau ár sem ég hef starfað við húsið og
mér finnst ólíklegt að fleiri leikrit hafi borist inn á einu leikári, hér
á árum áður,“ sagði Árni.
Um 40 verk í fyrra
„í fyrra bárust inn tæplega fjöru-
tíu verk og þá töluðum við um að
það væri óvenju mikið. Ég ímynda
mér að samdráttur á bókamarkaði
eigi einhveija skýringu á þessu, auk
þess sem greiðslur til höfunda frá
leikhúsi eru mun hagktæðari heldur
en samningar við útgefendur bjóða
upp á. Hluti af skýringunni er líka
örugglega vaxandi vinsældir leik-
hússins, sem við höfum fundið mjög
mikið á tveimur seinustu árum. Leik-
húsið hefur fengið meiri athygli en
oft áður og ég býst við að höfundar
sjái þetta sem raunhæfari möguleika
en oft áður. Hluti af þessari góðu
aðsókn held ég svo að sé vegna þess
að yngra fólk fer í auknum mæli í
leikhús."
Á næstu dögum verður gengið frá
skipulagi næsta leikárs og í því sam-
bandi mun verkefnavalsnefnd Þjóð-
leikhússins taka ákvörðun um hvaða
íslensk verk verða fyrir valinu í nán-
ustu framtíð. Til gamans má þó
geta þess að tvö fyrstu verkin sem
fara á svið í Þjóðleikhúsinu í haust
eru íslensk. Það eru Ferðalok eftir
Steinunni Jóhannesdóttur og Þrett-
ánda krossferðin eftir Odd Björns-
son.
Auk þess að vera í verkefnavals-
nefnd Þjóðleikhússins, hefur Árni
starfað í dómnefnd á vegum Lands-
nefndar um alnæmisvarnir, sem
stendur fyrir samkeppni um gerð
einþáttungs um alnæmisvarnir. Til
keppninnar bárust 23 leikrit og eru
það ekki sömu leikritin og bárust
Þjóðleikhúsinu. Dómnefndin mun á
næstunni fjalla um þessi verk og
verður ákvörðun um vinningsverkið
tekin fljótlega.
Varningur af Keflavíkurflugvelli
>
Islenskur lögreglu-
maður og varnarliðs-
menn stóðu að smygli
ÍSLENSKUR lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli hefur viðurkennt
að hafa staðið að smygli á ýmsum varningi út fyrir varnarsvæðið,
til að sejja hann. Þrír varnarliðsmenn, sem starfa við löggæslu, voru
í vitorði með maninum, en upp um smyglið komst þegar fjórði varn-
arliðsmaðurinn var stöðvaður í hliðinu og fannst smyglvamingur í
bifreið hans. íslenski lögreglumaðurinn hefur hætt störfum, en Rann-
sóknarlögreglu ríkisins var falið að rannsaka málið nánar.
Á mánudag í síðustu viku gerðu
lögreglumenn leit í bifreið vamar-
liðsmanns, sem var að fara út af
svæðinu. I bifreiðinni fannst ýmiss
vamingur, sem maðurinn viður-
kenndi við yfirheyrslur að hafa
ætlað að selja utan svæðisins. Hann
benti á íslenskan lögreglumann og
þijá bandaríska, sem hefðu staðið
að smyglinu. íslendingurinn, sem
hefur starfað í lögreglunni á varnar-
svæðinu í 7 ár, játaði brot sitt strax
og sagði upp störfum.
Matur og myndbandstæki
Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu-
stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði
að mennirnir hefðu smyglað ýmiss
konar auðseljanlegum vamingi út
af svæðinu, svo sem matvælum,
varahlutum, áfengi og myndbands-
tækjum. Vörumar hefðu þeir ýmist
keypt í verslunum vamarliðsins eða
pantað beint frá útlöndum, en selt
síðan út af svæðinu. Aðspurður um
hvort komið hefði fram hveijir
kaupendurnir hefðu verið sagði
hann, að rannsókn málsins væri
skammt á veg komin og hann hefði
í gær falið RLR að vinna að frek-
ari rannsókn málsins. Hann sagði
þó ljóst, að smyglið hefði staðið í
nokkurn tíma, en ekki væri unnt
að tilgreina nánar á þessu stigi
máls, hve lengi mennirnir hefðu
stundað þetta. Vamarliðsmenn
stæðu þó yfirleitt fremur stutt við
á Keflavíkurflugvelli, 1-2 ár. Búast
mætti við að varnarliðsmennimir
fengju þungar refsingar fyrir aðild
sína að málinu, þar sem þeir hefðu
brotið herreglur.