Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1993
7
Höfóar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
Kínareiðin mikla
Christen-
sen hættir
þátttöku
Varamaður kem-
ur í hans stað
STEEN Gees Christensen sem
lagði upp í Kínareiðina miklu
ásamt félaga sínum Paul Rask
20 mars sl. hefur hætt þátttöku
í leiðangrinum tU Kína. í hans
stað hefur Jöm Vestergaard,
26 ára liðþjálfi í lífverði Mar-
grétar Danadrottningar, komið
inn í leiðangurinn. Steen Gees i—■
mun hafa séð fram á að þetta í
væri of erfitt fyrir sig og því |
ákveðið að hætta áður en |
lengra væri haldið. 5
Kemur úr danska hernum
Þeir Paul og Steen voru komnir =j
að gömlu landamærum Austur-
og Vestur-Þýskalands þegar Jörn
tók sæti Steens. Reið hann fyrsta
áfangann 22. apríl sl. Jöm kom
með einn nýjan hest með sér en
tekur við tveimur af hestum Steen
Gees sem aftur fór heim með einn
af sínum hestum þannig að hest-
arnir verða áfram sex.
Jörn Vestergaard, sem er frá
Álaborg, hefur verið í danska
hernum í átta ár og fær nú leyfi
frá herþjónustu til að taka þátt. í
Kínaleiðangrinum. Að þessu frá-
töldu hefur allt gengið að óskum
samkvæmt Jieimildum Morgun-
blaðsins. Hestamir eru við góða
heilsu og tímaáætlun hefur staðist
fyllilega enn sem komið er.
----♦ ♦ ♦----
Framkvæmd-
ir við nýja
íþróttahúsið
í Kópavogi
að hefjast
FRAMKVÆMDIR við nýja
íþróttahúsið í Kópavogi eru að
hefjast en það er Ármannsfell
sem byggir húsið. íþróttafélag-
ið Breiðablik fær húsið til af-
nota en það er teiknað af sömu
arkitektum og teiknuðu
íþróttahús það sem hætt var við
að byggja í Kópavogi árið 1990.
Þetta er stofan Arkitektar sf.
en hún hefur unnið töluvert
fyrir verktakann Ármannsfell.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sigurði Geirdal bæjarstjóra er
kostnaðaráætlun fyrir hið nýja hús
240 milljónir króna og þar er gert
ráð fyrir um 1.000 áhorfendum
með stækkunarmöguleikum fyrir
aðra 1.000 áhorfendur. Taka á
húsið í notkun haustið 1994 en
það verður staðsett á íþróttasvæði
Breiðabliks í Kópavogsdal sunnan
við gamla Kópavogsvöllinn.
íþróttahús það sem mikið var
deilt um í Kópavogi árið 1990 átti
að kosta um 1.300 milljónir króna
og rúma um 7.000 áhorfendur.
Stærð hússins var mikið gagnrýnd
og fór svo að lokum að bæjaryfir-
völd hættu við byggingu þess.
Framkvæmdum við
Miðbakka miðar vel
Morgunblaðið/ÓI.K.M.
FRAMKVÆMDUM við Miðbakkann
framan við Geirsgötu miðar vel, að
sögn Stefáns Hermannssonar borgar-
verkfræðings og á þeim að vera lokið
í júní. Þá er fyrirhugað að rífa niður
timburbrúna að bílastæðum í Toll-
stöðvarhúsinu í sumar. Verða stæðin
lögð niður um tíma en gert er ráð
fyrir að í vesturhluta nýrrar skipti-
stöðvar fyrir SVR, sem verður reist
við Tryggvagötu, verði rampi fyrir
bíla sem leggja í húsinu.
„Náðu þér í Víkingalottóseðil og
framvísaðu honum á næsta
sölustað íslenskrar getspár
fyrirkl. 16ídag!
Röðin kostar aðeins 20 krónur."
Dregið verður í Víkingalottói,
stærsta lottópotti á Norðurlöndum,
í sameiginlegri útsendingu
á báðum sjónvarpsstöðvunum
kl. 19.50 íkvöld.
ÉgsémilLjón
99
mögiúeikaá
vmningi
í’VikingEdottói
í kvöld!