Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
EIGNASALAN
REYKJAVIK
SAMTENGD
SÖLUSKRÁ
ÁSBYRGI
IIGNASAL AIV
fLAlTASj
[ J
Simar 19540-19191
Yfir 35 ára reynsla
tryggir öryggi þjónustunnar
HVERAGERÐI - RVÍK
SKIPTI ÓSKAST
Okkur vantar lítið einb., raðh. eða
íb. (3ja-4ra herb.) í skiptum f. 116
fm góða íb. í miðb. Rvíkur.
HÖFUM KAUPANOA
að góðrí húsaign i Vesturb. eða
á Seltjn. Má kosta um og yfir
20,0 míllj.
HÖFUM KAUPANDA
að góðri 4ra-5 herb. íb. á Seltj-
nesi. Bílsk. æskil. Góö útb. í boði
f. rétta eign.
HÖFUM KAUPANDA
Vamar 3ja herb. íb. í nágranni
Laugameaskólans. Góð útb. f.
rétta eign.
HÖFUM KAUPANDA
að góðri sórhæð. Má kosta allt
að 11,5 millj. Góð útb. í boði fyr-
ir rétta eign.
HÖFUM KAUPENDUR að 2ja-5 herb. ri$- og kjíb. Mega þarfn. standsetn. Góðar útb. geta verið i boði.
SELJENDUR ATH. Okkur vantar allar geröir fast- eigna á söluskrá. Skoöum og verðmetum samdægurs.
EIGNASALAIM
REYKJAVIK
Ingólfsstræti 8
Simi 19540 og 19191
Magnús Einarsson, lögg. fastsall,
Eggert Elíasson, hs. 77789,
Svavar Jónsson, hs. 657596.
V^terkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Barna-
söngur
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Landsmót íslenskra barnakóra
var haldið í Laugardalshöll sl. laug-
ardag og mættu þar til leiks yfír
30 barnakórar víðs vegar af land-
inu. Kórarnir sungu í þremur hóp-
um og allir saman undir lokin. Það
sem gerði tónleikana um margt
sérstæða var_ þátttaka Sinfóníu-
hljómsveitar íslands undir stjórn
Jóns Stefánssonar.
Útvarpsstjóri, Heimir Steinsson,
setti hátíðina en tónleikarnir hófust
á forleiknum að Carmen eftir Bizet
og þar var sunginn söngur götu-
strákanna úr sama verki. Tvö lög
eftir Atla Heimi Sveinsson, Söngur
Dimmalimm og perlan Snert hörpu
mína himinborna dís, voru mjög
fallega sungin. Fyrsti hópur lauk
sínum hluta með dýravísunum eins
og Jón Leifs útbjó þær.
A meðan skipt var um kóra flutti
Sinfóníuhljómsveitin forleikinn að
Vilhjálmi Tell eftir Rossini. Annar
hópur söng Sprengisand eftir Sig-
valda Kaldalóns og þar eftir tvö lög
eftir Skúla Halldórsson, Smala-
drengurinn og Smalastúlkan og
voru þessi fallegu lög mjög vel
sungin, þar sem Sigrún Norðdahl
og Halldór Guðnason komu fram
uppáklædd eins og gerðist tii sveita
áður fyrr og sungu einsöng með
fagurri hijóman og bamslegri ein-
lægni. Annar hópur lauk sínu verk-
efni með þjóðlaginu Vera mátt góð-
ur.
Þriðji hópurinn söng tvær
krummavísur og Vorvindur eftir
Sigvalda Kaldalóns. Coro di Zinga-
relle úr La Traviata og upphafskór-
inn (O. Fortuna) úr Carmina Bur-
ana eftir Orff, var glæsilega sung-
inn en hápunktur tónleikanna var
samsöngur allra kóranna og þar
voru viðfangsefnin Ó blessuð vertu
sumarsól eftify Inga T. Lárusson,
Úr útsæ rísa íslandsijöll eftir Pál
Isólfsson, Maístjaman og síðast
þjóðsöngurinn eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um uppeldislegt gildi slíkra
tónleika eða þá vinnu sem þarna
liggur að baki. Það sem áheyrendur
upplifðu var fallegur söngur, vel
æfður og mennilega framfærður.
Öryggi barnanna var einstakt og
er rétt að geta þess sérstaklega að
framkoma þeirra var óaðfinnanleg
svo og frammistaða Dagrúnar
Leifsdóttur, ungrar stúlku er kynnti
öll atriði tónleikanna. Það má bæta
því við, að margir uppeldisfræðing-
ar hafa talið mikla samvirkni vera
á milli hegðunareinkenna manna
og iðkun tónlistar, þ.e.a.s. að
merkja megi gangvirk áhrif tón-
rænna áhrifa og hegðunar, sem séu
sérstaklega sterk á vissum aldurs-
skeiðum. Það mátti glögglega
finna, að hegðan bamanna í Laug-
ardalshöllinni hafði verið stillt inn
á fíngerðari blæbrigðin.
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur
með þátttöku í þessum tónleikum
gefíð tóninn og vonandi verður
þessu samstarfi við bamakórana í
landinu haldið áfram. Það var auð-
heyrt að hljómsveitin tók hlutverk
sitt alvarlega og lék mjög vel með
börnunum undir lifandi og öruggri
stjórn Jóns Stefánssonar.
Samkór Kópavogs
Tónlist
Ragnar-Björnsson
Kórinn hélt vortónleika sína
laugardaginn 24. apríl í Kópavogs-
kirkju undir stjórn Stefáns Guð-
mundssonar. Til aðstoðar kórnum
voru tilkallaðir söngvararnir Katr-
ín Sigurðardóttir, sópran, og Tóm-
as Tómasson, bassi, og píanóleik-
ari var Ólafur Vignir Albertsson.
Prentuð efnisskrá tónleikanna var
að því leyti afleit að engar upplýs-
ingar var þar að finna um ein-
söngvara, né heldur þýðingar á
þeim ótal mörgu erlendu lagatext-
um, sem sungnir voru. Þetta er
vafasamur sparnaður, því ekki er
hægt að ætlast til að áheyrendur
allir skilji hið útlenda mál alltaf
og enn síður þegar framburðurinn
er ekki alltaf á fínustu nótunum.
Katrín söng nokkur lög á efnis-
skránni og fyrst skal telja laglegt
lag eftir Fjölni Stefánsson, Litla
barn með lokkinn bjarta. Katrín
er vel músíkölsk og það sýndi hún
t.d. í tveimur lögum sem hún söng
síðar á tónleikunum, með píanóinu
einu svo og síðasta laginu á efnis-
skránni Dögun sem kannske var
best flutta lagið á efnisskránni, í
það heila tekið. Rödd Katrínar
hefur breikkað og þroskast, en
dálítið vaklandi ennþá, breytir um
of um staðsetningu. Tómas Tóm-
asson er nýtt nafn í söngdeildinni
og virðist mega spá honum fram-
tíðarsessi í þeim hóp. Tómas hefur
djúpan bassa og hæðin er einnig
fyrir hendi. Textameðferð hans er
mjög til fyrirmyndar og fijálsleg
framkoma hans á palli. Eitt verður
hann þó að taka til athugunar
strax, að ofgera ekki röddinni,
leyfa henni að þroskast innan eig-
in lögmála. Eins og er ætlar hann
röddinni um of, sem gæti orðið
röddinni hættulegt, en það tekur
tíma að verða stór, en hér er um
spennandi efnivið að ræða. Tómas
söng einsöng með kórnum, svo og
einn með píanóinu. Saman sungu
þau Katrín og Tómas tvísöng úr
Don Giovanni og fróðlegt væri að
vita hvort Mozart hefði þótt þau
ofgera, en mörkin eru viðkvæm.
Kórinn á enn langt í land með að
teljast konserthæfur, ef líta skal
á hlutina frá því sjónarmiði. Radd-
beitingu er mjög ábótavant og því
allur hljómur kórsins mattur, sem
er ein ástæða fyrir því að flutning-
urinn er spennulaus. Fyrsta lag
kórsins var Glad sásum fágeln,
sem var allt of hægt sungið og
þunglamalega og líkt verður því
miður að segjast um önnur lög á
söngskránni. Ólafur Vignir var
traustur á píanóið, en hvers vegna
ekki flygil í stað píanós, það hefði
t.d. breytt því að hljóðfæraleikar-
inn hefði sést, en hljóðfærið ekki
verið sem sjálfspilandi væri.
Sýnishorn úr söluskrá
• Arðbær sælgætisverslun. Mikil brauðsala.
• Útgáfa á vasabókum, ritsöfnum o.fl.
• Prentgylling og framleiðsla á minjagripum.
• Þekktur pöntunarlisti. Gott heimastarf.
• Auglýsingastofa. Mikil verkefni.
Góð sambönd.
• Bílasala á besta stað. Ýmis skipti.
• Framköllunarfyrirtæki. Góðurtímiframundan.
• Sjálfsalar fyrir leikföng og sælgæti.
• Ritfangaverslun. Mjög gott verð.
• Sportvöruverslun við Laugaveg.
• Ritföng, leikföng, garn og lopi.
• Eróbikstaður. Góð aðstaða.
• Blómaverslun sem allir þekkja.
• Barna- og unglingafataverslun í Hafnarfirði.
• Einn glæsilegasti kaffi- og matsölustaður
borgarinnar.
• Mjög góður pizzustaður.
Aðallega heimsendingar.
• Skyndibitastaður á góðum stað.
• Myndbandaleiga. Sælgætisverslun.
• Gott umboð með sokkabuxur.
Margir útsölustaðir.
• 30% eignaraðild í tölvufyrirtæki. Vinna fylgir.
• ísbúð á góðum stað.
nmTTTTTtmrernw
SUÐURVERI
SI'MAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
011 KH 01 07fl L^RUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
Cm I Ivv'hlO/v KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggilturfasteignasali
Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna:
í nágrenni Háskólans
Mikið endurn. 4ra herb. 3. haeð/rishæð. Svalir á suðvesturhlið, mikið
útsýni. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. Gott verð.
Skammt frá Hagskóla
Stór og góð 4ra herb. kjallaraíb. i suðurenda. 3 rúmg. svefnherb. Innb.
skápar. Nýtt parket. Sér hiti. Langtímalán kr. 4 millj.
Rétt við Álftamýrarskóla
Nýendurbyggð 4ra herb. íb. á 3. hæð, öll ný endurbyggð. Góðir ofn-
ar, Danfosskerfi. Bílskúrsréttur. Ákv. sala.
Parhús - tvær íbúðir - eignaskipti
í Suðurhliðum Kópavogs parhús m. 5 herb. íb. á 1. og 2. hæð og 4ra
herb. íb. í kjallara. Stór og góður bílskúr. Frábært útsýni. Margskonar
eignaskipti mögul. Tilb. óskast.
Við Fellsmúla - laus nú þegar
Stór og góð 3ja herb. íb. á 3. hæð, sérhiti. Rúmgóðar sólsvalir.
Vel með farin sameign. Sanngjarnt verð.
Skammt frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Glæsileg sérhæð í þríbýlishúsi um 140 fm. Öll eins og ný. Allt sér.
Góður bílskúr, ágæt sameign. Tilboð óskast.
Helst við Smiðju- eða Skemmuveg
Leitum að góðu atvinnuhúsnæði f. vélaverkstæði. Æskileg stærð um
200 fm. Lofthæð 3,5 fm. Traustur kaupandi. Góðar greiðslur.
• • •
Þjónustuíbúð óskast
við Bólstaðarhlíð.
Fjársterkir kaupendur.
Opið á laugardag
AIMENNA
FASTEIGNASAIAN
LAUGWEGM8ISÍMAR2ÍÍ5^2Í370
Kvikmyndahátí ðir
Tvær íslensk-
ar í Cannes
TVÆR íslenskar kvikmyndir, Só-
dóma Reykjavík eftir Óskar Jón-
asson og stuttmyndin Ævintýri á
okkar tímum eftir Ingu Lísu Midd-
leton, hafa verið valdar til þátt-
töku á Kvikmyndahátíðinni í Can-
nes, dagana 13. til 24. maí næst-
komandi. Er þetta í fyrsta sinn
sem íslensk kvikmynd er með í
aðalhluta hátíðarinnar.
Óskar sagði að val á Sódómu
Reykjavík á hátíðinni kæmi til með
að auka sölumöguleika myndarinnar.
í Bandaríkjunum er verið að dreifa
myndinni í samstarfi við annað fyrir-
tæki. Verið er að útbúa nýtt vegg-
spjald og stutta kynningarmynd, þar
sem athygli er vakin á einangrun
Islands og að þrátt fyrir það blómstri
fjörugt næturlíf. „Þetta kom verulega
á óvart,“ sagði Óskar. „Ég hafði aldr-
ei ímyndað mér að myndin fengi náð
fyrir augum nokkurrar kvikmynda-
hátíðar. Hún var ekki gerð með hátíð-
ir í huga.“
Árið 1984 var Atómstöðin valin á
hliðarhátíð á vegum Leikstjórafélags
Frakklands og í fyrra var Svo á jörðu
sem á himni, framlag íslands, á sér-
stakri sýningu norrænna kvikmynda.
Þá var kvikmyndin Ingaló sýnd á
svokallaðri Gagnrýnendaviku.
1
f
i
I
I
I
i
f
I
<
í
i
í
i
l