Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
11
Kammer-
tónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
I
Kammermúsíkklúbburinn stóð
fyrir tónleikum í Bústaðakirkju sl.
k sunnudag og þar var á efnisskrá
" tónlist eftir Schubert, Hummel og
Mozart. Flytjendur voru Zheng-Rong
Wang, fiðluleikari, Helga Þórarins-
dóttir, lágfiðluleikari, Richard
Talkowsky, sellóleikari og Einar Jó-
hannesson, klarinettuleikari. Fiðlu-
leikarinn Wang lék með Sinfóníu-
hljómsveit íslands í nóvember sl. og
sýndi þá að hún er frábær fiðluleik-
ari.
Fyrsta verkið var tríó eftir Schu-
bert en það mun vera eina strengja-
tríóið sem hann lauk við að fullu.
Þetta er yndislegt verk og þar getur
að heyra ýmis þau hljómbrigði og
tóntegundatilfærslur, sem urðu síðar
sérlega einkennandi fyrir tónstíl
| Schuberts. Verkið var mjög fallega
* leikið og sama má segja um næsta
verk en það var klarinettukvartett
t. eftir Johann Nepomuk Hummel.
Klarinettukvartettinn ber mjög
sterkan svip af ýmsu er heyrist hjá
. Beethoven en er mjög vel samið verk
w og var það í heild vel leikið og á
engan hallað, þó glæsilegur leikur
Einars Jóhannessonar sé sérstaklega
tilgreindur.
Snilldarverk tónleikanna var
Dvertimento, K. 563, eftir Mozart.
Þetta undurfagra og erfíða verk var
glæsilega leikið og þar fór fyrir hópn-
um Zheng-Rong Wang með
stórglæsilegum leik sínum. Þrátt fyr-
ir að verkið allt sé erfítt í flutningi,
er hlutverk fiðlunnar sérlega erfitt
og það var ekkert minna en snilldar-
handbragð á öllu er Wang gerði.
Helga og Richard léku mjög vel og
það var aðeins á einum stað í „uni-
sono“-tónhendingu, þar sem intóna-
| sjónin var ekki alveg fullkomlega
" samstilit. Að pðru leyti var samleikur
þeirra frábærlega vel útfærður.
Fimm aðilar hljóta viðurkenningu
AÐ LOKNUM sýningum á söngleiknum My Fair Lady og Dýrunum
í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu um helgina voru veittar viðurkenning-
ar úr tveimur sjóðum hússins; Menningarsjóði Þjóðleikhússins og
Egnersjóði. Pálmi Gestsson leikari og Kristín Hauksdóttir sýningar-
stjóri fengu styrk úr fyrrnefnda sjóðnum en leikararnir Sigurður
Siguijónsson, Orn Ámason og Herdís Þorvaldsdóttir úr hinum síðar-
nefnda.
Menningarsjóður Þjóðleikhússins
var stofnaður á vígsludegi leikhúss-
ins hinn 20. apríl árið 1950 af þá-
verandi þjóðleikhússtjóra, Guðlaugi
Rósinkranz, með framlögum 38 ein-
staklinga. Alls 29 sinnum hafa
styrkir verið veittir úr sjóðnum til
rúmlega 50 leikara og annarra
starfsmanna Þjóðleikhússins.
Egner-sjóðurinn var hins vegar
stofnaður á 25 ára afmæli Þjóðleik-
hússins 20. apríl 1975 með gjöf
norska rithöfundarins Thorbjörns
Egners til Þjóðleikhússins. Gaf
hann leikhúsinu sýningarrétt og
höfundarlaun allra verka sinna á
íslandi. Stofnframlag voru höfund-
arlaun vegna sýninga leikhússins á
Kardimommubænum leikárið
1974-1975. Síðan hefur verið veitt
sjö sinnum úr sjóðnum til 13 ein-
staklinga og er veitingin í ár sú
áttunda í röðinni.
Fjórir ungir einleikarar ljúka prófi með Sinfóníuhljómsveitinni á morgun
Menningarsjóður Þjóðleikhúsins og Egnersjóður
„Heimsfrægð að minnsta kosti“
Mikki refur (Sigurður Siguijónsson) og Lilli klifurmús (Örn Ama-
son) smella kossi á músarömmu (Herdísi Þorvaldsdóttur) við afhend-
ingu viðurkenningar úr Egner-sjóði.
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri afhenti Pálma Gestssyni og Krist-
ínu Hauksdóttur viðurkenningu úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins.
„FERLEGT kikk.“ Að spila á tónleikum. Eftir margar vikur af æfing-
um, stressi og kvíða. Þá gengur einleikari skjálfandi inn á sviðið,
kemur sér fyrir og byijar. Þá kemur það. Kikkið. Það segir að minnsta
kosti einn þeirra ungu tónlistarmanna sem leika einieik með Sinfóní-
hljómsveit Islands í Háskólabíói á morgun, fimmtudag. Jón Guðmunds-
son, Anna Snæbjörnsdóttir, Ingunn Hildur Hauksdóttir og Rúnar Ósk-
arsson ljúka með þessum tónleikum einleikaraprófi á h(jóðfæri sín;
gítar, píanó og kiarinett.
Hljómsveitarstjóri á tónleikunum,
sem hefjast klukkan átta annað
kvöld, verður Bernharður Wilkinson.
Á efnisskránni eru konsertar eftir
Ponce, Beethoven, Copland og Grieg.
Verkin eru ólík, einleikararnir völdu
þau sjálfír og í samvinnu við kennar-
ana sína í Tónlistarskólanum í
Reykjavík og Tónskóla Sigursveins
D. Kristinssonar.
Tónlistarfólkið er á aldrinum 22
til 25 ára, öll hafa þau kennarapróf
á hljóðfærin sín, hafa kennt talsvert
og ætla sum að halda því eitthvað
áfram. Þau segjast glöð í bragði vera
fulltrúar landsbyggðarinnar, frá
Hafnarfírði, Akranesi og Vopnafírði,
eða Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu, eins
og Rúnar bendir á. „Það verða sagð-
ir brandarar í hléinu,“ bætir hann við.
„Ég ætla að spila konsert eftir
Manuel M. Ponce," segir gítarleikar-
inn Jón Guðmundsson. „Hann var
svona síðrómantíker á fyrri hluta
aldaririnar og samdi þessa tónlist
fyrir Segovia. Mér fínnst það mjög
vel gert hjá honum, efniviðurinn er
ekki of mikiil, engu ofaukið og mótí-
vin afar vel nýtt. Konsertinn er svo-
lítið rómantískur og væminn." Jón á
vetur eftir af tónsmíðanámi í Reykja-
vík og hyggur á framhaldsnám í
Frakklandi eða á Ítalíu.
Þær Anna Snæbjömsdóttir og Ing-
unn Hauksdóttir eru píanóleikarar.
Þær völdu sígild verk fyrir tónleikana
á morgun. Anna ætlar að leika kon-
sert eftir Beethoven og Ingunn leikur
Jón, Anna, Ingunn og Rúnar
þekktan konsert eftir Edvard Grieg.
Þær segjast báðar hafa valið þessa
tónlist vegna þess hve falleg hún er,
en neita þvi ekki að líklega sé erfið-
ara að spila svo vel þekkt verk á
tónleikum heldur en eitthvað sem
færri þekkja. Anna segir að samt
þýði ekkert að hugsa um hvað áheyr-
endum þyki, maður setjist bara við
píanóið og njóti þess að spila.
Næsta vetur ætla Ingunn og Anna
að kenna á píanó og hugsa sinn
gang. Þær segja vel geta verið að
leiðin liggi til útlanda í frekara nám,
en ber saman um að það sé gaman
að kenna og allt í lagi að gefa sér
tíma til að spá í framtíðina.
Rúnar Óskarsson klarínettuleikari
ákvað að spila nútímaverk eftir Aar-
on Copland. „Hann var Ameríkani
sem lærði í Evrópu og í tónsmíðum
hans gætir áhrifa víða að,“ segir
Rúnar. „Hann samdi þetta verk fyrir
Benny Goodman um miðja öldina en
þetta er frumflutningur á tónleikum
hér á íslandi." Rúnar ætlaði að læra
á saxafón, en átti ekki fyrir hljóðfær-
inu á sínum tíma. Nú er hann búinn
að eignast eitt slíkt, en ætlar að
Morgunblaðið/Árni Sæberg
halda tryggð við klarinettið og lang-
ar í framhaldsnám í Hollandi næsta
haust.
Maður tekur ekki ákvörðun um
að verða tónlistarmaður. Það gerist,
segja fjórmenningarnir. „Það er ekki
hægri að hætta vegna þess að þá fer
manni aftur og það er hundleiðinlegt
að geta ekki lengur spilað verk sem
lék í höndunum á manni mánuði
fyrr,“ bætir Rúnar við. Þijú úr hópn-
um byijuðu sjö ára í músíknámi, en
Jón var orðinn sextán ára þegar
hann fór að læra á gítar í alvöru.
„Ég stefni að því að tvöfalda íslensk-
an efnivið fyrir gítarleikara næstu
misserin," segir hann, „tónsmíða-
námið hefur víkkað minn sjóndeildar-
hring alveg gífurlega."
Þótt maður sveiji að gera þetta
aldrei aftur, svona rétt áður en tón-
leikar hefjast, eins og einn einleikar-
anna orðar það, eiga þau framtíðina
fyrir sér, fólkið sem kemur fram í
Háskólabíói annað kvöld. Tónsmíðar,
kennsla, meira músíknám, og eitt
þeirra segir að auki: Heimsfrægð að
minnsta kosti.
Þ.Þ.
UM HELGINA
Tónlist
Lokatónleikar
Drengjakórs
Laugarneskirkju
DRENGJAKÓR Laugarneskirkju
mun halda lokatónleika starfsárs-
ins í Laugarneskirkju fimmtudag-
inn 29. apríl nk. og hefjast þeir
klukkan 20.
Á hveiju ári lýkur kórinn form-
legu vetrarstarfí sínu á þennan hátt.
Kórinn mun flytja ýmis verk, bæði
andleg og veraldleg, þeirra á meðal
negrasálma. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
Þann 1. maí nk. mun kórinn fara
í skemmti- og söngferð til Vest-
mannaeyja. Þar mun kórinn syngja
við messu í Landakirkju, sunnudag-
inn 2. maí og að auki endurflytja
lokatónleika sína þar klukkan 14.30.
Starfsár kórsins hefur verið við-
burðarríkt, þar sem hæst ber jólatón-
leika hans ásamt Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur og hljóðfæraleikurum, svo og
móttaka á Florida Boychoir, sem
kom á hans vegum í viku heimsókn
til íslands sl. vetur. Á næsta starfs-
ári mun kórinn taka öðru sinni þátt
í alþjóðlegu drengjakóramóti sem
haldið verður í borginni Tampa í
Flórída, sem skipulagt er af Sir
David Willcocks.
Á næstu dögum fara fram radd-
prófanir í Laugarneskirkju og í ýms-
um skólum borgarinnar vegna inn-
töku drengja í kórinn og undirbún-
ingsdeild hans, Schola Cantorum.
Stjórnandi Drengjakórs Laugarnes-
kirkju er Ronald W. Turner og undir-
leikari hans er David Knowles.
Drengjakór Laugarneskirkju er eini
starfandi drengjakórinn á íslandi.
(Fréttatilkynning)
Burtfarartónleikar
Mag’neu Tómasdóttur
Burtfarartónleikar Magneu
Tómasdóttur verða haldnir í Nor-
ræna húsinu, fimmtudaginn 23.
april klukkan 20.30.
Magnea er nemandi í Tónlistar-
skólanum á Seltjarnamesi og er
kenari hennar Unnur Jensdóttir.
Magnea hefur þegar hlotið inntöku
í Trinity Collage of Music í London
og mun hefja þar nám næsta haust.
Á efnisskránni eru aríur og ljóð
frá ýmsum löndum og ýmsum tímum
tónlistarsögunnar, auk nokkurra af
perlum íslenskra söngbókmennta.
Vilhelmína Ólafsdóttir píanóleikari
er meðleikari Magneu. Aðgangur að
tónleikunum er ókeypis.
Ballett
Síðustu sýningar á
Coppelíu
AÐEINS eru tvær sýningar eftir
á Coppelíu, sýningu Isienska
dansflokksins og Listdansskóla
íslands, sunnudaginn 2. maí
klukkan 20 og laugardaginn 8.
maí klukkan 14. Á fyrri sýning-
unni mun Lára Stefánsdóttir og
Eldar Valiev dansa aðalhlutverk-
in og í hlutverki Dr. Coppelíusar
verður Björn Ingi Hilmarsson, en
á siðustu sýningunni dansa Lára
og Hany Hadaya, en Þröstur Leo
Gunnarsson leikur Dr. Coppelíus.
Coppelía er stærsta uppfærsla
Islenska dansflokksins um langt
skeið og taka auk dansara flokksins
um 30 nemendur þátt í Coppelíu.
Uppfærslan er í höndum Evu Evdok-
imovu og hefur hún fengið einróma
lof gagnrýnenda fyrir sýninguna.
Hljómsveitarstjóri er Örn Oskarsson,
en búninga og leikmynd hannaði
Hlín Gunnarsdóttir.
Miðasalan er í Borgarleikhúsinu,
Listabraut 3, 103 Reykjavík, sími
91-680680. Miðasalan er opin klukk-
an 14-20 alla virka daga, nema
mánudaga kiukkan 13-17. Símaupp-
lýsingar og pantanir einnig klukkan
10-12 virka daga. -
(Fréttatilkynning)
r ^
Orbsendingfrá Skemmunni
Nýkomin stórglæsileg gluggatjaldasending
frá /. Rosenthal.
Allt ný mynstur.
Verð aðeins kr. 360, br. 122 cm.
Verð aðeins kr. 490, br. 173 cm.
Póstsendum.
Verslunin Skemmany
Reykjavíkurvegi 5, Hafnarfirði.