Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 Svar við opnu bréfi Kristins Péturssonar eftir Sveinbjörn Björnsson Kristinn Pétursson ritaði opið bréf til rektors Háskóla íslands, sem birtist í Morgunblaðinu 12. og 13. mars sl. Tilefni bréfsins var námskeið um undirstöðuatriði físki- fræði, sem boðið var upp á á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands, en leiðbeinendur á því nám- skeiði voru tveir sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunar. Kristinn hefur kynnt sér gögn Hafrannsóknastofn- unar og „svokallaða fiskifræði" og segir sér orða vant að lýsa hneyksl- un sinni að boðið skuli upp á endur- menntunamámskeið við Háskóla íslands í þessum fræðum. Háskólinn treystir stjórn Endur- menntunarstofnunar Háskólans og forstöðumanni hennar til að velja efni og leiðbeinendur í námskeiðum og hefur ekki afskipti af einstökum námskeiðum, sem þar eru boðin. Reyndar eru tildrög þessa nám- skeiðs þau, að á vegum Endur- menntunarstofnunar er verið að undirbúa nám með starfí fyrir stjórnendur í fiskvinnslu og útgerð. Þegar fyrstu drög að námsskrá lágu fyrir, þar sem m.a. er gert ráð fyr- ir námskeiði í fiskifræði, voru boð- aðir á kynningarfund fulltrúar stærstu samtaka á sviði fiskvinnslu og útgerðar. Þar komu fram til- mæli að námskeið í fiskifræði yrði boðið sér þeim sem áhuga hefðu. Með námskeiðinu í febrúar var orð- ið við þeirri ósk. í lokaorðum bréfsins óskar Krist- inn eftir svari um „hvað Háskólinn hyggst gera til þess að fiskifræði (og fiskihagfræði) geti þróast sem aivöru vísindi við Háskóla íslands en ekki sem endurmenntunamám- skeið í krónískum farvegi sem af- neitar staðreyndum um einfalt sam- spil í sínu nánasta umhverfi". Því er til að svara að Háskólinn hefur fullan hug á að vinna að framþróun þessara fræða 5 samvinnu við Haf- rannsóknastofnun, Háskólann á Akureyri og ekki síður þá, sem starfa við sjávarútveg um landið allt. Þeirri framþróun verður ekki náð nema með bættri menntun, auknum rannsóknum og opinskárri rökræðu um þau gögn, sem rann- sóknimar afla. Háskólinn á Akureyri býður nú upp á fjögurra ára nám í sjávarút- vegsfræðum. Þar er veitt ágrip af ýmsum faggreinum, áhersla er á starfstengt ívaf en ekki farið eins djúpt í fræðin og tíðkast í grunn- námi hverrar faggreinar í almenn- um háskólum. Sjávarútvegsfræði í þessari námsbraut eru þannig blanda margra faggreina fremur en ein háskólagrein. Námið gefur fjölþætta þekkingu og ágæta þjálf- un til starfa í sjávarútvegi, en það nær ekki að veita þá þjálfun til sjálf- stæðra rannsókna, sem felst í meistara- og doktorsnámi almennra háskóla. Háskóli íslands býður ekki upp á gmnnnám í sjávarútvegsfræðum, heldur 3-4 ára gmnnnám í þeim faggreinum, sem sjávarútvegur nýtir. Eftir grunnnámið geta nem- endur farið í meistaranám í þessum faggreinum, svo sem fiskifræði, matvælafræði, rekstrarverkfræði, auðlindahagfræði, tekið rannsókn- arverkefni sem þjálfar þá til sjálf- stæðra rannsókna og bætt við sig viðbótarefni úr öðrum faggreinum til að breikka þekkingu sína og auðvelda samstarf við sérfræðinga með annað gmnnnám við störf í sjávarútvegi. Til umræðu er einnig meistaranám í sjávarútvegsfræð- um, í framhaldi af því gmnnnámi sem þegar er fyrir hendi og náms- brautinni á Akureyri. Þar er gert ráð fyrir sameiginlegum kjarna í undirstöðuatriðum sjávarútvegs- fræða, sérhæfingu og rannsóknar- verkefni á völdu sviði. Þá undirbýr Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands þriggja missera nám í sjávarútvegsfræðum fyrir fólk sem vill taka slíkt nám með starfi. Það gagnast fólki sem hefur margvíslegan undirbúning og starfsreynslu en finnst það skorta betri gmnn til starfa sinna við sjáv- arútveg. Hvomgt það nám sem Háskóli Sveinbjörn Björnsson „Því er til að svara að Háskólinn hefur fullan hug á að vinna að fram- þróun þessara fræða í samvinnu við Hafrann- sóknastofnun, Háskól- ann á Akureyri og ekki síður þá, sem starfa við sjávarútveg um landið allt.“ íslands býður upp á í sjávarútvegs- greinum skarast við námið á Akur- eyri. Þörf er fyrir allar gerðir og samvinna milli skólanna sjálfsögð. Eftir því sem fólki með þessa menntun fjölgar í sjávarútvegi þurf- um við ekki að óttast að umræða um fiskifræði og fiskihagfræði lendi „í krónískum farvegi sem afneitar staðreyndum". Bréf Kristins fjallar að öðru leyti um gögn og ráðgjöf Hafrannsókna- Ragnar Árnason stofnunar í fiskifræði og þau gögn og mótrök, sem Kristinn hefur fram að færa. Eg hef beðið dr. Ragnar Ámason, formann stjórnar Sjávar- útvegsstofnunar Háskóla íslands, og dr. Gísla Má Gíslason, forstöðu- mann Líffræðistofnunar Háskóla íslands, að svara því, sem beint er til Háskólans á þeirra sviði. Svör þeirra fara hér á eftir. Um opið bréf Kristins Péturssonar til rekstors Háskóla íslands eftir Ragnar Árnason Hinn 12. og 13. mars sl. birtist á síðum Morgunblaðsins opið bréf frá Kristni Péturssyni til rektors Háskóla íslands. í þessu opna bréfi ijallar Kristinn um fiskifræðilega þekkingu hér á landi og mat á stærð og viðgangi fiskistofna. Þessi mál- efni eru raunar fyrst og fremst á verksviði Hafrannsóknastofnunar, enda beinir Kristinn spjótum sínum einkum í þann garð. í leiðinni sneið- ir hann þó sérstaklega að Endur- menntunarstofnun Háskólans og hneykslast á því að hún bjóði fram endurmenntunarnámskeið í fiski- fræði. Viðbrögð háskólamanna við hugmyndum Kristins Nú er það svo, að Hafrannsókna- stofnun er ágætlega skipuð hæfum vísindamönnum, enda nýtur hún mikils álits á alþjóðlegum vett- vangi. Sú stofnun er því vissulega fullfær um að svara gagnrýni Krist- Gísli Már Gíslason ins og hefur gert það. Sjálfur hef ég í tvígang eytt rúmi af síðum Morgunblaðsins til að freista þess að útskýra fyrir Kristni nokkur meginatriði, hvað snertir fiskveiði- stjómun og samhengi hennar við mat á stærð og viðgangi físki- stofna. Fannst mér þá, og finnst I raunar enn, að ýmislegt í málflutn- ingi Kristins væri skarplega athug- að og umræðuvert, þótt margar | ályktanirnar væru glæfralegar og sumar jafnvel rökvillur. Ýmsir aðrir háskólamenn hafa einnig skipst á skoðunum við Kristin um fiskveiði- mál á síðum dagblaðanna. Það er alls ekki svo, að háskóla- menn hafi skellt skollaeyrum við röksemdum Kristins. Öðru nær. Þessar röksemdir hafa verið vegnar og metnar í fyllstu einlægni bæði af mér og öðrum. Þessu til staðfest- ingar eru svör okkar til Kristins í dagblöðunum. Gallinn er hins vegar sá, að þessi orðaskipti við Kristin virðast ekki þjóna miklum tilgangi. Hann lætur röksemdir annarra sér sem vind um eyru þjóta, en klifar j í síbylju á eigin fullyrðingum. Þá hefur hann tilhneigingu til að krydda þennan söng tilefnislausum j stóryrðum og jafnvel skætingi. Það er ekki hægt að segja, að ritstíll Kristins auðveldi manni að halda í k þá trú, að fyrir honum vaki einvörð- ungu hlutlæg skoðanaskipti og sannleiksleit. Boð á málstofu Kristinn telur í bréfi sínu, að í tilefni af reyklausum degi 29. apríl 1993 Reykjandi er konan frjáls! - eða er ekki svo? eftir Ingibjörgu Sólr- únu Gísladóttur Ég hef ekki hugsað mér að feta í fótspor Sigurlínar Jónsdóttur, móður Sölku Völku, og vitna eins og iðrandi syndari um mína sál fyr- ir guði og mönnum. Ég ætla bara að leggja nokkur orð í þann belg sem tínd eru úr rök þessa dagana gegn tóbaksreykingum. Sjálfsímyndin Þegar maður hefur reykt í fjölda- mörg ár, jafnvel áratugi, er tóbakið orðið samgróið sjálfsímyndinni. — Ég að tala í símann og reykja. Ég á fundi að reykja. Ég að hugsa og reykja. Ég í samkvæmi að reykja. Ég í gáfulegum samræðum að reykja. Eg með kaffibolla að reykja. Ég með vinkonunum að reykja. Ég í góðra vina hópi úti í náttúrunni að reykja. — Það er óhugsandi að reykja ekki við þessar aðstæður. En þetta er bara önnur hliðin á sjálfsímyndinni. Hin er að jafnaði ekki eins áberandi í hugskotinu en þeim mun sterkari í verunni. — Ég að hugsa í reykjarmekki yfir illa lyktandi öskubakka. Ég eftir marga fundi og mörg símtöl með þungan og þokukenndan haus. Ég morgun- inn eftir samkvæmi með sting_ í Iungum og loðin öndunarfæri. Ég verklaus og allslaus í dauðaleit að tóbaki eða eldspýtum. Ég hætt að finna fíngerðan ilm af mold og gróðri. Ég í framan eins og skininn hundaskítur eftir áralangar reyk- ingar. — Hvernig er hægt að koma svona fram við sjálfa sig? Allt breytist þetta eftir að reyk- ingum er hætt. Stundum finnur maður fyrir missi. Maður horfir kannski út undan sér á gömlu reyk- ingaklíkuna og saknar sjálfs sín eða teygar að sér ilminn af einni sígar- ettu í vel loftræstu herbergi og gamalkunnug tilfinning gerir vart við sig. En þessi augnablik standa stutt. Ske'mmri tíma en þarf til þess að reykja eina sígarettu. Hin standa miklu lengur sem eru full af feginleika yfir því að vera laus úr viðjum þess vana að reykja. Þeg- ar maður kemur heim til sín eftir langan vinnudag, eða vaknar dag- inn eftir samkvæmi og hugsar: Hvernig liði mér nú ef ég reykti ennþá? Á slíkum augnablikum þakkar maður sinni sælu. Konum haldið reykjandi Fólk sem vill hætta að reykja þarf ekki bara að takast á við eigin löngun heldur líka sterk öfl sem hafa hag af því að halda okkur reykjandi. Tóbaksframleiðendur hugsa einvörðungu um það að selja sína vöru og eins og aðrir slíkir eiga þeir sér sína markhópa. Konur eru einn slíkur og þeim og öðrum er beinlínis haldið reykjandi með beinum og óbeinum auglýsingum. Tóbaksauglýsingar eru eins og allir vita bannaðar á íslandi, en engu að síður berast þær til okkar eftir ýmsum leiðum. Erlend tísku- blöð birta tóbaksauglýsingar og sum ganga svo langt, t.d. ítálska Vogue, að birta myndir af reykj- andi konum í tískuþáttum sínum og þiggja fyrir dijúgar greiðslur frá tóbaksframleiðendum. Þá fá þekkt- ar tískufyrirsætur, s.s. Naomi Campbell, ómælt fé fyrir að koma sígarettu á framfæri við aðrar kon- ur. Allar eru þessar konur auðvitað sýndar með „slim“-sígarettur. Þar með er þeim skilaboðum tryggilega komið á framfæri við okkur að með reykingunum getum við haldið okk- ur grönnum en eins og allir vita eru s.k. „aukakíló" versti óvinur kvenna! , Heilsubylgjan sem reið yfir hinn vestræna heim fyrir nokkrum árum varð til þess að nokkuð dró úr reyk- ingum kvenna sem karla. Það hætti að vera fínt að reykja og reykingar urðu nánast til marks um að fólk hefði ekki stjórn á sjálfu sér og aðstæðum sínum. Þeir sem vildu hafa ímyndina í lagi hættu því að reykja. Én nú hafa tóbaksframleið- endur látið krók koma á móti bragði og fengið tískuhúsin til liðs við sig. Nú getur Cartier-konan reykt lang- ar og glæsilegar Cartier-sígarettur og Yves Saint Laurent-konan reykt þess háttar YSL-sígarettur. Þar með er öllum formsatriðum full- nægt og engin hætta á að þær fái á sig einhvern lágstéttarstimpil. Sölumenn dauðans Eftir að Austur-Evrópa opnaðist varð hún m.a. Ieikvöllur tóbaks- framleiðendanna sem sáu sér þann leik á borði að ná bæði undir sig markaðnum og auka neysluna — ekki síst meðal kvenna. Og það er eftir nokkru að slægjast þar sem aðeins 11-22% kvenna í þessum löndum reykja borið saman við um 30% í Vestur-Evrópu og Bandaríkj- unum. Því er nú óspart haldið að þessum konum að það sé til marks Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Á ári hverju deyja um 300 þúsund konur í iðn- ríkjunum af völdum reykinga og enn fleiri karlar.“ um vestrænan lífsstíl að reykja; að konur sem reykja séu aðlaðandi, glæsilegar og frjálsar. Á ári hveiju deyja um 300 þús- und konur í iðnríkjunum af völdum reykinga og enn fleiri karlar. Ef tölfræði væri til frá öðrum ríkjum væri talan eflaust talsvert hærri. Þá er ótalinn allur sá fjöldi sem i i i I >

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.