Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
„Lánið sæta“ frá LÍN
FJÖLÐI NÁMSMANNA í FORELDRAHÚSUM
og reglur um námslán
Bert&r r«flur
MÁNAÐARLEG NÁMSAÐSTOÐ Á NORÐURLÖNDUM
Samanburður eftir fjölskylduaðstæðum
>úb. bl. kr.
120 -
lsl&nd
103.625
Miðað er við einstakling í leiguhúsnœði.
eftir Gunnar
Birgisson
Eins og fram kemur í Stakstein-
um Morgunblaðsins 26. sl. hafa
málefni Lánasjóðs íslenskra náms-
manna orðið tilefni til lærðra um-
ræðna árum saman. í nýjasta hefti
Stúdentablaðsins bæta tveir há-
skólastúdentar, Ármann Jakobsson
og Flosi Eiríksson, nokkrum orðum
við þessa mikilvægu og lærðu um-
ræðu. í grein þeirra félaga kveður
við nýjan tón í umræðunni enda
vekur Morgunblaðið athygli á þess-
um skrifum með verðugum hætti.
Ég vil því biðja Morgunblaðið að
birta örstuttar hugleiðingar mínar
vegna þessara skrifa.
Orðið lán þýðir bæði happ og
skuld
Það er athyglisvert og hressilegt
fyrir þá sem stjóma Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna að því skuli
haldið að námsmönnum af hálfu
fulltrúa þeirra sjálfra að lán, hversu
hagstætt sem það er, sé ekki bara
happ. Orðið lán þýði bæði happ og
skuld. Námslán þurfi að greiða til
baka ef til vill á erfiðum tíma fyrir
viðkomandi lánþega. Hafi því láninu
verið eytt í óþarfa eins og minnt er
á f greininni t.d. brennivínskaup,
sem mönnum finnst að vísu misjafn-
lega mikil óþarfi, getur þetta gamla
lán komið þeim námsmönnum sem
það tóku, illa í koll síðar á lífsleið-
inni.
Til hvers á að veita
námsmönnum hagstæð lán?
Greinarhöfundar varpa ýmsum
spumingum fram. Þunginn er mik-
ill í þessari: „Til hvers er ríkisvald-
ið að veita námsmönnum í foreldra-
húsum afar hagstæð lán?“ Af því
tilefni vaknar samstundis sú spum-
ing eins og mér er sagt að kennari
við háskólann hafí fyrir nokkru
spurt á fundi: „Til hvers er ríkis-
valdið yfírleitt að veita námsmönn-
um lán?“
Báðar þessar spumingar eiga
sjálfsagt rétt á sér. Hinni síðari er
þó auðsvarað. Það er stefna núver-
andi og fyrrverandi stjómvalda að
gefa öllum kost á að afla ser fram-
haldsmenntunar án tillits til efna-
hags. í því skyni hefur verið bmgð-
ið á það ráð að veita mönnum hag-
stæð lán með lágum niðurgreiddum
vöxtum af skattpeningum borgar-
anna.
Lán til námsmanna í
foreldrahúsum
Þá vaknar ný spuming: Er sann-
gjamt að veita manni, t.d. í læknis-
fræði, námslán, ef hann býr hjá
ömmu sinni eða ættingja í „leigu-
húsnæði", en synja jafnframt náms-
manni sem stundar sama nám
vegna þess að hann býr hjá foreldr-
um sínum? Ætla má að í einhveijum
tilfellum séu foreldrar fátækir og
kunni frekast það ráð að styðja
börn sín með því að veita þeim
húsaskjól og ennfremur getur oft
staðið svo á að námsmenn greiði
foreldrum sínum fyrir húsaleigu og
uppihald.
Þetta leiðir hugann að enn einni
spumingunni: Verður ekki að
ganga út frá þeirri jafnræðis- og
sanngimisreglu að menn sem
stunda sama nám séu annaðhvort
allir lánshæfír eða enginn?
Enn um „lán til
brennivínskaupa“
Stjórn LÍN hefur nokkra reynslu,
sem vert er að minna á, þegar hug-
myndir eru ræddar um að ákveða
með tilskipun að námsmönnum sem
búa í foreldrahúsum sé ekki veitt
lán „til brennivínskaupa". Verulega
var saumað að foreldrahúsafólki
með reglum LIN skólaárið
1990-91. Þá var ákveðið að náms-
menn í foreldrahúsum fengju aðeins
50% Ián miðað við einstaklinga í
leiguhúsnæði í stað þeirrar reglu
sem áður gilti um að þetta fóik
fengi 70% lán. Námsmenn í for-
eldrahúsum fengu einnig þess kon-
ar meðhöndlun að lán þeirra skert-
ust um 75% af tekjum þeirra við
helmingi lægra tekjumark en ann-
arra námsmanna. í kjölfarið varð
veruleg breyting á heimilisfestu
námsmanna. Námsmönnum í for-
eldrahúsum fækkaði um 36% milli
skólaára eða úr 1.052 árið 1989-90
niður í 670 manns árið 1990-91.
Breyta reglur heimilisfesti
fólks?
Horfið var til fyrri reglu skólaár-
ið 1991-92. Námsmönnum í for-
eldrahúsum var þá einnig sem fyrr
veitt 70% lán miðað við fólk í leigu-
húsnæði. Regliir voru einnig hertar
um að menn sýni fram á að þeir
búi raunverulega í leiguhúsnæði.
Upplýsingar úr gagnagrunni LÍN
leiða í ljós að námsmönnum í for-
eldrahúsnæði fjölgaði úr 670
manns, eins og áður sagði, í 1.220
skólaárið 1991-92 og í 4.600-
1.700 manns á yfirstandandi skóla-
ári 1992-93 (Sjá mynd nr. 1)
Námsmönnum, sem hafa heimilis-
festi í foreldrahúsum, fjölgaði því á
einungis tveimur árum um nálægt
1000 manns eða tala þeirra nær
þrefaldaðist.
Nú kostar það LÍN nálægt því
sama að veita þessari fjölgun fólks
í foreldrahúsum 70% lán eftir nú-
gildandi reglum og það hefði kostað
að veita 600 manns 50% lán og
1000 manns 100% lán, eins og fyrri
reglur hefðu væntanlega haft í för
með sér. Fjárhagslega skiptir 70%
reglan því ekki máli en allar líkur
eru á að námsmenn fylgi betur regl-
unum um lögheimili sitt en áður.
í ljósi framangreindra stað-
reynda er ekki úr vegi að þeir félag-
75 ára
Hallgrímur Jónasson
frkvstj., Reyðarfirði
75 ára er í dag, 28. apríl, Hall-
grímur Jónasson. Hallgrímur er
sonur heiðurshjónanna Valgerðar
Bjamadóttur og Jónasar Bóassonar
frá Stuðlum í Reyðarfírði og erum
við Hallgrímur systkinaböm. Hall-
grímur er sá besti og heilbrigðasti
maður sem ég hef kynnst um ævina.
Alltaf þessi góði drengur, ábyggi-
legur og orðheldinn. Hallgrímur er
kvæntur Evu Vilhjálmsdóttur frá
Meiri-Tungu í Rangárvallasýslu,
mestu dugnaðarkonu. Eiga þau sex
böm, mesta myndar- og hæfíleika-
fólk, sem allir geta treyst í orð-
heldni, skemmtileg og fjölhæf í allri
vinnu. Eva er mikilhæf kona og það
kemur oftast á móðurina að miklu
leyti að kenna og móta börnin, því
feður voru að vinna fyrir heimilinu
og þá dugði ein fyrirvinna, og í þá
daga þekktust engin lyklabörn í
okkar þjóðfélagi.
Árið 1962, þegar við fluttumst
frá Ströndum á Eskifjörð, var sonur
minn, Hilmar, nýútskrifaður úr
Samvinnuskólanum og var hann
ráðinn til Bóasar Emilssonar sem
var framkvæmdastjóri Snæfells
sem var byggingarfélag nokkurra
athafnamanna á Eskifírði. Þá bauð
Eva Hilmari að taka dóttur okkar
15 ára í fæði og húsnæði til að hún
gæti farið að salta síld á Eskifirði.
Já, Eva var þá móðir með öll böm-
in heima og Ketill ekki orðinn
tveggja ára. Auk þess var hún með
menn í fæði, þá sem unnu hjá Snæ-
felli. Hallgrímur var einn af eigend-
um og stjómaði fyrirtækinu. Ég
dáist alltaf að Evu, þessari mikil-
hæfu konu, að bjóða mér að taka
dótturina í húsnæði og fæði með
sitt stóra heimili, geri aðrir betur.
Eva vissi ekki alltaf hvenær kost-
gangararnir kæmu í matinn, stund-
um kom enginn, en oftast tveir eða
þrír og annað slagið 8-10 manns
og alltaf hafði Eva nógan mat og
tók vel á móti kostgöngurum sínum.
Ég er alltaf heilluð að sjá Evu og
Hallgrím, þau eru svo samtaka með
allt, og hef ég ekki kynnst betra
og skilningsríkara hjónabandi. Þau
vildu allt fyrir alla gera og létu allt-
af gott af sér leiða.
Hallgrímur útskrifaðist úr Sam-
vinnuskólanum í Reykjavík 1939.
Ég hef oft óskað þess að íslenska
þjóðin ætti jafn fjölhæft fólk á Al-
þingi, og sérstaklega í ríkisstjóm,
og Hallgrímur er. Eftir að hann
útskrifaðist úr Samvinnuskólanum
fór hann austur á Rauðalæk í Rang-
árvallasýslu og starfaði þar sem
kaupfélagsstjóri. 1954 fluttist hann
til kaupfélagsins á Hvolsvelli og var
lagerstjóri hjá bílaverkstæðinu sem
var þá nýtekið til starfa. Alls staðar
var Hallgrímur vel liðinn, bæði sem
kaupfélagsstjóri og sem fram-
kvæmdastjóri. Hann þótti svo fjöl-
hæfur við bílalagerinn, og þó þar
væru lærðir menn, þá vissi Hall-
grímur alltaf mest.
Eins og áður segir áttu þau Eva
og Hallgrímur sex börn, fimm fædd
í Rangárvallasýslu en Ketill á Eski-
firði. Bömin heita, talin hér í aldurs-
röð: Valgerður, Vigdís, Jónas, Guð-
rún, Bóel og Lára Birna og eru þær
tvíburar og Ketill er yngstur. Éiga
þau Eva og Hallgrímur ellefu
bamaböm. Hallgrímur starfar mik-
ið í félagsmálum. Var mörg ár í
stjóm LÍU, SÍF, FSNA (Félag síld-
arsaltenda.), Skreiðarsamlaginu
auk ýmissa annarra, og alls staðar
hefur líkað vel við hann.
Eva og Hallgrímur fluttust aust-
ur á Eskifjörð 1956 og var Hall-
grímur hægri hönd Bóasar Emils-
sonar sem var framkvæmdastjóri
byggingarfélagsins á Eskifírði. Sá
Hallgrímur um bókhaldið hjá Snæ-
felli og að halda félaginu vel gang-
andi, því Bóas sá um stórfram-
kvæmdir á Suðurlandi og einnig sá
Hallgrímur um allt bókhald hjá
ættarskipunum Gunnari SU 139 og
Snæfugli SU 20 frá Reyðarfirði.
Árið 1965 flyst Hallgrímur frá
Eskifirði til Reyðarfjarðar. Þar tók
hann við framkvæmdastjórastörf-
um áðurgreindra ættarskipa og er
framkvæmdastjóri þar enn þann
dag í dag. Árið 1981 seldu þeir
ættarskipin Gunnar og Snæfugl og
keyptu sex hundruð tonna ístogara
sem heitir Snæfugl, en félagið heit-
ir Skipaklettur. Eg vildi óska þess
að núverandi ríkisstjórn væri eins
fjölhæf í öllum störfum og Hall-
grímur Jónasson er, þá væri ekki
eins mikill bakkabræðrabragur á
henni og raun ber vitni dagsdaglega
því miður.
Við hjónin þökkum Evu og Hall-
grími fyrir góð og ógleymanleg
kynni frá því fyrst er við kynnt-
umst þeim heiðurshjónum sem alls
staðar hafa látið gott af sér leiða
og gert þjóðfélagið betra. Ég bið
að guðsblessun fylgi ykkur og niðj-
um ykkar í nútíð og framtíð og
heilsa ykkar fari batnandi. En þess
má geta að þau hjónin slösuðust
mikið í bílslysi 28. október sl. Eftir
góða meðhöndlun lækna á Borgar-
spítalanum komu þau heim 20. jan-
úar sl. Hallgrímur var á leið á fiski-
þing þegar slysið varð og hefur
kona hans oftast farið með honum
hin síðari ár að hitta börn sín og
skyldfólk á Suðurlandi. Lifíð heil
og lengi. Þess óskar
Regína Thorarensen.
Gunnar Birgisson .
„Sem betur fer er hægt
að gleðja þá félaga og
alla íslenska námsmenn
með Jjví að lög og regl-
ur LIN eru ekki verri
en svo að sjóðurinn er
mesti félagslegi jöfnun-
arsjóður að því er varð-
ar fjölskyldufólk í námi
sem um getur á Norð-
urlöndum. Eflaust má í
samræmi við þá stað-
reynd álykta, sem svo
að hann sé mesti félags-
legi námsaðstoðarsjóð-
ur meðal ríkja heims.“.
ar, Ármann og Flosi, velti því fyrir
sér hvort áðurnefnd hugmynd
þeirra um að banna lán til náms-
manna í foreldrahúsum með tilskip-
un sé í raun framkvæmanleg þótt
öllum vangaveltum um réttlæti sé
sleppt.
Eru íslenskir námsmenn með
fjölskyldu á framfæri best
settir í heiminum?
Þeir félagar segja í grein sinni:
„Lánasjóður íslenskra námsmanna
þykist vera félagslegur jöfnunar-
sjóður. Það á hann líka að vera.“
Jafnframt gera þeir því skóna að
svo sé ekki og hvetja til þess að
„félagshyggjumenn á hátíðastund-
um stuðli að því að sjóðurinn verði
slíkt tæki.
Sem betur fer er hægt að gleðja
þá félaga og alla íslenska náms-
menn með því að lög og reglur LIN
eru ekki verri en svo að sjóðurinn
er mesti félagslegi jöfnunarsjóður
að því er varðar fjölskyldufólk í
námi sem um getur á Norðurlönd-
um. Eflaust má í samræmi við þá
staðreynd álykta, sem svo að hann
sé mesti félagslegi námsaðstoðar-
sjóður meðal ríkja heims. Svíar,
Danir og Norðmenn taka t.d. ekk-
ert tillit til fjölskylduaðstæðna. Þeir
veita námsmanni nákvæmlega
sömu upphæð í lán og styrk hvort
sem um er að ræða mann eða konu
sem á eitt eða fleiri böm, maka eða
ekki maka. Norðmenn taka örlítið
tillit til fjölskylduaðstæðna í náms-
aðstoðarkerfinu en það er ekkert í
líkingu við reglur LIN.
Þetta má glöggt sjá á meðfylgj-
andi mynd nr. 2 þar sem fram kem-
ur hversu mikil hámarksaðstoð til
námsmanns með maka og tvö börn
á framfæri getur orðið skv. reglum
LIN í samanburði við hámarksað-
stoð annars staðar á Norðurlöndum.
Í því sambandi skal tekið fram að
á hinum Norðurlöndum eru styrírir
hluti af námsaðstoðinni og vextir
af lánum á hinn bóginn yfírleitt
markaðsvextir en á íslandi er styrk-
ur fyrst og fremst fólginn í niður-
greiðslu vaxta, en menn greiða nú
1% vexti af námslánum skv. nýjum
lögum sem kunnugt er. Sá áróður
sem oft heyrist innan Alþingis og
utan að reglur LÍN séu sérlega
óhagstæðar foreldrum, einstæðum
eða í sambúð, er því algjörlega út
í hött.
Höfundur er formaður stíórnar
LÍN.