Morgunblaðið - 28.04.1993, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
Miklar greiðslur inntar af hendi úr Verðjöfnunarsjóði sj ávarútvegsins
2,9 milljarðar greiddir í fyrra
GREIÐSLUR úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins á síð-
astliðnu ári námu samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins tæpum 2,9 milljörðum króna. Þar af voru greiðslur
til lífeyrissjóða tæplega 350 milljónir króna, en til útgerð-
arfyrirtækja runnu liðlega 2,5 milljarðar króna. Úr Verð-
jöfnunarsjóði humars voru til ráðstöfunar um 300 milljón-
ir og af þeirri upphæð voru greiddar út um 215 miHjón-
ir króna, sem skiptust niður á tiltölulega fá fyrirtæki.
Til þess að fá raunverulega mynd af því hvert rekstrar-
umhverfi sjávarútvegsfyrirtækja var á liðnu ári, er lík-
ast til réttast að draga þessar greiðslur frá afkomutölum
fyrirtækjanna á liðnu ári, þar sem um eingreiðslur var
að ræða, en jafnframt ætti þá að draga frá þær upphæð-
ir sem fyrirtækin telja sig hafa tapað á gengisbreytingum
síðastliðið ár, vegna skulda sinna í erlendum myntum,
sem er raunar tap sem dreifist á allan lánstíma lánanna.
Samtals mun gengistap sjávarútvegsfyrirtækja á liðnu
ári hafa verið rúmir 4 milljarðar króna, en til sanns
vegar má færa að einungis hefði átt að færa til bókar
sem gengistap á liðnu ári þá upphæð sem svarar auk-
inni greiðslubyrði í afborgunum erlendu lánanna vegna
gengisbreytinganna.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru þessar greiðslur úr
Verðjöfnunarsjóði bókfærðar með
mismunandi hætti í ársreikningum
sjávarútvegsfyrirtækja. Sam-
kvæmt mati margra endurskoð-
enda þykir eðlilegt að bókfæra
þessar greiðslur undir óreglulegar
tekjur, en ekki reglulegar, en það
er þó ekki algilt að greiðslurnar
hafí verið færðar sem slíkar.
Grandi hf., ÚA (Útgerðarfélag
Akureyringa) og fleiri fyrirtæki
færðu til dæmis þessar greiðsiur
sem reglulegar tekjur og gáfu þar
af leiðandi aðra og betri mynd af
rekstri síðastliðins árs í ársreikn-
ingum, en tilefni var til, þar sem
þessar greiðslur úr sjóðnum heyra
ekki undir reglulegar tekjur.
Hér er ekki um það að ræða að
niðurstöðutala rekstrarreiknings-
ins breytist, heldur hitt að færslan
fyrir ofan strik, gefur aðra mynd
af hagnaði eða tapi af reglulegri
starfsemi ársins. Grandi fékk 88
milljónir á liðnu ári úr Verðjöfnun-
arsjóði, en gengistap fyrirtækisins
á árinu var 195 milljónir króna.
Sjávarútvegsfyrirtæki skulda
mörg hver í erlendri mynt, beint í
gegnum sinn viðskiptabanka og
geta þar með verið með allt aðra
skuldasamsetningu á erlendum
lánum sínum, en gengið verður út
frá hér á eftir, þegar reynt verður
að nálgast það hveijar erlendar
skuldir þeirra eru. Að því gefnu
að erlend lán Granda hafi hækkað
um 6,4%, sem er meðalhækkun
gjaldmiðla við gengisfellinguna í
nóvember, samkvæmt þeirri með-
altalskörfu gjaldmiðla sem Seðla-
bankinn notar við gengisbreyting-
ar sínar, þá eru erlendar skuldir
Granda nú rétt rúmir 3 milljarðar
króna.
Tap Granda á liðnu ári var 156
milljónir, þegar tekið hefur verið
tillit til afkomu dótturfyrirtækja
Granda, en tap af reglulegri starf-
semi Granda var 98 milljónir
króna. Þannig má til sanns vegar
færa að tap Granda af reglulegri
starfsemi hafi verið 186 milljónir
króna, en ekki 98 milljónir króna
og sömuleiðis má halda því fram
að hagnaður Granda í fyrra, þ.e.
fyrir árið 1991, hafi verið 75 millj-
ónum króna minni en hann var
gefinn upp í ársreikningi, vegna
75 milljóna króna greiðslna úr
Verðjöfnunarsjóði á því ári.
Samræming æskileg
Brynjólfur Bjamason forstjóri
Granda segir að mikil umræða
hafi verið um þessar færslur meðal
endurskoðenda. Farin hafi verið
sú leið að bókfæra greiðslurnar
sem tekjur fyrir ofan, undir sérlið
sem heitir Verðjöfnunarsjóður, en
árið 1991 sé leiðrétt við hliðina og
dregið frá reglulegum tekjum. „Ég
tel það afar æskilegt að bókfærsla
þessara reikninga sjávarútvegsfyr-
irtækjanna verði samræmd sem
mest og tel reyndar að gífurlegt
starf hafí verið unnið í þá veru á
undanfömum árum meðal endur-
skoðenda. Þessir reikningar eru
mun sambærilegri í dag en fyrir
nokkrum árum,“ sagði Brynjólfur.
Hjá ÚA var sami hátturinn hafð-
ur á og hjá Granda. ÚA fékk 92,8
milljónir úr Verðjöfnunarsjóði, sem
voru bókfærðar sem reglulegar
tekjur fyrir ofan strik, en þessar
greiðslur voru einnig færðar sem
sérstakur tekjuliður eins og hjá
Granda og á móti voru dregnar frá
greiðslur úr sjóðnum vegna ársins
1991, að sögn Gunnars Ragnars
forstjóra ÚA. Gengistap ÚA nam
142,5 milljónum króna. Sam-
kvæmt því að erlend lán ÚA hafí
hækkað að meðaltali um 6,4%, þá
skuldar ÚA um 2,2 milljarða króna
í erlendum lánum eftir gengis-
breytinguna í nóvember. Hefði
greiðslan úr Verðjöfnunarsjóði ver-
ið færð sem óreglulegar tekjur
fyrir neðan strik hjá ÚA, þá hefði
niðurstöðutalan af reglulegri starf-
semi fyrirtækisins í fyrra ekki ver-
ið 10 milljóna króna hagnaður,
heldur 83 milljóna króna tap.
ísfélag Vestmannaeyja fékk
rúmar 62 milljónir króna úr Verð-
jöfnunarsjóði á sl. ári. Sigurður
Einarsson forstjóri ísfélagsins seg-
ir að fyrirtækið bókfæri þessar
greiðslur sem óreglulegar tekjur
fyrir neðan strik og gengistap
fyrirtækisins sem nam um 180
milljónum króna var fært sem hluti
fjármagnskostnaðar á árinu. Er-
lendar skuldir ísfélags Vestmanna-
eyja eru samkvæmt þessu um 2,8
milljarðar króna.
Sighvatur Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar
í Vestmannaeyjum, sagði frá því
hér í Morgunblaðinu fyrir réttri
viku að gengistap Vinnslustöðvar-
innar á liðnu ári hefði numið 211
milljónum króna. Það jafngildir
því, að því gefnu að erlendar skuld-
ir fyrirtækisins hafí hækkað að
meðaltali um 6,4%, að Vinnslustöð-
in skuldi um 3,3 milljarða króna.
Pétur Reimarsson, fram-
kvæmdastjóri Ámess í Þorláks-
höfn, greindi frá því hér í Morgun-
blaðinu í síðustu viku að gengistap
Árness á liðnu ári hefði numið 85
milljónum króna. Samkvæmt
myntkörfu Seðlabankans jafngildir
þetta gengistap því að erlendar
skuldir Árness séu um 1,3 milljarð-
ar króna. Meira áhyggjuefni fyrir
Ámes er að tap af reglulegri starf-
semi fyrirtækisins nam 139 millj-
ónum króna, sem er um 10% af
veltu liðins árs og til sanns vegar
má færa að það hafi verið enn
hærri tala, eða 187 milljónir króna,
þar sem Pétur segir að Árnes hafi
fært til bókar 48,2 milljóna króna
greiðslu úr Verðjöfnunarsjóði sem
tekjur. Að vísu hafí það verið gert
undir sérstökum lið: Greiðslur úr
Verðjöfnunarsjóði, rétt eins og
Grandi og ÚA gerðu, en engu að
síður kemur þessi tala inn í niður-
stöðutölu af rekstri fyrirtækisins í
fyrra og minnkar tap ársins sem
henni nemur.
HB bókfærir sem óreglulegar
tekjur
Haraldur Böðvarsson hf. á
Akranesi, HB, hafði sama háttinn
sjóði undir óreglulegar tekjur, því
þær heyra ekki undir reglulegar
tekjur. Þetta voru bara 2,2 milljón-
ir króna, sem við fengum vegna
útflutnings á gámafíski. Mér fínnst
það alrangt og gefa villandi mynd
af rekstri fyrirtækja að færa
greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði
undir reglulegar tekjur," segir
Halldór.
Hvort sem greiðslurnar úr sjóðn-
um eru færðar sem reglulegar eða
óreglulegar tekjur, þá hefur það
ekki áhrif á endanlega rekstrarnið-
urstöðu, en það er þó mat manna
að með því að færa greiðslurnar
sem óreglulegar tekjur, sem þær
óvefengjanlega eru, þá sé þar með
gefin réttari mynd af rekstrinum
sem slíkum.
Raunar er það einnig mat við-
mælenda að tvennt verði sérstak-
lega að taka til athugunar þegar
AF ÍNNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Samtals mun gengistap sjávarútvegsfyrirtækja á
liðnu ári hafa verið rúmir 4 milljarðar króna.
á og ísfélag Vestmannaeyja og
bókfærði greiðslur síðasta árs úr
Verðjöfnunarsjóði sem óreglulegar
tekjur, en þær greiðslur námu
48,3 milljónum króna. Sömuleiðis
var gengistap liðins árs fært undir
aðrar tekjur og gjöld, en gengistap
fyrirtækisins á liðnu ári var 156,2
milljónir króna, sem jafngildir því
að HB skuldi eftir gengisbreytingu
rúmlega 2,4 milljarða króna.
Borgey hf. á Höfn í Hornafírði
tapaði í fyrra rúmum 182 milljón-
um króna á reglulegri starfsemi
sinni og rúmum 12 milljónum á
óreglulegri, þannig að samtals tap-
aði fyrirtækið 195 milljónum
króna. Halldór Ámason fram-
kvæmdastjóri Borgeyjar segir að
einungis 2,2 milljónir króna hafi
komið í hlut Borgeyjar úr Verðjöfn-
unarsjóði sjávarútvegsins á liðnu
ári, þar sem greiðslumar úr sjóðn-
um komu til útborgunar fyrir sam-
einingu sjávarútvegshluta KASK
og Borgeyjar og því komu 90 millj-
ónir króna úr Verðjöfnunarsjóði í
hlut KASK. Halldór segir að gengi-
stap Borgeyjar á liðnu ári hafi
verið um 35 milljónir króna. „Við
færam greiðslur úr Verðjöfnunar-
ársreikningar sjávarútvegsfyrir-
tækjanna era skoðaðir til þess að
sjá hver raunveruleg rekstraraf-
koma innan ársins er: Það séu
greiðslumar úr Verðjöfnunarsjóðn-
um, þar sem ekki er um varanleg-
ar tekjur að ræða; og afborgunar-
byrði af hækkun á gengisbreyting-
um á lánum, en ekki að færa til
gjalda alla skuldina eða gengistap-
ið á sama árinu, vegna þess að
lánað er til framhaldsgreiðslna.
Þannig er rætt um að eðlilegt
væri að færa einungis 6,4% hækk-
un erlendra lána á síðstliðnu ári
til gjalda, en ekki allt gengistapið
sem varð við gengisfellinguna.
Reikna þurfí þessar stærðir sér-
staklega og draga frá rekstrar-
reikningnum og þá sjáist hvert
rekstrarumhverfið er sem sjávarút-
vegurinn býr við nú.
Skuldasamsetning
Fiskveiðasjóðs gagnrýnd
Viðmælendur mínir hafa bent á
að vissan hluta gengistaps þeirra
vegna gengisfellingarinnar í nóv-
ember síðastliðnum, megi beinlínis
rekja til þess að ýmsir í sjávarút-
vegi skuldi í erlendum myntum
sem hækkað hafi mest á síðast-
liðnu ári, eins og Bandaríkjadollar
og japönsku jeni. Er ekki hvað síst
vísað til myntkörfu Fiskveiðasjóðs
í þeim efnum. Samsetning skulda
Fiskveiðasjóðs er þannig uni þessar
mundir að um 40% eru í bandarísk-
um dollurum og um 35% í japönsk-
um jenum, en þessir tveir gjald-
miðlar hækkuðu hvað mest á liðnu
ári. Þannig hafa skuldarar Fisk-
veiðasjóðs lítið sem ekkert val haft
um það í hvaða mynt þeir skulda
lán sín hjá Fiskveiðasjóði. Að vísu
breyttist þetta nú um síðustu ára-
mót, því þá var tekin upp sú regla
að stærri skuldarar sjóðsins fengju
að velja sér þá myntkörfu sem
þeir vildu skulda í.
Ymsum finnst sem lánasamsetn-
ing hjá Fiskveiðasjóði sé ekki
ákjósanleg, þegar horft er til þess
hvert hlutfall útflutnings íslend-
inga er í ákveðnum myntum. Eink-
um eru efasemdir uppi um ágæti
þess að hafa hlutfall japanskajens-
ins svo hátt, þar sem útflutningur
okkar til Japans er hvergi nærri
því að vera 35% af útflutningi
landsmanna. Til dæmis er 25% alls
útflutnings íslendinga til Bret-
lands, en vægi breska pundsins er
óverulegt hlutfall lána hjá Fisk-
veiðasjóði. Gjarnan er litið á það
sem góða reglu að hlutfall erlendra
lána íslendinga sé sem næst því
að vera það sama og hlutfall út-
flutnings íslendinga nemur í tiltek-
inni mynt. Þannig er talið að lág-
marka megi áhættu og forðast
spákaupmennsku. Flest fyrirtæki
sem era í erlendum lánaviðskiptum
munu leitast við að láta þessi hlut-
föll standast á eins og unnt er.
Meira hugsað um vexti en
gengissveiflur
Á móti kemur sú röksemd að lán
í bandarískum dolluram og jap-
önskum jenum era með mun lægri
vöxtum en Evrópugjaldmiðlamir,
en ólíklegt er þó að lág vaxtapró-
senta lána í þessum myntum vegi
upp þá miklu gengissveiflu sem
orðið hefur.
Fiskveiðasjóður hefur það val
að breyta um mynt lána sinna á
gjalddögum, en efasemdir eru uppi
um ágæti þess að breyta lánum í
þeim gjaldmiðlum, sem þegar hafa
hækkað verulega og hafa að líkind-
um náð hámarksgengishækkun,
yfír í aðra sem hugsanlega eiga
eftir að hækka. Væri það gert,
kæmi upp sú staða að tapið á geng-
isbreytingum gæti tvöfaldast. Það
er stjórn Fiskveiðasjóðs sem tekur
ákvarðanir í þessum efnum hveiju
sinni, og mun það nú vera til um-
fjöllunar innan stjórnarinnar að