Morgunblaðið - 28.04.1993, Page 21

Morgunblaðið - 28.04.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1993 21 Sjö ár liðin frá Tsjernobyl-slysinu Hroðaverk í Bosníu BRESKUR hermaður gengur að húsi sem stendur í ljósum logum í bænum Pocurica í Mið-Bosníu. Húsið var í eigu Króata og grunur lék á að múslimar hefðu kveikt í því. Tugir manna hafa beðið bana í átökum milli Króata og múslima í Mið-Bosníu undanfarna daga. Talsmaður Khasbúlatovs þingforseta í samtali við Morgunblaðið Stj órnlagaáform Jeltsíns ættu við í bananalýðveldi KONSTANTÍN Zlobín, talsmaður Rúslans Khasbúlatovs, forseta rúss- neska þingsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að áform Bo- rísar Jeltsíns, Rússlandsforseta, um að koma á nýrri stjórnarskrá ættu betur við í bananalýðveldi, en í Rússlandi, sem hefði að markmiði að verða lýðræðisríki. Zlobín sagði úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar um helgina jafngilda jafntefli. Annars vegar hefði Jeltsín forseti hlotið yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, sem gerði honum kleift að stjórna landinu, en hins vegar hefði ekki nægilegur meirihluti krafist þess að kosið yrði til fulltrúaþingsins á ný. „Yfirlýsingar Jeltsíns og að- stoðarmanna hans benda til að for- setinn ætli að reyna að knýja nýja stjórnarskrá í gegn. Samkvæmt þeim fregnum sem við höfum af þeim áformum þá ættu þau betur við i bananalýðveldi en í Rússlandi, þar sem verið er að koma á lýðræði," sagði Zlobín og bætti við að ef til þess kæmi myndu fulltrúaþing og Æðstaráð Rússlands grípa til „sinna ráða“ til að vernda núgildandi stjórn- arskrá. „Ég sé ekki fyrir mér að löggjaf- arsamkundurnar samþykki áætlanir Jeltsíns. Lang besta lausnin til að binda enda á valdabaráttuna væri hins vegar að efna til sameiginlegra þing- og forsetakosninga." Zlobín sagði aðspurður að ef Jelts- ín myndi reyna að hefta starfsemi þinganna þá væri það brot á stjórnar- Reuter Á þingfundi Rúslan Khasbúlatov, forseti Æðsta ráðs Rússlands (t.h.), ræðir við ráðgjafa sinn, Júrí Voronín, á fundi þingsins í gær. skrá Rússlands, þrátt fyrir stuðning hans í þjóðaratkvæðagreiðslunni. „Það er frekar kyndugt að lýðræðis- legasti stjórnmálamaður Rússlands hyggist gerast brotlegur við stjórnar- skrána," sagði Zlobín. Samkvæmt opinberum tölum, sem gefnar voru út í gær, þegar búið var að telja nánast öll atkvæði, studdu 58,05% þeirra sem greiddu atkvæði Jeltsín í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá sögðust 52,88% vera hlynnt um- bótastefnu hans. Einnig var spurt hvort efna bæri til forsetakosninga annars vegar og þingkosninga hins vegar áður en kjörtímabil forseta og þings rennur út. Sögðust 32,64% allra þeirra sem eru á kjörskrá vilja forsetakosningar sem fyrst og 41,40% þingkosningar. Þá reyndist kjörsókn vera 64,58%. Reuter Ennþá stórhættulegt RÚSSNESK móðir grætur við leiði sonar síns, slökkviliðsmanns, sem varð eitt af fyrstu fórn- arlömbum slyssins í kjarnorku- verinu í Tsjernobyl í apríl 1986. Geislamengunin krefst nýrra fórnarlamba á degi hveijum og samkvæmt opinberum tölum hef- ur slysið kostað 8.000 manns lífið. komin í gegnum tveggja metra þykkt gólfið í kjarnakljúfnum. Er talið, að þá hafi krafturinn í henni minnkað vegna efnahvarfa og vegna þess, að bræðslumarkið hafí hækkað með breyttri efnasamsetningu. Segja þeir, að af þessu megi draga þann mikil- væga lærdóm, að unnt sé að beijast gegn bráðnun í kjarnorkuveri með efnafræðina að vopni. Mengast jarðvatnið? Þegar kjarnorkuverið í Tsjernobyl var reist var gerður 10 km langur neðanjarðarveggur milli þess og fljótsins Prípjats og hefur hann sömu áhrif á jarðvatnið og stífla. Vegna hans hefur það hækkað um 75 metra og hækki það enn um 25 metra mengast það af geislavirkninni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá er einnig hætta á, að sá hluti versins, sem skemmdist, hrynji og þyrli geislavirku ryki hátt í loft upp. Geislamengunin krefst nýrra fórn- arlamba á degi hverjum og nú er Vladímír Karasjov, yfirmaður Tsjernobyl-rannsóknastofunnar, kominn með skjaldkirtilskrabba. „Menn veikjast hver um annan þver- an og stundum furða ég mig á því, að ég skuli vera á lífi,“ segir Borovoj. Bylting á bankakortum Geislamengun- in miklu meiri en upplýst var Kjarnavopn gegn geimvá? Gígur eftir stóran loftstein í Arizona í Bandaríkjunum, 1,7 km í þvermál og 170 m á dýpt. Vísindamenn ræða nú hvemig afstýra megi því að slíkir loftsteinar eða smástirni falli til jarðar og valdi miklum skaða. Hugmyndir eru um að beita til þess nifteinda- eða kjarnorkusprengjum. „Flestir eru sammála um að hægt er að afstýra hættunni með þeirri tækni sem við ráðum nú þegar yfir,“ sagði bandaríski vísindamaðurinn dr. Greg Canavan. Vísindamennirnir þurfa þó einnig að leita svara við spurningunni um hvernig þeir geti fengið stjórnmálamennina til að taka hættuna alvarlega og verja meira fjármagni til rannsókna á þessu sviði. „Ef til vill væri annað Tung- uska-slys það besta sem gæti komið fyrir,“ sagði Brian Marsden, sér- fræðingur í halastjörnum við Har- vard-háskóla. Svik minnka vegna mynda Edinborg. Reuter. TILRAUN, sem fólst í því að selja mynd af handhafa á bankakortið, hafði þau áhrif í 39 útibúum Konunglega bankans í Skotlandi, að útgjöld vegna ávísanasvika minnkuðu um 99,9% í útibúunum 39 minnkaði tapið úr 4,5 milljónum króna í 50.000 kr. og hefur nú verið ákveðið að taka upp þennan hátt í öllum 800 útibúum Konunglega bankans á Bretlandi. Áætlað er að svik tengd bankakortum kosti breska banka rúmlega 14 milljarða króna á ári hveiju. Kfev. Daily Telegraph. SJÖ ár eru liðin frá Tsjernobyl-slysinu og flest virðist nú benda til, að geislamengunin, sem það olli, hafi verið miklu meiri en opinber- lega var skýrt frá. Alexander Sich, vísindamaður við Tækniháskólann í Massachusetts, hefur verið við rannsóknir í Tsjemo- byl í hálft annað ár og í nýútkom- inni skýrslu segir hann, að bráðið kjarnorkueldsneytið hafí kraumað í 10 daga við allt að 2.000 stiga hita á celsíus. Áætlar hann, að geisla- mengunin af þessum sökum hafi verið íjórum sinnum meiri en opin- berar tölur gáfu til kynna. Mikilvægur lærdómur Sich og Alexander Borovoj við Kúrtsjatov-stofnunina í Moskvu segja, að bráðnunin hafi stöðvast eftir tíu daga þegar bráðin hafi verið Fákskonur athugiö! Föstudagskvöldió 30. apríl verður ríðandi í heimsókn til Gustskvenna. Mæting við félagsheimilið, Víðivöllum kl. 19. Kvennadeild. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með kveöjum og gjöfum á 80 ára afmœli mínu 15. apríl síðastliöinn. GuÖ blessi ykkur öll. Lárus Kr. Jónsson, Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.