Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1993
■»:
*>
Utanríkismálanefnd
fylgist með viðræðum
um landbúnaðarmál
MEIRIHLUTI utanríkismálanefndar leggur til að frumvarp til laga um
nauðsynlegar breytingar á lögum um aðild íslands að Evrópsku efna-
hagssvæði, EES, verði samþykkt. En jafnframt telur meirihlutinn nauð-
synlegt að Alþingi fylgist vel með viðræðum um landbúnaðarþátt EES.
STUTTAR ÞINGFRETTIR
Lög og ályktanir
Síðdegis í gær voru þrjú frum-
vörp samþykkt og send ríkisstjórn
sem lög frá Alþingi. Sljómsýslu-
lög. Lög um breytingu á lögum
nr. 52/1988, um eiturefni og
hættuleg efni, með síðari breyt-
ingum. Lög um brottfall laga nr.
67/1988 um bann gegn viðskipt-
um við Suður-Afríku, sbr. lög
nr. 30/1990.
Á mánudaginn síðasta voru
fimm frumvörp samþykkt sem lög
frá Alþingi. Lög um heimild til
þess að fullgilda Norðurlanda-
samning um almannatrygging-
ar. Lög um breyting á almennum
hegningarlögum, nr. 19 12. febr-
úar 1940. Lög um breyting á lög-
um um ávana- og fíkniefni, nr.
65 25. maí 1974. Lög breyting á
lögum um meðferð opinberra
mála, nr. 19. 26. mars 1991, með
síðari breytingum. Lög um
kirkjugarða, greftrun líka og
líkbrennslu.
í síðustu viku voru tvö frumvörp
samþykkt sem lög. Lög leiðsögu
skipa og tollalög. Tvær tillögur
til þingsályktunar voru samþykkt-
ar í sömu viku. Tillaga um fullgild-
ingu samnings um fríverslun
milli íslands og Færeyja og til-
laga um fullgildingu Montreal-
bókunarinnar um efni sem valda
rýmun ósonlagsins.
Breyting á tollalögum
Efnahags- og viðskiptanefnd
skilaði fyrir nokkru álitum og
breytingartillögum við frumvarp
um breytingu á tollalögum nr.
55/1987, og lögum nr. 97/1987,
um vörugjald með síðarf breyt-
ingum. Frumvarp þetta er lagt
fram í tengslum við samninginn
um Evrópska efnahagssvæðið,
EES, og er ætlað að tryggja að
álagning gjalda á upprunavörur frá
ríkjum EES verði í samræmi við
ákvæði samningsins.
Efnahags- og viðskiptanefnd
klofnaði í áliti sínu. Minnihlutinn
segir að stjómarmeirihlutinn hafi
kosið að nota þetta tækifæri til að
koma á ytri tollum gagnvart iðnað-
arframleiðslu frá löndum utan
EES. Vörur frá Evrópu lækki í
verði á meðan vörur annarsstaðar
frá hækki. Hér sé um að ræða
pólitíska ákvörðun sem ekki sé
krafist í EES-samningnum. Minni-
hluta þyki rétt að ríkisstjórnin beri
ábyrgð á þeirri pólitísku stefnumót-
un sem felist í frumvarpinu og mun
sitja hjá við afgreiðslu málsins.
. Meirihluti efnahags- og við-
skiptanefndar leggur til að frum-
varpið verði samþykkt með nokkr-
um breytingum sem gerðar eru til-
lögur um, m.a. má nefna tillögu
um ákvæði til bráðabirgða sem feli
í sér að vörugjald af byggingarvör-
um falli niður. Einnig má geta um
nokkrar breytingar á tollskrá í við-
auka I við tollalög s.s. að ráðherra
verði heimilt til að taka af öll tví-
mæli að lækka almennan ytri toll
á þeim vöruflokkum sem samning-
urinn um EES tekur til. Einnig er
lagt til að bæta við nokkrum toll-
skrárnúmerum, m.a. er lagt til að
bæta við 4. tölulið tollnúmerum
skriðdreka og bifhjóla til þess að
gera upptalninguna tæmandi.
Útlán og afskriftir
ríkisbanka
Viðskiptaráðherra hefur svarað
skriflega fyrirspum frá Össuri
Skarphéðinssyni (A-Rv) um útlán
og afskriftir ríkisbankanna á árinu
1992. Fyrirspyijandi óskaði eftir
upplýsingum um hvemig útlán og
afskriftir skiptust hlutfallslega eft-
ir atvinnugreinum og hversu mikill
hluti þeirra væri til einstaklinga?
Það kemur fram í talnafróðleik
viðskiptaráðherra að útlán Lands-
bankans og ráðstöfun endurlánaðs
erlends iá.iUijár nema samtals
85.624.695 þúsundum króna. Þar
af lánaði bankinn til sjávarútvegs-
ins 26.318.759 þúsundir króna, eða
30,7%. Til landbúnaðar lánaði
bankinn 3.633.545 þús. króna,
4,2%. Til verslunar, þ.e. kaup-
manna, olíufélaga og samvinnufé-
laga, 15.129.620 þús. króna,
17,7%. Til einstaklinga var lánað
15.236.132 þús. kr„ 17,8%
Útlán og ráðstöfun endurlánaðs
erlends lánsfjár hjá Búnaðarbank-
anum nema samtals 35.839.393
þús. króna. Þar af lánaði bankinn
til sjávarútvegsins 3.701.504 þús-
und krónur eða 10,3%. Til landbún-
aðar lánaði bankinn 3.885.074 þús.
krónur, 10,8%. Til verslunar, þ.e.
kaupmanna, olíufélaga og sam-
vinnufélaga, 7.057.028 þús. króna,
19,7%. Til einstaklinga var lánað
5.450.614 þús. króna, 15,2%.
Það kemur einnig fram í svari
viðskiptaráðherra að framlag
Landsbankans á afskriftarreikning
var á síðasta ári 3.856 milljónir
króna. Framlag Búnaðarbankans á
afskriftarreikning var á síðasta ári
636,5 milljónir króna. En viðskipta-
ráðherra gat ekki svarað spurningu
um nánari flokkun afskrifta því
ekki lægi fyrir sundurliðun á af-
skriftum bankanna fyrir árið 1992.
Áliti meirihluta utanríkismála-
nefndar var dreift í gær um frum-
varp til laga um breytingu á lögum
um Evrópska efnahagssvæðið, nr.
2/1993. Með frumvarpinu er leitað
heimilda til að fullgilda bókanir sem
gera þurfti við EES-samninginn og
fylgisamninga hans, vegna þess að
Sviss verður ekki aðili að EES.
Meirihluti utanríkismálanefndar
er skipaður fulltrúum stuðnings-
flokka ríkisstjórnarinnar; Sjálfstæð-
isflokks og Alþýðuflokks. Meirihlut-
inn leggur til að frumvarpið verði
samþykkt. í nefndaráliti er minnt á
að Alþingi hafi samþykkt lögin um
aðild að EES 12. janúar sl. Þær
breytingar sem verði að gera Vegna
ákvörðunar Svisslendinga um að
gerast ekki aðilar og frumvarpið
kveður á um séu fyrst og fremst
tæknilegs eðlis fremur en efnislegar.
Það kemur fram í nefndarálitinu
að við meðferð málsins í nefndinni
hefur jafnframt verið Ijallað á nýjan
leik um bókun 3 við EES-samning-
inn. Sú bókun varðar landbúnaðar-
mál og samningaviðræðum um end-
anlegan frágang hennar enn ólokið.
I nefndarálitinu segir að endingu:
„Meirihluti nefndarinnar telur nauð-
synlegt að Alþingi fái eins og hingað
til nákvæmar upplýsingar um fram-
vindu mála í þeim samningaviðræð-
um þannig að þingmenn eigi þess
kost að taka afstöðu til málsins þar
til endanlegar niðurstöður viðræðna
liggja fyrir."
Tímabundin lögræðis-
svipting' verði möguleg
Lagt hefur verið fram sljórnarfrumvarp um breytingu á lögræðis-
lögum. í frumvarpinu er það nýmæli að heimilt verður að ákveða
að lögræðissvipting skuli standa tiltekinn tíma. Þó er gert ráð fyrir
að lögræðissvipting verði ekki ákveðin styttri en sex mánuði í senn.
um að: „Heimilt verði að ákveða í
Um miðjan síðasta mánuð skip-
aði dómsmálaráðherra nefnd til að
endurskoða lögræðislög. Nefndina
skipa Drífa Pálsdóttir, skrifstofu-
stjóri í dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu, sem er formaður, Davíð
Þór Björgvinssonj dósent við laga-
deild Háskóla Islands, og Páll
Hreinsson aðstoðarmaður umboðs-
manns Alþingis. Hlutverk nefndar-
innar er að endurskoða gildandi
lögræðislög. Þar sem heildarendur-
skoðun mun fyrirsjáanlega taka
nokkum tíma var nefndinni falið
að semja frumvarp um þær laga-
breytingar sem brýnastar voru tald-
ar. Og í gær var lagt fram frum-
varpið um breytingu á lögræðislög-
um, nr. 68/1984.
1. grein frumvarpsins kveður á
úrskurði að lögræðissvipting skuli
tímabundin. Þó skal ekki ákveða
hana styttri en sex mánuði.“ í nú-
gildandi lögræðislögum er á því
byggt að ,lögræðissvipting, hvort
sem það er eingöngu fjárræðissvipt-
ing, eingöngu fjárræðisvipting eða
hvort tveggja, sé ávallt ótímabund-
in. í samræmi við það fá lögræðis-
sviptir einstaklingar ekki lögræði
aftur nema dómari felli lögræði-
sviptingu niður samkvæmt beiðni.
I athugasemdum með frumvarp-
inu er á það bent að ótímabundin
svipting lögræðis feli í sér mjög
afdrifaríka skerðingu á grundvall-
arrétti fulltíða einstaklings til að
ráða sér og málefnum sínum sjálf-
ur. Ákvæði um tímabundna svipt-
ingu lögræðis sé mildara úrræði en
svipting til frambúðar og auki
réttaröryggi hins lögræðissvipta.
Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir
að skipa megi félagsmálanefnd
sveitarfélags til þess að fara með
lögráð manns sem sviptur hefur
verið lögráði þegar yfirlögráðandi
telur fullreynt að ekki fáist hæfur
maður til þess að fara með lögráð
hans. í athugasemdum kemur fram
að á síðustu misserum hefur það
nokkrum sinnum gerst að ekki hef-
ur tekist að finna hæfa lögráða-
menn fyrir þá sem sviptir hafa ver-
ið lögræði sökum geðsjúkdóms, of-
drykkju eða misnokunar á ávana-
og fíkniefnum. Þar sem engin
ákvæði eru í lögræðilögum til þess
að taka á slíkum tilvikum er talin
brýn nauðsyn til þess að sett verði
lagaákvæði til að leysa þennan
vanda.
Breytingar á yfirstjórn íslandsbanka
HÉR FER á eftir fréttatilkynning íslandsbanka um þær
breytingar sem gerðár hafa verið á yfirstjórn bankans:
„Á fundi sínum í dag, þriðjudag-
inn 27. apríl, ákvað bankaráð Is-
landsbanka nokkrar breytingar á
yfirstjóm bankans. Þessar breyt-
ingar eru að mati bankaráðs eðli-
legt framhald af samruna bank-
anna fjögurra og miða að því að
aðlaga bankann að breyttum ytri
og innri aðstæðum. Þær munu
ennfremur styrkja yfírstjórn bank-
ans og einfalda ákvarðanatöku.
Eftirfarandi bókun var samþykkt:
„Bankastjórn íslandsbanka hf.
fer með daglega framkvæmda-
stjóm bankans, en í henni sitja
bankastjóri, sem er formaður
bankastjórnar, og framkvæmda-
stjórar.
Bankastjóri er ráðinn af banka-
ráði og er ábyrgur gagnvart því.
Hann gefur bankaráði skýrslu um
störf sín. Þá skal ráðinn staðgeng-
ill bankastjóra samkvæmt ákvörð-
un bankaráðs.
Framkvæmdastjórar eru ráðnir
af bankaráði að fengnum tillögum
bankastjóra og ákveður bankaráð
fjölda þeirra. Framkvæmdastjórar
eru ábyrgir gagnvart bankaráði
og bankastjóra og gefa banka-
stjóra skýrslu um störf sín.
Bankaráð ákveður laun og önn-
ur ráðningarkjör bankastjóra og
framkvæmdastjóra og setur þeim
erindisbréf. Bankaráð ákveður
einnig verkaskiptingu þeirra að
fengnum tillögum bankastjómar."
í kjölfarið ákvað bankaráð að
ráða Val Valsson bankastjóra ís-
landsbanka. Hann fer með æðsta
framkvæmdavald íslandsbanka-
sveitarinnar, þ.e. bankans og dótt-
urfélaga. Valur mun jafnframt
bera ábyrgð á reikningshaldi og
áætlanagerð.
Þá var ákveðið að eftirtaldir
gegni störfum framkvæmdastjóra
við bankann:
Ásmundur Stefánsson, sem ber
ábyrgð á rekstrardeild og fjárfest-
ingarlánum.
Björn Bjömsson, sem ber ábyrgð
á útibúaþjónustu og markaðsdeild.
Hann verður jafnframt staðgengill
bankastjóra.
Kristján Oddsson, sem ber
ábyrgð á starfsmannaþjónustu og
tölvu- og upplýsingadeild.
Ragnar Önundarson, sem ber
ábyrgð á lánaeftirliti og lögfræði-
deild.
Tryggvi Pálsson, sem ber
ábyrgð á alþjóðadeild og fjarstýr-
ingu.
Þeir sem ráðnir hafa verið í
stöðu bankastjóra og fram-
kvæmdastjóra hafa allir langa
reynslu við störf að bankamálum
og atvinnu- og vinnumarkaðsmál-
um. Þeir em jafnframt gjörkunn-
ugir málum Islandsbanka.
Ákvörðun bankaráðs um breyt-
ingar á yfirstjórn tekur gildi frá
og með deginum í dag.“