Morgunblaðið - 28.04.1993, Side 29

Morgunblaðið - 28.04.1993, Side 29
. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 29 Risi á brauðfótum Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóborgin: Hoffa Leikstjóri Danny DeVito. Handrit David Mamet. Kvik- myndatökustjóri Stephen H. Burum. Tónlist David New- man. Aðalleikendur Jack Nic- holson, Danny DeVito, Armand Assante, J.T. Walsh, Robert Prosky, John P. Ryan, Bruno Kirby. Bandarísk. 20th Cent- ury Fox 1992. Verkalýðsleiðtoginn og mafíós- inn Jimmy Hoffa setti svo sannar- lega svip á samtíð sína. í trássi við yfirvöld og atvinnurekendur kom hann á laggirnar einum fyrstu og með tímanum öflugustu verkalýðssamtökum Bandaríkj- anna, Sambandi vörubílstjóra og flutningaverkamanna, Teamst- ers. En hugsjónamaðurinn var aðeins ein hliðin á útsmoginni persónu því gegndarlaus valda- fíkn og fjárgræðgi urðu þess vald- andi að Hoffa ofurseldi sig maf- íunni. Og eftir að hún (að því best er vitað, og fullyrt hér) að lokum kom karli fyrir kattarnef er hans ekki fyrst og fremst minnst sem byltingarmanns sem bætti kjör almennings og var í fylkingarbijósti verkalýðsbarátt- unnar vestan hafs, heldur glæpa- manns sem sveifst einskis í valda- tafli sínu og hefndist fyrir það. Því mafíutengslin gerðu hann að risa á brauðfótum. Sú lýsing á einnig ágætlega við myndina. Viðfangsefnið er stórt í sniðum, margir af bestu kvikmyndagerðarmönnum Bandaríkjanna standa að baki hennar og margt afar vel gert. Á hinn bóginn gengur hún ekki viðsættanlega upp og skilur lítið eftir. Áhorfandinn jafnnær um hvað það var sem knúði Hoffa áfram. Hugsjónir, bróðurþel, pen- ingar eða ósvalandi þorsti eftir völdum. Sjálfsagt þetta allt og einkum það síðasttalda en það kemur ekki skýrt fram því hand- ritshöfundurinn Mamet er of upp- tekinn við að slétta úr hrukkunum á kalli. Myndin leitast við að gera hann að engli sem gleymdi að bursta í sér tennurnar. Hún er hæpin söguskoðun og frásögnin einskorðast við titilpersónuna og hægri hönd hans, vin og félaga, sem leikin er af De Vito og er tilbúinn karakter. Þá er farið afar hratt yfír sögu þannig að lítið pláss er fyrir smáatriði, persónur koma og fara, nánast óútskýrðar. En Hoffa á engu síður sínar sterku hliðar. Mörg samtala og tilsvara Mamets, leikritaskáldsins góðkunna sem í æ ríkari mæli er farinn að helga sig kvikmynd- inni, eru afbragð þó þráðurinn sé Gervið er gott á Jack Nicholson í titilhlutverkinu í Hoffa. upp og ofan. Ekki gefur að líta betur tekna mynd og auðsætt hversvegna Burum var valinn besti kvikmyndatökustjórinn af starfsbræðrum sínum í fyrra. Yfírbragð myndarinnar er hrá- slagalegt, ósjaldan snjókoma, slabb og sveljandi. Ekkert pláss fyrir kvenfólk. Þetta andrúmsloft undirstrikar vel hvaða menn per- sónumar hafa að geyma og þeir leika með prýði, Nicholson, De- Vito og Assante. En lendingin hefði orðið farsælli ef Mamet hefði haft rýmri tíma til að fín- pússa og kafteinn á borð við Coppola stjórnað skipinu. Lög’legl en siðlaust Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Siðleysi („Damage"). Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri og framleiðandi: Louis Malle. Handrit: David Hare eftir sögu Josephine Hart. Aðalhlutverk: Jeremy Irons, Juliette Binoche, Miranda Richardson, Rupert Graves, Ian Bannen og Leslie Caron. Jeremy Irons er ráðherra breska Ihaldsflokksins, höfðing- legur miðaldra maður með glæsi- legan feril að baki og enn glæst- ari framtíð á næsta leyti. Miranda Richardson er eiginkona hans í erilsömu en dauflegu hjónabandi stjórnmálamannsins þar sem allt er löngu fallið í skorður vanans. Rupert Graves er sonur þeirra, geðþekkur piltur sem virðist kom- inn í alvarlegt ástarsamband. Juliette Binoche er nýja kærastan hans, gullfalleg frönsk og leynd- ardómsfull stúlka. Það gæti ekki verið betra. Heiðarlegt breskt efrimillistéttarlíf, sem prýtt gæti hvaða fjölskyldualbúm sem er. Þar til ástin tekur að blinda. Þingmaðurinn og nýja kærast- an smella saman eins og hundar á lóðaríi, aðeins brennandi lostinn er heitari en ást þeirra, hvílu- brögð þeirra eru hömlulaus og ástríðufull, samfundir þeirra markast af óseðjandi löngun. Engan „móra“ hafa þau út af synininum eða eiginkonunni, engar áhyggjur hefur hann af stöðu sinni í samfélaginu ef spyrst út hann sofi hjá væntan- legri eiginkonu sonar síns, engar áhyggjur hafa þau af svikunum sem þau beita sínum nánustu, blekkingarvefnum sem þau neyð- ast til að spinna. Aðeins ástin kemst að og ástin, þetta óskiljan- lega kvikindi, er blind. Hin frábæra bíómynd Siðleysi eða „Damage“ eftir franska leik- stjórann Louis Malle er ekkert síður um þessa blindu en eitthvað annað og þá hryllilegu atburði sem hún hefur í för með sér. Þótt myndin sé að öðru leyti nán- ast óútreiknanleg er eins og vomi einhver bölvun yfír henni frá upphafí því áhorfandinn getur ekki séð hvemig vel á að fara eftir að Malle, uppúr bráðgóðu handriti David Hares, hefur byggt upp kringumstæðurnar á sinn fínlega og lágstemmda hátt. Líkt og ekkert getur hindrað samdrátt þingmannsins og stúlk- unnar getur ekkert hindað að hann skilji eftir sig svöðusár og óbætanlega eyðileggingu á lífi allra sem að málinu koma. Malle, sem bæði er fjölhæfur og vís leikstjóri, býr hinni bragðmiklu ástarsögu umgjörð og frásöguhátt sem er spennandi og kítlandi í senn og heldur sí- fellt athyglinni með stigmagnandi flækju þar til maður situr sem nelgdur í sætinu í hápunktinum. Hann veltir upp athyglisverðum spurningum um framhjáhald, sið- leysi þess, tilfinningum þátttak- endanna og tilfinningaleysi gagn- vart þeim sem eru nákomnir, sársaukafullum skaðanum sem það getur valdið og jafnvel heim- speki framhjáhaldsins sem felst í orðum Binoche þegar Irons talar um að gefa heimilislífið frá sér til að kvænast henni. En þá ertu komin í sama hjónabandsferlið og þú ert fastur í núna, segir hún, og það viltu ekki. Malle dregur upp í smáatriðum dramatíkina í kringumstæðunum hvort sem það er í bersöglislegum ástarsenum Irons og Binoche eða ástríðulausum snertingum hjóna- lífsins. Hann hefur úrvalshóp leikara til að vinna með. Irons er hreinasta afbragð sem svikuli heimilisfaðirinn sem á engan hátt fær ráðið við örlög sín, hin seið- andi og dapra fegurð Binoche svífur yfír myndinni eins og illur fyrirboði, Miranda er frábær sem hin grunlausa eiginkona er lifir í blekkingu og Rupert Graves er þessi líka sárasaklausi og geð- þekki kokkálaði sonur. Þú gleym ir þessu liði ekki í bráð. ___________Brids______________ Umsjón Arnór Ragnarsson Islandsmót í parakeppni íslandsmótið í parakeppni verður haldið í Sigtúni 9, helgina 8.-9. maí nk. Spilaður er Barometer, tvö spil á milli para. Skráning er hafin á skrif- stofu Bridssambands íslands í síma 91-689360. Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 5. maí. Keppnisgjald er 6.500 kr. á parið. Útboð á sumarbrids 1993 Eins og áður hefur komið fram er verið að leita eftir tilboðum í sum- arbrids 1993. Frestur til að skila til- boðum er til mánudagsins 3. maí nk. Sumarbrids hefst að loknu vetrar- starfi félaganna og stendur fram í byijun september. Nánari upplýsingar eru á skrifstofu Bridssambands ís- lands í síma 91-689360. Bikarkeppnin 1993 Bikarkeppni Bridssambands íslands fer af stað upp úr miðjum maí. Hún verður með sama sniði og síðasta ár, þannig að hver sveit borgar aðeins eitt keppnisgjald fyrir þær umferðir sem hún spilár og það greiðist áður en leikur fer fram. Spilaðir eru 40 spila leikir og sú sveit sem á heima- leik sér um að koma leiknum á og taka á móti útisveitinni. Sú sveit sein vinnur leikinn tilkynnir síðan til BSÍ hvernig leikurinn fór og hveijir spil- uðu. Keppnisgjald er 3.000 kr. á um- ferð og spilað er um gullstig í hverri umferð. Skráning er á skrifstofu Bridssambands íslands í síma 91- 689360. Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Eftir 2 umferðir í Monrad-sveita- keppni deildarinnar en staða efstu sveita eftirfarandi: Sveit Guðmundar Samúelssonar 43 Priðgerðar Friðgeirsdóttur 41 Ragnars Björnssonar 37 Björns Björnssonar 35 Þórarins Árnasonar 35 ArnarAmgrimsson-SturlaugurÓIafsson 28 Garðar Garðarsson - Guðný Guðjónsdóttir 28 Mót þetta var jafnframt spilað sem forgjafarmót og tókst það með ágæt- um. Þar háðu tvö pör harða keppni um sigurinn en lokastaðan varð þessi: Ingimundur Eirikss. - Randver Ragnarsson 278 Gísli Halldórsson - Guðjón Jónasson 256 Guðný Guðjónsdóttir - Garðar Garðarsson 219 Guðjón Jensen - Kjartan Sævarsson 202 Pétur Júlíusson - Eysteinn Eyjólfsson 198 Garðar og Guðný eru þar með verð- launahafar bæði með og án forgjafar. Ferðaskrifstofan Samvinnuferð- ir/Landsýn gaf verðlaunin í þetta mót og þakkar stjóm félagsins velviljann. Síðasta mót vetrarins verður 2-3 kvölda vortvímenningur. Spilað er í Stapanum kiukkan 19.45 á mánu- dagskvöldum. Bridsdeild Húnvetningafélagsins Bræðurnir Tryggvi Tryggvason og Heimir Tryggvason sigruðu í 24 para barometer sem nýlega er lokið hjá deildinni. Lokastaðan: Tryggvi - Heimir 194 Kári Siguqónsson - Eysteinn Einarsson 176 Guðlaugur Nielsen - Leifur Kristjánsson 174 Friðjón Margeirsson - V aldimar Sveinsson 83 Jóngeir Hlynason - Gunnar Birgisson 61 í kvöld, miðvikudagskvöld, verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í Skeifunni 17 kl. 19.30. Bridsdeild Sjálfsbjargar Nýlega lauk vortvímenningi félags- ins. Átján pör spiluðu í tveimur riðlum og urðu úrslit þessi: Norður/suður-riðill. Páll Vermundsson - Þorvaldur Axelsson 802 Karl Karlsson - Sigurður Rúnar Steingrimss. 789 SigurðurBjömsson-SævarHauksson 711 Sigurrós Siguijónsdóttir- Gunnar Guðmundsson - Rafn Benediktsson 700 Austur/vestur-riðill. JónEgilsson-GunnarHrafnsson 757 RúnarHauksson-GuðjónJónsson 734 Halldór Aðalsteinsson - Kristján Albertsson 715 Rut Pálsdóttir - Guðmundur Þorbjömsson 711 Einmenningskeppni hófst 19. apríl og eru 32 þátttakendur. Bridsfélag Suðurnesja Guðný Guðjónsdóttir og Garðar Garðarsson sigruðu í Samvinnu- ferða/Landsýn-mótinu sem lauk sl. mánudagskvöld. Þetta var ijögurra kvölda meistaratvímenningur félags- ins, barometer, þar sem spiluð voru 5 spil milli para. Lokastaðan: Guðný-Garðar 74 Pétur Júlíusson - Eysteinn Eyjólfsson 66 Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson - Logi Þormóðsson 64 Karl Karlsson - Karl Einarsson 61 Gunnar Guðbjömsson - Stefán Jónsson 40 Gísli R. ísleifss. - Guðmundur Siguijónss. 24 Hæstu skor síðasta spilakvöld fengu eftirtalin pör: GunnarGuðbjömsson-StefánJónsson 40 IngimundurÉiriksson-RandverRagnarsson 34 HARÐVIÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Paraklúbburinn Þriðjudaginn 20. apríl var spilað þriðja og síðasta kvöld Hraðsveita- keppninnar. Sigurvegari varð sv. Guð- rúnar Jóhannsdóttir. Spilarar í sveit- inni voru ásamt fyrirliðanum, Jón H. Elíasson, Erla Siguijónsdóttir og Sveinn R. Eiríksson. Lokastaðan varð annars þessi: Sveit Guðrúnar Jóhannsdóttir 1390 Ólafar Jónsdóttur 1357 Berglindar Oddgeirsdóttur 1342 Dúu Ólafsdóttur 1316 Gunnlaugar og Helgu 1312 Þann 1. maí verður aðalfundur klúbbsins haldinn á Hótel Borg og hefst hann stundvíslega kl. 18. lÓPFERÐU 1ÖFUM GÆÐA HÓPBIFREIÐA FRÁ12 TIL65 FARÞEGA 1EITIÐ UPPLÝSINGA HOPFERÐAMIÐSTC .................—-7 Bíldshöfða 2a, sími 685055, Fax 674969 WtÆKMÞAUGL ÝSINGAR ÝMISLEGT TIL SÖLU BÁTAR-SKIP Sumarhús óskast Starfsmannafélag óskar eftir sumarhúsi til leigu í júlí og ágúst. Húsið þarf að vera á Suður- eða Suðausturlandi. Örugg greiðsla fyrir gott hús. Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. í síðasta lagi fyrir 7. maí, merkt: „Sumarhús - 531 Til sölu Til sölu eru eignir þrotabús Sess hf., Faxa- feni 9, Reykjavík. Um er að ræða ný og not- uð skrifstofuhúsgögn m.a. skrifborð, stólar, fundaborð o.fl. Eignir þrotabúsins verða til sýnis og sölu í Faxafeni 9, Reykjavík (hús- gagnaverslunin Sess) 28.-29. apríl nk. Sigurður G. Guðjónsson hrl., skiptastjóri, Suðurlandsbraut 4A, Reykjavík. Til sölu Sómi-600, vél Volvo Penta 130 HP, vel búinn bátur. 5,6 tonna plastbátur (Selfabot), mjög vel útbúinn bátur, góð kjör. KVÓTASALA - KVÓTALEIGA Skipasalan Bátar og búnaður, sími 622554, sölum. heima 78116.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.