Morgunblaðið - 28.04.1993, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
Hafstemn Knstms-
son - Minning
Fæddur 11. ágúst 1933
Dáinn 18. apríl 1993
Hafsteinn Kristinsson var einn
þeirra athafnamanna sem kunni
ekki annað en að hugsa stórt og
framkvæma í takt við það eins og
tækifærið bauð upp á. Hafsteinn
var sérstæður maður, víðlesinn, at-
hugull og áræðinn og það voru
hlunnindi að hitta hann, skiptast á
skoðunum við hann og heyra álit
hans sem byggðist oft á því að
hann kom að málum á nokkuð ann-
an hátt en almennt gerðist. Gaman-
semi hans var einnig sérstök, því
glaðlyndi var honum í blóð borið
og maðurinn laus við allar tegundir
af hégóma.
Mikilsvirts samtíðarmanns er
sárt saknað, svo langt fyrir aldur
fram sem kallið kom, manns sem
hafði mikinn metnað fyrir íslands
hönd, hvort sem það var á sviði
félagsmála eða atvinnumála og
Hveragerði var reiturinn sem hann
lagði sérstaka rækt við.
Hafsteinn Kristinsson var maður
mikilla sæva og þannig verður hann
leiðarljós þeim sem nutu þess að
kynnast honum og hinum miklu
mannkostum hans. Hann var
-»traustur málsvari Sjálfstæðis-
flokksins, sannur og samfcvæmur
sjálfum sér, sanngjarn og skilnings-
ríkur maður sem vildi öllum vel og
naut virðingar óháð öllum hvers-
dagslegum fordómum. Honum eru
þökkuð sérstaklega störf og liðsinni
við stefnu sjálfstæðismana og fram-
gangur góðra mála til allra átta.
Megi góður Guð varðveita eftir-
lifandi vini og vandamenn í mikilli
sorg, megi minningin um fánabera
mannlegrar reisnar, athafna og
Jk áræðis, létta sorgina og auðvelda
leiðina að birtu framtíðarinnar.
Arni Johnsen.
Vinur minn Hafsteinn Kristins-
son er látinn.
Fyrirvaralaust og óvænt hefur
hann verið hrifinn burt úr þessum
heimi, dáinn inn í vorið sem hann,
rétt þegar kallið kom, var að búa
sig undir að lifa.
Það er svo bágt að trúa því að
þessi trausti og sterki maður sé
látinn, í mínum huga var það
bjargfast að hann Hafsteinn gæti
ekki dáið. En sá sem öllu ræður
hefur ákveðið að nú hafí stundin
verið uppi og fyrir því liggja sjálf-
sagt einhver rök hjá almættinu að
kalla hann á braut þó við meðbræð-
ur Hafsteins og vinir eigum erfitt
með að skilja og sætta okkur við
þann ráðahag.
Hafsteinn Kristinsson var fædd-
ur á Selfossi fyrir hartnær sextíu
árum, sonur þeirra vildishjóna
Kristins Vigfússonar, húsasmíða-
meistara á Selfossi um langan ald-
ur, og Aldísar Guðmundsdóttur frá
Litlu-Sanvík í Flóa. Hafsteinn ólst
upp í þessum bæ þar sem landið
er flatt, en óx fljótt allmjög upp
úr flatanum og varð með hærri
mönnum. Á þrítugsaldri sigldi Haf-
steinn til náms í Danmörku og á
löngu liðinni tíð hitti ég Hafstein
fyrst á varinhellu frókoststofu
Landbúnaðarháskólans í Kaup-
mannahöfn þar sem við báðir vorum
þá að hefja nám, Hafsteinn í mjólk-
urfræði og við fórum inn í matstof-
una og skáluðum í mjólk. Og þó á
þeim dýrðardögum í Höfn við nám
og leik hafí ekki alltaf veirð mjólk
á borðum var starf Hafsteins alla
tíð tengt þeirri vöru. Að námi loknu
hóf Hafsteinn fljótlega störf hjá
Osta- og smjörsölunni sf. og stofn-
setti þar rannsóknastofu og mótaði
þar gæðamat á þeim mjólkurvörum
er fyrirtækið hafði til sölu. Seinna
varð Hafsteinn um tíma ráðunautur
+
Faðir okkar,
BJÖRN GUÐMUNDSSON,
kaupmaður í versluninni Brynju,
Hverfisgötu 46,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 29. apríl kl. 13.30.
Anna Margrét Björnsdóttir,
Brynjóifur Björnsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSLAUG ÞÓRÓLFSDÓTTIR,
Blönduhlíð 4,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. apríl'
kl. 13.30.
Ólafur Ingvarsson,
Þórólfur Ólafsson, Sigrún Aðalbjarnardóttir,
Ingvar Ólafsson, Björg Benediktsdóttir,
Brynhildur Ólafsdóttir, Þór Ottesen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Adalfundur
Rauðakrossdeildar Kópavogs verður haldinn í borðsal
Sunnuhlíðar fimmtudaginn 29. apríl 1993 kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál.
2. Þór Halldórsson, yfirlæknir, flytur erindi um
heilsugæslu aldraðra.
Fundarseta er öllum heimil.
Stjórnin.
Rauðakrossdeild Kópavogs
í mjólkurfræðum hjá Búnaðarfélagi
íslands og vann á þeim vettvangi
hið merkasta starf.
En gömul hugmynd sem Haf-
steinn hafði oft rætt um á námsár-
unum varð í höndum hans að veru-
leika. Hann reisti lítið ostabú þar
sem hann fór að gera ýmsa sér-
osta, osta sem ekki höfðu verið á
borðum á íslandi nema þegar ein-
hver kom heim úr útlöndum. Með
þessari frumraun í gerð osta var
Islendingum komið á ostabragðið
og þegar Hafsteinn hætti ostagerð
sinni tóku önnur samlög við og
héldu því merki hátt sem hann hafði
hafið á loft. En þannig var það,
einn góðan veðurdag hætti Haf-
steinn að framleiða ost og sagði
nú er sól og nú skal ég selja ykkur
ís. Og síðan þann dag hefur Haf-
steinn rekið ísgerðina Kjörís við
mikinn og góðan orðstír og vinsæld-
ir:
Æviferil Hafsteins ætla ég ekki
að rekja mikið frekar, veit að hann
starfaði mikið að margvíslegum
félagsmálum bæði fyrir sína heima-
byggð og fyrir landsmenn alla.
Það urðu mér og fjölskyldu minni
miklar sorgarfréttir að heyra að svo
snöggur endir væri bundinn á líf
þessa mæta manns, Hafsteins
Kristinssonar, en við breytum ekki
þeim dómi sem hver og einn verður
að hlíta, en við viljum, þó með fá-
tæklegum orðum sé, þakka þér,
Hafsteinn, samfylgdina og þær
gleði- og ánægjustundir sem við
höfum átt saman á þessari jörð.
Laufeyju, bömum ykkar og öðrum
ástvinum sendum við ástarkveðjur
og biðjum Drottin að hugga ykkur
í sorginni á dögum komandi.
Jóhannes Sigvaldason.
Sumir kveðja
og síðan ekki
söguna meir.
- Aðrir með söng,
er aldrei deyr.
(Þ.V.)
Á sorgarstundu eru minningarn-
ar dýrmætasta eignin. Minningar
mínar um Hafstein Kristinsson eru
hlýjar og gleðiríkar. Hann var einn
uppáhalds frændinn minn, við vor-
um systkinabörn og ég 20 árum
yngri.
Þar sem ég missti foreldra mína
á unglingsárum fann Hafsteinn
þörf fyrir að fræða mig um liðna
atburði enda hafði hann ríka frá-
sagnargáfu.
Hann vissi hvað var mikilvæg-
ast. Það er oft „ósýnilegt augunum,
en maður fínnur það með hjart-'
anu“, eins og segir í bókinni Litli
prinsinn eftir Antoine De Saint-
Exupéry.
Hafsteinn gekk að eiga Laufeyju
S. Valdimarsdóttur árið 1963. Þau
voru mjög samrýnd og elskuleg hjón
sem báru mikla virðingu hvort fyrir
öðru. Á heimili þeirra var gott að
koma. Þau eignuðust alls fimm
börn en urðu fyrir þeirri sorg að
missa fyrsta barnið sitt nýfætt.
Bömin fjögur eru mannkostafólk
og barnabörnin fjögur sannir gleði-
gjafar.
Ég ætla ekki að rekja æviágrip
Hafsteins heldur þakka þá uppörv-
un og umhyggju sem hann og Lauf-
ey veittu mér, sérstaklega á ung-
lingsárum mínum og reyndar ætíð
síðan.
Fyrsta veturinn minn í MA hafði
ég vanrækt efnafræðina, mér
fannst hún hundleiðinleg og vildi
ekkert með hana hafa. Hafsteinn
komst á snoðir um vanda minn.
„Komdu, ég reikna með þér dæmin,
ég hef bara gaman af því.“ Saman
reiknuðum við dæmin og ég náði
ágætisárangri sem ég þakkaði hon-
um.
Þannig var Hafsteinn alltaf
reiðubúinn að hjálpa ef þörf var á.
Það eru aðeins þijár vikur síðan ég
hitti Hafstein síðast. Það var á
gleðistundu því að Guðrún og Jói
voru að gifta sig. Það var stoltur
faðir sem leiddi dóttur sína upp að
altarinu í Hveragerðiskirkju.
Hafsteinn var hár maður vexti
og höfðinglegur. Hann var léttur í
lund, barngóður og veglyndur mað-
ur og samferðamenn hans fengu
að njóta þess.
Ég hefði kosið að samverustund-
irnar yrðu fleiri. En þær góðu
stundir sem ég átti með honum eru
nú sem dýrmætar perlur. Ég óska
mínum kæra frænda guðs blessunar
í nýjum heimkynnum.
Élsku Laufey og fjölskylda, ég
+
GUÐRÚN ALDA SIGMUNDSDÓTTIR,
Hjallavegi 42,
Reykjavík,
sem lést 20. apríl sl., verður jarðsungin
frá Áskirkju fimmtudaginn 29. apríl
kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir,
sem vildu minnast hennar, eru beðnir
að láta líknarfélög njóta þess.
Sigmundur Örn Arngrímsson, Vilborg Þórarinsdóttir,
Baldur Már Arngrímsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Haraldur Arngrímsson, Dóra Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
ÍDU G. ÞORGEIRSDÓTTUR,
Laxárbakka.
Árni Gislason,
Gísli Árnason,
Inga Árnadóttir, Stefán Tryggvason,
Jóhanna Þóroddsdóttir,
Tryggvi S. Stefánsson,
Arni S. Stefánsson,
Þórir S. Stefánsson.
Lokað
Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keld-
um verður lokuð eftir hádegi í dag, miðvikudag,
vegna jarðarfarar JÓNS GUÐMUNDSSONAR.
Forstöðumaður.
sendi ykkur mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Sigríður Haraldsdóttir.
Drottinn allsherjar tók hann frá
okkur vinum hans — óvænt. Það
er erfítt að sætta sig við það, að
Hafsteinn sé horfínn — farinn. Enn-
þá átti hann eftir að skila miklu
af lífshlutverki sínu. Hann var einn
þeirra manna, sem sífellt eru að
koma góðu til leiðar. Það er sárt
að missa slíka menn, ekki hvað sízt
þegar allt fer harðnandi í mannlegu
félagi og meiri og meiri óvissa ríkir
í samskiptum manna.
Hafsteinn Kristinsson var mátt-
arstólpi í kaupstaðnum Hveragerði,
gaf staðnum sjálfsvirðingu. Hann
var ákveðinn persónuleiki sem
haggaðist ekki á hverju sem gekk.
Gæddur var hann frekjulausri reisn
eins og enskur fyrirmaður með
ræktaða skaphöfn. Ógleymanleg er
framkoma hans á stórafmæli
Hveragerðis 1986 sem haldið var
upp á með hátíðarhöldum í íþrótta-
höll staðarins. Ræða hans setti tign-
arblæ á samkomuna. Það var glaða-
sólskin og heitt í veðri og bjart yfir
öllu eins og alltaf í kringum Haf-
stein. Að heilsa upp á Hafstein á
kontór hans í Kjörís var heilsusam-
legt. Þar ríkti jákvætt viðmót og
framkvæmdastemmning. Um
margt var spjallað, meðal annars
gamal-sunnlenska sálfræði sem
móðir undirskráðs og faðir hins
látna voru gædd í ríkum mæli. Á
útmánuðum 1978 og þá um vorið
var hart í ári hjá atvinnulistmálara
en Hafsteinn tók þá upp á því að
bjóða kúnstmálaranum er þá hafð-
ist við í Olfusborgum vinnuaðstöðu
á loftinu fyrir ofan ísgerðina. Þar
var málað og málað og notið góðs
anda sem ríkti alltaf í kringum
Hafstein vin vorn. Hafsteinn var
dæmigerður íhaldsmaður af gamla
skólanum, dugnaðarforkur, einka-
framtaksmaður, gæddur meiri
sjálfsvirðingu en gengur og gerist,
enda alizt upp við vinnusiðgæði í
foreldrahúsum. Hann var sonur
hjónanna Kristins Vigfússonar,
húsasmíðameistara frá Eyrar-
bakka, sem hafði um skeið í ofaná-
lag verið formaður á bát, hörkudug-
legur maður eins og synir hans
Hafsteinn heitinn forstjóri, Guð-
mundur bankamaður og Sigfús
byggingameistari. Móðir þeirra var
Aldís Guðmundsdóttir frá Litlu-
Sandvík, glæsileg sunnlensk donna.
Hafsteinn var vel menntaður í sinni
grein frá Landbúnaðarháskóla
Kaupmannahafnar, auk þess sem
hann hafði stundað framhaldsnám
við Landbúnaðarháskólann í Ási í
Noregi. Fluttist til Hveragerðis
1966, hóf þar rekstur ostagerðar
sem hann ’68 breytti í ísgerð Kjör-
ís hf.
Hafsteinn var pólitískur maður,
sýndi ekkert undandrag í stefnu
sjálfstæðismanna, fyrirleit af hjarta
vinstri öflin í landinu sem hann
taldi réttilega spilla og valda bölvun
á alla lund. Hann var aristókrat út
í fingurgóma, setti fyrir-
mennskublæ á allt sem hann kom
nálægt ekki hvað sízt Hveragerði,
þann þjóðfræga stað, sem býður
upp á ótrúlega möguleika fyrir hug-
kvæma menn eins og Hafsteinn var.
Þegar Jón hótelstjóri á Örkinni
sagði þeim, er þetta skrifar, lát
Hafsteins, sortnaði yfír öllu. Ein-
mitt þennan dag þá um morguninn
hafði verið ákveðið að heilsa upp á
Hafstein. Var haldið af stað, en á
miðri leið þangað var hætt við allt
og snúið við til baka, að öllum lík-
indum um svipað leyti og dauða
hans bar að.
Og nú er ekki lengur hægt að
hitta Hafstein, blanda geði við hann
eins og gegnum tíðina allar götur
frá því 1978, en þá varð lífíð allt í
einu léttara vegna þeirrar stál-
heppni að kynnast Hafsteini og
fleira réttsýnu jákvæðu fólki þar
undir Kambabrún, í þessari vin, þar
sem vatnið er heitara en víða 'ann-
arsstaðar, vatnið, sem sprettur upp
úr iðrum jarðar jafnt og þétt og
gefur orku framkvæmda og stór-
hugs, sem maður eins og Hafsteinn
var gæddur. _
p.t. Hótel Örk, Hvg.
Steingrímur St. Th. Sigurðsson.
i
r
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i