Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 31 Minning Knútur Hoiriis Fæddur 22. maí 1922 Dáinn 20. apríl 1993 Því miður gat ég ekki fylgt vini mínum, Knúti Hoiriis, síðasta spöl- inn, er hann var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, að viðstöddum stórum vinahópi, hinn 24. þessa mánaðar. Kynni okkar Knúts hófust um það bil fjórum árum eftir að hann tók við stöðvarstjórastarfi Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags, síðar Olíufélagsins hf. á Keflavíkurflug- velli. Ég hafði þá stopula vinnu, en von á fjölgun í fjölskyldunni. Dag nokkurn var barið að dyrum. A tröppunum stóð hár maður og myndarlegur. Hann kynnti sig tor- kennilegu nafni og kvaðst kominn að bjóða mér starf á skrifstofu Esso á flugvellinum. Þetta varð eft- irminnilegur gleðidagur hjá fjöl- skyldunni. Okkur Knúti og fjölskyldum okk- ar varð fljótt vel til vina og sam- skipti mikil. Við ferðuðumst meðal annars nokkuð saman. Enn er okk- ur hjónunum minnisstæð fyrsta ferðin, sem við fórum með Knúti á fallega Buicknum hans, sem mig minnir að sé af árgerð 1947, og er raunar enn sem nýr. Þessi ferð var hvorki löng né erfið, aðeins farið í kríueggjaleit suður á Hvals- nes með fremur rýrri eftirtekju, en hún var upphafið að fleiri ánægju- legum ferðum. Aðeins eru um tvær vikur síðan Knútur rifjaði ferðasög- una upp í samtali við konu mína. Leiðir skildu um skeið, en lágu saman aftur, er Knútur bauð mér starf umsjónarmanns með bygg- ingu bílaþjónustustöðvar á Keflavík- urflugvelli og í framhaldi af því starf yfirmanns stöðvarinnar og annarra bílabenzínstöðva félagsins innan varnarsvæðisins. Að þessu sinni var- aði samstarf okkar í sjö ár. Knútur var traustur vinur vina sinna. Sem yfirmaður átti hann til að vera nokkuð harður og allt að því smámunasamur, en enginn var betri og hjálplegri starfsmönnum, ef eitthvað bjátaði á. Stundum fannst mér þó nóg um smámunasemi hans, og eitt sinn, er ég var að ljúka vinnudegi, fannst mér hann enn einu sinni vega ómaklega að mér. Ég stóðst ekki mátið, hellti mér yfir hann og rauk út. Ekki var ég fyrr kominn til vinnu morguninn eftir, en siminn hringdi. Það var Knútur. Það fýrsta, sem hann sagði, var: „Bjössi minn, erum við ekki vinir enn?“ Eftir þetta- hefur aldrei borið skugga á vináttu okkar og aldrei farið styggðaryrði okkar á milli. Samstarf okkar hófst aftur með okkur fyrir 25 árum, er við vorum meðal stofnenda Björgunarsveitar- innar Stakks, Keflavík-Njarðvík, þar sem hann var einn forgöngu- mannanna. Þar áttum við gott sam- starf um árabil, jafnt við uppbygg- ingu sveitarinnar og tækjakosts hennar, æfingar, leitar- og björgun- arstörf, ferðalög og skemmtanir. Ég hafði kynnst því áður, hvað Knútur gat verið skemmtilegur fé- lagi. Fáir kunnu jafn mikið af bröndurum og hann, og enn færri sögðu þá jafn vel. Sem veislustjóri á árshátíðum fór hann á kostum, þar hafði enginn farið í föt hans. Fyrir skömmu var ég við útför háaldraðrar konu í Keflavík. Þar voru Knút færðar sérstakar þakkir fyrir góðvild við hana. Mér fannst það lýsa vel, hvern mann hann hafði að geyma. Við hjónin kveðjum góðan vin og félaga og vottum ástvinum hans samúð okkar. Björn Stefánsson. Knútur Iloiriis var faðir Margrét- ar, æskuvinkonu minnar. Margrét er jafnframt eina barn hans og Ellu. Hún var svo sannarlega auga- steinninn í lífi hans. Þegar við vor- um yngri var Knútur ávallt að gera eitthvað fyrir okkur stelpurnar. Sérstaklega eru mér minnisstæðar ferðir okkar í sumarbústað fjöl- skyldunnar við Meðalfellsvatn. Þangað fórum við oft um helgar, en á leiðinni var ávallt stoppað á Hótel Esju og við fengum okkur hamborgara. Við máttum alltaf koma með og áttum þar yndislegar stundir. Við reyndum okkur í veiði- mennskunni, spiluðum á kvöldin og nutum þess að vera í sveitinni. Það var ávallt gaman að heim- sækja Margréti þegar pabbi hennar var heima. Hann var nefnilega van- ur að kalla á okkur inn í vinnuher- bergið sitt og draga þá fram gömlu silfurlituðu dósina, en þar geymdi hann ávallt saltpillur.* Knútur lét ekki heldur sitt eftir liggja í að auka menntun okkar því það var ósjaldan sem hann dró pússluspilið fram með öllum þjóðfánunum. Hann taldi nefnilega mjög mikil- vægt að þekkja fánana og er ég honum í dag fyllilega sammála og einnig mjög þakklát. Knútur var mikill tungumála- maður. Það var eiginlega alveg sama hvaða tungumál það var, ávallt gat hann bjargað sér. Gott dæmi um þetta er að þegar ég kom heim síðastliðið sumar eftir að hafa dvalið í eitt ár í Þýskalandi, þá hringdi ég í Margréti og er Knútur uppgötvaði hver ég var byijaði hann að tala þýsku á augabragði. Knútur var yndislegur maður sem lifði lífinu með bros á vör. Elsku Margrét, EUa og ijöl- skylda, megi guð vera með ykkur á þessari miklu sorgarstund. En munið að það voruð þið sem veittuð honum yndislegt líf. Thelma Jónsdóttir. Það mun hafa verið á fyrstu dög- um aprílmánaðar árið 1959, sem leiðir okkar Knúts Höiriis lágu fyrst saman. Frá þeim degi og til þess tíma árið 1991, þegar ég hætti störf- um hjá Olíufélaginu hf., áttum við dagleg samskipti. Kynni okkar og samstarfi var því æði langt og stóð þannig óslitið í 32 ár. Síðustu tvö árin hefur fundum okkar fækkað, þótt við höfum notað flest tækifæri til að hittast og spjalla um sameigin- leg áhugamál. Knútur Höiriis var fæddur 22. maí 1922. Móðir hans Margrét var dönsk og kom hingað til lands til þess að sjá um rekstur Sápuhússins í Austurstræti 17 í Reykjavík og rak þá verslun um langt árabil. Hún giftist Bimi Skúlasyni sem gekk Knúti í föðurstað. Knútur lærði bif- vélavirkjun hjá Fordumboðinu í Reykjavík, en fór síðan í framhalds- nám til Kaupmannahafnar. Það var á árinu 1947 sem Knútur réðst til Olíufélagsins hf. til þess að taka að sér að stjórna starfsemi fé- lagsins á Keflavíkurflugvelli. Knútur var þá fyrir stuttu kominn heim frá Danmörku, þar sem hann hafði ver- ið við nám og störf öll stríðsárin. Olíufélagið hf. var þá nýlega stofnað og féll það í hlut Knúts að byggja upp og móta starf félagsins á Kefla- víkurflugvelli, en starfsemin þar var fyrstu árin og fram til 1960 rekin undir nafni Hins. ísl. steinolíuhluta- félags, sem var dótturfyrirtæki Olíu- félagsins hf. Það var því vissulega mikið vandaverk, sem Knúti var fal- ið, en það mun fljótlega hafa komið í ljós að þar var réttur maður á rétt- um stað. Menntun hans í vélfræði naut sín mjög vel í þessu starfi. Allt sem snerti véltækni lá opið fyr- ir honum og hann var óvenju hug- myndaríkur við að fínna lausnir á tæknilegum vandamálum sem upp komu. Mér var það strax ljóst á þessum apríldögum fyrir 34 árum er ég skoðaði starfsemi þá sem Knút- ur stjórnaði, að þar var öll vinna vel skipulögð, mikil snyrtimennska við- höfð og öllum tækjum sérlega vel við haldið. í stuttu máli, af þessum vinnustað þurfti ég sem nýráðinn forstjóri Olíu- félagsins hf. ekki að hafa áhyggjur. Raunin varð sú að hann stjórnaði þessari starfsemi, öll þessi ár, af þeirri samviskusemi og myndarskap að eftir var tekið. Hann þurfti í störf- um sínum að hafa samskipti við marga menn, þar á meðal yfirmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, og er mér vel kunnugt um að hann ávann sér traust og virðingu allra þessara manna. Á Keflavíkurflug- velli hafa aldrei orðið meiriháttar slys eða óhöpp hjá Olíufélaginu hf. við eldsneytisafgreiðslu herflugvéla og hafa starfsmenn félagsins ítrekað hlotið viðurkenningu frá yfírstjórn varnarliðsins fyrir óhappalaus störf. Þótt margir eigi hér hlut að máli var hlutur Knúts sem stjórnanda starfseminnar stærstur í þessu efni. Á síðari árum fór Knútur oft með mér til samninga við yfírvöld í Wash- ington um þjónustu þá sem Olíufé- lagið hf. annaðist fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Það var sannar- lega ekki ónýtt að hafa hann við hlið sér við slíkar aðstæður, enda þekkti hann alla hluti á Keflavíkur- flugvelli og var úrræðagóður ef óvæntir hlutir komu upp. Hann var líka sérlega góður ferðafélagi, glað- ur og gamansamur. Af framansögðu er ljóst að lífsstarf Knúts var hjá Olíufélaginu hf. Hann gegndi þar ábyrgðarmiklu starfi, sem var mjög þýðingarmikið fyrir félagið. Hollusta hans við félagið sem hann starfaði fyrir var óvenju traust. Hann vildi í öllu sjá sóma þess og sparaði sig hvergi í þeirri viðleitni að gæta hags-.. muna Olíufélagsins hf. Knútur stundaði mikið fjallaferð- ir, sérstaklega á yngri árum, og hafði einnig mikið dálæti á lax- og silungsveiðum. Hann naut sín vel í slíkum ferðum og sagði vel frá ýms- um ævintýrum, sem fyrir komu í ferðum úti í fijálsri náttúru. Á slík- um stundum var hann hrókur alls fagnaðar. Knútur var tvíkvæntur. Fýrri kona hans var Anna Nikulásdóttir og áttu þau þijú börn, Maríu, sem búsett er í Svíþjóð, Tómas, renni- smið, sem starfar hjá Samskipum, og Björn, rekstrarfræðing, sem starfar hjá Samskipum í Bandaríkj- unum. Eftirlifandi kona Knúts er Elín Guðmundsdóttir og áttu þau eina dóttur, Margréti Elísabetu. Við fráfall Knúts Höiriis koma í huga minn margar minningar frá löngu samstarfí. Þessar minningar eru allar góðar. Ég minnist manns, sem var hreinskilinn og hollráður og vildi í hveiju máli koma góðu til leiðar. Hann var viðkvæmur og tók nærri sér allt óréttlæti. Að leiðarlok- um er mér efst í huga þakklæti fyr- ir að hafa fengið að vinna með Knúti í meir en þijá áratugi og þakklæti fyrir vinsemd og ljúfa samfylgd. Ég votta konu hans og börnum dýpstu samúð. Vilhjálmur Jónsson. t _ INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Skinstad, Fjeld, Nord-Odal, Noregi, er látin. Jarðarförin fer fram frá Mo kirkju í Noregi fimmtudaginn 29. apríl kl. 13.00 að norskum tíma. Systkini og systkinabörn. t Móðir okkar, HALLDÓRA ÁSMUNDSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Lindargötu 52, Reykjavík, lést á dvalarheimili aldraðra í Seljahlíð, Reykjavík, mánudaginn 26. apríl. / • Karl Magnússon, Jón Reynir Magnússon. t Systir mín, FJÓLA KRISTJÁNSDÓTTIR, Tómasarhaga 28, sem lést 21. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 29. apríl kl. 15.00. Finnborg Kristjánsdóttir. t Sonur okkar, GUNNAR PÉTURSSON, lést af slysförum í Jóhannesarborg þann 26. apríl 1993. Fyrir hönd eiginkonu, systkina og annara vandamanna, Anna Lfsa Gunnarsdóttir, Pétur Erlendsson, P.O. Munster 4278, Natal, Suður-Afrfku. t Elskulegur eiginmaður minn, ARTHURL. ROSE lést þann 20. apríl sl. i sjúkrahúsi í Jacksonville. Jarðarförin fór fram 23. apríl. Þóra Oddsdóttir Rose, 6336 Diane Rd., Jacksonville, Florida 32211, U.S.A. t Ástkœr faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR EIRÍKSSON, Yrsufelli 11, andaðist í Borgarspítalanum mánudaginn 26. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Rögnvaldur Ólafsson, Jens Ólafsson, Helga Ólafsdóttir, Kristján Ólafsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Hafliði Ólafsson, Halla Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR frá Kleyfum, Gilsfirði, Grandavegi 47, Reykjavik, lést í Landspítalanum að kvöldi dags 26. apríl. Kári ísleifur Ingvarsson, Katrín Sigrfður Káradóttir, Ölver Skúlason, Stefán Arnar Kárason, Stefanía Björk Karlsdóttir, Anna Káradóttir, Karsten Iversen, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI ÁRMANN EINARSSON, Engjavegi 3, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 25. aprjl. Jarðarförin ferfram föstudaginn 30. apríl í Fossvogskirkju kl. 15.00. Guðbjörg Eyvindsdóttir, Laufey Ármannsdóttir, Hans Albert Knudsen, Steinþór Ómar Guðmundsson, Jóhanna Jónsdóttir, Einar Ármannsson, Ásdfs Garðarsdóttir, Freydís Ármannsdóttir, Helgi Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.