Morgunblaðið - 28.04.1993, Síða 34

Morgunblaðið - 28.04.1993, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 fclk í fréttum HðPUR ‘93 Kl. 13.15 Setning ráöstefnunnor Gunnar Birgisson, formaður bæjarróðs, flytur óvarp og setur ráðstefnuna Nýir straumar - ný tsekifæri Ráðstefna um atvinnumál í Kópavogi Miðvikudaginn 28. april Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, 1. hœ& I. 15.30 Bætt gæði, aukin verðmæti Magnús Pálsson, framkvæmdastjóri þjóðarsóknar í gæðamálum George Best, Maria Shatal og Layla Shatal á innfelldu myndinni. BEST Baríst um barnið Knattspymustórlaxinn fyrr- verandi George Best hefur nú helgað alla krafta sína baráttu sambýliskonu sinnar fyrir því að endurheimta 9 ára dóttur sína, en þar er á ferðinni erfitt forræð- ismál. Sambýliskonan er líbönsk og heitir Maria Shatal, en hún var áður gift þarlendum auðkýfingi að nafni Mohamad Shatila. Þau bjuggu í Beirut uns dóttirin, La- yla, var þriggja ára, en þá gafst Maria upp á hjónabandinu og Beirut þar sem allt logaði í víga- ferlum og öðrum hryðjuverkum. Flutti hún til Lundúna og þar bar fundum hennar saman við norður- írska knattspyrnusnillinginn. Hófu þau búskap, en Layla heim- sótti föður sinn af og til. Stundum var Maria meira að segja í förum með henni. Nú eru fimm ár síðan þau Maria og Best fylgdu Laylu á Heathrowflugvöll til að senda barnið í heimsókn til föður síns. Þau hafa ekki séð barnið síðan né heyrt af því. Bæði Maria og Best segja að ítrekað hafi verið reynt að hafa uppi á feðginunum, en án árangurs. Blaðamaður einn í Bretlandi stóð sig betur og hafði upp á Mohameð og heyrði þá allt aðra hlið á málinu. Faðirinn sagði þá sögu að þegar hann hafi síðast tekið á móti dóttur sinni hafi fylgt beiðni móður hennar að sjá um barnið um óákveðinn tíma. Það væri vilji Mariu og hann hefði aldrei verið í felum. Móðirin hefði getað haft samband og hitt dóttur sína hvenær sem hana lysti. Þetta segja þau Maria og Best vera fjar- stæðu og haugalygi og ekki vita á gott um framhaldið. Morgunblaðið/Kristinn „Ég frétti af keppninni þremur dögum áður en hún fór fram,“ segir rokkkóngurinn Héðinn Valdimarsson. — Og hvað gerðist þá? „Ég hummaði mig bara í gegnum þetta einhvern veginn." — Þannig að það hefur kannski komið þér á óvart að hafa unnið? „Já, ég kom satt að segja ekki þangað til þess. Ég fékk þær upplýs- ingar að það ætti að líkjast Presley og það var það sem ég reyndi.“ — Ertu mikill Presley-aðdáandi, átt kannski allar plöturnar hans? „Nei, ég á nú ekki allar.“ — Hvar fékkstu fötin? „Ég átti hvítan smóking og mundi eftir því að ég hafði séð Presley ein- hvern tímann í hvítum fötum. Það vantaði bara glimmerið, en konan mín bjargaði því og síðan fór ég með smókinginn til saumakvenna, sem löguðu kragann og víkkuðu buxurnar. Ég leitaði mikið að gler- augunum, fór nánast í allar gler- augnaverslanir í bænum en fann ekkert. Svo fór ég á útsölumarkað- inn uppi á Bíldshöfða og fann þar þessi fínu gleraugu á 590 krónur. Hringa og annað glingur fékk ég lánað auk hárkollunnar. Það er nú svolítið fyndið, að ég var með mikið sítt hár, en það eru Þorsteinn Eggertsson lagahöf- undur stytti fólki stundir með söng meðan beðið var eftir úrslit- um. Hér sjást þeir Ómar Ragn- arsson, sem var Elli prestsins, og Þorsteinn. Morgunblaðið/Kristinn SKEMMTUN Héðinn Valdimarsson, 38 ára gamall leigubílstjóri, er hinn óumdeilanlegi Elvis Presley íslands, samkvæmt niðurstöðum fímm manna dómnefndar, sem sat að störfum á Tveimur vinum að kvöldi sumardagsins fyrsta. Fimmtán El- visar frá hinum ýmsu tímaskeiðum komu fram og var klæðnaður þeirra í samræmi við þau. Héðinn var í hvítum, skreyttum fötum með háum kraga. „Ég er með bijósklos og sá það eftir á á myndbandinu, að líkleg- ast hefur það verið undir lok ævi Presleys sem ég líktist honum mest,“ sagði Héðinn hlæjandi um leið og hann gerir grín að sjálfum sér. Þrátt fyrir að hafa náð þessum árangri segist hann hvorki syngja lög rokkkóngsins fyrir farþega né aðra, hann syngi lögin hans bara í baði. „Ég frétti af keppninni þremur dögum áður en hún fór fram og ákvað að skrá mig. Undirbúningur- inn fór aðallega í að finna föt og gleraugu. Ég ætlaði reyndar að fá myndband af Elvis á tónleikum en fann ekkert, þannig að ég varð að treysta á minnið. Eg stóð lengi framan af í þeirri meiningu að ég ætti að syngja eitt lag og hafði valið „Can’t help falling in love“. Þegar ég fór að grennslast fyrir um hvernig keppnin ætti að fara fram — aðeins nokkrum klukku- stundum áður — komst ég að því að ég átti að syngja tvö lög en ekki eitt. Ég ákvað því að fara niður á Tvo vini og prófa að syngja í þeirra karaoke. Það gekk ágætléga og ég gat stuðst við textann á skjánum. I keppninni var hins vegar komin mynd af sviðinu á bak við textann, þannig að ég sá hann ekki.“ „Ég var með sítt hár, en það eru ekki nema nokkrir dagar síðan ég snoðaði mig,“ segir leigubíl- stjórinn Héðinn Valdimarsson. ekki nema nokkrir dagar síðan ég snoðaði mig.“ Fékk samfesting frá Graceland í verðlaun Héðinn hlaut í verðlaun bláan glimmersamfesting með breiðu belti og keðjum, sem var sérpantaður frá Graceland í Bandaríkjunum. Hann reyndist of lítill og rifnaði þegar hann mátaði hann. — Þú treður á ekki upp í honum? „Nei, ef það verður þá nokkuð úr því. Ég á reyndar nokkuð öflugar karaoke-græjur, 2000 watta, sem ég ferðaðist með um landið í fyrra- sumar og leigði út, hélt heilu böllin, var með diskótek og leyfði fólki að syngja. Það er aldrei að vita hvað verður í sumar.“ Á þriðja hundrað manns sóttu Elviskeppnina. Kynnar voru Radíus- bræðumir Steinn Ármann og Davíð Þór, að sjálfsögðu í Elvisbúningum. Einnig þandi Bjarni Arason Elvislög við hrifningu allra og var klappaður upp og Ómar Ragnarsson kom fram sem Elli prestsins. Þá sýndu Jói Bachmann og Rósa rokkdans í anda Elvis. Elvis íslands fundinn Kl. 13.30 Nýir möguleikar í fjórmagnsstýringu fyrirtækja Tryggvi Pólsson, bankastjóri Islandsbanko Kl. 13.50 Utflutningur vöru og verkefna Póll Gíslason, framkvæmdastjóri lcecon Kl. 14.10 Aðlögun fyrirtækja að nýjum aðstæðum Reynir Kristinsson, rekstrarróðgjofi hjó Hagvangi Kl. 14.30 Aðgangur íslendinga að rannsóknum og þróun innan EB Dr. Þorsteinn Gunnarsson, deildarsérfræðingur í menntamólaróðuneytinu Kl. 15.50 Hvernig geta sveitarfélög unnið betur að atvinnumólum? Sigurður Geirdal, bæjorstjóri Kl. 16.10 Skólar og nýsköpun í atvinnumólum § Heimir Pólsson, formaður skólanefnda M.K. * og Hótel- og veitingaskóla Íslands Kl. 16.30 Mikitvægi upplýsingasöfnunar i atvinnuþróun Jón Erlendsson, yfirverkfræðingur upplýsingaþjónustu Hóskóla Islands Kl. 17.00 Rúðstefnunni slitið Sveinn Hjörtur Hjurtorson, hagfræðingur UU COSPER Borgaðirðu 3.000 krónur fyrir þennan bol? Það væri nær að þér væru borgaðar 3.000 krónur fyrir að ganga í honum. Róðstefnugjald kr. 2.000. Þótttaka tilkynnist í síma 641015 milli kl. 13 og 16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.