Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 35 BARÞJÓNAMÓT „Gullið Tár“ lenti í fyrsta sæti Bárður Guðlaugsson barþjónn í Perlunni sigraði á íslands- meistaramóti barþjóna sem haldið var á Hótel Sögu á sunnudaginn, en verðlaunadrykkur hans heitir „Gullið tár“. Alls kepptu 32 bar- þjónar í gerð fordrykkja á íslands- meistaramótinu að þessu sinni, og lenti Guðmundur Sigtryggsson á Café Amsterdam í öðru sæti, og í þriðja sæti á mótinu lenti Vilhelm Norðfjörð á Gauki á Stöng. Bárður Guðlaugsson hefur starfað sem barþjónn síðan 1982 og er þetta í þnðja skipti sem hann tekur þátt í íslandsmeistara- mótinu, en hann lenti í öðru sæti á mótinu í fyrra. Bárður mun taka þátt í Heimsmeistaramóti bar- þjóna sem haldið verður í Vín í Austurríki í nóvember næstkom- andi, en ásamt honum taka þátt í mótinu þau Margrét Gunnars- dóttir og Þorkell Ericsson sem sigruðu á íslandsmeistaramóti barþjóna 1991 og 1992. Sérstök verðlaun ungra bar- þjóna hlaut að þessu sinni Ólafía Hreiðarsdóttir, og mun hún keppa á Heimsmóti ungra barþjóna, sem haldið verður í Búdapest í júlí. „Gullið tár“ Hér á eftir fer uppskriftin að Gamlar kempur heiðraðar Heiðursfélagar Barþjónaklúbbs Islands fengu sérstaka viðurkenn- ingu, en þeir voru einir stofnenda klúbbsins sem mættu á íslands- meistaramótið að þessu sinni. Á myndinn eru talið frá vinstri: Hörð- ur Sigurjónsson, formaður Barþjónaklúbbs íslands, Bjarni Guðjóns- son Loftleiðum, Daníel Stefánsson Sögu og Símon Siguijónsson Naustinu. íslandsmeistarinn krýndur Hörður Sigurjónsson formaður Barþjónaklúbbs íslands krýnir Bárð Guðlaugsson sigurvegara á íslandsmeistaramóti barþjóna 1993. Litadýrð Drykkirnir í keppninni voru í öllum regnbogans litum. fordrykknum sem færði Bárði Guðlaugssyni íslandsmeistaratitil- inn í ár: 4 cl Absolut sítrónuvodka 1 cl Dry Martini 1 cl Bols Gold líkjör Drykkurinn er lagaður í hræri- glasi og yfír það kreist 1 stk. dvergappelsína. Síðan er skreytt með dvergappelsínu og sítrónu- berki ásamt laufi af sítrónumelisu. SAMDRATTUR MÍSS'8. fj$,£ru Julia Roberts komin í hring Fregnir herma að leikkonan Julia Roberts sé nú komin f hring í karlamálum sínum og nýj- asta ástin í lífi hennar sé ekki svo ný af nálinni eftir allt saman. Nefnilega leikarinn Kiefer Suther- land, en frægt var í Hollywood um árið er Roberts lét sig hverfa nokkrum dögum áður, en hún átti að giftast umræddum Kiefer. Og ekki nóg með það, heldur tók hún saman við besta vin Kiefers, Jason Patric, en það samband er raunar löngu gengið sér til húðar. Endurtekið samband þeirra fór leynt framan af, en einn góðan veðurdag kenndi Kiefer sér meins í maga og var lagður inn á sjúkra- hús til rannsókna. Árvökulir sjúkraliðar létu það ekki fram hjá sér fara að hann tilgreindi Juliu Roberts sem nánasta aðstand- anda. Samkrullinu var þar með slegið upp í blöðum og er Kiefer var útskrifaður var það engin önn- ur en Julia sem tók á móti honum í anddyri spítalans. Þau vippuðu sér inn í leigubíl sem ók þeim á lítið, nett og rokdýrt strandhótel þar sem þau eyddu saman íjórum dögum. Sögðu kaldrifjaðar tungur að þar hefðu verið hveitibrauðs- dagarnir sem stóðu fyrir dyrum um árið. Það hefur ekki spurst hvemig málin standa á milli þeirra Kiefers Sutherland og Jasons Patric. LADDI & VINIR imasnn^ pegar aorir fara ao «ofc pantanir í síma 91 -29900 -lofar góðu! Julia Roberts virðist hafa kom- ist að því að Kiefer var sá rétti eftir allt. BARATTA Whitney gildnar ört Vinir og velunnarar söngfuglsins Whitn- ey Houston hafa af því stórar áhyggjur þessa dagana að henni hefur ekki tekist að megra sig eftir að hafa fætt sitt fyrsta barn á dögunum. Whitney, sem er fremur lágvaxin og nett að jafn- aði vó mest 65 kg er meðgangan stóð sem hæst og þótt hún léttist óhjákvæmilega nokkuð við fæðinguna, hefur henni ekki lánast að fylgja því eftir sem skyldi. Hermt er að Whitney sé dauf í dáikinn vegna þessa, en ýmis vandamál í einkalífinu hafi ekki orðið til að herða hana í barátt- unni við kílógrömmin. Sem dæmi er eftirlætismatur hennar þessa dagana stærsta tegund af ostborgara með öllu. „Með öllu“ á bandaríska vísu er ekk- Whitney fitnar og fitnar. ert smáræði og öllu þessu torg- ar Whitney og gildnar fremur en hitt. Eiginmaðurinn, Bobby Brown, er lítil stoð og engin stytta. Hann hefur ekki aflagt villt næturlíferni sitt og sést með hinar ýmsu fegurðardísir og kynbombur upp á arminn. BESTA VERÐIÐ I BÆNUM J. Rosenthal efni 173 cm breið, 430 kr. pr. meter 122 cm breið, 330 kr. pr. meter Látið þetta ekki framhjá ykkur fara! Suðurveri, sími 679440.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.