Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 6
Eftir Guðmund Guðjónsson Myndir Gísli Ástþórsson SAGA mannkynsins er ekki löng frá jarðsögulega sjónarhólnum. Eiginlega sekúnda í sólarhring, en þó varla. Og einungis hluta af þeim tíma hafa mannasiðir verið meðal vor þó svo að alls konar siðir og venjur séu jafn- gamlir mannkyninu. Þessar tímasetningar eru allar léttvæg- ar þegar þær eru heimfærðar upp á landsmenn, því yfirleitt hefur verið miðað við að norræn- ir menn hafi komið hingað til lands á níundu öld. Keltneskir náungar þó trúlega eitthvað fyrr þótt engin vissa sé um það hve- nær þeir voru hér eiginlega á ferðinni. Ef marka má íslenskar kvikmyndir sem gerast á vík- ingatímum fyrirfannst hér ekk- ert sem kalla má mannasiði. Þvert á móti, ef marka má um- ræddar kvikmyndir þá snérist atferli landsmanna um hið gagn- stæða. Rífa og tæta matinn í sig með höndum, helst hráan. Upp- köst, búkhljóð og vindgangur á almannafæri. Nett og fáguð framkoma við kvenfólk hefði þótt ankannaleg í þessu um- hverfi og hugsanlega tilefni til að kljúfa viðkomandi í herðar niður eða brenna á báli. Að þrifa sig, raka eða snyrta á einn hátt eða annan hefur verið fáheyrt. Tannburstar heyrðu framtíðinni til og tannlæknar voru ekki til nema til að rífa úr skemmdar tennur sem þá minntu heldur á brunnin indiánatjöld. Mönnum var raunar nokkur vorkun. Hvaða tilgangi hefði það svo sem þjónað á þeim dögum og öldum að fara nett og snyrtilega með hnífapör, búkka sig og beygja fyrir veika kyninu eða kónga- fólki. Þrífa búk og tennur? Snyrta skegg? Halda rétt á kaffi- bolla? Getur einhver ímyndað sér víkinginn með sperrtan litlafing- ur við tedrykkju? þá SL ná Gluggað í 73 ára gamalt kver um mannasiði eftir Eufemiu frá Arnarvöllum kenna algerum skussum hverra námfýsi hlýtur að vera sveipuð stóru spurning- armerki. I greinar- komi þessu verður stikl- að á En tímarnir breyttust og mennirnir með. Það var komið fram á tuttug- ustu öldina er mörlandinn skreið Ioks út úr torfkofanum. Þá voru íbúar hins svokallaða siðmenntaða heims löngu skriðnir út úr hreysun- um, þ.e.a.s. þeir sem áttu til hnífs og skeiðar. Þegar íslendingar gerð- ust siðmenntaðir þurfti því að kenna þeim almenna mannasiði, því enginn kunni þá utan þeir sem höfðu farið utan til náms og náð að kenna sínum nánustu helstu frumskilyrði. Mannasiðir Til er bók sem ber heitið „Mannasiðir" og er þar komið beint að efninu. Bókin var gefin út af Þorsteini Gíslasyni árið 1920, en virðist skráð af Jóni Jacobsyni sem segir í eftir- mála texta að hann hafi eftir langa leit fundið ritið „Kateehismus des guten tons und der feinen Sitte“ (Lærdómskver í kurteisi og hæversku) eftir Eufemiu von Adl- ersfeld sem er kynnt nánar sem „dóttir Bal- lestrems greifa" hvorki meira né minna og ætti það að tryggja að konan sú viti um hvað hún er að tala. Jón, hinn ís- lenski boðberi kurteisi, segist „þýða lauslega“ og „taka til fyrir- myndar“ rit Eufemíu frá Amarvöllum. Einnig segist hann bæta við hana frá eigin brjósti og annarra en biður höfund jafnframt afsökunnar á fá- fræði sinni og framhleypni. Víða er komið við í kverinu sem vonlegt er, enda verið að stóru og því miður er ógerlegt að koma öllu á prent sem gaman væri að lesa, en við reyndum að velja það kjarnyrtasta. Glöggt má sjá, að þótt sumir hlutir séu klass- ískir og breytist lítt í tímans rás, þá er tíðarandinn annar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hreinlæti - slordónar ... Eftir dtjúgan inngang kemur kafli II og fjallar hann um al- menna framkomu. Fyrsta boð- orðið þar er klæðnaður, „lát- laus, eðlilegur og hispurslaus“, en annað boðorðið „hreinlæti" er ekki síður mikilvægt ef marka má óvægið orðalagið: „Sumir þykjast hafa fullnægt hreinlætisskyldu sinni við líkamann, ef þeir aðeins dýfa kollinum niður í þvottaskálina þegar þeir rísa úr rekkju, og þvo sér um hendurnar. En það er ekki nóg. Best er að geta tekið sér bað daglega. Sé manni þess varnað, þá er tíður þvottur, einkum um höfuð- ið, tennur, hendur og fætur sjálf- sagður. Tímatöfin fæst marg-end- urgoldin með góðri heilsu eða betri vellíðap en ella, og auk þess losast menn við óþef og slordónabrag, sem er hveijum siðuðum manni hvimleiður, því fátt mun t.d. ógeðs- legra og daunverra en svitalykt af óhreinum líkama. En það er ekki nægilegt að ræsta líkamann einan. Það, sem næst honum er, nærfötin, dga einnig að vera hrein, svo að líkaminn saurgist ekki af þeim, og sama er að segja um ytri skyrtur, hálslín og handl- ín. Þar heimtar augað sitt og er illa við tæjur og bætur, vill hafa það allt fágað og strokið. Bleik- ingarblettir og hrukkur á hálslíni og handlíni eru auganu óþægilegir og engin meðmæli fýrir húsfrúrnar...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.