Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 10
10 B - MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 SIDFRÆDI/Er lífid vegurinn áfram eba hringvegur? Lífið er tilraun HEIMSPEKI er leitin að sannleikanum. Heimspeki er vís- indaleg hugsun um lífið. Lífið sjálft er þ.a.l. leitin að sann- leikanum. Sá sem leggur stund á heimspeki leitar að sann- leikanum. Sá sem tekur þátt í lífinu ætti að leita sannleik- ans öðru fremur. Við höfum tilhneigingu til að koma okkur vel fyrir í lífinu. Óskin getur falist í því að eiga hús á þeim stað á landinu sem hentar okkur best. Hafa örugga vinnu. Eiga fjöl- skyldu og eyða frítímanum í tóm- stundír. Síðan líð- ur lífið uns það klárast. En þetta er ekki lífið. Lífið er ekki hringveg- ur. Lífið er vegur- inn áfram. Lífið er leit en ekki stöðnun. Linnulaus leit að vísbendingum um svarið. Lífið er vegurinn að sannleikanum. Heimspeki er leit. Skáldskapur er leit. Trúin er leit. Markmið til- verunnar er ekki að lifa sjálfvirku lífið. Lífið er tilraun. Ekkert veður endurtekið. Lífið er áhætta. Sagn- fræði er líka leit. Og vísindin. Sið- fræði er leit. Maðurinn leitar að svari, þess vegna er lífið leit. En það er líka svelgur, hafsvelgur. Maðurinn getur nefnilega látið sér líða vel í hringiðunni. Platón líkti mannsheiminum við helli. Mennirnir eru hlekkjaðir inni í helli og snúa bökum í opið. Úti skín sólin en mennimir sjá aðeins skugga sína á hellisveggnum. Hér lýsir hann höfuðvandamáli manns- ins. Það er svo gott að vera hellis- búi að við þorum ekki út af ótta við að hafa rangt fyrir okkur. Þegar Jesú gekk fram hjá helli mannanna sagði hann: „Fylg þú mér!“ Svarið sem hann fékk var: „Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.“ Hann hristi höfuðið og sagði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu.“ Líf manneskju getur verið eins og fangelsi. Hún getur verið sinn eigin fangi í sérhönnuðum fanga- klefa. Hún gerir aðeins eina tilraun í lífinu og bælir niður hina knýj- andi þörf til að koma viti í lífíð. Hún festist í viðjum vanans. Líf hennar verður hringrás sem eng- inn getur stöðvað nema dauðinn sjálfur. En einmitt vitneskjan um dauðann ætti að skapa knýjandi þörf til aðgerða í lífínu. Ef við værum eilíf hefðum við enga ástæðu til að stíga fram úr á morgnana. Hið skamma líf er nefnilega áskorun. Vísindin einkennast af tilraun- um og líf sérhvers manns ætti að markast af tilraunastarfsemi. Líf okkar er leit að þekkingu og skiln- ingi á okkur sjálfum. Lífíð er spurning sem við eigum að glíma við af kappi. Við erum spurning og leitum svars. Við eigum að undrast, efast um það sem okkur hefur verið sagt, og Ieita nýrra svara. Allir eru í rauninni vísindamenn. Líf sérhvers manns ætti að auð- kennast af rannsóknamennsku. Við höfum tilhneigingu til að sam- þykkja niðurstöður annarra og lifa eftir þeim. Flestallir þykjast hafa rétt fyrir sér, en við verðum að efast, feta okkur áfram og draga ályktanir af eigin starfsemi. Við getum aðeins treyast okkar eigin niðurstöðum í lífínu. Vísindaménn hafa uppgötvað óskiljanlega margt á þessari öld. Þeir setja fram tilgátur, gera tilraunir og draga ályktanir. Nákvæmlega á þennan hátt eigum við að hegða okkur í lífínu: Gera tilraunir. Það er eina leiðin til að uppgötva' eitt- hvað um okkur sjálf. Sá sem hætt- ir að gera tilraunir staðnar. Hann verður forn. Hann er hinn dauði sem jarðar sína dauðu. Skáld, heimspekingar, sagn- fræðingar, guðfræðingar og vís- indamenn kanna tilgátur í bókum, á tilraunstofum og á öðrum vett- vangi. Við eigum að kanna okkar eigin tilgátur í lífinu sjálfu. Við drögum síðan ályktanir og höldum veginh áfram en föllum ekki í gryfjur hinna blindu. Lífsafstaða sérhvers manns er viss tegund af heimspeki. Viðhorf manna til tilverunnar er persónu- leg heimspeki. Lífsspeki okkar kemur fram í því sem við teljum hafa gildi. Hún felst í því sem við metum gott, vont, rétt og rangt. Lífsspekin er um það líferni sem við teljum leiða til hamingju. En við, eins og vísindamenn, verðum sí og æ að endurskoða forsendurn- ar, setja fram nýjar tilgátur og gera tilraunir. Lífið er nefnilega endalaus leit að sannleikanum. Við getum aldrei hrópað: „Eureka!" (Ég hef fundið það) og lagst í helgan stein. Þegar Jesús sagði: „Fylgdu mér, en lát hina dauðu jarða sína dauðu,“ (Matt. 8. 22) var hann að reyna að draga menn út úr hringiðunni, hellinum, fangelsinu og viðjum vanans til að ganga hinn þrönga og e.t.v. grýtta veg. Ef við þorum það, verðum við ferðalangar með nesti og nýja skó. „Leitið og þér munið finna.“ Við eigum að undrast yfir því eðli- lega og sjálfsagða, efast og af- hjúpa röklausar hugmyndir, og smíða nýjar, en vel að merkja, bráðabirgðakenningar um lífið og tilveruna. Spyrjum og þokumst nær svörunum. Rífum niður kreddur og fordóma og vinnum þindarlaust að leitinni. eftir Gunnar Hersvein Nqrr mqndband Mjög vel gerð mynd um kvenkyns geðlækni, sem flækist inn í kynferðislegt samband við elskhuga skjólstæðings síns. Erótískur sálfræðiþriller. Útgáfudagur 1" * * . juni MYNDBÖND Síðumúla 20, sími 679787 SN/É LAND VIDEO ★ ★ ★ Furugerði 3, Kópavogi, sími 44685 Háholti 14, Mosfellsbæ, sími 668043 SPEKI: Lífið er spurning og krafa um til- gátu-svar. Það krefst rannsóknar og niður- stöðu sem vekur nýjar spurningar. LÆKNISFRÆÐI/Valinn mabur í hverju rúmi? ÞJÓÐANNA ingar í þriðja heiminum eru dæmi um vandamál sem bæst hafa við þau sem fyrir voru og stofnunin hefur ekki borið gæfu til að sigrast á, svo sem berklaveiki og mýraköldu. Þótt mikið fé hafi verið lagt þeim sjúk- dómi til höfuðs er hann ennþá viðloð- andi í 93 löndum og drepur hátt í þrjár milljónir manna á hverju ári; ekki ósvipuð afköst og hjá berklun- um. Annað sem virðist brenna þeim fyrir brjósti sem mestan kostnaðinn bera er hve mikla áherslu stofnunin leggur á lækningar - lyf, bólusetn- ingar, tæknibúnað - í stað þess að beina kröftunum að undirstöðu heils- unnar í vanþróuðum ríkjum og ráð- ast þar að rótum vandans, fátækt- inni. Þeim hinum sömu finnst brýnt að auka við lið hagspekinga og stjórnfræðinga í þjónustu stofnunar- innar en fækka í staðinn læknis- menntuðu starfsfólki og vísinda- mönnum sem glíma við vandamálin frá sjónarmiði slíkra fræða. Eins og sakir standa hefur stofnunin um 4500 manns í starfi og fimmti hver er menntaður í læknisfræði eða skyldum greinum. Líkt og tíðkast hjá flestum al- þjóðastofnunum er hér allt iiæg- gengt og þungt í vöfum, almenningi að mestu lokuð bók og sjaldan und- ir smásjá fjölmiðla. Þar við bætist að stofnun, sem fljótt á litið ætti að stjórnast af lýðræðislegu sam- spili allra þátttökuríkjanna, hættir til að dotta í nefndafargani en póli- tísk sjónarmið verða þung á metum þegar velja skal í ábyrgðarstöður. Framkvæmdaráðið endurkaus SNEMMA Á ÞESSU ÁRI var greint frá því hér í pistli um Alþjóðaheilbrigðisstofnunina í Genf að fyrir dyrum stæði að velja henni framkvæmdastjóra næstu fimm árin. Arsþing nú í maíbyijun endur- kaus japanska lækninn Hiros- hi Nakajima en hann hefur gegnt þessu embætti síðasta kjörtímabil og fengið misjafna dóma fyrir störf sín. Engu að síður tókst honum að fá stuðning nógu margra þjóða til áframhaldandi setu, fékk 93 at- kvæði gegn 58. Hann ávarpaði þingheim að kosn- ingu lokinni og fór mörgum fögrum orðum um þörfina fyrir sameiginlegt átak allra þjóða, ábyrgðartilfinningu og gagnkvæma virðingu. Ekki mun af veita, kemur ljklega fíestum þeim í hug sem fylgst hafa með framgangi - eða afturför - heil- brigðismála í veröldinni að undan- förnu. Greinarkorn í vikuriti breska læknafélagsins stiklaði á stóru þegar nýlega var bent þar á úrlausnarefni sem blasa við heilsustofnun þjóð- anna: Tekjur hennar rýrna ár frá ári, meðal annars vegna þess að sumar stóru þjóðirnar sem mestu hafa að miðla eru ósáttar við fyrir- komulag og starfshætti og óánægð- ar með áherslur og árangur. Eyðni, umhverfísmengun og vaxandi reyk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.