Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 14
í varplandinu Eftir Guðmund Guðjónsson/Myndír Guðmundur Ólafsson o.fl. EFTIR langan, umhleypingasaman og heldur leiðinlegan vetur er aftur kominn þessi árstími sem flestir bíða eftir. Vorið, með sumarið á næsta leiti. Vorið hefur breytilega merkingu í hugum og tilveru þeirra sem upplifa það. Hjá fuglunum þýðir það eitt og aðeins eitt: Tilhugalíf og varp. Fólki þykir að öllu jöfnu gaman að finna hreiður og óskandi væri að sem flestir beisluðu þá fólið í sér og Iétu eggin í friði. Og stoppuðu við sem styst. Engum þykir skemmti- legra að finna hreiður heldur en börnunum og þá væri athöfnin fullkomin ef þeir fullorðnu gætu Ieitt smáfólkið í allan sannleika um það hvaða fugl eigi viðkomandi egg. Því er ekki alltaf að heilsa, en við reynum nú að bæta úr því með þessum greinarstúf. Lítum á nokkrar af algeng- ustu fuglategundum þessa lands og rýnum í með hvaða hætti menn geta áttað sig á því hvaða egg tilheyra hverjum. Hagleg smíð SKÓGARÞRASTARHREIÐUR á jörðu niðri í kjarrinu. Dírrindí... LÓAN er einn þeirra fugla sem setja ekki flókna hreiðurgerð á oddinn svo sem sjá má. Ymsa þætti verður að skoða í upphafi. Til dæmis eru sumir fuglar farfuglar og verpa þeir oftast nær, en þó ekki alltaf, heldur seinna heldur en þeir sem hér hafa vetursetu. Fuglar flokkast í nokkra hópa og síðan ættir og ættkvíslir innan þeirra. Er þá ver- ið að ræða um sundfugla, vað- fugla, spörfugla, ránfugla og svo hænsfugla, sem reyndar telur að- eins ijúpuna. Oft deila tegundir innan 'margra hópa kjörlendi, en margar tegundir finnast einungis í einu kjörlendi og ef menn eru eitthvað óvissir um hvaða fugl eigi hreiður sem þeir ganga fram á, á kjörlendið að geta útilokað margar tegundir. Sandlóuegg fyndi maður til dæmis varla í lyngmóa eða úti í mýri. Og ekki kríuegg inni í skógi. Hreiðurgerð er einnig mik- ilsverð vísbending. Sé eitthvað í hreiðurgerðina lagt, eggin eða ungamir liggjandi í haglega ofn- um körfum, þá geta menn verið nokkuð vissir um að spörfugl eigi hreiðrið. Það útilokar strax marg- ar tegundir. Sé hreiðurgerð engin, útilokar það að sama skapi marg- ar tegundir, sérstaklega þegar kjörlendisdæmið er reiknað með. Og stærð eggja skiptir einnig máli. Eggin af millistærð tilheyra langflest vaðfuglunum og minni vaðfuglseggin eru að auki yfirleitt stærri heldur en spörfuglseggin að hrafnseggjum undanskildum. Og enginn ætti að velkjast í vafa um hrafnseggin, því yfirleitt er krummi uppi á brún að róta gijóti ofan á þá sem eru að skoða eggin hans. Vaðfuglsegg eru að auki yfirleitt með fleiri eða færri mis- stórum skellum á grænleitum eða brúnleitum grunnlit á meðan spör- fuglseggin eru ýmist einlit eða með afar smágerðum dröfnum og dílum. Stærri eggin tilheyra flest hver sundfuglum, öndum, gæsum og mávum. Andar- og gæsaregg eru einlit, en mávseggjum svipar til vaðsfuglseggja. Verra er að merkja hvaða andartegund á ein- hver egg, hvaða mávur eða hvaða vaðfugl. Varpstaður og eggjalitur Opið ÞAÐ skýlir fátt smyrilseggjunum á klettabrúninni, en á móti kemur að að móðirin ver þau af hörku. Harðjaxl HREIÐURGERÐ kjóans lýsir honum nokkuð. Harðjaxlar gera sér lítið að góðu. segir yfirleitt til um algengustu spörfuglsegg. Við skulum nú líta á helstu flokka og byija á spör- fuglum. Spörfuglar Til að byrja einhvers staðar, byijum við á skógarþresti. Varp- staðir hans eru nokkuð breytilegir. í borgum og bæjum sækja þeir í tré, sérstaklega grenitré sem skýla hreiðrunum vel frá veðrum og vörgum. Eggin eru grænleit og geta verið 3 til 6. Það vill svo til, að eina íslenska fuglategundin sem einnig verpir í tijám verpir einnig eggjum í svipuðum litum. Það er auðnutittlingurinn. Menn eiga þó að geta þekkt þessa tvo í sundur, því sá síðarnefndi er miklu mun minni þótt þrösturinn sé ekki beinlínis risavaxinn. Auðnutittl- ingurinn er með minnstu fuglum landsins, aðeins um sentimetri lengri að jafnaði helduren músarr- indill. Eggin eru því agnarsmá og hreiðrið líka. En hreiður beggja eru hagiega ofnar körfur. Til sveita eru þrestirnir yfirleitt með hreiður sín í birkiskógum og verpa þá yfirleitt neðst í þéttu kjarri. Þúfutittlingshreiður finna menn helst í þurru mólendi og þýfi. Þau eru vandfundin og menn rekast helst á þau með því að þramma fram á fuglinn sem ryðst þá skelk- Áberandi HREIÐUR æðarfuglsins eru nokkuð auðþekkjanleg, sökum kjör- lendis og eggjastærðar og litar. aður út úr holu sinni. Þá sjá menn vel hulda litla körfu og eggin eru brúnleit, yfirleitt 3 til 5 talsins. Tvær tegundir verpa inni í stein- um og klettum, sólskríkjan eða snjótittlingurinn og steindepillinn. Oftast sjá menn ekki ofan í körfur þessara bergbúa og því til lítils að lýsa þeim nánar. Sama er að segja um starrann, menn sjá sjald- an hreiður hans nema ef vera skyldi þegar búið er að draga það út með krókum og stöngum. Öðru máli gildir um einn ástsæl- asta fugl landsmanna, hina helgu maríuerlu. Henni hefur fækkað verulega síðustu árin, en mikið er samt af henni enn. Hún velur sér hreiðurstæði í útihúsum, undir brúm, í hlöðnum veggjum, jafnvel sjávarhömrum. Oft í hlöðum. Hreiðrin eru afburðafínleg og mjúk að gerð, oft með hvítu fóðri sem yfirleitt er þá ull af rollu. Eggin eru hvít- eða gráleit og mjög smá. Vaðfuglar Fólk rekst á vaðfugla í alls kon- ar kjörlendi, sumir eru votlendis- fuglar, aðrir í þurrum lyngheiðum og móum, aðrir á melum og sönd- um. í votlendi rekst maður t.d. á stelk og hrossagauk. Fyrir þann sem er ekki með greiningu alveg á hreinu getur reynst erfitt að greina á milli. Agætt væri ef þeir vildu vera svo vænir að spretta skrækjandi af eggjunum, þá ættu menn að geta greint á milli, hros- sagaukurinn minni, brúnleitur með sitt langa nef og furðuhljóð. Stelk- urinn gjammandi og einhvern veg- inn flöktandi yfír höfðum manna. Óðinshanahreiður rekast menn einnig á í votlendi. Egg þeirra eru með litarhátt vaðfugla, en mjög smá og þekkjast best á því og kjörlendinu. A þurrara landi rekst maður oftast á lóuna. Hreiðurgerð er yfir- leitt lítt til húrrahrópa, en þó yfir- leitt nett laut og ef hún hefur valið stað utan í blábeijalyngi get- ur hreiðurstæðið orðið nokkuð fal- legt. Eggin fjögur af meðalstærð. Flestir þekkja lóuna í sjón og oft- ast er hún skammt undan er menn standa við egg hennar. Spilar hún sig þá mölbrotna á væng og fæti og er furðu sannfærandi. Lóan hefur undarlega ástríðu að verpa alveg í vegarköntum, jafnvel þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.