Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ áUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993
Hví var hún valin sem íundarstaður fyrir einn merkasta samning nútímans?
eftir Þorstein Magnússon
HOLLENSKI bærinn Maastricht er nú á hvers manns
vörum. Allir þykjast þeklga til samningsins, sem við
hann er kenndur, og er grundvöllur nýs tíma í álf-
unni, tíma samstarfs og friðar, vináttu og virðingar.
Fæstir vita þó nokkuð um bæinn sjálfan, legu hans
eða sögu, sem hvort tveggja er mjög sérstakt. Hér
skal reynt að skýra frá því, hvar bærinn er og hvern-
ig hann tengist sögu álfunnar í stærstu dráttum.
olland er flatt
land og blautt,
mátti lesa í
landafræðinni
gömlu. Það ber
nafnið „Niður-
lönd“ með
réttu, því hluti
þess er undir
sjávarmáli nú,
þar sem uppþurrkunin fræga hefur
átt sér stað, með stíflugörðum sínum
og slússum. Þetta á þó aðeins við
það svæði, sem að ströndu Norður-
sjávarins liggur. Landið nær í dag
nokkuð upp í Ardennaíjöllin, í átt til
Þýskalands.
Austasti hluti Hollands er því öllu
hærri og ósléttari en hin eiginlegu
„Niðurlönd". Það hérað heitir Límb-
urg, og er kennt við litla borg, sem
nú er Belgíu megin við landamærin,
25 km í austur af Liege. Hæsta fjall
Hollands er þarna, 187 metra hátt.
í héraðinu býrtæp ein milljón manna,
af þeim 14 milljónum, sem í Hol-
landi búa. Þéttbýli er því töluvert
þarna, þótt það sé enn meira niðri á
láglendinu, hið mesta í álfunni. Svæði
þetta er þekkt fyrir námugröft, aðal-
lega kol, og er hluti af því mikla
námusvæði sem teygir sig þvert um
landamæri Hollands, Belgíu, Þýska-
lands og Lúxemborgar, ogjafnvel inn
í Frakkland, oft kennt við Ardenna-
fjöllin.
í eina tíð voru Belgía og Holland
undir sömu stjóm, og hét það ríki
þá Norðurlönd. Holland ber það nafn
enn, á hollensku heitir það „Neder-
landen", og „The Netherlands" á
ensku. Seinna var svo löndunum
skipt í það horf sem þau era nú, og
Belgíunafnið tekið upp. Þá urðu
landamörkin nokkuð flókin og órök-
rétt að sumum finnst. Fjallasvæðið,
sem löngum var litið á sem eitt hér-
að, Limburg, skiptist í tvennt milli
landanna. Þess vegna eru nú til tvö
héruð með þessu nafni, annað í Belg-
íu og hitt í Hollandi. Þannig fór
stundum fyrir litlum löndum í þeim
tíða landaparís, sem stórveldin léku
sér í á fyrri öldum. Það era torskilin
mál fyrir okkur, bláeyga íslendinga,
sem aldrei höfum þurft að deila
landamærum með öðrum þjóðum.
Borg á röngum árbakka
Áin Maas kemur upp suður í
Frakklandi, í um 400 m hæð i Lótr-
íngen-héraði, nærri ölkeldunum (
Vittel, sem sódavatnsdrekkendur
þekkja vel. Hún rennur um
Champagne-héraðið og framhjá
Verdun, og svo inn í Belgíu. Franska
nafnið á henni er Meuse. Þarna
uppfrá er hún mjög bugðótt og niður-
gráfinn víða. Þar sem hún rennur
út úr Belgíu hjá borginni Liege, og
inn í Holland, er hún í óvenju beinum
farvegi nokkum spöl, um 50 km. Sá
spotti er merkilegur, því Hollending-
ar eiga þar austari bakkann, í mjög
mjórri totu sem þrýstist niður milli
Þýskalands og Belgíu, eins og botn-
langi í laginu að sjá á korti, og er
ekki nema um 10 km breið, þar sem
hún er mjóst. Þýskaland á hvergi
land að ánni.
Maas skiptir sem sé löndum þarna
í miðju Limburg-héraðinu gamla,
milli Belga og Hollendinga, en
streymir svo lygn niður um hollenska
flatlendið og rennur síðast spölinn í
vestur meðfram farvegi Rínar. Ósar
hennar era hluti af hinu mikla ósa-
svæði Rínar, hjá Rotterdam og
Antwerpen.
I þessari mjóu og skrítnu totu, í
hollenska Limburg-héraðinu, stendur
einmitt borgin Maastricht, með um
115.000 íbúa, á bökkum Maas-árinn-
ar. Annað sem sérstakt er þama er
að borgin stendur að miklu leyti á
vesturbakkanum, sem að öðru leyti
heyrir Belgum til. Landamærin liggja
þétt að vesturhverfum borgarinnar,
en áin skilur að öðru leyti í milli land-
anna.
Óneitanlega era landamærin
þarna mjög furðuleg, en eiga sér að
sjálfsögðu ákveðnar skýringar og era
miðuð við aðstæður þegar ákvarðan-
ir vora teknar um skiptingu land-
anna. Hollendingar háðu sitt frelsis-
stríð á 17. öldinni, þegar siðaskiptin
voru í algleymi, og losnuðu undan
ógnarstjóm Spánveija. Kaþólikkar
lentu sunnan megin landamæranna,
og stofnuðu endanlega Belgíu, trúa-
bragðasjónarmið að baki þess, hvern-
ig landamærin voru dregin.
Handan við þýsku landamærin og
þétt við þau eru borgin Aáchen, ka-
þólsk og falleg borg með um 200.000
íbúa. Þetta er hið foma setur Karla-
Magnúsar, þar sem hásæti hans
stendur enn til sýnis ferðamönnum,
og gröf hans í eini elstu kirkju Þýska-
lands. Hann var fyrstur til að sam-
eina Vestur-Evrópu í eitt ríki. Nú
eru menn loks að leika það eftir
honum 1200 áram seinna, hann gerði
það með brand í hendi, en nú gera
menn það með penna í hendi.
Brýmar á Maas hafa ætíð skipt
miklu máli fyrir örlög og sögu borg-
arinnar, verið undirrót viðskiptanna
þar á friðartímum og úm leið ástæða
hertöku hennar á ófriðartímum.
Minnst 20 sinnum hafa óvinaherir
setið um borgina, en nokkrum sinn-
um urðu þeir frá að hverfa.
Það munu hafa verið Rómveijar,
skömmu fyrir Kristsburð, undir
stjórn Sesars hins mikla, sem fyrstir
byggðu sér vönduð híbýli þama við
einasta vað á ánni á löngum kafla.
Þá bjuggu Keltar enn í laufskálum
og leirkofum, að hætti Ástríks og
Steinríks. Rómveijar kölluðu her-
stöðina „Mosea Trajectum" (vaðið
eða strengurinn yfír Mosu), svo áin
hefur þá þegar verið komin með það
nafn, sem hún ber enn í dag. Senni-
Hernaðarmannvirki standa enn víða við borgina frá síðmiðöldum, og svipar á margan hátt til virkjanna
og undirgangnanna í Lúxemborg.
MAA8TR1CHT
er merkíleg
ffyrir margra
hluta sakir,
jaffnl i fortíð
sem i nútíó,
jaffnt í friói sem
iófriöi