Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993
mnmn
HÖGNI HREKKVlSI
/, HAMN HEFUR. fiFTVR köMlí TI' t/óÞKA0 ?/ "
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Svar við orðsendingu
Laugavegssamtakanna
Frá Guðrúnu Ágústsdóttur, borg-
armálaráði Alþýðubandalagsins:
NÝLEGA birtist í þessu blaði orð-
sending frá Laugavegssamtökun-
um. Þar er varpað fram spurningum
sem við teljum rétt að svara á þess-
um_ vettvangi.
Á sínum tíma vöruðu borgarfull-
trúar Alþýðubandalagsins við því
að byggja verslunarmiðstöð,
„Kringluna“, í svokölluðum nýjum
miðbæ. Bentum við á að með því
væri veruleg hætta á því að verslun
Frá Sigurði Gunnarssyni:
Mig langar til að biðja Morgun-
blaðið fyrir smá ■ athugasemd. Mér
skilst, að sumum þegnum þjóðfé-
lagsins þyki lestur veðurfregna helst
til langur, eftir að farið var að lesa
lýsingu á veðri á einstökum veður-
stöðvum.
Það er alveg ljóst, að lestur á
veðurlýsingu er stórlega til bóta og
í öllu falli bráðnauðsynlegt að vita
um ástand veðurs á nærliggjandi
veðurstöðvum, áður en lagt er á
sjó. Sömuleiðis er afar gott að vita
hvemig veðurlag er í næstu byggð-
arlögum, þegar lagt er í ferðalag á
landi.
Ég trúi því ekki, að Ríkisútvarpið
fari að skerða lestur veðurfregna
vegna umkvartana frá aðilum, sem
lítið eiga undir veðri komið, miðað
við okkur smábátasjómennina, sem
og þar með mannlíf í miðbænum
okkar gamla myndi dragast saman.
Á það var ekki hlustað þá. í ljós
hefur komið að þessi skoðun okkar
var rétt: Allar aðgerðir til endurlífg-
unar miðbæjarins miða nú að því
að laða borgarbúa og aðra þangað,
og er það vel. Gamli miðbærinn,
Laugavegurinn og svæðið þar í
kring var helsta miðstöð verslunar
í borginni og það er sérstakt keppi-
kefli að það svæði taki aftur við
sínu fyrra hlutverki.
Hótel Borg er að sjálfsögðu mik-
eigum allt okkar undir góðum veð-
urfregnum. Nú á tímum hagræðing-
artals (stundum talað í óhófi og lít-
illi þekkingu) er heldur lítil hagræð-
ing í því að rassskella sjóinn í einn
eða fleiri klukkutíma og þurfa svo
að snúa við til hafnar. Við slík ferð-
lög er venjulega hægt að sleppa
þegar vitað er um veðurlag á ystu
nesjum, en bestu upplýsingarnar um
veðrið koma frá veðurlýsingunni.
Nú er að ljúka og sumstaðar lok-
ið vertíð þar sem veðrabrigði og
veðurvonska hafa gert mörgum erf-
itt um vik við sjósókn. Góð veður-
þjónusta hefur bjargað miklu svo
ekki sé meira sagt. Ég skora á út-
varpsstjóra, að láta ekki undir
nokkrum kringumstæðum skerða
lestur veðurfregna í hljópvarpinu.
Sigurður Gunnarsson,
trillukarl á Húsavík.
ilvægur staður í miðbæjarlífinu,
með langa hefð, bæði í veitinga-
rekstri og hótelrekstri, og hefði
verið mikil eftirsjá að því að það
hús hefði farið undir skrifstofur.
Þess vegna var það stutt heilshugar
af okkur að töluvert væri á sig
leggjandi til að tryggja þar áfram-
haldandi hótel- og veitingahúsa-
rekstur.
Bréfi borgarstjóra til 46 for-
stöðumanna borgarstofnana um að
viðskiptum sé beint til Hótels Borg-
ar var mótmælt, þar sem ekki var
hægt að skilja það öðruvísi en svo
að Hótel Borg ætti að hafa sérstöðu
umfram aðra aðila í sambærilegum
rekstri. Nú hefur borgarstjóri lagt
fram greinargerð þar sem fram
kemur að hann vill að Hótel Borg
sitji við sama borð og aðrir. Á það
getum við vel fallist, því okkar skoð-
un er sú að Reykjavíkurborg hafi
skyldum að gegna við alla þá aðila
jafnt sem greiða opinber gjöld í
borgarsjóð.
í orðsendingu ykkar er sett fram
sú spurning hvort þeir sem gagn-
rýndu borgarstjóra fyrir tilmæli sín
um að beina viðskiptum til Hótels
Borgar séu þeir sömu sem vildu
gera Hótel Borg að kontór. Við
teljum að með þessu bréfi höfum
við sýnt fram á að það gildi að
minnsta kosti ekki um okkur og
það er von okkar að þessi umræða
sem orðið hefur um málið muni á
engan hátt skaða starfsemi Hótels
Borgar, sem nú hefur verið gerð
upp á mjög myndarlegan hátt,
þannig að þar er ánægjulegt að
koma.
GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR,
borgarmálaráði
Alþýðubandalagsins.
Ekki má skerða
veðurþj ónustuna
Víkverji skrifar
Vestur-íslendingur er orð sem
sótt hefur á huga .Víkverja
dagsins undanfarið. Ástæðan er sú
að hann barði augum slitur úr grein
Birgis Brynjólfssonar, ræðismanns
Islands í Winnipeg, sem birt var í
Lögbergi-Heimskringlu í tilefni af
74. ársþingi Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi, sem stofnað
var árið 1919.
Höfundur vitnar til Vesturfarar-
skrár, sem nær yfir tímabilið 1874-
1913 og telur um 15.000 nöfn ís-
lendinga, sem á þessum árum flúðu
fátækt heimalandsins til Vestur-
heims. Þeir flutningar voru mikil
blóðtaka þjóð sem þá taldi innan
við 80.000 manns. Það var þó ekki
þessi fyrri flóðbylgja fólks, frá Fróni
til Vínlands ins góða, sem hugur
Víkveija staldraði við, heldur sú
síðari, sem ræðismaðurinn víkur að
með þessum orðum:
„Að auki þeirra, sem komu á
árunum 1874-1913, er annar hópur
sem gjarnan vill gleymast þeim,
sem eru afkomendur fyrri hópsins,
en það er fólk sem flutt hefur frá
íslandi eftir 1940. Álitið er að á
hveijum áratug síðan hafi um 2000
manns flutt frá íslandi „vestur um
haf“, en samkvæmt því má áætla
að sá hópur telji um 10-15.000
manns, sem er ótrúlega nálægt því
að vera sami ijöldi og skráður er í
Vesturfararskrá, en hún tekur yfir
árið 1874-1913 ogtelur um 15.000
nöfn. Nú á fólk úr síðari hópnum
hér afkomendur, börn, barnabörn
og barnabarnabörn, og er þessi
hópur nú orðinn mjög fjölmennur,
líklega tugir þúsunda."
XXX
Fimmtán þúsund íslenzkir vest-
urfarar settust að í Norður-
Ameríku (Bandaríkjunum og
Kanada) á fjörutíu ára tímabili fyr-
ir og um aldamótin. Fimmtán þús-
und til viðbótar á fimmtíu árum frá
því að seinni heimsstyijöldin stóð.
Hvað skyldu Vestur-íslendingar
vera margir í dag? Langleiðina í
jafn margir og þeir sem enn ala
manninn yzt í veraldarútsæ?
Birgir Brynjólfsson ræðismaður
hefur miklar fréttir að færa heima-
þjóðinni:
„Hugmyndir eru á lofti um að
halda 75. ársþing [íjóðræknisfé-
lags íslendinga í Vesturheimi] á
íslandi 1994. Áður en sú ákvörðun
er tekin er eðlilegt að félagið Fjalli
um og taki afstöðu til þeirra skoð-
ana, a.m.k. tveggja stjórnarmeð-
lima þess, sem birst hafa í Lög-
bergi-Heimskringlu, að Íslendingar
líti almennt niður á gömlu landnem-
ana, sem sakaðir eru um að hafa
yfirgefið landið á erfiðum tímum
og að jafnvel sé hatast við þá...“.
Víkveiji dagsins kannast ekki við
þessa neikvæðu afstöðu til „gömlu
landnemanna". Þvert á móti. Það
þurfti framtak og hugrekki til þess
að rífa sig upp úr fjötrum aðstæðna
á þeirri tíð og byggja upp framtíð
handan Atlantsála; framtak og hug-
rekki ámóta því og sýnt var þá Is-
land var numið á níundu öld.
Það væri fagnaðarefni íslending-
um ef 75. ársþing tjóðræknisfélags
íslendinga í Vesturheimi yrði haldið
hér á landi á komandi ári.
XXX
Víkveiji dagsins telur mikilvægt
að rækta tengslin við Vestur-
íslendinga. Það er skylda okkar við
sameiginlegan uppruna.
Og ekki væri það andstætt ís-
lenzkum hagsmunum í bráð eða
lengd að virkja kannski á milli eitt
og tvö hundruð þúsund „sendi-
herra" af íslenzkum ættum í Vest-
urheimi.
Sama máli gegnir um íslendinga
í Evrópu, en talið er að tugþúsund-
ir landa dvelji þar, búsettir eða við
tímabundin störf og nám.
Á þeim upplýsingatímum, sem í
hönd fara, þar sem kynning (mark-
aðssetning) á landi, menningu og
framleiðslu hefur hvað mest áhrif
á hagvöxt og velferð, varðar miklu
að rækta tengslin við umheiminn.