Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 30! MAÍ 1993 B 25 Hljómsveitin Pláhnetan á útgáfutónleikum. Morgunblaðið/Sverrir TONLIST Verður ekki ástfanginn auðveldlega Einn vinsælasti söngvari MTV- tónlistarstöðvarinnar, Snow, er mjög snjall í að blanda saman raggí og hipp hopp-tónlist, enda hefur hann náð langt á vinsældalist- um bæði hérlendis og erlendis með lagið sitt „Informer". Hann veit hins vegar ákaflega lítið um hvern- ig best er að segja upp kærustunni sinni án þess að vera andstyggileg- ur. Hann hefur sjálfsagt ekki mikla reynslu í að segja stúkum upp, því hann segir að mikið þurfi til að hann verði ástfanginn. Þegar blaðamaður tímaritsins US spurði hvað væri að frétta af kærustunni, sagðist hann einmitt vera að hætta með henni. „Ég ætla að láta verða af því rétt strax,“ bætti hann við. Og þegar furðu lost- inn blaðamaðurinn spurði hvort hann ætlaði að hringja í hana til þess, svaraði hann flissandi: „Já.“ Snow er listamannsnafn, því áður en hann varð frægur hét hann Darron O’Brien og tónlistin sem hann spilaði var aðallega samband af rappi og raggí. í fyrra sat hann í fangelsi vegna ofbeldis og lík- amsárásar, en mun nú hafa snúið blaðinu við og segist einbeita sér að tónlistinni. Á næst- unni er væntanlegt myndband frá honum og heitir það „Girl, I’ve Been Hurt“ eða Stúlkan mín, ég hef verið særð- ur. Snow náði langt á vin- sældalistum með lagið sitt „Infor- mer“. TÓNLIST Útgáfutónleikar Pláhnet- unnar í Tunglinu 'triJÓMSVEITIN Pláhnet- an hélt útgáfutónleika í Tunglinu síðastliðið fímmtu- dagskvöld, en plata þeirra, Speis, sem inniheldur 12 frums- amin lög, er væntanleg á markað strax eftir helgi. Tónleikar hljómsveitar- innar voru jafnframt þeir fyrstu í Reykjavík, en aðrir landsmenn mega eiga von á að heyra í Pláhnetunni í sumar, þar sem hljóm- sveitin verður á far- aldsfæti um landið. Hljómsveitina skipa Stefán Hilmarsson söngv- ari, sem áður var í Sálinni hans Jóns míns, Sigurður Gröndal gítarleikari og Ing- ólfur Guðjónsson hljóm- Áheyrendur fylgdust spenntir með hvernig til tækist. borðsleikari, sem báðir voru í og Ingólfur Sigurðsson saxó- Loðinni rottu, Friðrik Sturluson fónleikari sem var í Síðan skein bassaleikari sem var í Sálinni sól. STJÖRNUR Úr ríkidæmi ífátækt Leikkonunni Kim Basinger var nýlega gert að greiða kvik- myndafyrirtæki 7,4 milljónir dollara (tæpar 50 millj. ísl. króna) í skaða- bætur eftir að hún ákvað að hætta við leik í kvikmyndinni „Boxing Helena“ sem fyrirtækið hyggst framleiða. í kjölfarið lét hún skrá sig gjaldþrota, því annars hefði hún þurft að setja fram 11 milljón doll- ara tryggingu. Basinger stóð í málaferlum við kvikmyndafyrirtækið Main Line Pictures og tapaði málinu eins og fyrr greinir. Uppæðin sem Basinger þarf að greiða er þó heldur lægri en framleiðendurnir fóru fram á. Kim Basinger hætti við leik- inn vegna þess að henni lík- aði ekki söguþráðurinn. Leikkonan — sem hélt því reynd- ar fram að hún hefði aldrei undirrit- að neinn samning — segist hafa hætt við kvikmyndaleikinn vegna opinskárrar nektarsenu og grimmi- legs söguþráðar. Kvikmyndin fjallar um ástjúkan skurðlækni sem bjarg- ar fallegri stúlku úr árekstri. Hann tekur af henni lemstraða fótleggina og síðar heilbrigða handleggi henn- ar. Síðan geymir hann stúlkuna innilokaða í klefa og bíður þess að hún verði ástfangin af honum. Talsmenn fyrirtækisins tilkynntu í síðustu viku, að þeir hefðu undir- ritað samninga við dreifingarfyrir- tæki og kvikmyndin kæmi fyrir sjónir almennings í byijun septem- ber með annarri leikkonu í aðalhlut- verki. i Sumaráætlun SAS til Kaupmannahafnar 1. júní - 31. október 1993 Þægilegt tengiflug er til eftirtalinna borga i Skandinavíu Noregur Svíþjóö Osló Stokkhólmur Bergen Gautaborg Kristiansand Jönköping Stavanger Kalmar Malmö Finnland Norrköping Helsinki Váxjö Vásterás Örebro Flogiö er alla þriöjudaga, föstudaga og sunnudaga frá íslandi tll Kaupmannahafnar. í Kaupmannahöfn gefst farþegum kostur á tengiflugi samdægurs til borga um öll Noröurlöndin en elnnlg er tilvaliö aö dvelja í Kaupmannahöfn áöur en lengra er haldlö. Haföu samband viö söluskrifstofu SAS eöa ferðaskrifstofuna þína. Brottfarartími frá íslandi er kl. 16.20. Brottfarartíml frá Kaupmannahöfn er kl. 14.30. M/SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sfml 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.