Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 31
-----MÖlíGlÍkBLAÝMft-SlÍNKL'ÐAGtÍR 80.: MÁÍ-1993- -i-M ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 11200 Stóra sviðið kl. 20: • K J AÍTAGAN GUR eftir Neil Simon 9. sýn. mán. 31. maí örfá sæti laus - fim. 3. júní örfá sæti laus- fös. 4. júní uppselt - lau. 12. júní uppselt - sun. 13. júní örfá sæti iaus. Síðustu sýningar þessa leikárs. • MY FAIR LADY Söngleikur eftir Lerner og Loewe Ath. Aöeins þessar 2 sýningar eftir: Lau. 5. júní næstsíðasta sýning - fös. 11. júní síðasta sýning. Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóöleikhúsið - góða skemmtun! • DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner Sun. 6. júní kl. 14 nokkur sæti laus - sun. 6. júní kl. 17. Ath. Síöustu sýningar þessa leikárs. Ósóttar pantanir seldar daglega. Aðgöngumiöar greiðist viku fyrir sýningu, eila seldir öðrum. Miðasala Þjóðieikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýn- ingardaga. Miöapantanir frá ki. 10 virka daga í síma 11200. Lokaö er á Hvítasunnudag. Annan dag Hvíta- sunnu er opið frá kl. 13-20. Greiðslukortaþjónusta. ■ BJÖRGUNARSVEITIN Tindar í Hnífsdal verða með sína árlegu kaffísölu í Félags- heimilinu í Hnifsdal á sjó- mannadaginn. Húsið verður opnað kl. 15 og verða björgun- arsveitarmenn með kaffí og meðlæti eins og undafarin ár. LEIKFEL. AKUREYRAR s. 96-24073 # LEÐURBLAKAN óperetta eftir Johann Strauss KI. 20.30: lau. 5/6. - SÍÐUSTU SÝNINGAR. Miöasala opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga frá kl. 14 og fram að sýningu. Minmng skipstjórans heiðrnð Morgunblaðið/Silli Hakon Branders leggnr blóm á leiði finnska skipstjórans Aukusti Wirkki sem lést árið 1940. Með honum á myndinni er ræðismaður Finna á Norðurlandi, Þórarinn B. Jónsson. Húsavík. FINNSKI ambassadorinn Hakon Branders kom ný- lega til Húsavíkur með leg- stein á leiði finnsks skip- sljóra, Aukusti Wirkki, sem varð bráðkvaddur á 65. af- mælisdegi sínum hinn 17. september 1940 í skipi sínu Figge við bryggju á Húsa- vík og var þar jarðsettur. Branders ambassador kom hér sl. haust til að kanna leg- stein þessa landa síns og sá þá að hann var lítt einkennd- ur. Aftur að vori kemur am- bassadorinn með látlausan en fagran legstein unninn úr finnsku graníti til að heiðra minningu og varðveita leg- stað þessa landa síns, sem lést í síðari heimsstyijöldinni í þjónustu lands síns. Hann sagði þetta myndi verða eitt af síðustu verkum sínum því hann hætti störfum hér á landi í næsta mánuði. Að- spurður sagðist hann ekki enn geta haft samband við fjöl- skyldu hins látna en hann myndi reyna að gera það þá hann kæmi aftur heim til Finnlands og segja henni hver hefðu orðið örlög hans. Hann taldi eins víst að fjölskyldan hefði ekki vitað svo náið um það, þó reynt hefði verið að gera aðstandendum grein fyr- ir örlögum þeirra sem létust í stríðinu. Með ambassadornum var kona hans og ræðismaður Finna á Norðurlandi, Þórarinn B. Jónsson. SÍMI: 19000 Ath. Engar sýningar í dag. Sýningar 2. í hvitasunnu. GOÐSÖGNIN Spennandi hrollvekja af bestu gerð Mynd sem fór beint á toppinn í Englandi Árið 1890 var ungur maður drepinn á hrottalegan hátt. Árið 1992 snýr hann aftur... Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. ÓLÍKIR HEIMAR Aðalhlutverk: Melanie Griffith. Leikstjóri: Sidney Lumet. „Besta ástarsaga sfðustu ára“ **** GE-DV Sýnd ki. 5 og 9. íslenskt tal Sýnd kl. 5. LOFTSKEYTA- MAÐURINN Meiriháttar gamanmynd sem kosin var vinsælasta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni '93 í Reykjavík. ***GE-DV ★ **Mbl. Sýnd kl. 7, 9 og 11. ENGLASETRIÐ *** Mbl. Sýnd kl. 7 og 11. FERÐIN TIL VEGAS *** MBL. Frábær gaman- mynd með Nicolas Cage og James Caan. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. SIÐLEYSI ★ ★ ★ V* MBL. **★ Pressan *** Tíminn Aðalhlutv.: Jeremy Irons og Jullette Binoche. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára. Morgunblaðið/Sverrir Kjell Mörk Karlsen tónskáld og organistinn Hans Fag- ius í Hallgrímskirkju. Hans Fagius heldur orgeltónleika í Hallgrímskirlgu í dag Einn með hinu stórfenglega „ÉG FINN að stórfenglegri tónlist er engin til fyrir orgel þegar ég leik verk eftir Bach. Tónar barrokks og síðan rómantíkur snerta mig dýpst, þeir hafa merkingu og þokka. Maður verður veikburða hjá slíkum tónsmíðum, mér finnst stundum dapurleg sú vissa að ég muni aldrei leika á orgel minn eigin spuna, einungis gára yfirborð þess.“ Hans Fagius er einn af virtustu organistum Evrópu og hingað kominn til að leika á orgel Hallgrímskirkju á kirkju- listahátíð. Hann krefst fullkomnunar, að minnsta kosti af sjálfum sér. Fagius er 42 ára gamall Svíi. Hann kennir orgelleik við Konunglegu tónlistar- akademíuna í Kaupmanna- höfn og hefur haldið fjölda tónleika í mörgum löndum. Þekktastur er hann af túlk- un tónlistarinnar fyrr- nefndu og hefur leikið öll orgelverk Bachs inn á sautján geisladiska. Þegar hann talar um tónskáldin sem hann sækir mest til koma líka nöfn úr barrokki eins og Buxtehude og úr rómantík eins og Mend- elsohn, Liszt, Wedor og Karg-Elert. Hann segir að allt sé þetta krefjandi tónlist fyrir flytjandann, þó sé ákveðinn munur á. Við flutning róm- antískra verka komi ekki að mikilli sök þótt einhver mistök verði, en augljóst sé ef nóta falli niður í Bach- verki. Svo vindur Fagius sér yfir í samtímann og segir vinsælt að semja mjög erfiða tónlist tækni- lega. Partita per Organo eftir Anders Nilsson sé einmitt virtúósaverk. Fyrir það hlaut höfundurinn önnur verðlaun í samkeppni sem efnt var til vegna nýja org- elsins í Hallgrímskirkju. Fagius flytur Partitu auk verksins sem fékk fyrstu verðlaun á tónleikum sín- um í kirkjunni klukkan 17 í dag. En fyrst og síðast leikur hann þar tónlist sem hann valdi eftir Johan Se- bastian Bach með það í huga að sýna ýmsar hliðar þess fræga manns. Hann segir að verk Nils- sons taki aðeins sex mínút- ur í flutningi en margar klukkustundir hafi þurft til að læra það. „Þetta er tón- smíð gerð af fjórum stutt- um þáttum, býsna haglega, eins og hin sem ég spila og hafnaði í fyrsta sæti keppninnar. Það er Tví- söngur eftir Kjell Mörk Karlsen, einfalt og afar sterkt verk.“ Einmanaleiki sækir ein- staka sinnum á Fagius þegar hann situr við orgel- ið. „Stundum langar mig að spila mitt í hópi fólks. Fyrir kemur á konsert að maður er aleinn við hljóð- færið með ókunnugt fólk á áheyrendabekkjum og hef- ur engin tehgsl við það lið. En oftar veita gestir flytj- andanum félagsskap í tón- listinni. Til þess þarf hún að vera skiljanleg, sá sem hlustar vill vita hvað er að gerast. Þegar tónlist hefur merkingu í huga manna fá þeir notið hennar.“ Kjell Mörk Karlsen hlýtur tónsmíðaverölaun á kirkjulistahátíð í FORNUM KRAFTI „TVISÖNGUR er um sterkar manneskjur. Af hörðu bergi brotnar og vissar í sinni sök. Hann spratt af frum- krafti, úr norrænni jörð.“ Kjell Mörk Karlsen lýsir þann- ig verðlaunaverki sínu í alþjóðlegri samkeppni um orgel- verk sem efnt var til vegna smíði mikils hljóðfæris fyr- ir Hallgrímskirkju. Karlsen tók við verð- smíði keppninnar á setn- launum fyrir bestu tón- ingu kirkjulistahátíðar í gær. Hann er hógvær og stillilegur, maður tónlistar etiýikki orða. Þó segir hann ómetanlegt að komast út úr eigin stofu, lokuðum heimi kompónistans, heyra tónlist annarra og hitta fólk. „Hátíð eins og þessi hér er mér mikil upplyft- ing,“ segir hann og tekur heldur en ekki líklega í spurningu um hvort hann haldi heim með nýja strauma í huganum. „Ég velti gamalli tónlist töluvert fyrir mér, fornum norrænum lögum sem lifa mörg enn í hefðum þessara landa okkar. Tvísöngur er eldgamalt íslenskt form tveggja radda í samstígum fimmundum. Ég nota það í þessu stutta verki, sem er eiginlega víkingasöngur, og vef nótum til að nýta ólíka eiginleika orgelsins í Hallgrímskirkju." Karlsen er fæddur 1947. Hann var áður organisti í Stavanger, en tók alfarið til við tónsmíðar fyrir tíu árum. Hann hefur samið fimm sinfóníur, þrjár órat- óríur, kantötur, konserta og kammermúsík auk tón- listar fyrir kóra og orgel. „Þótt hið gamla og nor- ræna sé mér hugleikið sem ég líka tónlist sem sprettur úr okkar tímum. Mér finnst gott að breyta þannig til, rétt eins og að taka öðru hvoru saman föggur mínar og fara út á meðal manna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.