Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 4
24 flB
8PIH DOCTORS er sprottin úr mcnningardeiglu
l\EW YORK og dre@t«K' dám af |»ví ■ tónlist sinni
Spin Doctors, Christopher Barron, Arron Comess, Eric Schenkman og Mark White.
Doctors spratt upp úr vin-
skap þeirra Erics Shenkmans
gítarieikara og söngvara,
sem ólst upp í Vestur-Texas,
og Christophers Barrons
söngvara, sem ólst upp í
Ástralíu. Þeir kynntust í New
York, þar sem Eric var í
sveitinni Blues Traveller.
Góð vinátta tókst með þeim
og lögin komu í bunkum. Það
varð því fljótt tímabært að
smala saman í hljómsveit og
trymbillinn Arron Comess
sióst næstur í hópinn. Fjórða
hjól undir vagninn var svo
bassaleikarinn Mark White,
sem lék áður með fönksveit-
inni Spade. í spjalli segir
Mark White að vísast megi
skýra ferskleika tónlistar
Spin Doctors með ólíkum
bakgrunni sveitariiða; „það
besta við sveitina er hve við
komum úr ólíkum áttum og
hve við náum vel saman þrátt
fyrir það. Það segir enginn
öðrum fyrir verkum, við er-
um bara að leika það sem
eftir Árno Matthíasson
VINSÆLASTA erlenda hljómsveit lands-
ins um þessar mundir er án efa Spin Doct-
ors. Tvö lög af breiðskífu sveitarinnar,
Pocket Full of Kryptonite, Two Princes
og Little Miss Can’t be Wrong, hafa hljóm-
að í sífellu í útvarpsstöðvum og platan
selst eins og heitar lummur. Spin Doetors
er bandarísk sveit, þó tónlistin sé ekki
þeirrar gerðar sem menn helst eiga von á
okkur finnst skemmtilegt.
Menn hafa gert mikið í því
að reyna að benda á áhrifar
valda héðan og þaðan, en við
hendum bara gaman að slík-
um vangaveltum, því þær
eru alltaf út í hött.“ Sumir
hafa viljað meina að Spin
Doctors sé dæmigerð New
York-sveit, en Mark segir að
það fái ekki staðist nema að
því leyti að New York-sé
menningardeigla, „við kom-
um hver úr sinni áttinni og
líklega hefði enginn talið
samstarf vænlegt á pappím-
um“.
Eins og áður sagði em það
þeir Eric Schenkman og
Christopher Barron sem
stýra sveitinni, en Mark seg-
ir að lagasmíðar séu að miklu
leyti samvinna; hver leggi
sitttii. Þegar Spin Doctors
svo loks kom sér í hljóðver
síðla árs 1990 var lagasafnið
orðið gríðarstórt. „Við höfð-
um fímmtíu laga safn til að
velja úr og þurftum því eng-
an aðdraganda til að taka
upp. Það tók líka skamman
tíma og var skemmtilegt,
sem skilar sér á plötunni; það
heyrir hver sem vill að við
vorum að skemmta okkur.“
íllvarpið geröi
gæfumuninn
Frumsmíð Spin Doctors,
áðumefnd Pocket Full of
Kryptonite, kom svo út í árs-
byijun 1991, en eins og áður
segir var platan lengi að
vinna sig inn á vinsældalista.
Að nokkru ræðst það af því
að útgáfa sveitarinnar eyddi
öllum kröftum í að kynna
aðra sveit sem þá seldist í
bílförmum, en Spin Doctors
seigluðust áfram.
Mark White segist skrifa
velgengni sveitarinnar svona
löngu eftir að platan kom
út á útvarpsspilun. „Það
skipti gríðarmiklu máli fyrir
okkur að útvarpsmenn upp-
götvuðu plötuna og fóm að
spila hana grimmt í útvarpi
þaðan um þessar mundir; ekki iðnaðar-
rokk, siðfágað popp eða groddarokk að
hætti Seattlebúa, heldur fjölbreytileg sam-
steypa úr ótal áttum sem fléttar saman
helstu strauma popp- og rokktónlistar síð-
ustu ára með slatta af kímni og tvíræðni.
Vinsældirnar ættu því ekki að koma á
óvart, nema kannski fyrir þá sök að þegar
platan loks sló I gegn var hún tvævetlingur.
um öll Bandaríkin. Það sann-
ar að það er betra að kom-
ast áfram með liðsinni út-
varpsins en með stífri spila-
mennsku. Vissulega hefðum
við getað þrælað plötunni inn
á vinsældalista með því að
spila eins og bijálaðir menn
um allar jarðir, en það hefði
tekið lengri tíma og þá hefð-
um við ekki getað slappað
af heima,“ segir Mark og
hlær. „Það má segja að út-
varpið hafi farið tónleika-
ferðirnar fyrir okkur.“
Nú þegar Pocket Full of
Kryptonite er að seljast í
milljónaupplagi eru lögin
þriggja ára eða þar um bil.
Það hefur reynst margri
rokksveit erfitt að vera að
leika sömu lögin svo lengi,
mörgum finnst löngu kominn
tími til að kasta gömlu lög-
unum og fara að fást við
eitthvað nýtt um leið og plata
kemur út, en Mark gerir lítið
úr slíku. „Mér finnst enn
gaman að spila gömlu lögin
og ég verð ekki var við ann-
að en félögum mínum finnist
það líka. Við eru með á fjórða
tug laga á dagskránni og við
höfum því nóg af nýju dóti
til að leika með vinsælu lög-
unum. Fyrir mér eru þessi
lög alls ekki gömul þó við
höfum verið að leika þau í
þijú til ijögur ár; fyrir áheyr-
endum okkar eru lögin ný
og það gefur okkur innblást-
ur til að sjá þau upp á nýtt.“
Mark segir að það sé reyndar
einn ókosturinn við vinsæld-
irnar að það gefist sífellt
minni tími til að leika á tón-
leikum, „því það er það
skemmtilegasta sem ég
geri“.
Lög á lager
Að öllu jöfnu hefði verið
eðlilegt fyrir Spin Doctors
að senda frá sér nýja plötu
um þetta leyti, en velgengnin
hefur sett strik í þann reikn-
ing. Mark segir og þá félaga
taka því rólega í lagasmíð-
um, því eins og áður sagði
sé nóg af lögum á lager.
Þeir hafa þó samið nokkur
til viðbótar, sem verða vísast
á næstu plötu sveitarinnar,
sem fyrirhugað er að gefa
út í haust, en hann segir þau
ekki frábrugðin því sem þeg-
ar er til. „Okkur dreymir
núna um það að geta tekið
okkur gott frí til að undirbúa
upptökur á nýrri plötu, og
þá verður væntanlega eitt-
hvað til af lögum."
Mark segist langa til að
leika á íslandi gefist einhver
kostur á því, sérstaklega eft-
ir að hafa heyrt undan og
ofan af landsháttum. Hann
segir þó að þeir félagar séu
ekkert yfir sig spenntir að
fara í Evrópuferð í bili, en
vert væri að gera undantekn-
ingu fyrir Island. „Ef við
erum vinsælir á íslandi, þá
er um að gera að spila þar,“
segir hann að lokum.