Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR 30. MAI 1993 MBandarípki leikstjórinn Oli- ver Stone hefur lokið nýju Vletnammyndinni sinni, sem fjallar um víetnamska konu er flytur til Bandaríkjanna, og verður hún frumsýnd seinna á árinu. Næsta mynd hans eftir það heitir „Natural Born Killers" með Woody Harrelson, Robert Down- ey, Juliette Lewis og Rodn- ey Dangerfield, sem ekki leikur neitt gamanhlutverk eins og hann er vanur heldur illmenni haldið kvalalosta. WkEnn ein framhaldsmyndin, „Stakeout H“ kemur á markaðinn í sumar. í henni endurtaka Richard Dreyf- uss og Emilio Estevez rullur slnar sem lögreglumenn á gægjum en nýr aðstoðarmað- ur þeirra er leikinn af Rosie O'Donnell. ■ Kathleen Turner og Dennis Quaid leika nk. Mata Hari og James Bond í nýj- ustu mynd sinni, „Underco- ver BIues“. Þau eru njósnar- ar sem lítið hafa haft að gera á níunda áratugnum en eru fengin til að stytta bameign- arfríið sitt og njósna svolítið meira fyrir ríkisstjórnina. MRegnboginn sýnir þessa dagana hrollvekjuna Goð- sögnin eða „Candyman", sem Sigurjón Sighvatsson í Los Angeles framleiðir. Nýj- asta myndin frá honum er Kalífornía með Brad Pitt og Juliette Lewis í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Dom- inic Sena en Pitt og Lewis leika flækinga sem drepa ekki aðeins tímann á sínu róli. FLOTTA- MAÐUR SNÝR AFTUR Einhver vinsælasti þátturinn í gamla Kanasjónvarpinu var Flóttamaðurinn eða * „The Fugi- tive“ með David heitnum Janss- en. Þeir sögðu frá manni, dr. Richard Kimble, sem lagði á flótta þegar hann var ranglega sakaður um \ L að hafa myrt konuna sína og reyndi að hafa upp á morðingjanum, hinum dularfulla „ein- henta“ manni. Nú hefur verið gerð bíómynd eftir þessum þáttum og er Harrison Ford í gamla Janssen-hlut- verkinu sem dr. Kimble. Myndin verður frumsýnd “v vestra í sumar en kemur í Sam- bíóin í haust. Leikstjóri hennar er Andrew Davis sem síðast hélt uppi fjörinu í Steven Seagal- myndinni „Under Siege". Eins og þeir sem sáu myndina muna var Tommy Lee Jones í hlut- verki illmennisins og það er hann einnig í Flóttamanninum. Hann var það líka í JFK og er því að verða, ásamt John Lithgow, eitthvert eftirsótt- asta illmenni kvikmyndanna. „Sjónvarpsþættimir voru um mann á flótta,“ segir leik- stjórinn. „í bíómyndinni er fyllt út í söguna og hún verður um mann sem fellur í ónáð. Þú kynnist honum betur og kon- unni hans og þú tekur að sjá hvað það er sem olli harmleiknum í lífi flóttamannsins." Á flótta; Harrison Ford leikur dr. Kimble. IBIO Gömlu sjónvarps- þættirnir í Kanan- um hafa margir hveijir fengið nýtt líf á hvíta tjaldinu og sú þróun held- ur áfram á næstunni enda framleiðendur í Holly- wood frægir fyrir að end- urvinna áður birt efni. Flóttamaðurinn með Harrison Ford I David Janssen-hlutverkinu er ein af sumarmyndunum vestra, tökur standa nú yfir á myndinni „The Be- verly Hillbillies" með Dabney Coleman, Lily Tomlin og Cloris Leac- hman í aðalhlutverkum, Mel Gibson mun leika aðalhlutverkið í bíómynd sem gerð verður eftir „Maverick“-þáttunum, „Gilligan’s Island" er á leiðinni á hvíta tjaldið og Uppáhalds marsbúinn eða „My Favorite Mart- ian“. Ætli verði þá ekki stutt I „Combat“ og „Voyage to the Bottom of the Sea“. Þess má geta að þessi stefna hefur að líkindum byijað með Hinum vammlausu sem gerð var eftir samnefndum saka- málaþáttum, en bíómynd- in sú naut geysilegra vin- sælda. Svo er það auðvit- að spurning hvort al- mennir bíógestir undir þrítugu hafi nokkra hug- mynd um hvað Maverick eða Uppáhalds marsbú- inn er eða fyrir hvað Kan- inn stendur yfirleitt. ÞRIÐJA MYND BROOKS 12.000 SÉÐ HETJUNA Alls hafa nú um 12.000 manns séð bandarísku gamanmyndina Hetjuna í Stjörnubíói að sögn Karl 0. Schiöths, forstjóra bíósins. Þá sagði hann að um 4.500 hefðu séð spennu- myndina Öll sund lokuð og fyrstu tvo sýningardagana um síðustu helgi sáu 2.000 manns gamanmyndina Dag- inn langa með Bill Murray. Næstu myndir Stjörnubíós eru gamanmyndin „Hexed“ með Ayre Gross en 2. júlí frumsýnir bíóið nýjustu mynd Sylvesters Stallones, „Cliffhanger". Þar á eftir kemur Síðasta hasarmynda- hetjan 30. júlí en I september koma myndirnar „Sleepless in Seattle" með Tom Hanks og „In the Line of Fire“, nýjasta myndin með Clint Eastwood. KVIKMYNDIR^™™ Hvab var á Canneshátíbinni? Idaufam lagi í fréttaskeytum var kvartað undan því að 46. kvik- myndahátíðin í Cannes í Frakklandi hefði verið með daufara móti. Það hafi vantað betri myndir og meira nýmeti. Dómnefndin kom sér ekki saman um einn sigurvegara heldur skiptu Nýja-Sjáland og Kína með sér Gullpálmanum fyrir myndirnar Píanóið og Ástkon- an kvödd. Óþekktur breskur leikari, David Thewlis, var kjörinn besti leikarinn, Holly Hunter, bandarísk leikkona hvers ferill hefur dalað nokkuð, hreppti leik- konuverðlaunin og Gullpálmann hlutu Kínveijinn Chen Kaige og Jane Campion frá Nýja-Sjálandi, sem ekki gat verið viðstödd svo landi hennar, Sam Neill, tók við verðlaununum. Mrslitin* voru reyndar talsvert söguleg. Hvorugt svæðið, Kína eða Eyjaálfa, hafa komist á blað áður á Cannes en gagnrýn- endum á hátíðinni líkaði mjög vel við myndirnar það- an og dómnefndin var sam- mála; þær skutu kvikmynda- stórveldum eins og Evrópu og Bandaríkjunum laglega ref fyrir rass. Að auki er Campion fyrsta konan sem hlýtur pálmann. Píanóið er ástarsaga úr auðnum Nýja- Sjálands á nítjándu öld en í henni leikur Hunter heyrn- arlausa skoska konu sem komin er til landsins að gift- ast Sam Neill. Ástkonan kvödd segir frá leikurum við Pekingóperuna og hve'mig þeir upplifa umbreytingar tuttugustu aldarinnar í land- Breski leikstjórinn Mike Leigh, sem á tvær góðar smámyndir að baki, vakti talsverða athygli með nýj- ustu mynd sinni, Nakin, sem Thewlis lék í, og hreppti hann leikstjóraverðlaunin. Umdeildasta verðlaunaaf- hendingin var til þýska leik- stjórans Wim Wenders. Hann hlaut dómnefndar- verðlaunin fyrir myndina Fjarlægðin svo nærri en það er nk. framhald englamynd- Sigurvegarar á Canneshátíðinni; leikararnir Holly Hunter og Sam Neill og kín- verski leikstjórinn Chen Kaige. arinnar Himinninn yfir Berl- ín og kannski þekktust fyrir að í henni fer Mikael Gorb- atsjov með lítið hlutverk. Gagnrýnendur höfðu sakað hana um að vera of góða með sig ef svo má að orði komast en dómnefndarfor- setinn, Louis Malle, hrósaði henni fyrir tæknihliðina. Margir gagnrýnendur og kaupendur mynda yfirgáfu Cannes áður en hátíðinni lauk því þeir fundu lítið við sitt hæfi. Færri myndir komu á óvárt eða vöktu al- menna hrifningu en oft áð- ur, meira var um myndir sem ollu vonbrigðum. Bandarísk- ir framleiðendur, sem oft hafa komið fram með góðar myndir á hátíðinni, ollu sér- stökum vonbrigðum í ár enda voru tvær nýjar mynd- ir fremstu leikstjóra Banda- ríkjanna, Martin Scorsese og Robert Altmans, geymd- ar þar til kemur að Feneyjar- hátíðinni í september. Ábel Ferrera sýndi endurgerð sína á hrollvekjunni frægu „The Invasion of the Body Snatchers" en hún var púuð niður. Cannes-hátíðin er heil- mikil kaupstefna þar sem myndir ganga kaupum og sölum og jafnvel fyrirtæki líka. Stóra fréttin úr kaup- sýslunni var að Disney-fyr- irtækið keypti óháða fram- leiðslufyrirtækið Miramax fyrir 50 milljónir dollara. Miramax' hafði áður m.a. framleitt írsku myndina „The Crying Game“ og stóð að baki bæði Píanósins og kvínversku myndarinnar Ástkonan kvödd. íslensku myndirnar Só- dóma Reykjavík og stutt- myndin Ævintýri á okkar tímum unnu ekki til verð- launa. Fjöll að ganga fýsir þá; Stallone og Janine Tumer í „Cliffhanger" sem frumsýnd verður 2. júlí. James L. Brooks hefur í seinni tíð verið þekktast- ur fyrir að vera einn af höf- undum Simpson-fjölskyld- unnar en hann á tvær bíó- myndir að baki, sem halda nafni hans á lofti, „Terms of Endearment" og „Broadc- ast News“. Hann hefur nú gert sína þriðju bíómynd, söngva- og gamanmyndina „I’ll Do Anything” og er nún með Nick Nolte í aðalhlutverki. Tónlistina gerir Prince én aðrir sem skrifaðir eru fyrir henni eru Sinead O’Connor og Carole King. Nolte er hæfileikaríkur leikari frá New York sem fær ekkert að gera í Hollywood þar til hann kynnist konu er fæst við bíómyndir og kemur honum í samband við yfir- mann sinn, kvikmyndafram- leiðanda nokkurn sem Albert Brooks, bróðir James, leikur. Með önnur hlutverk fara Julie Kavner, Joely Richard- son og Tracey Ullman. mmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.