Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 33
;M0RPVWIW, 3Q, MAÍ 49,93 ,*P <33 Furðuleg aðför að ís- lensku bændasamfélagi Frá Grími Gíslasyni: Lokið er sýningu fjórða og síð- asta sjónvarpsþáttarins „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins". Trúlega verður fleirum en mér á að spyrja í hvaða tilgangi þessir þættir hafa orðið til og sýndir í íslenska sjón- varpinu? Fátt verður um svör, því varla verður því trúað að þeir sem ráða efnisvali sjónvarpsins séu haldnir svo takmarkalausu hatri á íslenskum landbúnaði og íslenskri bændastétt að þættirnir séu beinlín- is framleiddir til ófrægingar henni. Manni verður á að hugsa hvort aðrar stéttir þjóðfélagsins eigi von á svipaðri aðför, því sjálfsagt væri auðvelt að ráða þennan Baldur Hermannsson, eða einhvern annan leigupenna, til þess að taka slíka iðju að sér, ef vel væri borgað. Ef að íslenska sjónvarpið telur það vinning fyrir þjóðfélagið að gera heimildamynd um það lág- kúrulegasta, sem gerst hefur með þjóðinni í gegnum aldirnar, þá má að sjálfsögðu búast við framhaldi með svipuðu sniði, eða að enn verði aukið við ófrægingarherferðina gegn bændastéttinni. Vonandi er svo ekki, heldur er hér um slys að ræða, sem ekki verður endurtekið. Það er nú svo að á hveijum tíma er frekar sagt frá því sem miður fer í samtímanum, heldur en betur, og því geyma annálar þjóðarinnar frásagnir á borð við þær sem Bald- ur þessi hefur tínt saman, að því er virðist, af mikilli alúð. Væri far- ið í gegnum nútíma heimildir yrði sjálfsagt af nógu að taka af því sem miður hefur farið, en bændasamfé- lagins yrði þar lítið getið, svik, þjófnaðir, rán, nauðganir og mann- dráp og fleira af því tagi kæmi að litlu leyti í þess hlut. í umræddu tilfelli geldur bænda- stéttin þess að hún var í raun þjóð- félagið gegnum aldirnar. Saga þétt- býlisstaðanna er svo stutt, miðað við heildar búsetu þjóðarinnar í landinu. Að íslenskir bændur hafí sérstaklega staðið á móti myndun þéttbýlisstaða við sjóinn er fjar- stæða. Smæð þjóðarinnar leyfði ein- faldlega ekki að svo hefði getað orðið. Örfáir tugir þúsunda fólks í. okkar stóra landi var ekki nægur efniviður í bæja- eða borgasamfé- lag. Að halda slíku fram er ámóta firra og að íslenska sauðkindin hafi sérstaklega sóst eftir að bíta gróður landsins þar sem hann var veikast- ur, eins og vikið var að í síðasta þættinum með myndasýningu af kindum á örfoka landi og í máli látið liggja að því að svo heiftug væri sauðkindin að hún myndi, að gróðrinum búnum, leggjast á grjót- ið! Slíkar og þvílíkar frásagnir dæma sig sjálfar, en lýsa hvoru- tveggja fáfræði og illkvittni höfund- arins. Nokkur hætta er á því að sá hluti fólks sem haldinn kann að vera ofstæki út í íslenskan landbún- að og bændastétt, sem þáttahöf- undurinn, finnist að það hafi fengið góðan hlut og veganesti til áfram- haldandi iðju. Maður spyr hvar sé komið al- mennu siðgæði, ef heimilt er að fara með takmarkalausum rógi á hendur einstaklingum eða hópum og það í sjálfum helsta fjölmiðli þjóðarinnar. Og hvernig er hinn svokallaði Menningarsjóður út- varpsstöðva íjármagnaður og þá til slíks ósóma, sem hér hefir orðið? Líka mætti spyija hvemig í ósköp- VELVAKANDI Tökum tillit til nágranna okkar NÚ FER að nálgast sá tími er allir garðeigendur þeysast um grasflatir sínar. Þessar vélar eru síður en svo hljóðlátar, því mið- ur, og valda allt of miklu ónæði. T.d. klukkan 8 að morgni laugar- dags eða sunnudags þegar erf- iðri vinnuviku er lokið eða klukk- an 22 að kvöldi þegar móðir er t.d. nýbúin að svæfa barnið sitt. Tökum tillit til nágranna okk- ar, hjá þeim gætu verið veik börn eða aldrað fólk, vaktavinnufólk eða aðrir, sem þurfa á hvíld að halda. Sláum grasflötina okkar að- eins á tímabilinu frá hádegi til klukkan 20 að kvöldi alla daga vikunnar. Nema við notum orf og ljá, það er hljóðlaust. Til foreldra með heilbrigð börn MÖRG ykkar hafa eflaust lesið auglýsingu í Morgunblaðinu um að nú er að heíjast styrktarstöfn- un fyrir sundlaugarbyggingu í Reykjadal í Mosfellsveit. Þið vitið eflaust flestöll, að sá staður tek- ur þroskaheft og fötluð börn til dvalar tíma og tíma, foreldrum til hvíldar og börnunum til góðs. Eg er meðlimur í félagsskap sem hefur sinnt þessum málum í yfir 30 ár og á einnig fatlaðan ætt- ingja. Ef þið þekkið eitthvað til þess- ara mála, hvort sem það er ykk- ur óviðkomandi eða í ætt ykkar og ef þið hafið fasta atvinnu þá tala ég til ykkar, jafnt til almenn- ings sem samtaka og félaga. Styrkið þetta framtak og þakkið um leið fyrir heilbrigðu börnin ykkar. Bankar og bensín- stöðvar taka við framlagi. Ingibjörg Guðmundsdóttir 051011-2609. Taska tapaðist BLÁ taska með brúnni ól (Mul- berry) tapaðist sl. laugardag í Félagsmálastofnun Reykjavíkur, Síðumúla 39. Eigandi töskunnar biður þann sem hefur hana undir höndum að skila persónulegum munum sérstaklega óframkall- aðri filmu sem var úr fermingu sonar hennar í bréfalúgu Félags- málastofnunar Reykjavíkur eða skila henni á lögreglustöð. Kettlingar fást gefins ÞRÍR fallegir tveggja mánaða gamlir kettlingar, kassavanir, fást gefíns. Upplýsingar í síma 72773. Silfurhringir töpuðust TVEIR silfurhringir töpuðust mánudaginn 24. maí í Café Paris við Austurvöll. Hringirnir eru fermingargjafir ungrar stúlku frá því í vor og þeirra er sárt saknað. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 666798 strax, eða í síma 673310 eftir þriðjudag. Einnig má fara með þá á Café Paris og biðja fyrir þá þar. Fund- arlaun. Kettlingar fást gefins SÍAMS blandaðir kettlingar, fal- legir, blíðir og kassavanir óska eftir góðu heimili. Uppl. í síma 52051 á kvöldin. unum fyrirbærið, sem sauð þennan róg saman, fór að því að njörfa hugarfar sitt í hlekki slíks illmælg- is í garð þess samfélags, sem hann er sjálfur orðinn til af. Að lokum er ástæða til þess að spyija hvert sé viðhorf forustuaðila bændastéttarinnar til svóna fyrir- bæra? Eða eru þeir kannski svo heillum horfnir, að finna ekki köllun eða þrek til þess að láta til sin heyra og leita réttlætis þegar svo svívirði- lega hefír verið vegið að þeim hluta þjóðarinnar, sem þeir hafa lifibrauð af að heita bijóstvörn fyrir? I rauninni væri eðlilegt og mak- legt, að íslensk bændaheimili, öll sem eitt, tækju sér frí um nokkurt skeið, frá því að greiða afnotagjald sjónvarpsins og sýndu þannig af- dráttarlaust, að þau láta ekki bjóða sér hvað sem er. Grímur Gíslason fyrrverandi bóndi, Garðabyggð 8, Blönduósi. Pennavinir Nígerískur 28 ára karlmaður með áhuga á ferðalögum, kvikmyndum, frímerkjum og íþróttum: Godwin Anumudu, No 5 Ikoyi Club 1938 road, Ikoy, Lagos, Nigeria. Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á ferðalögum o.fl.: Janet Hayford, P.O. Box 390 C25/2, Cape Coast, Ghana. Sautján ára norsk stúlka með áhuga á tónlist, dansi, teiknun og bréfaskriftum: A. Nathalie Aksetoey, Cappelens Gata 86 b, 3015 Drammen, Norway. LEIÐRÉTTING 75 1 stað 55 I frétt á baksíðu Morgunblaðsins í gær féllu niður nokkrar línur í frétt um atvinnumál í Sandgerði. Við síðustu skráningu atvinnuleysis í bænum var heildarfjöldi á skrá 75. Tuttugu manns var síðan boðin vinna hjá útgerðarfélaginu Miðnesi, þar af leiðandi voru 55 án atvinnu í bænum. Þeir 32 sem ekki þáðu vinnu sem bauðst eru 40% þess fjölda sem skráður var í fyrri viku, þ.e. 75, en ekki 55 eins og sagði í blaðinu. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNl, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Til sölu á Arnarnesi húseign er skemmdist af eldi í janúar sl. Upplýsingar gefur Kristrún Óskarsdóttir í síma 657282. ..................... ........ Sálfræðistofa Hef opnað sálfræðistofu í Hafnarstræti 20 (við Lækjartorg), 3. hæð. Tímapantanir í síma 628230. Sérsvið: Vandamál tengd alnæmi. Ríkarður Líndal dr. phil., sálfræðingur. riUDDSKÓLI RAFNS QEIRDALS NUDDNÁM hefst 1. september nk. Upplýsingar og skráning í símum 676612 og 686612. VINKYNNINGAR 0G MATREIÐSLU- NÁMSKEIÐ Matreiðsluklúbbur Vöku-Helgafells, Nýir eftirlætisréttir, vill benda félögum sínum á eftirtalin námskeið um matreiðslu, bakstur og vín sem haldin verða á næstunni. VÍNKVÖLD - REYKJAVÍK Þriðja vínkvöld klúbbsins verður haldið í Hallargarðinum, Húsi verslunarinnar, miðvikudaginn 2. júní kl. 20.30. Steingrímur Sigurgeirsson, vínráðgjafi klúbbsins, fræðirgesti um helstu vínhéruð Frakklands og gefur þeim að smakka á nokkrum víntegundum. Uppselt. Fjórða vínkvöld klúbbsins verður haldið í Hallargarðinum miðvikudaginn 9. júní kl. 20.30. Nokkur sæti laus.Skráning í síma 91-688 300. GERBAKSTUR - HAFNARFIRÐI Tveggja kvölda námskeið verður haldið í Matreiðsluskólanum okkar, Bæjarhrauni 16 í Hafnarfirði 2. og 3. júní kl. 19.30-22.30 (sýnikennsla og verkleg kennsla). Kennari er Margrét Sigfús- dóttir. Skráning í síma 91-688 300. GERBAKSTUR - SAUÐÁRKRÓKI Eins dags námskeið verður haldið í Strönd á Sauðárkróki, laugardaginn 5. júní. Kennari er Margrét Sigfúsdóttir. Skráning hjá Ólöfu Jónsdóttur í síma 95-35834 eftir hádegi. GRÆNMETISRÉTTIR - SAUÐÁRKRÓKI Heilsdagsnámskeið verður haldið í Strönd á Sauðárkróki, laugardaginn 12. júní. Kennari er Sigrún Ólafsdóttir. Skráning hjá Ólöfu Jónsdóttur í síma 95-35834 eftir hádegi. NÝIR EFTIRLÆTISRÉTTIR SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK SÍMI 91- 688 300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.