Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 22
22 B
MOfiGUNBLAÐIÐ SUNNUPAGUR 30. MAÍ 1993
1287 Dáinn Ormur Klaengsson í
Haukadal. Frændmargur mót-
stööumaður Árna biskups Þorláks-
sonar í Staðamálum síðari, en
sættist við hann á banasæng.
1679 Stríðshjálp, þungurauka-
skattur Kristjáns V.
1768 Eggert Ólafsson drukknar á
Breiðafirði við áttunda mann. Var
á leið frá Sauðlauksdal á bújörð
sína með konu sína og þjónustu-
fólk.
1776 Nýr verzlunartaxti. Verðlag
hækkar, íslendingum í vil, og kaup-
mönnum boðið að hafa hér vetur-
setu.
1836 Vísindaleiðangur Pauls Gaim-
ards kemur til Reykjavíkur á her-
skipinu La Recherche.
1851 Jón Sigurðson kosinn forseti
Bókmenntafélagsins.
1875 Þrjátíu og fjórir farast af há-
karlaskipum Eyfirðinga og Siglfirð-
inga í aftakaveðri.
1894 Hjalti Jónsson klífur Eldey við
þriðja mann.
1919 Fyrsti íslenzki ríkisráðsfund-
urinn í Fredensborgarhöll.
1940 Þrjátíu áhorfendur handteknir
eftirsigurVíkingsá Fram, 1:0.
1947 Flugslysið í Héðinsfirði: 25
fórust.
1962 Efnahagsstofnun tekurtil
starfa.
1975 Brezk herskip kvödd úr land-
helginni.
1979 Eldsvoði á Stokkseyri.
ERLENT
1498 Þriðja Ameríkuferð Kólumb-
usar hefst.
1536 Hinrik VIII kvænist Jane
Seymour, 11 dögum eftir aftöku
Önnu Boleyn.
1588 Flotinn ósigrandi siglirfrá
Lissabontil Englands.
1640 Flæmski listmálarinn Rubens
andast.
1744 Enska skáldið Alexander
Pope deyr.
1778 Andlát Voltaires, boðbera
upplýsingarstefnunnar.
1814 Parísarsáttmáli fyrri eftir
fyrra valdaafsal Napoleons. Landa-
mæri Frakklands hin sömu og 1792
og Frakkar losna við skaðabætur.
1876 Abdul Azis Tyrkjasoldáni
steypt af stóli.
1904 Japanar ná höfninni Dairen í
Mansjúríu af Rússum.
1913 Lundúnasáttmálinn eftirósig-
ur Tyrkja í fyrra Balkanstríðinu..
Tyrkir halda Austur-Þrakíu og Al-
banía fær sjálfstæði. Deilan um
skiptingu Makedóníu óleyst.
1932 Franz von Papen myndar
„barónaráðuneyti" í Þýzkalandi.
1959 Fyrsta svifnökkvanum hleypt
af stokkunum í Cowles á Wight-
eyju í Englandi.
1968 De Gaulle efnir tií kosninga
eftir uppreisn stúdenta í Frakk-
landi.
AFMÆLISDAGAR
HVER MYRTI
MARLOWE?
1593 Enska leikritaskáldið Chri-
stopher Marlowe var myrt í gist-
húsi í Deptford við Thames í
kvöld, 29 ára að aldri. Síðan 10
í morgun höfðu Marlowe og vin-
ir hans Robert Ppley, Ingram
Frizer og Nicholas Skeres rab-
bað saman á árbakkanum,
gengið um í garðinum, spilað
kotru, borðað og drukkið. Þegar
þeir höfðu snætt kvöldverð hófst
mikið rifrildi um hver ætti að
borga recknynge, sem þeir
fengu. Til ryskinga kom og Ingr-
am Frizier stakk hnífi í annað
auga Marlowes, sem hneig niður
örendur. Um nauðvörn var að
ræða, segir Frizier. Þótt
Marlowe hafi aðeins gefíð út
leikritið Tamerlane mikla hefur
hann haft áhrif á Shakespeare
og fleiri höfunda með Doctor
Faustus og fleiri verkum. Hann
og félagar hans höfðu allir starf-
að fyrir Walshingham, yfirmann
leyniþjónustu Elísabetar I. Þeg-
ar Marlowe var í Hollandi á
vegum stjórnarinnar í fyrra var
hann handtekinn fyrir að reyna
að losa sig við falsaða mynt.
Fyrr í þessum mánuði var hann
handtekinn fyrir guðleysi og mál
hans er í rannsókn. Var hann
myrtur til þess að hann kæmi
ekki upp um leyndarmál í rann-
sókninni? Voru atburðirnir í dag
settir á svið? Komst hann úr
landi og heldur hann áfram að
skrifa leikrit undir nafni annars
manns? Skipun kann að hafa
borizt frá „æðri stöðum" ... en
þetta eru vangaveltur.
Mærin
frá Orleans
brennd
opinberlega
1431 Jóhanna frá Örk var brennd
á báli fyrir villutrú í Rúðuborg í
dag. Síðasta orð hennar var „Jes-
ús.“ Hún var 19 ára bóndadóttir
og hafði lengi séð sýnir, heyrt
raddir og átt tal við dýrlinga og
engla. Hún gat sýnt teikn til
marks um að hún væri send af
Guði til að snúa stríðsgæfunni
við og raddir gerðu henni kleift
að hrekja Englendinga frá Orlé-
ans og koma Karli konungi VII
til valda. í fyrra særðist hún í
orrustu og Búrgundarmenn tóku
hana til fanga. Þeir afhentu hana
Jóhannesi fursta af Luxemburg,
sem seldi hana enska hertogan-
um af Bedford fyrir 10.000 pund.
Hertoginn þorði ekki að taka
hana af lífi og afhenti hana
klerkadómi í Cauchon. Hún var
ákærð fyrir galdra og villutrú og
sagt var að sýnir hennar væru
komnar frá djöflinum. Eftir lang-
ar yfirheyrslur tókst með brögð-
um að fá hana til að játa. Hún
gat forðazt bálið ef hún lofaði
bót og betrun, en tók aftur allar
fyrri játningar. Karl VII gerði
ekkert til að koma í veg fyrir að
hún væri brennd.
Rafael Trujillo ráðinn af dðgnm
1961 Harðstjór-
inn Rafael Truj-
illo í Dóminíska
lýðveldinu féll
þegar honum var
veitt fyrirsát í
dag. Hann var á
leið til bújarðar
sinnar þegar bíll
hans varð fyrir
vélbyssuskothríð
frá svartri Chev-
rolet-bifreið með fimm mönn-
um. Árásarmennirnir óku
fram úr bíl Trujillos og
sveigðu í veg fyrir hann svo
að bíliinn þeyttist yfír á hina
akbrautina. Trujillo staulaðist
blóðugur út og skaut af
skammbyssu á árásarmenn-
ina unz hann hneig niður.
Árásarmenninir skutu ótal
skotum á líkið, tröðkuðu á
því og höfðu það á brott með
sér, en gleymdu
bílstjóra Trujillos
sem hélt lífi og
kannaðist við þá.
Chevroletinn
fannst fyrir utan
heimili Díazar
hershöfðingja og
lík Trujillos í far-
angursgeymsl-
unni. Díaz var á
bak og burt, en
allir á heimili hans voru um-
svifalaust skotnir. Sonur
Trujillos og ainafni er vænt-
anlegur í leiguflugvél frá Par-
ís og hyggur á meiri hefndir.
Trujillo varð stórríkur á 31
árs valdaferli og bakaði sér
óvild allra ríkja Rómönsku
Ameríku og Bandaríkjanna,
sem ætla að senda 30 herskip
og landgönguliða til Karíba-
hafs.
Frelsisgyðjan
skyggir á Mao
1989 Ein milljón manna flykktist út á Torg hins himneska friðar í Peking í morg-
un til þess að krefjast lýðræðislegra umbóta. Fólkið hóf á loft níu metra háa eftir-
líkingu af Frelsisstyttunni í New York, sem skyggði á stórar myndir af Mao for-
manni á torginu. Kínverskir myndlistarnemendur gerðu líkneskið í nótt og gáfu
því nafnið „gyðja lýðræðis og frelsis." Efnt var til mótmælanna í dag í trássi við
herlög, sem lýst var yfir fyrir 10 dögum, og eins margir andstæðingar kínversku
kommúnistastjórnarinnar hafa sjaldan verið samankomnir á einum stað i Kína.
Barátta fyrir lýðræði nær nú til landsins alls. Leiðtogar flokksins eru sjálfum sér
sundurþykkir og munu neyðast til að gera eitthvað — en hvað?
Pétur mikli 1672. Hinn umdeildi
keisari Rússlands, sem gerði það
að nútímaríki.
Henry Addington 1757. Enskur
forsætisráðherra (1801-1804). Tók
við af Pitt og samdi við Napoleon.
Carl Fabergé 1846. Rússneskur
gullsmiður, kunnur fyrir skreytt
páskaegg, sem Rússakeisarar gáfu
dætrum sínum.
Erlendur Ó. Pétursson 1893.
íþróttafrömuður, sem EÓP-mótin
voru kennd við.
Benny Goodman 1909. Bandarísk-
ur tónlistarmaður.
Pótur Eggerz 1913. Sendiherra og
minningahöfundur.
Örn Friðriksson 1941. Formaður
Málm- og skipasmíðasambands ís-
lands og Félags járniðnaðarmanna;
fv. varaforseti ASÍ.
Jónas Ingimundarson 1949.
Píanóleikari og kórstjóri.
Athygli Öryggisráðsin
vakin á ofbeldi Breta
ÍLaírtin
IhækkuO
í tlgn?
Forsetarnir koma í kvöld
Leiðtogafundur á
tímum þorskastríðs
ÁRIÐ 1973 var þorskastríð,
annað í röðinni, háð undan
íslandsströndum og_ á borðum
embættismanna. Á forsíðu
Morgunblaðsins, næstsíðasta
dag maímánaðar árið 1973,
var mynd af Guðmundi Kær-
nested skipherra á Ægi, en
hún var tekin þegar Ægir
skaut föstum skotum í Ever-
ton inn í landhelgi Islands.
Segir í fréttinni að bæði ís-
lensk og bresk stjórnvöld hafí
vakið athygli Sameinuðu
þjóðanna á meintum ofbeldis-
aðgerðum hinnar. Þá voru það
ekki ómerkari tíðindi sem röt-
uðu neðst á forsíðuna. Þar var
sagt frá því að forsetar
Bandaríkjanna og Frakk-
lands, Nixon og Pompidou,
kæmu þá um kvöldið til lands-
ins á tveggja daga viðræðu-
fund sem haldinn var á Kjarv-
alsstöðum. Var margt merkra
manna með í för, m.a. Giscard
D’Estaing, þá fjármálaráð-
herra, Shultz, íjármálaráð-
herra og Kissinger, öryggis-
ráðgjafi. Eins og vænta mátti
var viðbúnaður og undirbún-
ingur gífurlegur, enda komu
hingað um 400 Bandaríkja-
menn og um 200 Frakkar.
Árós ó farþega
í Tel Aviv
1972 Þrír liðsmenn hryðju-
verkasamtakanna Rauði her-
inn í Japan skutu á vam-
arlausa farþega á Lod-flug-
velli í Tel Aviv í dag og 26
biðu bana. Hryðjuverkamenn-
irnir áttu auðvelt með að kom-
ast inn á flugvöllinn þrátt
fyrir strangt öryggiseftirlit,
tóku riffla upp úr töskum sín-
um og hófu skothríð á skelf-
dan mannfjölda í farangurs-
salnum. Öryggisverðir skutu
tvö hryðjuverkamennina og
sá þriðji var handtekinn. Þeir
störfuðu fyrir palestínsk sam-
tök í Líbanon.