Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 20
20 B ítalskir qallar í barna- og fullorðinsstærðum Verð fró 5400.- kr. Sportbúð Kópavogs Hamraborg - sími 641000 terkurog hagkvæmur auglýsmgamiðill! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 AF SP JÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/Á unglingsárunum gerðist Samuel J. Morton félagi í götugengi Gyðinga. Hann skar- aði fram úr í götuslagsmálum, og þurfti oftast þrjá til fjóra and- stæðinga til að hafa hann undir. STRÍÐSHETJA OG BYSSUBÓFI Samuel J. Morton fæddist í Chicago árið 1894 og ólst upp í elzta gyðingahverfi borgarinnar við Maxwell stræti. Morton var hávaxinn og vöðvastæltur strax á unga aldri, og í drengjahópnum í hverf- inu voru nokkrir sem síðar áttu eftir að ná miklum frama, hver á sínu sviði. Má þar nefna Arthur Goldberg, síðar dóm- ara við Hæstarétt Bandaríkjanna, Hy- man Rickover, einn af þekktari aðmírál- um bandaríska flotans í síðari heims- styrjöldinni, og Barney Ross, sem var Bandaríkjameistari í hnefaleikum í velti- vigt árin 1934- 38. Morton var ekki fé- lagi í neinum samtökum götustráka í bernsku. Hann var hlýðinn og þægur sonur og nemandi, og að loknum skóla- degi aðstoðaði hann föður sinn í lítilli búð sem fjölskyldan rak. Chicago-bófinn Samuel J. „Na- ils“ Mortón. Aunglingsárunum gerðist Morton hinsvegar félagi í götugengi Gyðinga, en meðal félaga var þá Davy „Yidd- les“ Miller, sem síðar varð al- ræmdur bófi í Chicago. Morton skaraði fram úr í götuslagsmál- um, og þurfti oftast þijá til fjóra andstæðinga til að hafa hann undir. Hann hlaut viðurnefnið „Nails“ eða „naglar", fyrir það hve mikill harðnagli hann var og fær í átökum. Morton tók einnig að sér að vemda gyðingahverfið sitt gegn innrásum götuhópa unglinga af öðrum kynþáttum. Þar sem lögreglan sinnti borgar- hverfinu illa tók Morton að sér að fara eftirlitsferðír um þröngar götumar ásamt félögum sínum vopnaðir homaboltakylfum, óg áttu þeir sem reyndu innbrot í verzlanir Gyðinga ekki von á góðu. Rúmlega tvítugur stjórnaði Morton flokki hörkukarla og rak auk þess víða teningaspil á götum úti og nokkur spilavíti fyrir póker- spilara. Hann lenti oft í átökum og var handtekinn árið 1917 fyrir að hafa nærri gengið af nokkrum félögum í 'pólsku götugengi dauð- um. Morton var sekur fundinn um vopnaða árás, með homabolta- kylfu, og fékk um tvo kosti að velja: Annað hvort fara í fang- elsi, eða ganga í herinn og beij- ast fyrir föðurlandið, sem þá var aðili að fyrri heimsstyijöldinni gegn Þjóðveijum. Morton kaus herinn og gekk daginn eftir í 131. sveit fótgönguliðs Illinoisrík- is, sem send var til Frakklands með Regnbogaherdeildinni svo- nefndu. Morton reyndist dugandi her- maður og var fljótt skipaður lið- þjálfi. í einum bardaganum gátu menn Mortons sig varla hreyft vegna vélbyssuskothríðar, en hann leiddi menn sína yfír svæðið milli skotgrafanna, sprengdi upp vélbyssuhreiður Þjóðveijanna og hrakti fjölda þeirra úr skotgröf- inni, en tók 20 þýzka hermen til fanga. Hann særðist tvisvar og var sá eini í herflokknum sem komst Hfs af. Fyrir þetta afrek sæmdi franska stjórnin hann heið- ursorðunni croix de guerre, en bandzríska herstjórnin sæmdi hann liðsforingjanafnbót. Yfir- menn hans skráðu í skjöl hans að „auk þess sem hann hefur meðfædda leiðtogahæfíleika og er óttalaus í bardögum, hefur Morton liðsforingi óvenjulega hæfni í meðferð vopna.“ í sókn- inni við Argonne særðist Morton enn á ný, fékk stöðuhækkun, fleiri heiðursmerki, og þegar stríðinu lauk var hann leystur frá herþjón- ustu. Þegar Morton kom heim til Chicago mætti honum, eins og tugum þúsunda annarra fyrrum hermanna, versnandi efnahags- ástand og fá atvinnutækifæri. Hann vann um tíma með föður sínum í verzluninni við Maxwell stræti, en aðallega komu tekjurn- ar frá fjárhættuspili.-Spilagróðinn hjálpaði til við uppeldi sex bæðra hans og systra. I gegnum spilavít- in og næturklúbbana kynntist Morton Charles Dion O’Bannion, yfírmanni glæpasamtaka Norður- svæðis Chicago. Hann gekk í lið með O’Bannion um það leyti sem bannlögin tóku gildi, og vann með samtökunum að því að skipu- leggja dreifmgu á bjór og sterkum drykkjum. Árið 1920 fór Morton með Herschel „Hershie” Miller í veitingahúsið Pekin Cafe sem Dan Jackson rak. Morton tók við pönt- un frá Jackson og vinirnir tveir settust við borð og pöntuðu sér drykki. Lögreglumennirnir Will- iam Hennessey og James Mulca- hey komu þá inn og fengu sér drykki við barinn. Þeir reyndu að þvinga Jackson til að greiða sér mútur, en hann kvaðst greiða for- ingja þeirra sínar mútur vikulega fyrir að láta vínveitingar staðarins afskiptalausar þótt svo ætti að heita að áfengissala væri bönnuð með lögum. Hennessey sá Morton, sem hann kannaðist við, og rétti honum reikning- inn fyrir drykkjum þeirra félaga. „Hérna, þú ert ríkur gýðingabast- arður, borga þú reikninginn!” sagði Hennessey. Morton kastaði reikningnum aftur til lögreglu- mannsins, og þá sparkaði Mulca- hey borðinu sem Morton og Miller sátu við um koll. Báðir bófamir gripu upp byssur sínar, og það sama gerðu lögreglumennirnir, og upp hófst skotbardagi. Morton, sem var skytta góð, skaut báða lögreglumennina til bana. Morton var sakaður um morð, en hélt því fram að um sjálfsvörn hafí verið að ræða og var síðar sýknaður. Árið 1921 var Morton viðstadd- ur þegar Earl Weiss og George „Bugs“ Moran fóru fyrstu „ein- stefnuferð" undirheimanna. Þeir voru þrír saman þegar þeir rákust á Steve Wisniewski, sem tilheyrði öðrum glæpasamtökum. Þeir stungu honum inn í bíl og óku með hann á afskekktan stað. Wisniewski var félagi í áhrifalitl- um samtökum pólskættaðra bófa og leynivínsala í Vesturhverfi Chicago, og hafði leyft sér að ræna einum af bjórflutningabílum O’Bannions. Hann fékk að gjalda þess. Weiss, Moran og Morton skutu hann til bana og fleygðu líkinu utanvið fáfarinn sveitaveg. Árið 1922 var Morton orðinn einn helzti aðstoðarmaður O’Bannions og stjórnaði flutning- um og afgreiðslu á bjór og áfengi glæpasamtakanna. Hann var einnig mjög trúr O’Bannion. Þeir tveir voru á margan hátt andstæð- ur. O’Bannion var lágvaxinn og sterklegur, og írskur í húð og hár. Morton var hávaxinn og grannur, og Gyðingur í raun og reynd. En þeir urðu góðir vinir og komu víða fram saman, snæddu saman og fóru jafnvel í óperuna eða leikhús saman. Þegar Morton frétti að Frank Const- anza, leigumorðingi frá New York, hefði verið ráðinn á vegum Genna bræðranna til að myrða O’Bannion svo bræðumir gætu yfirtekið eitthvað af viðskiptum hans, leitaði Morton innflutta morðingjann uppi og skaut hann til bana í návígi. Þvínæst henti Morton, með aðstoð Louis Alteri- es, líki Constanzas upp í járn- brautarflutningavagn á austurleið og sagði við Alterie: „Nú fer ónytj- ungurinn til baka til New York þar sem hann á heima." Árið 1923 var Nails Morton orðinn einn mest áberandi bófi borgarinnar. Hann lifði hátt á vín- sölutekjum sínum, sem námu um 250.000 dollurum á ári, ók um í kraftmiklum bílum, og var í skraddarasaumuðum fötum sem voru búin tveimur aukavösum fyr- ir byssurnar hans tvær. Konur dýrkuðu þennan myndarlega bófa, og hann mátti oft sjá í næturklúbbum eða betri veitinga- húsum í fylgd dansmeyja úr leik- húsunum. Hann gekk með gráa flókahatta, var með demantsnælu í silkibindi sínu og bar göngustaf með fílabeinshöldu, en inni í stafn- um var stutt og hárbeitt sverð. Morton opnaði veitingahús, og hann var meðeigandi O’Bannions að mörgum spilavítum á Norður- svæðinu. Bófínn slyngi sóttu hnefaleika og eignaðist ágóða- hluti í mörgum hnefaleikaköpp- um. Blöðin kölluðu hann heillandi en banvænan borgara Chicago. Morton fékk einnig varanlegan áhuga á hestum og hesta- mennsku. Hann hafði heimsótt búgarð Alteries í Colorado og far- ið á bak einum af verðlaunahest- um Alteries. Eftir heimkomuna til Chicago lagði Morton það í vana sinn að ríða út í Lincoln garðinum, og leigði sér hesta svo til daglega. Hann vakti jafnvel áhuga O’Bannions á íþróttinni, og þann 13. maí 1923 höfðu þeir mælt sér mót í Lincoln garðinum. Hestur Mortons var fjörugur, og henti honum af baki. Hesturinn jós og sló með afturhófunum í Rúmlega tví- tugur stjórnaði Morton flokki hörkukarla og rak aukþess víða teninga- spil á götum úti og nokkur spilavíti fyrir pókerspilara höfuð Mortons, sem lézt sam- stundir. Þegar O’Bannion og Alterie héyrðu fréttirnar urðu þeir æfír yfír að villt skepna gæti orðið góðvini þeirra að bana. Alterie fór í hestaleiguna nokkrum dögum síðar og tók á leigu hestinn sem hafði banað Morton. Hann teymdi hestinn á afskekktan stað við reið- veginn og skaut hann. Eftir að hafa drepið hrossið hringdi Alt- erie í eiganda hestaleigunnar og öskraði í símann:„Við veittum bölvuðum hestiiium maklega ráðningu! Ef þú vilt fá hnakkinn, skaltu ná í hann.“ (Þetta atvik var sett á svið í kvikmyndinni Public Enemy, þar sem James Cagney skaut hest sem hafði sleg- ið til bana félaga hans, Leslie Fenton, sem fór með hlutverk „Nails“ Nathans.) Utför Mortons var stór- brotin. O’Bannion, Weiss, Alterie, Drucci og fleir bófar frá Norðursvæðinu báru kistuna. Johnny Torrio og A1 Capone voru meðal gesta, þótt þeir væru í samkeppni við glæpa- samtök Norðursvæðisins. Rúm- lega 25.000 Gyðingar úr Maxwell strætis hverfinu fylltu strætin og eltu líkvagninn sem flutti kistu Mortons. I margra augum var Morton ekki aðeins hetja úr fyrri heimsstyijöldinni, heldur einnig málsvari Chicagobúa af gyðinga- ættum. í skýrslu lögreglunnar um Morton sagði að hann hefði myrt f það minnsta átta menn. Það skipti þá mörgu sem mættu við útförina engu. Samuel J. Morton hafði skarað fram úr, hann hafði náð árangri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.