Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 B 13 lega er nafn hennar af germönskum toga, og kennt við mýrar eða mosa. Seinna komu Frankar, og enn seinna fóru fjarlæg stórveldi að takast á um Niðurlönd, Spánveijar, Frakkar og Habsborgarar. Þeir sem réðu Maastricht höfðu öll tök á umferð- inni á ánni og eftir dalnum. Hún hefur því ætíð verið bitbein stríðs- herranna. Hvort heldur Rómveijar fóru á vaði yfir Maas til að byija með eða þeir strekktu streng yfir hana til að flytja hergögn og mannskap þurrum fótum á kláfi, þá byggðu þeir endan- lega nokkuð trausta brú þarna, fyrstu brúna á Maas, en breyttu samt ekki nafni bæjarins. Þeir ríktu þama í þijár aldir. Síðan hefur „Maas- strekkurinn" verið aðalsamgön- gumiðstöðin fyrir stórt svæði, þar sem kaupmenn, handverksmenn, stjómarerindrekar, varðliðar og kirkjuþjónar settust að og mynduðu þróttmikið borgarasamfélag. Hornsteinn iönveldis Áður fyrr voru Niðurlendingar verslunarþjóð fyrst og fremst, sem efnaðist mjög á Austurlandaviðskipt- um eftir landafundina miklu, en kaupmennimir störfuðu aðallega í hafnarborgunum, svo sem Amster- dam og Brugge, sem báðar bera enn merki þeirrar gullaldar. Þeir voru nýlenduþjóð fram til síðustu ára, réðu miklum löndum bæði í Vestur- og Austur-Indíum. Á seinni tímum hafa Hollendingar gerst æ meiri iðnaðarþjóð. Helsta iðnaðarborg Hollendinga er einmitt þarna uppfrá, Eindhoven, þar sem Philips-verksmiðjurnar hafa aðalvígi sitt. Þar er framleitt margt af þeim rafmagnsvamingi sem við kaupum frá Hollandi, s.s. ljósaperur, heimilis- tæki og útvörp. Stutt er þar í orku- lindir og námur, og til helstu iðnaðar- svæða álfunnar, og flutningar miklir milli svæðanna með hráefni, orku- gjafa hálfunnar vömr eða fullunnar afurðir. Maastricht-svæðið liggur þá um þjóðbraut þvera. Nútíma hraðbrautir af bestu gerð liggja að og frá Maastricht, fleiri en ein og fleiri en tvær. Járnbrautir þeytast um hémðin á gömlum teina- lögnum frá árdögum iðnbyltingar- innar, flytjandi aðallega kol ogjárn- grýti. Skipaskurður, enn eldri, liggur frá Liege meðfram Maas og niður til sjávar hjá Amsterdam, Alberts- skipaskurðurinn, og anar liggur suð- ur til Frakklands, og tengist Signu og Saar. Það er jafnvel unnt að sigla suðuryfir vatnaskilin norður á Saóne og Rhöne og til Miðjarðarhafsins. í Limburg-héraðinu er meginhluti af þungaiðnaði Hollendinga, með öll- um sínum óþrifum og mengun, en um leið með miklum efnahagslegum uppgangi. Maastricht leikur að nokkru leyti lykilhlutverk á þessu mikla atvinnusvæði, vegna legu sinn- ar og samgangna. Þar í borg em nú helst framleiddar glervömr, postulín og leðurvarningur, en hún gegnir líka hlutverki markaðsbæjar fyrir land- búnaðinn í sveitunum í kring. Þar er mjólkuriðnaður mikill og Limburg- osturinn, hvítur og mjúkur, er víð- frægur, ber þó meiri keim af frönsk- um ostum en hollenskum. Maastricht er eins konar mið- punktur þessa mikla athafnasvæðis, þangað sem járnbrautir, bílvegir og skipaskurðir liggja úr nágrannahér- uðunum, þvert yfir öll landamæri. Heimamenn em því vanir að um- gangast útlendinga, og tala gjaman bæði þýsku og frönsku, auk hollens- kunnar. Aðrir Hollendingar em þekktir fyrir. sína ágætu enskukunn- áttu. Landamærin opnuö Á meðan landamærahömlur voru enn milli þessara nágranna var mik- il töf á öllum flutningum og viðskipt- um. Með auknu fijálsræði í samskipt- um landanna hafa þessi viðskipti aukist mjög og orðið ódýrari og hag- kvæmari. Hér kristallast einmitt eðli og tilgangur Efnahagsbandalagsins. Maastricht er því dæmigerð landa- mæraborg, þar sem stutt er til næstu landa í allar áttir, margar tungur talaðar og samgöngur auðveldar, þar sem hún er á mörkum hins ger- manska og rómverska mál- og menn- ingarsvæðis, og á mörkum mótmæl- enda- og kaþólskra svæða. Fyrsti þátturinn í því samstarfi þjóða, sem leiddi til efnahagssam- vinnu þeirrar, sem við sjáum nú fyr- ir augunum í Vestur-Evrópu, var í tengslum við viðskipti með kol og járn á þessu mikla námusvæði og við flutninga með þær vörur á ám og skipaskurðum. Þar voru í farar- broddi Belgar, Hollendingar og Lúx- emborgara, hin svokölluðu Be-Ne- Lux-lönd. Seinna slógust svo Frakk- ar og Þjóðveijar í hópinn, því allir áttu við sameiginlegt vandamál að glíma varðandi námugíöft og fljóta- flutninga á þessu sama svæði. Þetta urðu stofnendur Efnahagsbanda- lagsins. Það var skömmu eftir síðasta stríð, að þessar þjóðir fóru að vinna sam- an, stig af stigi, að því að auðvelda siglingar á Maas og Mosel, og reynd- ar líka á Saar og Rín, sem renna allar um mörg Iönd, eða skilja á milii þeirra sem landamæri, sem höfðu farið illa í styijöldinni. Geysi- miklar bætur hafa verið gerðar á Virkið rammgerða, Eben Emael, á vesturbakka Muese þar sem Albertskastalinn leggur út frá ánni skammt frá Liege í Belgíu var stærsti þröskuldurinn á vegi innrásarhersins frá Þýskalandi. öllum þessum vatnaleiðum. Svo gerðu menn með sér samninga um skipti á kolum og járni eftir því sem hagkvæmast var um flutninga. Þeir hittust til funda á víxl í borgum sem lágu vel við samgöngum. Þetta leiddi svo til þess að þeir afléttu tollum á þessum viðskiptum, og loks öllu toll- eftirliti. Kola- og Stálbandalag Evr- ópu varð til. Þá var eftirleikurinn auðveldur um viðskipti með aðrar vörur, og Efnahagsbandalagið kom í kjölfarið í nokkrum áföngum. Nú er verið að stíga skrefið til fulls með Maastricht-samkomulaginu. At- vinnulíf þessara þjóða og jafnvel menningarlíf verur svo Samtvinnað eftirleiðis að ógerningur verður fyrir eina þeirra að fara að heyja stríð við aðra. Samningurinn er því sannkall- aður friðargjörningur, sem allir jarð- arbúar ættu að fagna, því ólgan í Vestur-Evrópu hefur þráfaldlega leitt stórfelldar hörmungar yfir heimsbyggðina alla. Þær borgir hafa oftast orðið fyrir valinu sem fundarstaðir, sem eru utan landamæra stóru þjóðanna, Frakka og Þjóðveija, en þó skammt frá þeim, og þá helst borgir þar sem tungumálakunnátta var til staðar og þjóðerni blandað. Þannig hafa Lúx- emborg og Strassborg orðið mið- stöðvar fyrir ákveðna þætti þessarar nýju samvinnu í álfunni, því þar eru franska og þýska talaðar jöfnum höndum, og auðvelt að komast þang- að. Maastricht varð fyrir valinu fýrir undirritun lokasamningsins, sem er eins konar innsigli á frið milli þjóð- anna um alla framtíð. En hvers vegna að velja Ma- astricht? Ógnardagar Sú var tíðin, að ekki horfði svo friðvænlega í álfunni sem nú, og ríki voru ekki svo samvinnuþýð. Þannig var ástatt í kreppunni miklu, þegar nasistar komust til valda í Þýska- landi. Þá var loft í álfunni lævibland- ið, og hernarbrölt var aðalsmerki stjórnmálanna, ekki afvopnun og friðartal, eins og nú. Dagurinn 10. maí er mikill ógnardagur í hugum eldra fólks í Maastricht og Limborg- ar-héruðunum, því það var þann dag árið 1940 sem Þýskaland lét til skar- ar skríða gegn bandamönnum og hóf leiftursókn til vesturs. Fyrstu bomb- urnar féllu úr steypiflugvélunum ein- mitt á Maastricht-svæðið. Ógurlegar loftárásir voru gerðar á borgina, og fyrstu þýsku hersveitirnar sem fóru til vestur fóru gegnum Maastricht. Svo mjög kom áhlaupið heijum bandamanna í opna skjöldu að ekk- ert varð um varnir og mótstöðu. Ógurleg ringulreið ríkti þarna í 4 daga. Meuse-línan, sem Belgar höfðu byggt upp sér til varnar meðfram ánni fyrir sunnar Maastricht, stóðst ekki þetta ofurefli. Þetta urðu myrkustu dagar í minn- ingu þess fólks, sem lifði hörmung- arnar af, og ekki að ástæðulausu. Fimm ára hernám Þjóðveija, gyð- ingaofsóknir og endanleg gagnsókn bandamanna um Ardennafjöll var sem barnaleikur miðað við þann hild- arleik, sem upphófst í álfunni við leiftursóknina yfir Meuse-línuna í upphafi síðasta stríðs, undir stjórn Rommels marskálks. Maastricht og Meuse voru á hvers manns vörum um heim allan þessa fimm örlagaríku daga á meðan Þjóðverjar voru að leggja undir sig hlutlausa ríkið litla, Holland. Ef ekki hefðu verið til mik- il neðanjarðargöng undir borginni, sem rúmuðu meginhluta íbúanna, hefðu þeir verið berskjaldaðir fyrir þessari yfirþyrmandi illsku stórveld- anna, nágranna sinna. Stórveldi láta ekki hlutlaus smáríki hefta för sína, þegar jiau þurfa að lumbra hvert á öðru. I sérhveiju valdatafli eru það peðin sem falla fyrst. Varnarvirki eitt voldugt hafði ný- lega verið reist á bökkum Maas, rétt hjá Maastricht og Liege, sem enda- hlekkurinn í Meuse-línunni, kallað Eben Emael virkið, byggt af Belgum samkvæmt fyllstu kröfum tímans. Einhver heiftúðugasta orrustan í allri styijöldinni var háð fyrsta daginn um þetta litla virki. Fyrsta áhlaup með 'svifflugum í hernaðarsögunni var einmitt við Eben Emael við Meuse þennan ógurlega dag, 10. maí 1940. Virkið stóðst ekki herbrögð Hitlersmanna og vígvélar. Það féll á fyrsta degi. Þar með stóð Belgía opin fyrir innrásarhernum og Frakk- land var berskjaldað. Fyrstu brýrnar sem herteknar voru á vesturvígstöðvunum voru á Maas í og við Maastricht, sumar nið- urfallnar, og lokuðu samgöngum um ána lengi á eftir. í fyrra stríðinu lá einnig herleið þýska keisarans um Maastricht. Leikurinn barst þó fljótlega suður með Meuse og inn í Frakkland. Mest var barist hjá Verdun, þar sem gríð- arlegur fjöldi hermanna úr báðum fylkingum féll í grimmilegum or- ustum sem stóðu í heilt ár (1916), án þess að úrslit fengust. Bautastein- ar og legkrossar standa enn i þús- undatali, eins og hráviði á bökkum Meuse, hjá Verdun og tröllauknir minnisvarðar um fallbyssufóðrið, blóma heillar kynslóðar Evrópu- manna. Óvíða í veröldinni eru orr- ustuvellir svo margir sem við Meuse. Ekkert fljót í álfunni hefur svo oft og svo mjög verið blóði litað sem sú kyrrláta litla á. Iörunarmerki? Það er án efa af ásetningi, sem ráðamenn í álfunni velja Maastricht sem vettvang fyrir þann örlagaríka friðargjörning, sem nú er verið að innsigla. Kannski á það að vera mótvægi eða afsökunarbeiðni hern- aðarþjóðanna til Niðurlendinga fyrir fornan órétt og ofbeldi, eða kannski iðrunarmerki? Nákvæmlega hálf öld leið í milli Maas-sóknar Þjóðveija í seinni styij- öldinni og undirbúnings fyrir Ma- astricht-sáttmálann, þ.e. maí 1990. Það var ekki heldur tilviljun. Sjálf undirskrift hans dróst þó til ársloka 1991. Vonandi verður Maastricht frekar minnst í framtíðinni sem vettvangs friðarstarfs bræðraþjóða en sem blóðvallar herskárra óvinaþjóða. Vegna frægðar Maastrichts í tengslum við lokasamning Evrópu- bandalagsins má búast við að áhugi ferðamanna á svæðinu aukist mjög. Það er einmitt aðalsmerki túrismans, að hann leiðir svo mjög til kynna og skilnings milli þjóða og hluttekningar í sorg og í gleði þeirra. Hann á sinn þátt í hinum nýja hugsunarhætti Evrópumanna. Árið 1993 verður kannski kallað Maastricht-árið, því þá á sáttmálinn að taka gildi. Ljóst er að margur Evrópubúinn mun fara þangað í píla- grímsferð það árið. Merkustu viðburðir nútímans eiga sér ekki stað á vígvöllum með her- brestum og hávaða, eins og áður var, heldur við samningaborð í litlum bæjum á kyrrlátan hátt, þótt smá- skærur blossi upp langt úti í heimi annað slagið. Fcröamannabær Þess er óskandi að sem flestir ís- lendingar heimsæki bæinn litla á Maas-bökkum og reyni að teyga þar gegnum öll sín skilningarvit andann frá þeim merkisviðburðum sem hafa átt og eru að eiga sér stað á þessum vinalega stað. Okkur er það brýn nauðsyn að fara að hugsa sem Evr- ópumenn og beina augum okkar meira að frændþjóðum okkar þar, kynnast þeim sem best, sögu þeirra og menningu, sérkennum þeirra og metnaðarmálum. Sem ferðamannabær hefur Maas- tricht upp á margt að bjóða. í gamla bænum, sem er einmitt vestan árinn- ar, eru tvö forn guðshús, sem eru með þeim elstu í Hollandi, frá dögum fyrstu trúboðanna á 6. öld, við eitt stærsta torg bæjarins, Vriethof Ferðamenn hafa gaman af því að sigla á Maas gegnum falleg borgar- hverfi Maastricht. Þýskir hermenn fara yfir Maas við fallnar brýr í Maastricht örlaga- daginn mikla, 10. maí 1940, þegar Þýskaiand hóf leifturstríð sitt gegn bandamönnum á vesturvígstöðvunum. Ósköpin hófust í Ma- astricht, sem fór mjög illa. Samt eru enn til falleg gömul borgarhverfi. Plein. Annað heitir Sint Servaaskirk, og var dómkirkja fyrrum kennd við heilagan Servatius, fyrsta biskup staðarins. Stærsta kirkjuklukka Hol- lands er þar í turninum, kölluð „Granmeer", eða amma gamla. Hitt guðshúsið gamla heitir Sint Janskirk. Bæði hafa þráfaldlega verið endur- reist eftir svívirðingar óvinaheija. Fjöldi annarra kirkna er í bænum frá seinni tímum, og minnst eitt sam- kunduhús gyðinga, Synagogue. Uppgröft frá Rómartímanum eiga þeir ágætan, sem er að finna í kjall- ara eins af gistihúsum bæjarins, Hotel Delion, og fjöldann allan af virkjum og skotbyrgjum frá miðöld- um. Gamla ráðhús bæjarins, Dinghuis, er á horni Jodenstraat, Júðastrætis, falleg bygging frá 15. öld. Nýrra ráðhús og stærra, Stadhuis, tveim öldum yngra, stendur við markaðs- torgið, Markts, skreytt klukkuturni veglegum, með skemmtilegu spil- verki. Þar skammt frá er safnamið- stöð brogarinnar, Bonnefantemuse- um, þar sem m.a. hollensku meistur- unum í málaralist eru gerð góð skil. Lítil brú, að grunni frá dögum Rómveija, hefur staðið af sér allar styijaldir lítið skemmd, Sint Servaas- brug, en ber nú mestan svip end- urbyggingar á 12. öld. Ein af nýju brúnum er kennd við Kennedy for- seta, grönn og spengileg, afsprengi tæknialdar, andstæða hinnar gömlu, enda er á þeim 2.000 ára aldursmun- ur. Gangakerfið undir borginni, Grott- en Sint Pieter, sem barg íbúunum í leifturstríðinu, er gamlar gijótnám- ur, frá þeim tímum, þegar kastalar og borgarmúrar voiu byggðir til varnar bænum, en dugðu þó jafnan skammt. Það mikla völundarhús er opið að hluta ferðamönnum, og er þar margt forvitnilegt að sjá um námugröft og gijótvinnslu fyrri tíma. Nýtt borgarhverfi, Randwyck, er í uppbyggingu sunnan til í bænum, með ráðstefnuhöll, háskóla, sýning- arsvæði, viðskiptamiðstöð og nokkr- um stofnunum á vegum Efnahags- bandalagsins. Það var þar sem fund- urinn margumtalaði var haldinn, sem endaði með undirskrift samningsins sem við bæinn er kenndur. Allar menjar frá styijöldunum miklu hafa verið máðar út. Það er kannski sú sáttarhönd sem Hollend- ingar réttu fram, og leiddi til vals Maastrichts sem vettvangs fyrir samninginn. Rétt austan við Maastricht eru býsna skemmtilegir dropasteinshell- ar, í fallega bænum Valkenburg. Skammt þar undan er sumarhúsa- nýlendan í Vaals, þar sem margir íslendingar hafa búið, og liggur þétt upp að Aachen-borg. Sveitirnar eru búsældarlegar þarna þrátt fyrir ná- lægð iðnaðarins og námanna, og alla umferðina. Landslag er töluvert, andstætt flatneskunni niður við sjó- inn. En hér er þá í staðinn engar vindmyllur að sjá, og ekki heldur tréklossa eða túlípanaekrur. Margir íslendingar fljúga með Flugleiðum til Lúxemborgar og taka sér þar bílaleigubíla til að ferðast á um álfuna. Oftar en ekki leita menn langt yfir skammt og endasendast um alla trissur af því þeir þekkja ekki til þeirra mörgu litlu staða í næsta nágrenni, sem auðvelt er að komast til og eiga sér merkilega sögu, eru fallegir og skoða og vina- legir til heimsóknar. Maastricht er ekki nema tveggja tíma akstur, þ.e. 200 km á hrað- braut frá Findel-flugvelli í Lúxem- borg, í hánorður. Samt hafa mjög fáir landar okkar komið þar við. Hún er alveg kjörinn staður til að dvelja á í einhvern tíma, vegna þess hve hún hefur upp á marga möguleika að bjóða og hversu auðvelt er þar um allar samgöngur. Aðalatriðið er að menn kynni sér sem best, áður en lagt er upp í ferð- ina, eftir hveiju er að slægjast á hveijum stað. Sérhvert ferðalag heppnast í réttu hlutfalli við þá heimavinnu og undirbúning sem menn leggja á sig fyrir ferðina, og er í rauninni hluti ánægjunnar af ferðalaginu, forskotið á sæluna. Evrópa er að verða hluti af átthög- um okkar. Við verðum að fara að sýna henni tilhlýðilegan áhuga. Höfundur er viðskiptafræðingur, síarfsmaður Seðlabanka íslands og áhugamaður um ferðamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.