Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 37 ATVINNU Sjúkrflhásíd I Húsavík s.f. Hjúkrunarfræðingar Deildarstjóri óskast á öldrunardeild frá 1. júlí nk. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um starf og kjör veitir Aldís Frið- riksdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Einkaritari Útflutningsfyrirtæki óskar að ráða velmennt- aðan einkaritara sem fyrst. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli. Ágæt vinnuaðstaða og reyklaus vinnustaður. Góð laun í boði fyrir hæfan einkaritara. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun, fyrri störf og meðmæli, ef til eru, sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „E - 610“. Hárgreiðslusveinn - hárgreiðslunemi Óskum eftir að ráða hárgreiðslusvein í hluta- starf. Óskum einnig eftir nema sem hefur lokið 9 mánaða grunndeild. Hárgreiðslustofan Salon-Nes, Austurströnd 1, Seltjarnarnesi, sími 626065. Halló Akureyri! Óskum eftir að ráða hugmyndaríkan og hressan aðila í starf framkvæmdastjóra fjöl- skylduhátíðar á Akureyri um verslunar- mannahelgina. Ráðningartími verður ca 2-21/2 mánuður. Skilyrði er að viðkomandi þekki vel til á svæð- inu, geti unnið sjálfstætt og hafi einhverja reynslu af stjórnun. Umsóknum ber að skila skriflegum fyrir 10. júní í pósthólf 121, 602 Akureyri. AJII ATVINNUMIÐLUN NÁMSMANNA Sumarstarfsfólk Atvinnumiðlun námsmanna útvegar fyrir- tækjum og stofnunum sumarstarfsfólk. Yfir 1200 námsmenn á skrá með margvíslega menntun og reynslu. Skjót og örugg þjónusta. Atvinnumiðlun námsmanna, Stúdentaheimilinu við Hringbraut, sími 621080. ísafjarðarkaupstaður S.O.S. Leikskólastjóri óskast strax til starfa á leik- skólann Eyrarskjól, ísafirði. 100% starf. Um er að ræða skemmtilegt starf í góðu umhverfi. Flutningskostnaður verður greiddur og að- stoðað við útvegun á niðurgreiddu húsnæði. Góð laun. Allar nánari upplýsingar gefur undirrituð í síma 94-3722. Fulltrúi félagsmálastjóra. Atvinnumiðlun iðnnema Atvinnurekendur - iðnmeistarar Atvinnumiðlun iðnnema hefur á skrá stóran hóp af hæfum starfskröftum. Stuðlið að aukinni starfsreynslu og starfsmenntun iðnnema. Nánari upplýsingar í símum 10988 og 14318, fax 620274, alla virka daga á skrifstofu Iðn- nemasambands íslands, Skólavörðustíg 19. Útflutningsfyrirtæki óskar eftir starfskrafti í fullt starf. Helstu starfsþættir: Útflutningspappíragerð, vélrit- un, símavarsla (að hluta), sendiferðir (að hluta). Vinnutími frá kl. 8.30-16.30. Framíðar- starf. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Ú - 1225“ fyrir 9. júní. © Ríkisútvarpið auglýsir starf aðstoðardag- skrárstjóra á innlendri dagskrárdeild sjón- varps laust til umsóknar. Umtalsverð reynsla og menntun á sviði dag- skrárgerðar er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 15. júní og ber að skila umsóknum til starfsmannastjóra Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem þar fást. Úr ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI Fóstrur Leikskólinn Brekkukot óskar eftir að ráða fóstru á deild 2ja-5 ára barna. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega hringið í Lindu Þórðardóttur, leikskólastjóra, í síma 604357, heima 642448. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarfræði- nemar óskast til fastra starfa og sumar- afleysinga á heilsugæslu og hjúkrunardeildir. Ýmsar vaktir koma til greina m.a. 8-16, 16-24, 16-22, 17-23. Upplýsingar veitir Jónína Nielsen hjúkrunar- framkvæmdastjóri í síma 689500. Alþýðuskólinn á Eiðum Laus kennarastaða með ensku og íslensku sem aðalgrein. Ennfremur er auglýst staða kennara í stærðfræði og íslensku. Við skólann er 10. bekkur grunnskóla svo og tvö ár framhaldsnáms. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 97-13821 og 97-13814. „Au pair“ í Ósló Læknafjölskylda með 3 börn óskar eftir „au pair“ frá 1. ágúst 1993. Verður að vera yfir 20 ára, reyklaus, með stúdentspróf og ökuskírteini. Umsókn sendist til: Grete H. Berild, Kristianiesvingen 73, 0391 Ósló, Noregi. Óskum eftir: ★ Gröfumanni á beltagröfu. ★ Gröfumanni á traktorsgröfu. ★ Vörubílstjóra. Einungis vanir menn koma til greina. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Vanur - 13008“ fyrir 12. júní. Fiskifræðingur Hafrannsóknastofnunin óskar að ráða fiski- fræðing við útibú stofnunarinnar á Akureyri. Hluti starfsins felst í kennslu við sjávarút- vegsdeild Háskólans á Akureyri. Upplýsingar um starfið veitir Steingrímur Jónsson, útibússtjóri, í síma 96-11780. Umsóknir sendist útibúi Hafrannsóknastofn- unarinnar á Akureyri fyrir 30. júní. Hafrannsóknastofnunin, útibú á Akureyri, Glerárgötu 36, 600 Akureyri. Sjúkrahús Akraness Skurðlæknir Vegna forfalla vantar skurðlækni til afleys- inga á handlækningadeild frá 20. júní nk. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir í síma 93-12311. | ísafjarðarkaupstaður Grunnskólanum ísafirði Kennara vantar. Meðal kennslugreina danska, handmenntir og íþróttir. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 94-3044 í skóla, 94-4649 heima. Sölumaður - útflutningur Útflutningsfyrirtæki í örum vexti, sem sér- hæfir sig í útflutningi sjávarafurða óskar eftir að ráða sölumann til starfa. Æskilegt er að viðkomandi sé með þekkingu og reynslu í greininni. Þó ekki skilyrði. Öllum umsóknum verður svarað og gefnar upplýsingar meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „S-123", fyrir 15. júní nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.