Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 Snæfjallaströndina. Binna naut starfs síns við Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafirði og óþreytandi sinnti hún konunum sín- um og ungbömunum. Hver einstök sængurkona fékk sérstaka umönn- un óháð umsömdum vinnutíma ljós- móðurinnar. Það var mikill kærleikur og sam- skipti í millum systkinanna frá Sléttu. Heimsóknir milli fjölskyldn- anna voru tíðar og við krakkamir nutum þess að heyra samræður þeirra sem snemst oftar en ekki um lífið fyrir norðan. Systumnum lá stundum hátt rómur er saman vom komnar, áherslur lagðar með handahreyfingum og látæði og er ég ekki viss um að þær hafi alltaf "'fl'eyrt síðustu setningu hverrar ann- arrar. En það skipti ekki máli, þær þekktu söguna. Nöfn litlu þorp- anna, Sæbóls, Hesteyrar og Látra greyptust í vitund okkar svo ekki sé talað um mörg bæjamöfnin sem við skynjuðum svo nálægt okkur en jafnframt svo fjarlægt. Hvers vegna svo fjarlægt? Jú, á tuttugu ára tímabili hafði þessi sveit sem taldi fast að 500 manns farið i eyði. Það var því ekki undarlegt þó samræður systk- inanna snemst oft og tíðum um þessa fornu byggð. Um það bil tveimur ámm eftir lát Haraldar fluttust mæðgumar til Reykjavíkur. Binna hóf störf við Landspítalann og starfaði þar óslit- ið til ársins 1985 er hún lét af störf- um. í sumarfríum átti hún það til að skreppa út á land og leysa af. Þann- ig birtist hún hér á Blönduósi eitt sumarið. Þegar hún átti frí renndi hún gjarnan til okkar í sveitina. Foreldrar mínir dvöldu þá hjá mér. Yfir kaffibolla var skrafað og hleg- ið. Við nutum þess að horfa á sól- ina setjast í hafið og baða himininn roða. Þetta minnti þau á Sléttu og minningamar spruttu fram. Spum- ingin um hvers vegna byggðin fyrir norðan lagðist af var enn og aftur kmfin til mergjar frá öllum hliðum. Það var talað um hafnleysi fyrir vélbátana sem komnir voru til sög- unnar, erfiðar samgöngur, félags- lega aðstöðu og svo margt fleira sem ekki verður tíundað hér. Einn- ig voru geislandi frásagnir af lífinu út við ystu höf, þegar Norðmenn ráku hval- og síldarstöð á He- steyri, þegar barnaskólinn var byggður á Sæbóli, eða frá erfiðum embættisferðum Jónasar afa. Og ég sem nú var orðin fullorðnari skynjaði enn betur en fyrr hve þetta tímabil í ævi þeirra sem þama höfðu lifað var þeim hugleikið. Fyrir nokkmm ámm veiktist Binna af hrönunarsjúkdómi. Frem- ur en fyrri daginn var hún ekki á því að gefast upp. Viljastyrkurinn og kjarkurinn virtist stundum bera hana langt umfram getu. Síðustu árin hafa verið Binnu og hennar nánustu erfíð. Þrátt fyrir tjáningarerfiðleika fylgdist hún mjög vel með öllu sem' efst var á baugi á hveijum tíma. Hún mundi eftir afmælisdögum skyldmenna sinna, þrýsti hendur, brosti eða var döpur eftir því um hvað var rætt við hana. Dætur, tengdasynir og bamaböm hafa sýnt henni mikla umhyggju og nærgætni í veikindun- um. Þá er ótalin aðstoð og tryggð Valdimars Jónssonar vinar hennar. Kjarkurinn, ákveðnin, hlýjan og glaðværðin einkenndu Binnu frænku. Rétt eins og náttúran á hjara veraldar, svo sterk, svo ein- stök. Blessuð veri minning hennar. Elín S. Sigurðardóttir. Hugurinn skynjar. Hugurinn geymir. í minningunni em þættir tengdir. Þannig tengist gleðin, hlát- urinn og dugnaðurinn í minning- unni um Brynhildi Jónasdóttur, móðursystur mína. Hún fæddist í Stakkadal í Sléttuhreppi, Norður- ísafjarðarsýslu, hinn 8. maí 1920, dóttir hjónanna Jónasar Dósóþeus- sonar og Þórannar Brynjólfsdóttur sem síðar bjuggu á Sléttu í Jökul- fjörðum. Hún var yngst sex systk- ina. Ung að áram lærði hún ljós- móðurstörf og var skipuð ljósmóðir í Sléttuhreppi árið 1940. Þegar litið er til allrar þeirrar tækni, sem er viðhöfð nú á tímum við barnsfæðingar, er í raun engin leið að gera sér í hugarlund aðstæð- ur í þeim efnum í Sléttuhreppi fyr- ir rúmlega hálfri öld. Vegleysur, válynd veður, engin tækni önnur en sú sem fólst í réttum handbrögð- um, hugarstyrk og hjartahlýju. Hvenær sem kallið barst var ljós- móðirin unga reiðubúin. Ótrúlegt atgervi til líkama og sálar hefur þurft til að sinna ljósmóðurstörfum við þessar aðstæður. Það var að vonum að ekki liði á löngu að jafn glæsileg kona og Brynhildur var giftist. Hún gekk að eiga Harald Valdimarsson frá Blámýrum í Ögursveit 1945. Ungu hjónin hófu búskap á ísafirði. Dæt- urnar fæddust, Þómnn 1946, Elsa 1948 og Jóna 1951. Árið 1955 tók Brynhildur aftur til við ljósmóður- störf, en það ár var hún skipuð ljós- móðir í Eyrarhreppi. Það var auðséð að hún naut mikilla vinsælda sem ljósmóðir. Tíðar heimsóknir barns- hafandi kvenna til hennar bám vitni um_ það. Árið 1963 varð fjölskyldan fyrir mikilli sorg. Eiginmaðurinn kenndi lasleika og fór til Reykjavíkur til nánari rannsóknar. Hann átti ekki afturkvæmt. Ekkjan með dæturnar þijár ákvað að flytja frá ísafirði og stofna nýtt heimili í Reykjavík. Til ársins 1985 starfaði hún lengst af á Fæðingarheimili Reykjavíkur og á fæðingardeild Landspítalans, en þá var hún farin að kenna sjúkdóms sem ágerðist með ámnum. Þrátt fyrir langan og erfiðan vinnudag virtist Binna ætíð geta miðlað öðr- um af gleði sinni og lífsreynslu. Hjálpsemin var henni í blóð borin. Síðustu árin vom erfið. Sjúkdóm- urinn leiddi til, að hún átti erfítt með að tjá sig. Hugsunin var skýr til hinstu stundar, en áður en lauk var hún í raun orðin fangi í eigin líkama. Þrátt fyrir sjúkdóminn lét hún ekki bugast. Staðið skyldi með- an stætt væri. Hún naut aðstoðar dætra sinna og fjölskyldna þeirra í ríkum mæli og frábærrar aðhlynn- ingar starfsfólks í Seljahlíð. Einnig naut hún vináttu Valdimars Jóns- sonar frá ísafirði til hinsta dags. Umhyggja hans fyrir velferð hennar á mörgum undanfömum árum lýsir fegurð mannlífsins sem á vart sinn líka. Hugurinn skynjar, hugurinn geymir minningar um glæsilega dugmikla konu sem létti öllum lund sem í návist hennar voru. Megi sá sem öllu ræður veita henni líkn og aðstandendum styrk í sorginni. Brynjólfur Sigurðsson. ------♦ Minning Ólnfur Guð- mundsson Fæddur 26. febrúar 1952 Dáinn 19. maí 1993 Með örfáum orðum langar mig að minnast míns kæra vinar, Ólafs Guðmundssonar, sem lést á heim- ili sínu, Fjarðarseli 35, þann 19. maí sl. _ Við Óli, sem hann var ávallt kallaður, ólumst upp hlið við hlið, ef svo má segja, frá því að við vomm komabörn. Þar af leiðandi koma upp í hugann margar góðar minningar, t.d. fyrstu markvarða- hanskamir og hnéhlífamar sem honum áskotnuðust. Þá var nú minn maður tilbúinn að láta skjóta á sig. Svo em það nú stórfram- kvæmdimar í vegagerð úti í móta, allar tilraunimar, að ná sem mest- um afla upp úr sílalæknum, stóra trukknum R-418 sein við drógum á eftir okkur um allar trissur og m.m.fl. Ekki má gleyma skákinni, sem var hans aðaláhugamál um langan tíma. Þær em margar skákirnar sem við vinirnir tefldum, og oftar en ekki hafði Óli betur, enda var hann afburða skákmaður, eins og í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur, hvort sem var í leik eða starfi. Það síðasta sem við Óli ákváð- um að bralla saman var að tefla símskák. Þeirri skák lauk ekki, en hún verður örugglega tefld til þrautar síðar. Elsku Henný, Malli, Auður, Helgi, Gummi, Áuður, Ámi, Sibba og aðrir ástvinir. Eg og mínir send- um ykkur innilegustu samúðar- kveðjur. Megi góður guð vera með ykkur. Blessuð sé minning míns kæra vinar. Björn Bryiýólfsson. t Bestu þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð við fráfall eiginmanns míns, JÓNS BECK BJARNASONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Pétursdóttir. t Þökkum öllum sem sýnt hafa okkur samúð við fráfall og útför HARÐAR FRIÐBERTSSONAR, Bogahlíð 20. Bára Danielsdóttir, Hafdfs Harðardóttir, Haukur Harðarson, Jórunn Harðardóttir, Guðmundur Helgi Christensen og barnabarn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, HULDU VILHJÁLMSDÓTTUR, Grundargerði 1 a, Akureyri. Gunnlaugur Fr. Jóhannsson, Helena Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Gunnhildur Gunnlaugsdóttir.Þorlákur Jónsson, Þorsteinn Gunnlaugsson, Guðlaug Ingvarsdóttir, Edda Vilhjálmsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, VIGDÍSAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Bolungarvfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum. Bjarndfs Albertsdóttir, Guðbrandur Rögnvaldsson, Margrét Albertsdóttir, Snjáfríður Árnadóttir, Bára Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, INGÓLFS JÓHANNESSONAR frá Skálholtsvík. Guðríður Einarsdóttir, Magnús Ingólfsson, Björg Björnsdóttir, Guðríður Erna Magnúsdóttir, Ásta Lilja Magnúsdóttir, Ingólfur Már Magnússon. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Álftamýri 20. Gíslína Magnúsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Skarphéðinn Össurarson, Sigriður Magnúsdóttir, Andrés Adólfsson, Elín Magnúsdóttir, Sigurður Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall móður okkar , tengdamóður, ömmu og langömmu, KARENAR LOUISE JÓNSSON. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Pétursd. Jónsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Vitastfg 9a, Reykjavík. Kristinn Jóhannsson, Kjartan Kristinsson, Ólöf J. Guðmundsdóttir, Þórður Kristinsson, Edda Sigurgeirsdótttir, barnabörn og barnabarnabörn. t ÉMi Innilegar þakkir til allra þeirra sem ESflb sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför sonar og bróður, Ingimundar Ingimundarsonar bifreiðasmiðs, Vallartröð 1, Kópavogi. L ‘v%í, Ingimundur Ingimundarson, Hrefna Gfsladóttir, Guðný Dóra Ingimundardóttir, Björk Ingimundardóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, son- ar, bróður og mágs, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR, Fjarðarseli 35. Marin Henný Matthíasdóttir, Matthfas Ólafsson, Auður Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson, Guðmundur Árnason, Auður Thoroddsen, Árni Guðmundsson, Sigurbjörg Hermundsdóttir. Lokað Hárgreiðslustofur Salon VEH Glæsibæ, Húsi verslunarinnar og Laugavegi 28, verða lokaðar eftir hádegi mánudaginn 7. júní vegna jarðarfarar BRYNHILDAR I. JÓNASDÓTTUR Ijósmóður. i f « i i i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.