Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 33 aðrir, segir frá framsýni Guðmund- ar í viðtali í 40 ára afmælisriti Varðar árið 1966. Ragnar nefnir sem dæmi, að Guðmundur hafi fyrstur manna komið fram með hugmyndir um verkamannabústaði og strætisvagna á vegum bæjarfé- lagsins. Ragnar segir þetta muni hafa verið árið 1928. Hvorugt náði í fyrstu fram að ganga. En skömmu síðar beitti Alþýðuflokkurinn sér fyrir lagasetningu á Alþingi um verkamannabústaði. Þegar fyrir- tækið Strætisvagnar Reykjavíkur var stofnað var Guðmundar minnst sem frumkvöðuls þeirra, og hékk mynd hans uppi á skrifstofu SVR lengst af. Guðmundur var um þrítugt þegar hann kvæntist ungri, undurfríðri stúlku frá Hvalfjarðarströnd. Hún hét Sigríður Jónsdóttir og var frá Kalastaðakoti. Sigríður var 16 ára þegar hún með konungsleyfi giftist Guðmundi. Þau eignuðust tvö böm, Jón og Ingibjörgu, sem voru sex og fjögurra ára gömul þegar faðir þeirra féll frá. Eftir fráfall Guð- mundar giftist Sigríður á ný Felix Ottó Sigurbjarnarsyni, og átti með honum Hörð og Soffíu. Afkomendur Guðmundar eru margir, þótt börn hans væru aðeins tvö. Jón á sex börn og átján barna- börn, og Ingibjörg á einnig sex börn en sautján barnabörn. Jón var flugmaður og síðar rafvirkjameist- ari, en hefur lengst af starfað fyrir Bandaríkjaher í Keflavík. Ingibjörg er rekstrarstjóri í Bakaríinu Grímsbæ. Fyrsta kona Jóns var Rut Peter- sen og eignuðust þau Sigríði Nönnu, sem er kaupmaður í Flórída í Bandaríkjunum. Önnur kona Jóna var Nanna Tryggvadóttir og eru synir þeirra Guðmundur fulltrúi og Tryggvi endurskoðandi. Dóttir Jóns og Sigríðar Kristjánsdóttur er Kristín Þorbjörg húsmóðir. Núver- andi kona Jóns er Vigdís Tryggva- dóttir og eiga þau tvær dætur, Kristínu Anný markaðs- og sölu- stjóra og Soffíu Bryndísi skrifstofu- mann. Fyrri maður Ingibjargar var Haukur Sveinsson og eignuðust þau þrjú börn; Svein Rúnar lækni, Óttar Felix framkvæmdastjóra og Sigríði Guðmundu landfræðing. Núverandi maður Ingibjargar er Guðfinnur Sigfússon og eru böm þeirra einnig þijú; Sigfús bakari, Guðmundur bakari og María Þorgerður, kennari og tölvunarfræðingur. Nú eru 62 ár liðin frá því hörmu- lega slysi, sem varð 1. september 1931. Þetta mun hafa verið fyrsta banaslysið í bíl hérlendis. Guðmundur var bæjarfulltrúi í Reykjavík er hann lést, formaður Varðar og einn af helstu forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Hann hafði á örfáum árum fengið óhemju miklu áorkað fyrir flokkinn, en verslunarrekstur hans mun hafa setið á hakanum. Eins og sagði í Morgunblaðinu: „En Guðmundur var þannig skapi farinn að hann lét aldrei mikið að sér kveða í einka-- rekstri sínum. Hann var einn af þeim fáu mönnum, sem fá að vöggugjöf alveg staðfastan áhuga fyrir málefnum almennings, fyrir því að láta til sín taka á þeim vett- vangi, þar sem unnið er að heill alþjóðar." Blessuð sé minning Guðmundar Jóhannssonar. Sveinn Rúnar Hauksson. Til sölu falleg 4ra-5 herbergja hæð og ris í miðborg Reykjavíkur. Um er að ræða 68,7% eignarhlut í frístandandi timburhúsi, byggðu 1906. Á hæðinni er forstofa, þvottahús, eldhús, borðstofa og stofa. í risinu eru 3 svefnherb. og bað. Eignin, sem er rúml. 100 fm, er endurnýjuð að mestu leyti. Sérinngang- ur, sérbílastæði og garður á baklóð. Áhvílandi kr. 3,9 millj. í hagstæðum lánum. Verð aðeins kr. 7,3 millj. Athugandi að taka bifreið uppí. Nánari upplýsingar í síma 91-24995. Glæsilegar íbúðir - stórkostlegt útsýni - hagstætt verð Opið hús Sýnum í dag glæsilegar séríbúðir í Setbergshlíð, Hafnarfirði. Stórkostlegt útsýni. Gott verð og sveigjanlegir samningar. Sérfræðingar á staðnum. Opiðfrá kl. 13.00-17.00 í Klettabergi 60 og Klukkubergi 41. Verið velkomin - heitt kaffi á könnunni. ( ( ( ( ( ( ( ( ( Gerið Athugið! Allar innborganir kaupenda fram að afhendingu íbúða verða í vörslu viðskiptabanka okkar. Frágangur: íbúðirnar afhendast fullbúnar með öllum gólfefnum, innréttingum og tækjum, sameign er fullfrágengin og lóð er þökulögð. Afhending: Fyrstu íbúðirnar afhendast í apríl 1994 og þær síðustu júní sama ár. verð- samanburð rð: 2ja herb. fullbúin íbúð kr. 5.800 þús. 4ra herb. fullbúin íbúð kr. 7.900 þús. Stæði í bílskýli kr. 200 þús. Dæmi um greiðslukjör: 4ra herb. 2ja herb. Staðfestingargjald: 200 þús. 200 þús. Húsbréf: 5.135 þús. 3.770 þús. Samkomulag: 2.565 þús. 1.830 þús. Samtals: 7.900 þús. 5.800 þús. FLETTURIMI 31-35 Höfum fengið frábærar móttökur á 30 daga kynoingar- verði okkar og eru margar íbúðir þegar seidar. Greiðslukjör okkar hafa alltaf verið með því besta sem þekkist. Lítið á aðstæður á byggingarstað. Hringið og fáið sendan litprentaðan bækling með frekari upplýsingum. Opnum á mánudag bxl BYGGÐAVERK HF. Reykjavíkurvegi 60, 220 Hafnarfirdi. Grunnmyndir íbúða í einum stigagangi bækling með frekari upplýsingum. Sími 54644, fax 54959 Nýtt þak • nýir veggir • nýir gluggar • nýtt gler • nýjar hurðir • ný eldavél • nýtt baðkar • nýr vaskur • ný teppi • nýjar flísar • ný pípulögn • nýtt rafmagn • ný málað • allt nýtt. Fullbúnor íbúðir ú frúbæru ver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.