Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 FIMLEIKAR Morgunblaðið/Arni Sæbcrg Andreas Wecker lét vel að dvölinni hjá Gerplu. Mikill áhugi á íslandi - sagði Andreas Wecker, einn fremsti fimleikamaður heims FIMLEIKADEILD Gerplu í Kópavogi hefur notið leiðsagnar besta fimleikamanns Þýskalands, Andreas Wecker, sem kom fyr- ir tilstuölan eins af þjálfurum félagsins Mario Azonn en þeir þekkjast í gegnum þátttöku á fimleikamótum á alþjóðlegum vettvangi og eru báðir frá fyrrum Austur- Þýskalandi. Gerpla og Fimleikasamband íslands stóðu að komu hans hingað. Andreas Wecker, sem er 23 ára, hefur verið einn af fremstu fimleika- mönnum heims síðustu fjögur árin. „ .. Hann byrjaði 7 ára að æfa fímleika Stefánsson °g hefur því verið að í 16 ár en skrifar hann kom upprunalega frá eystn hluta Þýskalands. Hann varð Evrópumeistari í keppni á svifrá 1989 og eins á heimsmeistaramótinu 1992, fékk silfurverðlaun í liðakeppni á HM 1989 og einnig fyrir æfingar í hringjum og á bogahesti. Hann vann silfur fyrir æfingar á svifrá á Olympíuleikun- um í Barcelona 1992. Á síðasta heimsmeistaramóti í fimleikum, sem fram fór í Birmingham í sl vetur, náði Wecker bronsverðlaunum í samanlögðum greinum og vann silfur á bogahesti og í hringjum. Hann æfír og keppir eingöngu og getur því lítið sinnt þjálfun. En hvað fínnst Wecker um íslenska fímleika: „Það er erfitt að segja með stöðuna hér á landi, hér er íþróttin tiltölulega ung en í Þýskalandi er komin hefð á fimleika. En það er mikill áhugi hér. Það er einnig mikill áhugi í Þýskalandi og tóku Þjóð- veijar fimleika fram yfír bandaríska „draumaiiðið" í körfubolta þegar sjónvarpsáhrif voru mæld.“ Gerpluliðið hefur ekki svikist um að fara með gestinn á helstu ferðamannastaðina á suðvestur- horninu þegar tími hefur gefist frá æfingum. „Mér líst mjög vel á landið og hef áhuga á að heimsækja Island aftur síðar ef ég get,“ sagði Andreas Wecker en hann dvaldi hér í hálfan mán- uð fyrir skömmu. SUND Spuming um að sigra náltúmöflin - segir Adrian Moorhouse, íyrrum Ólympíumeistari, sem ætlar að synda yfir Ermarsund ADRIAN Moorhouse, fyrrum Ólympíumeistari og heimsmethafi í 100 metra bringusundi frá Bret- landi, er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir að synda yfir Ermarsund. Hann ætlar að stinga sér til sunds í Dover í Bretlandi og synda yfir til Frakklands, 35 km leið, í lok ágúst. |oorhouse, sem er 29 ára, varð Ólympíumeistari í 100 metra bringusundi í Seoul 1988. Hann keppti einnig á leikunum í Barcelona í fyrra og varð þá að láta sér lynda síðasta sætið í úrslitum í 100 metra bringu- sundi. Þar með var frægðarsól hans farin að lækka á lofti og því ákvað hann að söðla um. Nú er markmiðið að synda heldur lengri vegalengd en á Ólympíuleikum og við aðrar aðstæður. í Ólympíusundlauginni í Seoul var hitastigið á vatninu 26 gráður á selsíus, en sjórinn í Ermarsundi er aðeins 11 gráður á selsíus. Hann hefur því þurft að aðlaga sig breyttu hitastigi með því að æfa í höfninni í Dover. Vegalengdin yfír Ermarsundið milli Dover og Calais í Frakklandi er um 35 km, þ.e.a.s. í beinni loftlínu. En vegna strauma ber sundfólk oft af leið og getur vega- lengdin því orðið allt að 60 km. „Ég er útbrunninn sem keppnismaður á Ólympíuleikum, en ég verð að geta boð- ið sjálfum mér ögrandi viðfangsefni," sagði Moorhouse um áform sitt. Hann hefur æft sig vikulega í sjónum við Dover frá því í byijun maí. Hann var aðeins 20 mínútur í sjónum fyrstu æfíngamar en nú hefur hann aukið tímann upp í 75 mínútur. Hann nýtur leiðsagnar Alison Streeter, sem er eina konan sem þrívegis hefur synt yfír sundið. Ólympíumeistarinn hefur lengi dreymt um að synda yfir Ermarsund , en fyrstur til þess svo vitað sé var Matthew Webb, breskur skipstjóri, árið 1875. „Ég var farinn að hugsa um þetta sund þegar ég var 15 eða 16 Styrsta vegalengdin yfir Ermasund er 34 kílómetrar en Moorhouse gæti þurft að synda um 45 kílómetra vegna strauma og sjávarfalla Adrlan Moorhouse fagnar hér sigrinum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Seoul. Nær hann að láta drauminn rætast — að synda yfír Ermarsund? ára, á sama tíma og ég var að gæla við Ólympíugull. Þetta sund er spurning um að sigra náttúruöflin," sagði Moorhouse. Hann ætlar að synda skriðsund en ekki bringusund, sem hefur verið hans sérgrein. „Það er of kalt fyrir bringusund og svo vil ég komast eins hratt yfír og kostur er. Hnéin á mér myndu ekki þola bringu- sundið í svona köldum sjó.“ Hann segir að þessi þrekraun gæti reynst erfíð. „Það háir mér ekki að synda í gegnum marglyttur og olíu- brák. Þú verður að einbeita þér að sundinu og vera viss um að fara ekki af leið. Þú hugsar ekki um neitt annað þangað til gripið verður í fótinn á þér. Þetta er erfiðara en að klífa Everest. Það sést á því að fleiri hafa klifið Everest en synt yfir Ermarsund." Talið er að 500 manns hafi klifíð Everest en aðeins 423 náð að synda yfir Ermarsund af þeim 4.300 sem hafa reynt það. Það er aðeins einn af hveijum tíu sem kemst yfír sundið — skildi Moorhouse vera einn þeirra? Vantaði aðeins nokkra kílómetra - sagði Eyjólfur Jónsson, eini íslendingurinn sem hefur reynt að synda yfir Ermarsund EYJÓLFUR Jónsson, lögreglumaður, reyndi tvfvegis að synda yfir Ermarsund árið 1958 en mistókst í bæði skiptin. Hann er eini íslendingurinn sem hefur reynt þetta sund svo vitað sé. „Það vant- aði aðeins þrjá eða fjóra kílómetra að ég kæmist yfir í seinna skiptið, en þá var ég búinn að vera á sundi i' sextán klukkutíma. Það sem háði mér mest var sjóveiki," sagði Eyjólfur. Ejólfur, sem er 68 ára og hefur starfað sem lögregluþjónn í Reykjavík í 34 ár, sagðist ’ ekki líta á sig sem afreksmann í íþróttum. „Ég er bara ósköp venjulegur maður. Mesta afrek- ið sem ég hef unnið á íþróttasviðinu er að ég var einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Þróttar og er þar heiðursfélagi," sagði hann og vildi lítið gera úr sundafrekum sínum. Hann synti úr Selsvör í Reykjavík uppí Teigavör á Akranesi 1958. Hann var 13 klukkustundir og 15 mínútur á leiðinni. „Sund- ið gekk nokkuð vel og ég var lítið þrekaður. Ég fór til Reykjavíkur daginn eftir með Akra- borginni og fékk frítt. En ég varð að skrifa undir sérstakt skjal um borð þar sem ég stað- festi að ég væri ekki í samkeppni við skipið á þessari leið,“ sagði Eyjólfur. Hann hefur tíu sinnum synt Viðeyjarsund, þá Skeijafjarðarsund, Drangeyjarsund og Hafnarfjarðarsund. Þetta verður að teljast mikið afrek. Þess má geta að Eyjólfur lærði ekki að synda fyrr en 25 ára gamall og fór í sjóinn á hveijum degi fram eftir aldri. „Ég vandist því sjávarkuldanum vel. Það var ekki eins kalt í Ermarsundinu og ég átti að venj- ast hér við Island.“ Eyjólfur sagðist vera hættur að fara í sjóinn eða sundlaugarnar og léti sér nægja að svamla í baðinu heima hjá sér. „Ég veit ekki til þess að annar íslendingur hafi reynt Ermarsundið." Morgunblaðið/Kristinn Eyjólfur Jónsson, lögreglumaður, er eini íslendingurinn sem hefur reynt að synda yfir Ermarsund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.