Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 2
EFIMI 2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 * Asmundur Stefánsson bjartsýnn vegna kjarasamninga og áframhaldandi stöðugleika Samkeppnisstaða íslenskra at- vinnuvega gæti batnað mn 14% ÁSMUNDUR Stefánsson, fyrrverandi forseti ASÍ og nú fram- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka, sagði í erindi á ráðstefnu á vegum Háskólans á Akureyri í fyrradag, að ef áform aðila um kauphækkanir í nýgerðum kjarasamningum nái fram að ganga muni samkeppnisstaða íslenskra atvinnuvega batna um 10% vegna minni kostnaðarhækkana hérlendis en erlend- is. Að auki mætti gera ráð fyrir 4% bata vegna framleiðniaukn- ingar — og því alls 14% bata á tímabilinu. Hann sagði ennfrem- ur að lækkun raunvaxta gæti enn frekar bætt stöðuna og stöðugleikinn ætti að stuðla að lækkun vaxta. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa nú sýnt þann styrk við erfiðar aðstæður að framlengja þann stöðugleika sem við höfum búið við undanfarin misseri,“ sagði Ásmundur, og bætti við að ef áform þeirra stæðust yrðu kaup- hækkanir 12% meiri í viðskipta- Herjólfur var kvaddur með viðhöfn Afhentur sænska hernum í vikunni GAMLA Vestmannaeyjafeijan Herjólfur er nú á leiðinni til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hún verður afhent nýjum eigend- um, sænska hernum. Mikið fjöl- menni kvaddi skipið þegar það sigldi frá Eyjum. Gamli Heijólfur var smíðaður fyrir Heijólf hf. 1976 og var í sigl- ingum milli lands og Eyja þar til fyrir ári að nýi Heijólfur tók við hlutverki hans. Skipið hefur legið við bryggju í Vestmannaeyjum síð- an. Nú hefur sænski sjóherinn keypt skipið fyrir um 65 milljónir kr. og mun ætlunin vera að nota það til að þjónusta varðbáta á Eystrasalti. Herinn kaupir skipið 1. júlí en verður með það á leigu þangað til. Mikið fjölmenni kvaddi skipið þegar það sigldi frá Vestmannaeyj- um klukkan 22.30 á föstudags- kvöldið. Skotið var upp flugeldum og bílflautur þeyttar. Nýi Heijólfur sigldi með þeim gamla austur fyrir Eyjar þar sem þeir kvöddust með fánakveðjum. Ferðin gengur vel Þegar Morgunblaðið ræddi við Grím Gíslason, stjórnarformann Heijólfs, um borð í skipinu i gær- morgun var það komið 130 mílur suðaustur af Eyjum og hafði ferðin gengið vel. Áætlað er að siglingin til Gautaborgar taki þijá og hálfan sólarhring. löndum okkar en hér á landi, mælt í íslenskum krónum, á áður- nefndu tímabili. „Á sama tíma munu verðhækkanir verða 8% meiri en hér á landi. Samkeppnis- staða íslenskra atvinnuvega mun þannig batna um 10% vegna minni kostnaðarhækkana hérlendis en erlendis." Ásmundur sagði að áframhald- andi stöðugleiki ætti að gefa ís- lenskum fyrirtækjum möguleika á því að ná framleiðniaukningu umfram erlenda keppinauta og benti í því sambandi á að áætlað væri að um 20 milljarðar væru í innflutningi sem íslenskur sam- keppnisiðnaður eigi að stórum hluta að geta fært til sín. Hann sagði að ekki væri óeðlilegt að reikna með 4% framleiðniaukn- ingu á ári.“ Staða ríkisins betri Ásmundur fullyrti að aldrei fyrr hefði verið af jafn mikilli ein- drægni tekið á til að bæta sam- keppnisstöðuna og þar með treysta atvinnuástandið. „Einmitt í þessu ljósi er furðulegt að hlusta á þær raddir sem ráðast að samningsað- ilum fyrir að velta miklum vanda á ríkissjóð. Þegar aðgerðir ríkisins eru komnar fram er talið að út- gjöld muni að teknu tilliti til óbeinna áhrifa aukast um þijá til þijá og hálfan milljarð króna. í þeim útreikningum er ekki tekið tillit til áhrifanna af bættri sam- keppnisstöðu. Tekjur ríkisins auk- ast um rúman milljarð með hveij- um þúsund sem flytast úr atvinnu- leysi í starf. Staða ríkissjóðs er því nánast örugglega betri þegar áhrif samninganna eru öll komin fram en ella hefði orðið,“ sagði Ásmundur. Opinberri heimsókn portúgölsku forsetahjónanna lýkur í dag Morgunblaðið/Einar Falur I Almannagjá Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, skýrir út myndun Almannagjár fyrir Mário Soares, forseta Portúgals, þegar þau gengu niður gjána. Torfi Túliníus fylgdarmaður forsetans er lengst til vinstri á myndinni, þá sést Davíð Oddsson forsætisráðherra og lengst til hægri eru séra Sigurð- ur Árni Þórðarson og séra Hanna María Pétursdóttir þjóðgarðsvörður. Hrifust af Þingvöllum PORTÚGÖLSKU forsetahjónin Mário og Maria Barroso Soares heimsóttu Þingvelli í veðurblíðu í gærmorgun. Hrifust þau mjög af staðnum. Davíð Oddsson forsætisráðherra og frú Ástríður Thoarensen tóku á móti portúgölsku forsetahjónunum, fylgdarliði þeirra, og frú Vigdísi Finnbogadóttur við útsýnisskifuna við Almannagjá, þar sem gestimir heyrðu sögu Þingvalla. Að því búnu var gengið niður gjána, með viðkomu á Lögbergi, og hrifust gestimir mjög af útsýninu og eins hlýjunni þarna á milli snævi typptra fjallanna. Frá Þingvöllum var haldið til Vina- skógar þar sem forsetahjónin gróðursettu tijáplöntur, og þaðan lá leiðin til Nesjavalla. Davíð Oddsson forsætisráðherra bauð til hádegis- verðar í Perlunni og síðan var skoðunarferð til Vest- mannaeyja á dagská heimsóknar portúgölsku forseta- hjónanna og loks kvöldverðarboð hjá Vigdísi Finnboga- dóttur forseta íslands á Hótel Holti. í dag skoðar Soares Listasafn íslands og opinberri heimsókn hans hingað lýkur á Reykjavíkurflugvelli klukkan 11.30. Undirbúningsnefnd kannar möguleika á gabbró-verksmiðju á Höfn Homfírsk fíöll söguð niður í flísar? Höfn. BÆJARSTJÓRN hélt fyrir skömmu fund um gabbró-verksmiðju en undanfarið hafa verið gerðar athuganir á því hvort hugsanlegt væri að ráðast í byggingu og rekstur slíkrar verksmiðju hér í hér- aði. Jón Pálsson, rekstrarverkfræðingur frá Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar, og Jón Siguijónsson, verkfræðingur hjá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins, fluttu framsögu í málinu. Hjá Jóni Siguijónssyni kom fram að eftir því sem menn vissu best væri gabbró hið besta byggingar- efni. Mjög heppilegt í gólf- og vegg- flísar með meiru og væri þá unnt að framleiða flísar í mismunandi grófleika og stærðum. Hjá nafna hans Pálssyni kom fram að innanlandsmarkaður væri ekki nægilega stór til að rekstur verksmiðju gæti byggst á honum eingöngu. Því væri mikilvægt að komast í samvinnu við erlenda að- ila í þessari grein. Markaðssvæði taldi hann að ætti að vera Norður- álfa, það er Norður-Ameríka og Norður-Evrópa. Kvað 50.000m2 verksmiðju kosta um 240 milljónir króna og væri það hentug stærð að hans mati. Yrði slík verksmiðja rekin á einni vakt skapaði það 6 manneskjum atvinnu, en væri um 3 vaktir að ræða þyrfti um 40 manns til að manna hana. Hann kvað frumathugun sína þó það jákvæða að ugglaust ætti að veija 5-10 milljónum til frekari kannana og stofna þyrfti undirbún- ingsfélag til að annast þann þátt- inn. Að reisa verksmiðju í Horna- firði byggðist auðvitað á því að hér væru stærstu hugsanlegu námurn- ar, en nú væri víða svo komið í þessari framleiðslu að hráefni væri flutt um mjög langan veg og heims- álfa á milli. Það væri einn af kostun- um við framleiðslu hér. Sveiflur á markaðnum Hilmar Hilmarsson sem lengi hefur starfað í Suður-Afríku gaf fundarmönnum smá innsýn í mark- aðsmálin sem giltu um steinefni svipuð íslenska gabbróinu. Sveiflur á verði eru miklar að hans sögn og fylgja auðvitað sveiflum í bygging- ariðnaði. Eftir lýsingum hans að dæma væru sveiflurnar ekkert ósvipaðar sveiflum í sjávarútvegi, sem stafa nú oftast af öðru en verð- sveiflum. Þá kom fram hjá honum að nýting gijóts úr námum til full- unninna flísa væri kannske á bilinu 5-50%. í lok fundar var kosin 3ja manna undirbúningsnefnd að frekari úr- vinnslu. Hana skipa Ari Jónsson og Hermann Hansson á Höfn og fyrr- nefndur Hilmar Hilmarsson. - JGG A ► 1-48 Báðum megin borðs ►í okkar litla samfélagi verður vart hjá því komist að ráðsmenn gagna og gæða lendi í þeirri að- stöðu að ólík hagsmunasvið skar- ist./lO Aznar berst við vofu Francos ►Hugleiðingar um þingkosning- arnar á Spáni sem fara fram í dag./14 Sextán ára meðganga ►Björk.Guðmundsdóttir beið i sextán á með að gera sólóplötu og segir plötuna það besta sem hún hafi gert, - fýrir utan að eign- ast barn./ 16 Umbunin úttekin ►Fyrstu laxveiðiferðir sumarsins minna á ýmsan hátt meira á helgi- stundir en veiðiskap./ 20 B ► 1-32 íslands þúsund ár ►Nokkrar hugleiðingar á degi sjó- manna um gerð heimildarmyndar, sem lýsir einum degi í þúsund ára sögu áraskipanna á íslandi./l Stjórnandinn ►Páll Pampichler Pálsson hefur verið við stjómvölinn í íslensku tónlistarlífí í 44 ár, stjórnað ungum og öldnum, reyndum og óreyndum í kórum, lúðrasveitum og sinfóníu- hljómsveit./6 Heimasætur á faralds- fæti ►Útþráin hefur rekið heimasæt- urnar í Keldudal í ferðalög um fjar- læg lönd. Séu þær ekki í langferð em þær að leggja drög að henni./14 Sumarsirkus ►Sumarmyndimartaka brátt að berast frá Hollywood og kennir þar margra grasa./16 Litli risinn ►Naxos-útgáfan hefur brotist upp í að vera þriðja stærsta útgáfa heims með það að vopni að selja sígilda tónlist á miklu lægra verði en aðrar útgáfur - og það síst lak- ari upptökur./ 18 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 15b Kvikmyndahúsin 22 ídag 20 Leiðari 24 Fólk í fréttum 22b Helgispjall 24 Myndasögur 24b Reykjavíkurbréf 24 Brids 24b Minningar 26 Stjömuspá 24b íþróttir 42 Skák 24b Útvarp/sjónvarp 44 Bió/dans 25b' Gárur 47 Bréf til blaðsins 28b Mannlífsstr. 8b Velvakandi 28b Kvikmyndir 14b Samsafnið 30b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.