Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JUNI 1993 47 4 ( 4 i 4 4 4 ( 4 4 4 4 4 4 4 A Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Samfellclm A Inokkrum löndum hefur verið veðjað á fjölskyldukerfíð, m.a. á íslandi með „heimilis- læknum“ sínum, segir í upphafi kafla með undirfyrirsögninni Samfelldni í bók fjölskylduráð- gjafanna Karls Gustavs Piltz og Kristínar Gustavsdóttur í Svíþjóð um samskipti stofnana, samfélags og einstaklinga. Þetta ýfði sinni Gáruhöfundar, enda um skeið orðið áhorfandi að reynslu sjúkra og farið að velta fyrir sér hvort fjölskyldu- kerfið okkar sé ekki í raun orð- ið illa útþynnt. Geti jafnvel í stöku tilfellum orðið hættulega ópersónulegt? Þau Kristín og Karl Gustav, sem í áratugi hafa unnið að fjölskyldumál- um og þekkja áhrif kerfisins í Svíþjóð á samfé- lagið, halda svo áfram (í snörun höfundar): „Við teljum mjög jákvætt fyrir fjölskyld- una að eiga að- gang að lækni sem fylgist með framvindu fjöl- skyldunnar í langan tíma. Samfelld tengsl eru forsenda þess að fá mynd af viðkomandi fjölskyldu. Sér- fræðingakerfið byggir á skammtíma samskipt- um við sérfræðinga um afmark- að viðfangsefni. Sérfræðingur- inn rannsakar einungis það sem viðkemur sérgrein hans. Ekki er ætlast til þess að hann fáist við almenn viðfangsefni, svo sem fjölskyldu og netið í vef hennar. Það á einhver annar að gera, óljóst hver. Þar fyrir utan þarf samfelld samskipti til þess að mynda trúnað, sem er for- senda þess að fjölskyldan veiti nokkra hlutdeild í einkalífi sínu. Þar með að segja frá því að eiginmaðurinn sé sjúkur og að áhyggjur út af syninum eða nýfráskilinni dóttur valdi kvíða. Í heimsókn til sérfræðings verður einstaklingurinn að gera grein fyrir erindi sínu með þvíað „framleiða“ upplýsingar, sem hann álítur að séu á sviði sér- fræðingsins. Sá sem leitar til læknis velur meðvitað eða ómeðvitað þær upplýsingar sem hann tínir til. Hann bryddar ekki upp á þýðingarmiklum, al- mennum aðstæðum, ef hann heldur ekki að þær skipti máli í þessu ákveðna samhengi. Þarna verða sérfræðisering og samfelldnibrestur samverkandi og gera enn torveldara fyrir." Þetta rifjaði upp útvarpsvið- tal einn morguninn í vetur við Ingvar Þóroddson lækni á Akur- eyri. Af reynslu sinni kom hann einmitt inn á hve miklu máli skiptir fyrir þá læknana að þekkja einstaklingana og fjöl- skyldurnar í kring um þá. Sagði eitthvað á þá leið, að stundum eigi læknirinn erfitt með að skilja hvað er að, en eftir því sem hann læri betur að þekkja sjúklinginn og umhverfi hans, þeim mun meiri iíkur séu á að hann sé ekki að gera neina vit- leysu. Yið að hitta manneskju einu sinni sé ekkert víst að við- brögðin verði rétt. Þekkingin komi ekki bara einn, tveir og þrír. Upplýsingamar sem smám saman safnast upp veiti læknunum vitnesku um mann- eskjuna, sem skipti svo miklu máli þegar á bjátar. Kostirnir við gamla heimilislæknakerfið séu að þar verður ijölskyldan. með í myndinni. Sú mynd sé mikilvæg til þess að skilja betur viðbrögð fólks og hvernig það kvartar. Hann tók nýlegt dæmi af konu sem var búin að missa dóttur sína. Ef hann hefði ekki vitað það og þekkt til fjölskyld- unnar þá hefði hann ekki skilið viðbrögð henn- ar, sem við þess- ar aðstæður voru eðlileg, og kannski farið að grípa inn í, sagði hann. Á ekki stærri stað en Akureyri hafa læknarnir á Heilsugæslu- stöðinni, sem eru 10 talsins, líka möguleika á að hafa sæmi- legt upplýsinga- flæði milli sín. Tala persónu- lega saman utan við skýrslurnar. Og þar, hvað þá á minni stöðun- um, þekkir læknir sem lengi hefur búið á staðnum, a.m.k. til ákaflega margra. Annar læknir, sem lengi hefur verið í héraði úti á landi, sagði mér þetta sama. Hann veit nokkurn veg- inn hvort sá sem hefur tal af honum í síma er líklegur til að bera sig vel eða yfirdrífa. Hann veit um áföll sem líkleg eru til að leggjast á hann o.s.frv. Og nú þegar hann segir farið að bera svolítið, af kostnaðará- stæðum, á tregðu við að koma eða láta hann koma, spurt hvort ekki megi bara afgreiða þetta gegn um síma, þá getur hann nokkum veginn metið hvort, hann á að leggja að manneskj- unni að koma eða jafnvel að drífa sig strax til hennar. Hann þekkir sitt fólk. Slík grunnþekk- ing skilar sér illa um skýrslur, þótt „rappað“ sé af mestu sam- viskusemi. Maðurinn er víst æði flókið fyrirbrigði. Ekki er hér verið að draga úr þeirri stórkostlegu og ómet- anlegu sérfræðiþekkingu sem tiltæk er í landinu og stendur til boða þegar á ríður. En fyrr- nefndir bókarhöfundar, sem hafa skoðað og unnið með fjölskyldumál í áratugi, telja ástæðu til viðvörunar varðandi samfelldnina. Fyrr í bókinni segja þau um sérfræðisering- una. „Okkar flókna samfélag krefst sérfræði. Þekkingin er alltaf að aukast og skiptast í sérfræðigreinar. Þessi þróun gerir erfiðara um vik að halda yfírsýn." Landsbyggðafólk segir að þéttbýlisfólk búi við betri lækn- isþjónustu. Víst erum við nær spítölum og sérfræðiþjónustu þegar tilteknir líkamspartar bila. En er hér í nánd tiltækur heimilislæknir með uppsafnað- an þekkingarforða á einstakl- ingnum og umhverfi hans þegar heill skrokkur fer að æmta? Er fjölskyldukerfið þarna ennþá virkt? Póstsendum Z-brautir og gluggatjöld, Faxafeni 14, Rvk. Draumaland, Keflavík. Hannyrðaverslunin (ris, Selfossi. Mozart, Vestmannaeyjum. Kaupf. (sfirðinga, (safirði. Versl. E. Guðfinnssonar, Bolungarvík. Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi. Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. Nýja línan, Akranesi. Kotra, Dalvík. Valberg, Ólafsfirði. Skemman, Reykjavíkurvegi 5, Hafnarfirði. Sporið, Ólafsvík. Kaupf. Dýrfirðinga, Þingeyri. Versl. Horn, Kársnesbraut 84, Kópavogi. Kaupf. Fram, Neskaupstað. El(n, Siglufirði. Paloma, Grindavík. Kaupf. Þingeyinga, Húsavík. Versl. Helgu Guðmundsdóttur, Stykkishólmi. Kaupf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Fell, Grundarfirði. * Kaupf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Höggið, Patreksfirði. Amaró hf., Akureyri. Álnabúðin, Suðurveri, Reykjavík. Kaupf. A-Skaftfellinga, Höfn, Hornafirði. Samkvæmispáfinn, Egilsstöðum. Kaupf. Króksfjarðar, Króksfjarðamesi. Kaupf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Versl. Inga, Hamraborg 14 a, Kópavogi. Glæsilegt úrval, með og án gyllingar. Verð kr. 490 br. 173 cm Verð kr. 340 br. 122 cm ÞETTA ER ORÐSENDING TIL ALLRA LANDSMANNA Síðasta stórsending sumarsins af gluggatjaldaefnum frá J. Rosenthal, sem allir hafa beðið eftir, verður komin í verslanir á morgun, mánudag. Nú má enginn láta þetta framhjá sér fara. Dæmi 1 um sparnað með ATLAS: sparnaður! Eftirfarandi dæmi er um hjón með tvö börn í tveggja vikna orlofsferð á Spáni að andvirði 160 þús. kr. Ferðin er greidd a.m.k. 8 vikum fyrir brottför. &.000 ATLAS - afsláttur af ferðinni + 16.100 Andvirði samsvarandi tryggingapakka + i.aoo Afsláttur af forfallagjaldi 24.900 - 3.900 Árgjald - Greitt einu sinni á ári. 21.000 Það er sama hvernig þú reiknar dæmið. Það margborgar sig að vera með ATLAS kreditkortið! +?ar skynsetnin ræður ferði’öii// EUROCARD FLUGLEIÐIR , Upplýsingar og umsóknir má fá hjá ferðaskrifstofum, söluskrifstofum Flugleiða, í öllum bönkum, sparisjóðum og hjá Eurocard, Ármúla 28, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.