Morgunblaðið - 12.06.1993, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
Tryggingastofnun setur kvóta á þjálfun spastískra barna
Greiðslum hætt
þegar ákveðnu
hámarki er náð
TRYGGINGASTOFNUN rikisins hefur ákveðið að aðilar í þjálfun
hjá Æflngarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fái úthlutað
ákveðnum fjölda þjálfunartíma árlega en að þeim tímum loknum
fái þeir ekki frekari þjálfun greidda af Tryggingastofnun. í síðast-
liðinni viku var Æfingarstöðinni tilkynnt um þessa ákvörðun
Tryggingastofnunar og nú þegar hefur m.a. verið lokað fyrir þjálf-
un hjá nokkurum spastískum börnum. Að sögn Hrafnhildar Ingu
Halldórsdóttur, sem er móðir spastískrar stúlku, Ólafar Ingu
Halldórsdóttur, er þetta mjög alvarlegt fyrir þessi börn þar sem
nyög mikilvægt er fyrir spastískt fólk að fá reglulega þjálfun þar
sem annars stirðni allir liðir og viðkomandi verður algerlega
ósjálfbjarga.
Hrafnhildi var tilkynnt að Ólöf
Inga fengi ekki áframhaldandi
sjúkraþjálfun næstu mánuði þar
sem hún hefði farið í ákveðið
marga þjálfunartíma undanfarna
mánuði. Óvíst er hvenær þjálfunin
getur hafist aftur.
Ólöf Inga Halldórsdóttir fæddist
'spastísk og er hún nú 14 ára. Sjúk-
dómurinn lýsir sér m.a. þannig að
liðir hennar eru mjög stirðir og
geta stirðnað algerlega. Til að
spoma við því hefur Ólöf Inga
verið í þjálfun 3-4 sinnum í viku.
Þjálfunin fer almennt eftir þjálfun-
arkerfum sem gera ráð fyrir sam-
felldri reglulegri þjálfun og að sögn
Hrafnhildar er það mjög slæmt
þegar þjálfunin er rofin fyrirvara-
laust. Það leiði til stöðnunar og
fljótlega afturfarar þar sem liðim-
ir stirðni, hreyfmgar verði erfiðari
og jafnvel ómögulegar.
Skammtímasjónarmið
Hrafnhildur segir að Trygginga-
stofnun hafi ákveðið að hver ein-
staklingur fái ákveðinn fjölda
þjálfunartíma án þess að fötlunin
sé metin eða tekið sé tillit til að-
stæðna hveiju sinni. „Það skiptir
engu máli hvort viðkomandi er að
æfa sig eftir beinbrot eða hvort
um sé að ræða varanlega fötlun
frá fæðingu líkt og hjá Ólöfu
Ingu. Svona niðurskurður er ekki
varanlegur sparnaður vegna þess
að ef litið er til lengri tíma leiðir
þjálfunarleysi til þess að allir liðir
stirðna, viðkomandi þarfnast meiri
umönnunar, jafnvel gæslu allan
sólarhringinn eða þá að dvöl á
sambýli er nauðsynleg. Það hlýtur
að vera betra að foreldramir ann-
ist bömin heima sjálfír en það er
útilokað ef þau fá ekki þjálfun
nokkmm sinnum í viku. Þjálfunin
er fyrirbyggjandi og kemur í veg
fyrir aukinn kostnað síðar.meir.
Ólöf Inga er mjög dugleg í skóla
og stendur sig vel að öllu leyti.
Ef hún fer að versna eyðileggur
það allt fyrir henni og gerir hana
ósjálfbjarga." Foreldrar Ólafar
TaJkraörkuð þjálfun
Morgunblaðið/Kristinn
TRYGGINGASTOFNUN hefur ákveðið að sjúklingar í þjálfun þjá
Æfíngarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fái árlega fyrir-
fram ákveðinn fjölda þjálfunartíma. Þetta hefur leitt til þess að
Ólöf Inga Halldórsdóttir, 14 ára gömul spastísk stúlka, fær næstu
mánuði ekki frekari þjálfun þar sem hún hefur notað sinn „kvóta“.
Hún er á myndinni ásamt móður sinni Hrafnhildi Ingu Halldórs-
dóttur.
Ingu segja útilokað að þau geti
sjálf greitt fyrir þjálfun hennar en
þau gera ráð fyrir að þjálfunin
kosti um 40 þúsund krónur á mán-
uði.
Ekki náðist í forstöðumann
sjúkratryggingadeildar Trygg-
ingastofnunar vegna þess máls í
gær.
Flugleiðir
í áætlun til
Barcelona \
í DAG verður fyrsta áætlunar-
flug íslensks flugfélags til Spán-
ar þegar Flugleiðir hefja áætl-
anaferðir til Barcelona.
Fram yfir miðjan september
verður flogið á nýjum Boeing
737-400 vélum milli Keflavíkur og
Barcelona á hveijum laugardegi.
Flugið tekur u.þ.b. fjóra tíma.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra opnar flugleiðina formlega
við athöfn á flugvellinum í Barcel-
ona í dag.
'mUning^
Tekur húsið
bittlitísumar?
Aukablað frá
Málningu hf.
MÁLNING hf. kynnir vörur sínar
í aukablaði, sem fylgir Morgun-
blaðinu í dag.
Meðal annars er fjallað um notk-
un viðarvarnarefna, rannsóknir,
vemdun steinsteypu, umhverfis-
væna málningu og innimálun.
Konurnar
teflabetur
en gömlu
kempurnar
FRIÐRIK Ólafsson gerði jafn-
tefli við Arakhamiu i 4. um-
ferð Valsaskákmótsins í Vín-
arborg í gær. Hann tapaði
fyrir Sofíu Polgar í 3. umferð.
Á mótinu keppa sex af
fremstu skákkonum heims gegn
liði eldri meistara. Eftir fjórar
umferðir höfðu konurnar fengið
13‘/2 vinning gegn ÍO'A vinningi
karlanna. Xie Lin hafði fengið
3 'h vinning, Zsuzsa Polgar 3
vinninga og Sofia Polgar 2 Vi
vinning. Geller hafði 2Vi vinning
og Larsen 2 vinninga. Friðrik
var í sjötta sæti með 1 vinning.
Samningur undirritaður um kaup Ósvarar hf. á togurum þrotabús EG
Heiðrún getur farið aftur á
veiðar fljótlega í næstu viku
Bolungarvík.
SKRIFAÐ var undir kaupsamning á togur-
um þrotabús Einars Guðfinnssonar I Bol-
ungarvík í gær. Kaupandi er almennings-
hlutafélagið Ósvör hf., en Bolungarvíkur-
kaupstaður framseldi forkaupsrétt sinn til
félagsins fyrir skömmu. Að sögn Biörgvins
Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Ösvarar,
eru næstu skref þau að ganga frá ýmsum
formsatriðum varðandi tryggingar skip-
anna o.fl., auk þess að ganga frá ráðningu
áhafnar á mb. Heiðrúnu. Að þessu verður
unnið nú um helgina og er vonast til þess
að skipið geti hafið veiðar í næstu viku.
Togarinn Dagrún hefur ekki haffærisskír-
teini og munu skoðunarmenn meta það sem
þarf að gera við skipið strax í næstu viku, en
til að ljúka því verki þarf skipið að fara í slipp.
Björgvin Bjarnason ságði það alveg óvíst hve-
nær skipið gæti farið til veiða, en það færi
eftir því hver kostnaðurinn yrði við að gera
skipið haffært.
Óvíst hvað verður um aflann
voru í húsið fyrir nokkrum vikum, og mun það
ætla að auglýsa frystihúsið til sölu á næst-
unni. Stjóm Osvarar mun stefna að því að
félagið eignist húsið, og náist það eru atvinnu-
horfur hér í Bolungarvík með vænlegri hætti
en verið hefur um nokkurt skeið.
Ekki er ákveðið hvað gert verður við væntan-
legan afla skipanna. Frystihúsið er ekki starf-
rækt, en þrotabúið hafnaði tilboðum sem gerð
Bæjarsjóður teflir djarft
Almenningi í Bolungarvík er ljóst að bæjar-
sjóður teflir djarft í þessu máli hvað fjárhags-
skuldbindingar varðar, og verður fjárhagur
bæjarins bágur eftir. Mikilvægi málsins er hins
í dag
Körfuboltaæði
Þeir vagga letilega um göturnar
og biðja um broddaklippingu 16
Kafbátar
Okkar stafar engin hætta af rúss-
neska kafbátnum 21
ft,Æ,v_________________________ Lesbók
Fylkur vann óvæntan sigur & KR Lifandi fortíð; Árbæjarsafnið
^ kynnt - Er lægð og andleg kreppa
/j’iðnrl * myndlist?- Veðurhorfun Mun
------------------------------- hlýna hér á næstu öld? - Að kenna
Velferðin, vísindin og tæknin 22 með tölvum- Mannleg- málefni.
IttorgtmMftMb
Menning/Listir
► Óháð listahátíð - Fiskar á
þurru landi, Streymi ’93 og reiði-
rokk á Listahátíð í Hafnarfirði -
íslensk listahátíð í Bonn - Ný
persónudýrkun o.fl.
Góð aðsókn að lista-
hátíð í Hafnarfirði
AÐSÓKN á atriði á Listahátíð Hafnarfjarðar hefur verið góð
það sem af er og oft betri en búist var við. I gær seldist upp
á tónleika bandarísku rokkhljómsveitarinnar Rage Against the
Machine. 1
verða í Kaplakrika í kvöld en alls
voru seldir um 3.600 miðar Hann L
sagði ásókn í miða á tónleikana
mikla, en ekki væri unnt að koma
á öðrum tónleikum því hljómsveit- j
in væri tímabundin. Amór sagði
að miðasala á aðra viðburði gengi
vel og að sala á tónleika Nigels
Kennedys, sem verða í Kaplakrika
30. júní, hefði gengið afar vel.
Að sögn Arnórs Benónýssonar
hjá Listahátíð Hafnarfjarðar hefur
aðsókn verið meiri en menn þorðu
að vona, og nefndi hann sem dæmi
að færri en vildu hefðu komist inn
á fyrirlestur um mexíkóska bygg-
ingarlist í Staumi. Amór sagði
einnig að uppselt væri á tónleika
bandarísku rokkhljómsveitarinnar
Rage Against the Machine, sem