Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JUNI 1993 13 Segulómun við greiningu á MS eftir Kolbrúnu Benediktsdóttur Segulsjá (segulómun) er rann- sóknartæki sem er nýtt af nálinni í klínískri notkun hér á landi, en hefur víða erlendis verið í notkun allmörg ár. Tækjum af þessari gerð hefur Qölgað mjög hratt erlendis á allra síðustu árum, og hlutur þeirra í almennri myndgreiningu orðið sí- fellt stærri. Röntgen- og mynd- greiningadeild Landspítalans fékk slíkan tækjabúnað í febrúar á síð- asta ári, en hann er bæði dýr og flókinn. Grunntæknin byggir á seglinum sjálfum, sem er aðaluppistaða tæk- isins, en innan þess eru einnig litlir staðsetningarseglar, og við það er tengt loftnet eða spólur, sem gefa frá sér, og geta einnig numið, út- varpsbylgjur, en þær hafa áhrif á orkustig og þar með segulstefnu vetniskjama í segulsviði. Mynd- greiningin byggist á seguleiginleik- um vetniskjarna mannslíkamans. Með tölvubúnaði, sem tengdur er seglinum, er fjöldi og staðsetning vetniskjarna reiknaður út, og þann- ig má greina vefja- eða líffærahluta. Umhverfis og innan segulsins myndast segulsvið. Þeir sem fara í rannsókn þurfa því að • fjarlægja alla málmhluti sem hugsanlega geta haft segulmagnandi áhrif. Minni hlutir geta valdið myndtruflunum; stórir málmhlutir geta skemmt tæk- ið eða jafnvel valdið slysum. Fyrir rannsókn þarf að fjarlægja flesta skartgripi, tæma vasa af lyklum, pennum og slíku. Ganga þarf úr skugga um að sjúklingar séu ekki með segulmagnandi æðaklemmur, gerviliði, beinspangir, pinna eða skrúfur, en flest af framangreindu, sem framleitt er nú til dags, er þó í lagi. Ekki er hægt að rannsaka fólk með hjartagangráð eða tauga- örva vegna hættu á gangtruflunum þeirra. Meðallengd hverrar rann- sóknar er V2-I klst. Teknar eru nokkrar myndaraðir, sem taka að jafnaði 5-10 mín. hver. Segullinn er þröngur, langur sívalningur, sem ekki allir treysta sér til að liggja í, og þess vegna verður í einstaka tilvikum að hætta við rannsókn vegna innilokunarkenndar, sem sumir fá. Læknar reiða sig æ meir á segulómun Tækið hefur þótt einkar hentugt til skoðunar á miðtaugakerfinu og tekur þar öðrum nokkuð sambæri- legum tækjabúnaði fram, eins og t.d. tölvusneiðmyndatækjum, við rannsóknir á mörgum miðtauga- kerfissjúkdómum. Þykir það eink- um og sér í lagi mjög gott til grein- ingar á mænusjúkdómum. Mönnum lærðist fljótt ótvíræðir kostir þess við greiningu á MS, og reynslan hefur orðið sú að læknar sem ann- ast MS-sjúklinga reiða sig æ meira á þessa greiningaraðferð. Ekki er vitað hver orsök þessa sjúkdóms er, en vefjarhlutar eða efni innan miðtaugakerfisins skemmast. Niðurbrot verður á myelini, sem er fituríkt efni er ligg- ur umhverfis þræði taugafrumna og þjónar sem stoðefni eða einangr- unarefni þeirra. Við þetta myndast staðbundið bólgusvar og síðan koma til örvefsbreytingar (gliosis). Þessar breytingar .eru á fagmáli . kallaðar MS eða demyeliniserandi blettir. Þannig myndast svæði innan miðtaugakerfisins með myelin- skemmdum og eftir standa örvefs- breytingar. Oftast eru þessar breyt- ingar ekki stærri en nokkrir milli- metrar, en geta orðið stærri, mjög útbreiddar og myndað samfellda fláka eða breiður. Ef svæðin eru stærri (1 cm eða meira), myndast oft mjög kröftug bólgusvörun með verulegu niðurbroti á innbyggðri flæðisvörn heilans,, („blood brain barrier“ ). Þá er mögulegt að sjá í nýjum breytingum skuggaefnisupp- hleðslu, bæði á segulsneiðum og einnig tölvusneiðum. Hins vegar er sjaldnast gefið skuggaefni í slíkum tilvikum nema vafi leiki á uppruna breytinganna. Aldur breytinganna hefur sjaldnast nokkra klíníska þýð- ingu. Þær breytingar, sem hér hefur verið lýst, þ.e. demyeliniserandi svæði, geta fræðilega sést alls stað- ar þar sem myelin er, en eru þó Auglýsingasamn- ingur við Lotto Grindavík. Knattspyrnudeild UMFG hef- ur gengið frá samningi við EG- heildverslun, umboðsmenn Lotto-íþróttavara á Islandi. „Samningurinn felur í sér að EG-heildverslun útvegar búninga- sett og varamannasett og ýmsar aðrar vörur tengdar knattspyrnu sem við höfum áður þurft að kaupa á liðið. Síðan fáum við bolta og töskur sem eru merktar félaginu. A móti fá umboðsmenn Lotto-vara auglýsingaspjöld við knattspymu- völlinn og merktan fána og þeir mega nota menn félagsins í auglýs- ingar," sagði Gunnar Vilbergsson, formaður knattspyrnudeildar UMFG, við Morgunblaðið. Gunnar sagði að stjóm félagsins telji þetta góðan samning fyrir fé- lagið, hann sé viss viðurkenning fyrir það og vörurnar séu góðar. ANDRES SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A-SÍMI 18250 Fyrir 17. júní: Stakir jakkar nýkomnir á kr. 7.800 Sumarhattar í úrvali á kr. 1.900-4.900 Sumarbuxur á kr. 3.900 Flauelsbuxur á kr. 1.790-5.600 Vandaður fatnaður á hóflegu verði. Sendum í póstkröfu. „Eins og fram hefur komið hefur segulómun haslað sér völl sem mik- ilvæg rannsóknarað- ferð á MS og verður á komandi árum áreiðan- lega þýðingarmikill hlekkur í greiningu þessa sjúkdóms.“ einkanlega staðsettar i hvítum heilavef umhverfis heilahólfin. Heilahólfín, eða vatnsrými heilans, liggja miðsvæðis innan heilans, umlukin hvítum heilavef. Umhverf- is hvítan heilavef liggur grár heila- vefur, sem myndar hið sérkennilega fellda yfírborð. Heilahólfín tengjast þunnu vökvarými sem liggur utan heilans. Langalgengast er að sjá á segulsneiðum skæra, nokkurra millimetra stóra flekki innan hvíts heilavefs stóra heilans, með sér- stöku næmi fýrir aðgreiningu á breytingum í vefjagerð (róteinda- myndir og myndir með T2 vægi). Einnig er algengt að sjá breytingar innan litla heila, heilastofns og mænu. Við skoðun á mænu geta kyngingartruflanir sést á mynd og eins truflanir vegna hjartsláttar. Mænan er lítil um sig og oft á tíð- um verra að túlka breytingar innan hennar. Demyeliniserandi skellur myndast gjarnan á sjóntaugum, en vegna smæðar þeirra getur verið erfitt að skoða þær með tilliti til þessa sjúkdóms. Nákvæmni frá 67 - 85% Útlit MS-skemmdanna er ekki sértækt á segulmyndum. Aðrir sjaldgæfír sjúkdómar geta gefíð svipað útlit eins og svokallaðar leukoencephlopatiur eða leukod- ystrofíur, sjúkdómaflokkar sem meðaí annars eru tengdir veirusjúk- dómum og efnaskiptasjúkdómum. Breytingar innan heilans í kjölfar geislunar á heilavef eru ekki ósvip- aðar að útliti. Ef MS breytingar eru óvenju stórar með áberandi upp- hleðslu, eins og kemur fyrir, getur þurft að greina milli heilaæxlis eða heilakýlis (abscess-sýkingar). Allmiklar rannsóknir tengdar segulómun hafa verið gerðar á breytingum innan heilans í MS. Reynt hefur verið til dæmis að flokka útlit og fjölda MS skella og tengja við alvarleika sjúkdómsins. Flestir eru á sama máli um að fjöldi breytinga, sem sjást á segulsneið- um, sé ekki tengdur brottfalisein- kennum eða alvarleika sjúkdóms- ins. Þannig geti sjúklingar með sáralítil einkenni af sjúkdómi sínum haft miklar breytingar, og einnig geti sjúklingar með mikil einkenni haft afar litlar breytingar í segul- ómun. Hafa allir MS-sjúklingar ein- kenni sem sjást í segulómun? Gerð- ar hafa verið úttektir á næmi segul- rannsókna við greiningu sjúkdóms- Kolbrún Benediktsdóttir ins; höfundarnir Edelman og Hess- elink (Clinical Magnetic Resonance of Imaging) hafa talið nákvæmnina vera 67% í mögulegum eða líklegum MS-tilfellum og 85% í vissum. Eins og fram hefur komið hefur segulómun haslað sér völl sem mik- ilvæg rannsóknaraðferð á MS og verður á komandi árum áreiðanlega þýðingarmikill hlekkur í greiningu þessa sjúkdóms. Stöðugt er unnið að nýjum rannsóknum til að freista þess að skilja hegðun og þekkja útlit MS-breytinganna betur. Von- andi skilar það sér í betri skilningi á eðli þessa oft erfiða sjúkdóms, og gæti síðar meir orðið lyftistöng í meðferð hans. Höfundur er röntgenlæknir. Weetab/x Alpen morgunmatur er hollur og orkuríkur matur fyrir þá sem skila löngu dagsverki. Trefjarnar fyrir meltinguna og vítamínin bæta heilsuna. ALPEN ER KRÖFTUGT OG GOTT MORGUNKORN. Elías Guðmundsson, umboðsmaður Lotto-vara, sagði að fyrirtækið væri í sókn hér á landi og þeir væru að gera samninga við stór ítölsk félög sem léku í búningum frá Lotto. Hann sagði að félagið í Grindavík hefði gott orð á sér og stjómin væri styrk, því væri fyrir- tækinu hagur í að styrkja það með þessum samningi. Lotto hefur samninga við tvö félög í 1. deild, ÍA og Þór, Akureyri, og nú Grinda- vík. Ekki fékkst upplýst um bónus eða aukagreiðslur fyrir árangur í deildinni en Gunnar sagði að það kæmi í ljós ef svo væri. Knatt- spymudeildin hefur hins vegar greitt á aðra milljón fýrir búninga- sett fyrir tímabilið þannig að um- fang samningsins er umtalsvert að því leyti. FÓ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.