Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 27 SJONARHORN Saga og minjar eru þjóðarstolt SENNILEGA hafa fáir sjón- varpsþættir fengið jafn mikla umræðu í þjóðfélaginu og þættirnir „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins“ sem sýndir voru í sjónvarpinu nú fyrir skömmu. Þó að margt hafi verið rætt og ritað um þessa þáttaröð og þá söguskoðun sem þar kom fram er málið ekki útrætt, slíkur er skaðinn sem þeir hafa valdið. Þessir þættir voru settir upp á furðulegan hátt og í raun vex reið- in yfir þeim eftir því sem skaðinn kemur betur í ljós. Það sem eftir situr hjá þeim sem gjarnan vildu fræðast um eigin sögu er að þeir séu komnir af ómennum og hrott- um sem lifað hafí hér við blóð- skömm, kynvillu og vesaldóm. Er að furða þó að ungu fólki þyki lít- ið til forfeðranna koma! Enginn ber á móti því að hin dökka hlið á samfélaginu sem lýst var í þáttunum var til hér á öldum áður á sama hátt og hún er til stað- ar hér í dag. Á það hefur verið bent, að margir dómar sem gengið hafa hér á landi að undanfomu sýni að lægstu hvatir bærast enn meðal þjóðarinnar, en menn verða svo að dæma sjálfir hvort þar sé um að ræða ríkjandi lífsmunstur eða undantekningar. Óblíð náttúruöfl hafa mótað lífið í landinu í upphafi vöktu' þættimir tals- verðar væntingar, ekki síst hjá yngri kynslóðinni sem yfirleitt hef- ur fengið mjög litla kennslu í sögu eigin þjóðar. Þama virtist líka-kjör- ið tækifæri til þess að kynna sög- una á þann hátt að uppbyggilegur fróðleikur kæmi fram. En það fór á annan veg. Saga okkar þjóðar er þó engu ómerkari en saga ann- arra þjóða. Hún hefur þó á margan hátt þróast á annan veg sem kem- ur til af því að hér hafa aðstæður verið aðrar og erfiðari en víðast annars staðar, þar sem óblíð nátt- úmöfl og náttúruhamfarir hafa reynst þjóðinni erfið og örlagarík. Því til viðbótar var landið nýlenda Sjóminjasafn íslands er til húsa í Bryde-pakkhúsi sem byggt var 1865 og er við Vesturgötu 8 í Hafnarfirði. Fast þeir sóttu sjóinn. Land- helgisbáturinn Ingjaldur, Mels- húsabáturinn af Alftanesi og Hallsteinsbáturinn úr Breiða- fírði í sýningarsal á 1. hæð sjó- minjasafnsins. Vélaöldin gengur í garð. Úr sýningarsal á 2. hæð. Myndirnar eru teknar úr kynningarbæklingi með leyfí sjóminjasafnsins. Þær eru tekn- ar af Jóhannesi Long. erlendrar þjóðar um aldir með þeim kvöðum sem því fylgdi. Þegar saga lands og þjóðar er kynnt eiga þess- ir þættir sem hafa mótað lífið í landinu, að koma fram. Jákvæð kynning og sögufræðsla Sögulegar heimildir er víða að finna og þær má lesa á marga vegu, fáum hefur tekist að gera það á jafn aðdáunarverðan hátt og Ónnu Sigurðardóttur tekst að gera í bók sinni „Allt hafði annan róm, áður í páfadóm" sem er saga nunnuklaustra á íslandi. Einnig má nefna „Sögu íslands" sem eru mjög aðgengilegar bækur um sögu lands og þjóðar og hafa verið gefn- ar út af „Hinu islenska bókmennta- félagi“. Einnig eru til eldri rit um sögu ekki síður athyglisverð og þeim verður ekki hafnað þó að ný söguskoðun sé í burðarliðnum. Sagan er „rætur “ þjóða Flestar þjóðir leggja mikla rækt við eigin sögu og setja hana fram á mjög jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Þeim er ljóst að sagan eru „rætur" sem halda þjóðum upprétt- um og efla þrótt og reisn þegar mæta þarf erfíðleikum. Þjóðir þríf- ast ekki án róta því þær eru undir- staða þjóðernisvitundar og metnað- ar. Ef til vill var það söguvitundin sem gaf forferðum okkar og for- mærðrum þá reisn og þann styrk sem nægði til að takast á við erfið- leikana þegar þeir virtust nær óyf- irstíganlegir. Söguvitund eflir samstöðu á erfiðleikatímum Erfiðleikar hafa oft steðjað að þessari þjóð og þeir hafa verið hér miklu meiri en við sem nú lifum höfum nokkurn tíma kynnst. Þeir Skip, veiðarfæri og líkön mæta gestum á 1. hæð sjóminjasafns- ins. Atvinnusagan skreytir veggi á myndrænan hátt. erfiðleikar sem við teljum okkur búa við í dag eru ekki óyfirstígan- legir, þeir eru nánast hégómi miðað við þá erfiðleika sem þjóðin hefur þurft að glíma við á liðnum öldum. I dag höfum við raunar allt sem þarf til að yfirvinna aðsteðjandi vanda. Við höfum þekkingu, vilja, tæki og skipakost, það eina sem skortir er samstaðan. Reynsla kyn- slóðanna hefur leitt í ljós, að þekk- ing þjóða á eigin sögu og baráttu forvera fyrir tilverurétti sínum hef- ur orðið sá aflgjafi sem þurfti til að takast á við aðsetjandi erfið- leika. Við erum engin undantekn- ing, en við þurfum að efla virðingu fyrir eigin sögu. Saga í nútíð og fortíð á Þjóðmiiyasafninu Við vekjum hér athygli á tveim- ur mjög góðum sýningum sem opn- aðar voru um síðustu helgi. Þær tengja sögu lands og þjóðar nútíð- inni. Um er að ræða sýningu í Þjóð- minjasafni íslands og ber heitið „Nútíð við fortíð". A sýningunni eru margir munir sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings áður, þeir eru frá miðöldum fram til okk- ar daga. Munimir eru mjög áhuga- verðir og sýningin fallega uppsett. Það ætti enginn að láta hana fram hjá sér fara. Við munum gera henni betri skil síðar. Sjósókn og siglingar i sjóminjasafninu í Hafnarfirði í Sjóminjasafni íslands í Hafn- arfirði var einnig opnuð sýning sem nefnd hefur verið „Fiskur og fólk“. Þessi sýning er ekki síður áhuga- verð, hún er um sögu sjósóknar og siglinga við ísland í aldanna rás, eins og segir í kynningu. Þar má sjá á palli veiðarfæri og opna fiskibáta sem um aldir vom notað- ir til veiða við landið. Þeir em eins konar áminning til nútímans í þeirri baráttu sem fiskimenn fyrri tíma háðu við óblítt veðurfar. Þeir gáf- ust ekki upp þó að þeir fengju mótbyr og ættu allt sitt undir krafti eigin vöðvaafls. Á sýningunni em líkön era af stærri skipum úr for- tíð og nútíð og myndir gamalla og nútímalegri atvinnuhátta prýða veggi. Sýningarmunum er einstak- lega haganlega fyrir komið á safn- inu. Á efstu hæð er m.a. myndband sem sýnir hvalveiðar Norðmanna við ísland um aldamótin og er þar sögð saga sem draga má lærdóm af. Safnið sjálft er mjög skemmti- legt, umhverfið fellur vel að þeim munum sem þar eru sýndir. Um leið og gengið er inn í bygginguna er eins og stigið sé öld aftur í tím- ann, veik angan af skreið mætir gestum og magnar áhrifin. Minjar tengja þjóð og sögu Minjasöfn em tengsl okkar við fortíð lands og atvinnusögu og þau em staðsett víða um land. Nú þeg- ar sumarleyfistíminn fer í hönd, ætti fólk að gefa sér tíma til að skoða þessi söfn þegar ferðast er um landið. Á þann hátt geta menn sjálfir metið fortíð og sögu lands og þjóðar. M. Þorv. f - iHtásíur V ST ■ MtJgii r / t ú IIlUlgUH pililiSSl ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Aðalsafnaðarfundur eftir guðsþjón- ustu. Venjuleg aðalfundarstörf. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 í lok sumarnámske- iðs barna. Sr. María Ágústsdóttir flytur hugleiðingu. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Organsti Mar- teinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Auður Hafsteinsdóttir borgarlista- maður leikur einleik á fiðlu. Dóm- kórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Bátsferð úr Sunda- höfn kl. 13.30. Sr. Þórir Stephen- sen. GRENSÁSKIRKJA: Safnaðarferð: Hvalfjörður, Svínadalur, Saurbæjar- kirkja. Brottför frá Grensáskirkju kl. 10. Tekið þátt í messu í Saurbaejar- kirkju kl. 14. Sr. Jón Einarsson pró- fastur og sr. Gylfi Jónsson messar. Þriðjudag: Biblíulestur kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal annast fræðsl- una. Kaffiveitingar. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á mið- vikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Ólafur W. Finnsson. Kór Langholtskirkju (hópur V) syngur. Molasopi að lokinni guðsþjónustu. Guðspjall dagsins: (Lúk. 16.) Ríki maðurinn og Lasarus. Aftansöngur alla virka daga kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Ræðuefni: Sá sem hefur tvö störf. Organisti Ronald Turner. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barnastund á sama tíma. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Þóra Guðmunds- dóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Miðvikudag: Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimiiinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skilyrða" sér um tónlist. Þor- valdur Halldórsson prédikar. Prest- arnir. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Kirkjukór og organisti Grafarvogs- sóknar taka þátt í guðsþjónustu í lok kóra- og organistamóts í Skál- holtsdómkirkju. Vigfús Þór Árna- son. HJALLAPRESTAKALL: Messa kl. 11. Altarisganga. Kór Hjallakirkju syngur. Organisti Kristín G. Jóns- dóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta fellur niður í Kópavogs- kirkju vegna þátttöku kirkjukórs og organista í námskeiði í Skálholti. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Rangæingakórinn syngur undir stjórn Elínar Óskarsdóttur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Messað í Ból- staðarhlíð 43, kl. 11. Safnaðar- prestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM/KFUK, SÍK:Almenn sam- koma á Háaleitisbraut kl. 20.30. Þér munuð öðlast kraft — í samfélag- inu. Guðrún Gísladóttir og Gísli Friðgeirsson. Lofgjörðarstund. Fyr- irbænastund eftir samkomuna. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelfia: Almenn samkoma kl. 20. Ræðu- maður Sheila Fitzgerald. Allir hjart- anlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma kl. 17. Ræðumenn verða Sigrid Andreasen, Louisa Fjalsbak og Rósa Hansen. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg- unsöngur kl. 11. Síðasta Guðsþjón- usta fyrir sumarfrí. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kf' 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavik: Messa kl. 16. KÁLFATJARNARSÓKN: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14. Biskup íslands hr. Olafur Skúlason predikar. Minnst 100 ára vígsluafmælis kirkj- unnar. Organisti Farnk Herlufsen. Bragi Friðriksson. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Jón Þor- steinsson. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Ólafsvalla- kirkju kl. 21. Helgistund verður- í Stóra-Núpskirkju 17. júní nk. kl. 13.30. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Lesmessa með altarisgöngu kl. 11. Þessa helgi sækir Kór Landakirkju námskeið kór og organista í Skál- holti og mun messan bera merki þess. Kl. 20.30 KFUM og K ungl- ingafundur. AKRANESKIRKJA: Helgistund (les- messa) kl. 11. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.