Morgunblaðið - 12.06.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JUNI 1993
5
Y egaframkvæmdir á Austurlandi
Nýr vegur og brú
yfir Breiðdalsós
VINNUFLOKKUR Vegagerðarinnar er að byggja brú á Breiðdals-
ós þar sem ákveðið er að leggja veginn í stað gamla vegarins um
núverandi brú á Breiðdalsá. Nýi vegurinn verður boðinn út á
næstunni og er fyrirhugað að tengja hann til bráðabirgða fyrir
árslok og ljúka honum næsta sumar.
Umræður um nýja veglínu á
Austurlandsvegi sem koma átti í
stað vegar um núverandi brú á
Breiðdalsá í Breiðdal hafa staðið
yfir í meira en áratug. Brúin er
meira en hálfrar aldar gömul og
fullnægir ekki nútímakröfum, að
því er fram kemur í Framkvæmda-
fréttum Vegagerðarinnar. Niður-
staða athugunar á þeim kostum
sem til greina þóttu koma sýndi
að vegur um Meleyri og brú á
Breiðdalsós gaf langmesta arð-
semi, 11%., og var þessi lausn
valin. Styttir það leiðina um Suð-
urfirði um 9,7 km en lengir Aust-
urlandsveg og þar með hringveg-
inn um 2,7 km. Eftir breytinguna
verður Breiðdalsvík við hringveg-
inn.
Kostnaður 150 milljónir
Brúin á Breiðdalsós verður 90
m löng í þremur höfum með 7
metra breiðri akbraut. Haukur
Karlsson brúarsmiður stjórnar
byggingu hennar. Nýi vegurinn
verður 7 km langur og verður
lagning hans að líkindum boðin út
í lok þessa mánaðar.
Kostnaður við framkvæmdina
er áætlaður um 150 milljónir kr.
Eftirspurnin eflir eldri
Honda er það mikil, að við
lítum á notaöa Honda sem
gdða greiðslu uppf nýja.
Okkur vantar yfirleitt eldri Honda
til að geta sinnt eftirspurn. Ef þú átt
Honda og hefur hug á að skipta og fá
þér nýja, þá metum við eldri bílinn á
sanngjörnu verði og þú eignast
nýjan Honda fyrirhafnarlítið.
(0
HONDA
VATNAGÖRÐUM - SÍMI 689900
-góð fjárfesting
WOODEX VIÐARVÖRN
FYRIR ftUGAÐ-FYRIR VIÐINN
WOODEX viðarvörnin frá Hygæa er frábærlega endingargóð
og áferðarfalleg auk þess sem hún fellur vel að íslenskum
aðstæðum. Woodex fæst bæði sem grunn- og yfirborðsefni úr
acryl- eða olíuefnum.
WOODEX MULTITRÉGRUNNUR er vatnsblendin grunnviðar-
vörn á allt tréverk. Hann gengur vel inn í viðinn og eykur
stöðugleika hans og endingu.
WOODEX HYDRA er hálfþekjandi, vatnsblendin, lyktarlítil viðar-
vörn með Ijósþolnum litarefnum sem nota má úti sem inni.
WOODEX ACRYL er yfirborðsefni á allt tréverk. Það myndar
þunna en seiga og mjög veðrunarþolna húð. WOODEX ACRYL
þekur mjög vel og er létt að vinna með.
WOODEX INTRA smýgur djúpt í viðinn og veitir góða vörn
gegn fúa, sveppum og raka. Góð grunnvörn.
WOODEX ULTRA er lituð en gagnsæ viðaravörn úr olíuefnum
sem nota má innanhúss sem utan.
Fæst í flestum málninga- og byggingavöruverslunum um allt land.
SKAGFJORÐ
■i 'i Ö D J j'J 15 i\ 'J D 11 'J D í J i 2)
Krisljón Ó. Skagfjörð hf. Umboðs- og heildverslun