Morgunblaðið - 12.06.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
11
Frítekjumark hækkar og
tekj utryggingaraukar greiddir
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
málaráðuneytið hefur tilkynnt
hækkun frítekjumarks vegna
tekjutryggingar almannatrygg-
inga um 3%. Einnig verður
greiddur tekjutryggingarauki til
elli- og örorkulífeyrisþega og
uppbót á atvinnuleysisbætur
vegna ákvæða í kjarasamningum
um eingreiðslur til launamanna.
Morgunblaðið/Einar Falur
Selt á sunnudegi
JÓN fisksali selur harðfisk flesta sunnudaga fyrir utan krambúðina
í Arbæjarsafni. Þar fást bolsíur og kandís.
dagsettri 7. júní sl., segir, að hinn
1. júlí ár hvert skuli frítekjumark
tekjutryggingar almannatrygg-
inga hækka og skal hækkunin
vera í samræmi við almennar
breytingar á bótum og annarra
tekna milli ára. Einnig hefur verið
ákveðið að hækka tekjumark
vegna skerðingar á grunnlífeyri
um 3% frá og með næstu mánaða-
mótum. ■—
Uppbætur tengdar
eingreiðslum
brigðis- og tryggingaráðuneytinu, Síðustu þijú ár hafa elli- og
3%.hækkun frítekjumarks
I fréttatilkynningu frá heil-
Nýbreytni í kynningii gamalla lífshátta
ÁRBÆJARSAFN var opnað al-
menningi í byrjun þessa mánað-
ar. Safngestir geta kynnst forn-
um atvinnuháttum, m.a. mjólkur-
vinnu, netanýtingu, gerð roð-
skinnsskóa og gullsmíði. Þeir
geta líka skoðað íslensk hænsni.
Að venju var Árbæjarsafn opnað
almenningi 1. júní. Unnur Lárus-
dóttir safnvörður sagði að nú í sum-
ar yrðu í fyrsta skipti kýr í fjósi
safnsins. Gætu safngestir fylgst
með mjöltum og mjólkurvinnu með
gamla laginu. Unnur var spurð um
annað búíjárhald. Hún sagði að í
Árbæjarsafni yrðu einnig ærnar,
Hálfhyma og Mjallhvít, ennfremur
hryssa með folald og ekki mætti
gleyma hinum ágætu íslensku
hænsum sem flestum þykir taka
hvítfiðruðum erlendum hæsnum
fram í fegurð og litadýrð.
Hrosshár og roðskinnsskór
Unnur sagði að áfram yrði hald-
ið þeirri nýbreytni sem hefði hafist
í fyrra, þ.e.a.a. að eldri borgarar
hefðu verið ráðnir í þijú stöðugildi
til að kynna gestkomandi foma lífs-
hætti og atvinnuhætti. Nú væru í
hlutastörfum, prentari, bókbindari,
gullsmiður, sjómaður hnýtti net,
bóndakona og bóndi sinntu skepn-
Nemendum fækkar í Háskólanum
NEMENDUM við Háskóla Is-
lands fækkaði á þvi háskólaári
sem er að ljúka ef miðað er við
árið 1991-92. í vetur stunduðu
rétt rúmlega fimm þúsund
manns nám við Iláskólann en
höfðu árið áður verið ríflega
fjögur hundruð fleiri. Fækkun á
sér jafnframt stað meðal kvenna
sem stunda nám við skólann.
Samkvæmt tölum nemenda-
skráningar Háskólans fækkar
nýskráðum nemum mest.
Samkvæmt opinberum tölum
nemendaskráningar voru nemendur
í Háskólanum 5.034 í vetur. Af
þeim fjölda voru nýnemar 1.999.
Sömu tölur voru mun hærri í fyrra
en þá voru nemar 5.478 og nýnem-
ar 2.410 af því.
Konum fækkar mikið
í fyrra var hlutfall kvenna af
heildarfjöldanum 57,9% en nú er
sama hlutfall 56,5%. Fækkun
kvenna í námi var meiri meðal ný-
nema. Á síðasta ári voru konur
aðeins 54,6% nýskráðra en háskóla-
árið 1991-92 voru konur 58,6% af
fjölda nýskráðra.
Fjöldi nemenda í H.l
5.478 1991-93
5.034
57,9%
42,1%
Uj
2
3 §
2
1991-92
Fjöldi nýnema í H.í.
1991-93
43,5%
2.410
1.999
58,6%
S §
3 §
41,4%
54,6%
! 11
1 §
45,4%
1992-93
1991-92
1992-93
Lánasjóðskerfið orsökin?
Brynhildur Brynjólfsdóttir deild-
arstjóri nemendaskráningar Há-
skólans telur breytingar á náms-
lánakerfinu eina helstu ástæðu
þessarar fækkunar. Vissulega séu
orsakirnar margþættar en hún
gagnrýnir ennfremur þau sterku
áhrif sem Lánasjóðurinn hefur á
nám og námskröfur í Háskólanum.
„Stundum fer það á milli mála hvort
við hér á nemendaskráningunni er-
um starfsmenn Háskólans eða lána-
sjóðsins,“ sagði Brynhildur í sam-
tali við Morgunblaðið.
Staðarfellshátíð ’93 2. - 4. júlí
Ollum alþ ingismönnum
boðið til hátíðarinnar
Vilja fá fjöldann til þess að mótmæla lok-
un meðferðarheimilisins á Staðarfelli
STAÐARFELLSHÁTÍÐ ’93 verður haldin 2. - 4. júlí í sumar. Formað-
ur SÁÁ, Þórarinn Tyrfingsson, nefnir hátíðina hátíð fjölskyldunnar
í bréfi sem hann ritar félögum í SÁÁ, þar sem hann bendir á að nú
sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að félagar mæti á hátíðina, þar
sem stjórnmálamenn hafi skorið niður fjárframlög til áfengis- og
vímuefnameðferðar SÁÁ og að óbreyttri fjárveitingastefnu blasi
lokun Staðarfells við.
Kristinn T. Haraldsson, formaður
Styrktarfélags Staðarfells hefur rit-
að öllum alþingismönnum bréf og
boðið þýim að vera gestir hátíðar-
innar. í bréfi sínu segir Kristinn
m.a.: „Við óttumst að starfsemin
að Staðarfelli verði lögð niður í
framtíðinni og tilgangur þessarar
hátíðar er m.a. sá að sýna samstöðu
okkar, svo að svo verði ekki.“ Bein-
ir Kristinn því til þingmanna að
þeir og fjölskyldur þeirra komi til
hátíðarinnar, svo þeir megi öðlast
innsýn í og skilning á þeirri starf-
semi sem fram fer á vegum SÁÁ.
„Það mun væntanlega auðvelda þér
að skilja starfsemina betur, þegar
næstu íjárlög verða rædd á hinu
unum, góður maður spinni úr hross-
hárum og þess yrði að geta að kona
að vestan settist þrisvar uppi á
baðstofuloftið og gerði roðskinns-
skó.
Unnur sagði að hinir öldnu borg-
ararnir myndu sinna sínum störfum
alla opnunardaga en þar að auki
væru alltaf sérstakir viðburðir á
sunnudögum. Síðasta sunnudag,
sjómannadaginn hefðu gömul sjó-
klæði verið til sýnis. Næsta sunnu-
dag yrði fyrirlestur með kaffi og
vöflum um gönguleiðina til Reykja-
víkur og síðan yrði gengið niðri bæ.
Af öðrum atburðum má nefna að
18. júlí kynnir glímudeild Ármanns
íslenska glímu.
Nú í sumar verður Árbæjarsafn
opið alla daga vikunnar nema
mánudaga frá kl 10 til kl 18.
örorkulífeyrisþegar fengið greidda
tekjutryggingarauka á upphæð
tekjutryggingar, heimilisuppbótar
og sérstakrar heimilisuppbótar.
Tekjutrygginaraukar þessir hafa
tengst eingreiðslum vegna kjara-
samninga um ýmsar uppbætur.
Heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið kunngerir að í júlí og
desember 1993 verði greiddur 28%
tekjutryggingarauki á upphæð
tekjutryggingar, heimilisuppbótar
og sérstakrar heimilsuppbótar
vegna launabóta.
í ágúst 1993 verður greiddur
20% tekjutryggingarauki á upp-
hæð tekjutryggingar, heimilisupp-
bótar og sérstakrar heimilisupp-
bótar vegna orlofsuppbótar eða
kr. 7.140.
í desember 1993 verður greidd-
ur 30% tekjutryggingarauki á upp-
hæð tekjutryggingar, heimilisupp-
bótar og sérstakrar heimilisupp-
bótar vegna desemberuppbótar
eða kr. 10.710.
Uppbót á atvinnuleysisbætur
Nýlega setti heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra reglugerð
um greiðslu uppbótar á atvinnu-
leysisbætur á árinu 1993. Sam-
kvæmt reglugerðinni skal uppbót
greiðast í júní og desember 1993.
Uppbótin verður fundin með sama
hætti. og íjárhæð láglaunabóta
samkvæmt kjarasamningum.
Uppbót þessi greiðist einungis
þeim sem við lok viðmiðnartima-
bils hafa notið bóta í 87 bótadaga
eða lengur á síðustu 12 mánuðum.
háa Alþingi á komandi hausti," seg-
ir bréfritari einnig.
Þórarinn Tyrfíngsson segir m.a.
i bréfi sínu: „Þegar á þessu ári verð-
um við að loka Vík frá 1. júlí og
fram á haustið. Ef stjórnmálamenn-
irnir og Alþingi halda óbreyttri
stefnu og ætla ekki meiri peninga
til meðferðarstarfsins á árinu 1994
er ljóst að SÁÁ getur ekki haldið
áfram meðferðarstarfinu á Staðar-
felli...
Með þetta í huga hefur Styrktar-
félag Staðarfells boðað til Staðar-
fellshátíðar 2. - 4. júlí nk. og ætlar
í tengslum við hátíðina að vekja
sérstaka athygli á því hversu rekst-
ur Staðarfells er ótryggur. Það er
því mikið í húfi fyrir okkur öll hjá
SÁÁ að fjölmenni verði á Staðar-
fellshátíðinni.“
Tónleikar
í Kaplakrika
18. júní kl. 20:30
gMlírWMt/
Ghena Dimitrova og Sinfóníuhljómsveit íslands.
Gena Dimitrova er heimsfræg söngkona, ættuð frá
Búlgaríu. Tónleikar hennar nú, eru einstæður
listviðburður hér á landi, sem tónlistarunnendur ættu
ekki að láta fram hjá sér fara.
ALÞJÓÐLEC
rAHÁTH
LI5TAHATIP
I hafnareirði
4.-50. JUNI
LISTIN ERFYRIRALLA!
Pantið miða tímanlega! Upplýsingar og miðapantanir í síma 65 49 86.
Aðgöngumiðasala:
Bókaverslun Eymundsson í Borgarkringlunni og við Austurvöll. Hafnarborg,
Strandgötu 6, Hafnarfirði. Myndlistarskólinn í Hafnarfirði, Strandgötu 50.