Morgunblaðið - 12.06.1993, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
Strætisvögnum Reykjavíkur breytt í hlutafélag
Sterkara fyrirtæki, til hagsbóta
fyrir viðskiptavini o g starfsmenn
eftir Svein Andra
Sveinsson
í borgarráði þriðjudaginn 15. júní
1993 verður lögð fram tillaga full-
trúa Sjálfstæðisflokksins um að
breyta Strætisvögnum Reykjavíkur
í hlutafélag. Breyting þessi getur
orðið öllum tii hagsbóta; hún getur
gert SVR að öflugra fyrirtæki, eflt
þjónustu í almenningssamgöngum,
leitt til minni útgjalda borgarsjóðs
vegna þessa málaflokks og síðast
en ekki síst komið starfsmönnum
fyrirtækisins til góða.
Aðskilnaður pólitíkur
og rekstrar
Tillagan um að breyta SVR í
hlutafélag gengur út á það að skipta
fyrirtækinu í tvo hluta; annars veg-
ar það sem lýtur að ákvörðunum
um hvers eðlis þjónustan skuli vera
og hins vegar að framkvæmd sjálfr-
ar þjónustunnar. Fyrra atriðið er
nú á verksviði stjórnar SVR, sem
gerir tillögur til borgarráðs um
hvaða þjónustu skuli veita borg-
arbúum. Gert er ráð fyrir því að
við þessu hlutverki taki sérstök
nefnd er heyri beint undir borgar-
ráð; stjórnamefnd um almennings-
samgöngur. Sú nefnd mun móta
stefnu varðandi fargjöld, ferðatíðni,
leiðakerfi o.s.frv. Öll pólitísk stefnu-
mótun verður því sem fyrr áfram í
höndum borgarinnar. Varðandi
reksturinn sjálfan eða framkvæmd
þjónustunnar er lagt til að stofnað
verði sérstakt hlutafélag, Strætis-
vagnar Reykjavíkur hf. Félagið
mun annast almenningsvagnaþjón-
ustu sem verktaki fyrir Reykjavík-
urborg; verkkaupann í þessu tilviki.
Aðskilnaður þessi er í raun mjög
rökréttur, því þótt það sé skylda
borgaryfirvalda að tryggja góðar
almenningssamgöngur í borginni
er ekkert sem segir að borgin þurfi
að framkvæma sjálfa þjónustuna.
Yfirburðir hluta-
félagsrekstursins
Það er vafalaust í mínum huga,
að breyting SVR í hlutafélag á eft-
ir að styrkja innviði fyrirtækisins.
Með þessari breytingu lýtur rekstur
SVR allt öðrum lögmálum, enda á
sér stað breyting úr stofnun í fyrir-
tæki. Stjórnendur öðlast meira
sjálfstæði og bera meiri ábyrgð,
starfsfólk tekur aukinn þátt í
rekstrinum og stjórn fyrirtækisins,
gegnir lykilhlutverki í stjórnun og
rekstri.
í dag er SVR miðstýrt að mjög
miklu leyti af borgarskrifstofum.
Starfsfólk hefur mun minni áhrif á
rekstur fyrirtækisins en skyldi og
stjórn SVR hefur sáralítil afskipti
af rekstri fyrirtækisins.
Mestu máli skiptir að í stjóm
hlutafélagsins veljist menn með
þekkingu og reynslu á sviði fyrir-
tækjastjórnunar; slíkir aðilar gætu
hleypt nýju blóði í reksturinn og
virkað sem bæði stoð og aðhald á
stjórnendurna. í þessu skyni stígur
núverandi stjórn SVR af stalli og
hleypir nýjum mönnum að.
Lækkun tilkostnaðar
borgarsjóðs
Undanfarin ár hefur náðst góður
árangur við að bæta afkomu SVR
og minnka greiðslur úr borgarsjóði.
Hafa þær greiðslur sveiflast úr
tæplega 350 milljónum niður í rúm-
lega 250 milljónir. Á sama tíma og
þjónusta var löguð að eftirspurn
jókst farþegafjöldi og tekjur af far-
þegum. Breytingar þær sem lagðar
eru til á rekstrarforminu eru í beinu
framhaldi af aðgerðum undanfar-
inna ára; einn megintilgangurinn
er sá að ná fram minni tilkostnaði
borgarsjóðs með bættri stjórnun,
hagræðingu og markaðssókn. í til-
lögunum er gert ráð fyrir fastri
lækkun á árlegri greiðslu borgar-
innar til SVR hf., en náist enn betri
í HJARTA SKAGAFJARÐAR
HótelVARMAHIÐ, Skagafirði, verður fíófd
opnað formlega 18. júní í nýju og VARMA^^..
endurbættu húsnæði. Rúmgóð björt jyyj||
herbergi og glæsilegur í 10 manna vá\
Athugið bre/tt og nýtt símanúmer hótelsins:
I Varmahlíd:
sundlaug
Vegna mikillar aðsóknar
bendum við viðskiptavinum
okkar á að staðfesta pantanir
sem allra fyrst.
p ó s thú
Njótið lífsins í Skagafirði!
verslanir
v eiðileyfi
hestaleiga
Velkomin á Hótel Varmahlíð!
$60 Varmahllð s: 95-38170 fax: 95-38870
árangur myndast hagnaður sem
greiddur er út sem arður til eina
eigandans, Reykjavíkurborgar.
Pólitískt er þetta því skynsamleg
ákvörðun.
Leiðir til bættrar þjónustu
Minni kostnaður af rekstri al-
menningsvagnakerfisins hefur þær
afleiðingar, að auðveldara verður
að brydda upp á nýjungum í starfi,
fyrr má taka upp þjónustu við ný
hverfi og almennt skapast fjárhags-
legt svigrúm til þess að á einhvern
annan hátt að bæta þjónustuna við
borgarbúa.
Það liggur í augum uppi að með
bættum rekstri og betri afkomu
má á ýmsan hátt koma betur til
móts við þarfir og óskir viðskipta-
vinanna; farþeganna.
Aukin áhrif starfsfólks
Það er grundvallarforsenda fyrir
þessum breytingum að þær komi
ekki niður starfsfólki, heldur þvert
á móti komi því til góða.
Gagnvart hluta starfsmanna
SVR breytir hið nýja rekstrarform
engu um aðild þeirra að stéttarfé-
lagi og lífeyrissjóði, en það eru þeir
sem ekki eru í Starfsmannafélagi
Reykj avíkurborgar.
Um þá starfsmenn sem í dag eru
í Starfsmannafélaginu gildir, að
þeir verða félagar í því stéttarfélagi
sem nær til starfsgreinar þeirra og
gagnvart þeim ganga í gildi kjara-
samningar nýs félags. Þeim verða
hins vegar tryggð sömu réttindi
fyrir og eftir breytingu, þannig að
í persónulegum ráðningarsamningi
verði tryggð þau launakjör og önn-
ur starfskjör sem viðkomandi hafði
sem borgarstarfsmaður.
Þeir starfsmenn sem greitt hafa
iðgjöld í Lífeyrissjóð starfsmanna
Reykjavíkur (LSR) hætta við breyt-
inguna að greiða í þann sjóð, en
greiða þess í stað í almennan sjóð.
Að sjálfsögðu munu starfsmenn í
engu glata réttindum sem þeir hafa
þegar áunnið sér og samhliða því
að viðkomandi hefja greiðslu í nýjan
sjóð mun borgarsjóður greiða upp-
bót með lífeyrissjóðsiðgjöldum frá
SVR hf., þannig að þeir halda áfram
að safna svipuðum réttindum,
a.m.k. um eitthvert árabil. Við þetta
bætist það mikla hagræði fyrir
starfsfólk, sem greitt hefur til LSR,
að það gætu hafið töku lífeyris 65
ára, þó samhliða vinni það fullt starf
hjá SVR hf. Einnig skiptir það
máli hér að lífeyrissjóðsiðgjöld
starfsmanna til hinna nýju sjóða,
hvaða sjóðir sem það verða, verður
reiknað af heildarlaunum, en ekki
Sveinn Andri Sveinsson
„Það er grundvallar-
forsenda fyrir þessum
breytingum að þær
komi ekki niður á
starfsfólki, heldur
þvert á móti komi því
til góða.“
bara fastalaunum og álagi eins og
nú. Þannig verður um meiri söfnun
að ræða en ella.
Sú breyting sem varðar alla
starfsmenn er sá möguleiki sem
opnast á því að tengja launagreiðsl-
ur einstakra starfsmanna við
frammistöðu, þannig að starfsmenn
sem að einhvetju leyti skara fram
úr eða hafa sannanlega sýnt góða
frammistöðu sjái þess merki í
launaumslaginu.
Undirritaður hefur gegnt starfi
stjórnarformanns SVR í þrjú. ár. Á
þeim tíma hefur stjórn SVR beitt
sér fyrir breytingum, sem orðið
hafa til þess að minnka verulega
meðgreiðslur borgarinnar með
rekstrinum. Hafa stjórnendur og
almennir starfsmenn með frábærri
frammistöðu komið því til leiðar að
breytingarnar náðu tilætluðum
árangri.
Það er sannfæring mín að í
starfsfólki SVR búi mun meiri
kraftur og geta til þess að standa
sig enn betur í þjónustu og rekstri
fyrirtækisins. En til þess að geta
kallað fram þennan kraft og nýtt
þessa getu til fullnustu þarf fyrir-
tækið að starfa í breyttu rekstrar-
umhverfí, þar sem almenn lögmál
á sviði rekstrar eru í hávegum höfð.
Einnig þarf það að vera tryggt að
í stjóm hlutafélagsins veljist aðilar
með þekkingu og reynslu á sviði
fyrirtækjastjórnunar. Aðeins þann-
ig getur hámarksárangur náðst.
Höfundur er borgarfulltrúi og
stjórnarformaður Strætisvagna-
Reykjavíkur.
A
Alyktun ungra jafnaðarmanna
Forsætísráð-
herra taki sig á
Á FUNDI sínum laugardaginn
5. júní samþykkti framkvæmda-
stjórn Sambands ungra jafnaðar-
manna eftirfarandi ályktun:
„Á undanförnum missemm hefur
verið mikil umræða um þjóðarbúið
og stöðu þess. í kjölfar svartrar
skýrslu Hafrannsóknarstofnunar
um stöðu fiskistofnanna hafa menn
velt því fyrir sér hvað skuli til
bragðs taka, hvernig yfirvöld taki
á þessum málum.
Verkstjóra ríkisstjómarinnar,
Davíð Oddssyni, forsætisráðherra,
hefur tekist með eindæmum illa að
meðhöndla þessi erfiðu og vand-
meðförnu mál. Fyrst gefur hann
út þá stórfurðulegu yfirlýsingu að
öll völd skuli færð í hendur sjávarút-
vegsráðherra, hans sé mátturinn
og dýrðin. Eftir þessi afglöp hefur
hvert asnastrikið fylgt öðru af hendi
forsætisráðherra. Hann slær úr og
í, virðist flöktandi og ráðalaus. Hjá
standa ráðherrar og þingmenn Al-
þýðuflokksins, agndofa og orðlaus-
ir.
Eina leiðin til að ríkisstjórninni
takist farsællega að vinna þjóðina
út úr þeim vanda sem við blasir er
að forsætisráðherrann taki sig sam-
an í andlitinu en kikni ekki undan
landsstjórninni líkt og sigraður
maður. Að öðrum kosti ber honum
að víkja úr embætti."
(Fréttatilkynning)