Morgunblaðið - 12.06.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.06.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 Uppgröftur á gamla Steindórsplaninu, á mótum Austurstrætis og Aðalstrætis. Menningar stefna í miðborginni eftir Helga Hjörvar Frá lokum átjándu aldar og fram á þennan dag hafa ættmenn mínir margir lifað og starfað í Reykjavík, og föðurfjölskylda mín nú í nær heila öld hér í hjarta borgarinnar. í hennar tíð hefur borgin tekið stakkaskiptum um flest til hins betra. Og vitaskuld tók þetta fólk þátt í þessari þróun og gladdist þegar vel tókst, en örvænti líka þegar í óefni stefndi. Reyndi það að sporna við fótum, eins og kunn- ugt er, t.d. gegn spellvirkjum Land- símans í kirkjugarði Reykvíkinga, niðurrifí Aðalstrætis átta og fleiri söguríkra mannvirkja, að ógleymdu því fagurfræðilega viðrini, sem ráð- húsið er í Tjamarendanum. En oft varð ekki við villimennsku ráðið. Nú ber aftur á móti svo við, frá því að Markús Örn Antonsson tók við embætti borgarstjóra, að nær öll skref sem mörkuð hafa verið í miðborginni hafa vísað fram á við. Hvorki hafa sögufrægar byggingar verðjafnaðar við jörðu, né kumböld- um demt niður þar sem þeir ekki eiga að vera einsog svo oft hefur hent. Þvert á móti hefur miðborgin verið fegruð og aukin lífi en endi verið bundinn á skálmöld sem áður ríkti. Þetta ber að þakka, einkum nú, þegar reynt er með ómerkileg- um málatilbúnaði að vefengja aug- ljós heilindi Markúsar Arnar við uppbyggingu miðborgar Reykjavík- ur. Hér skulu nokkrar staðreyndir teknar til vitnis. Þegar Markús tók við embætti, ríkti óöld í miðborginni. Þar var naumast óhætt að vera einn á ferli síðla kvölds eða að næturlagi. Ribb- aldar utan af landi skipulögðu jafn- vel jeppaferðir til þess eins að betja með kylfum á fólki í miðborg Reykjavíkur(I). Borgarstjóri lýsti því þegar yfír að eitt sitt helsta verk yrði miðborgin og óáran þessi var af rcggsemi og einurð kveðin niður. Tjamarbakkinn hefur verið fegr- aður. Iðnó var bjargað úr klóm eign- arhaldsfélags Alþýðuflokksins, sem reynt hafði að selja það til niður- rifs! Síðan hefur Iðnó mjög verið endurbætt og verður gert að menn- - fyrir ferðalanga „Hefur miðborgin verið fegruð og aukin lífi en endi verið bundinn á skálmöld sem áður ríkti.“ ingarmiðstöð. Tjarnarbíó er verið að gera upp og stefnir í að þar fái menningarstarf að blómstra í fram- tíðinni, yrðu þá tvö af hinum gömlu íshúsum okkar orðin að menningar- húsum! Vallarstræti hefur verið opnað og fegrað. Hús Sögufélags og Norska bakaríið, svo og torgið framan við þau, eru orðin mjög til sóma. Borgarbókasafnið flytur í Kvosina og mun eflaust efla mann- líf allt í miðborginni. Kirkjustræti hefur verið hellulagt að hluta. Mikl- ar og tímabærar framkvæmdir eru við Vallartorg og Steindórsplan. Geysishúsið hefur verið keypt og hýsir það m.a. vísi að tónlistarhúsi, sem vonandi mun prýða miðborgina fyrr en síðar. Hluta innréttinganna á að endurbyggja við Aðalstræti, en þar verður líka haldið áfram fornleifauppgreftri. Miklar fram- kvæmdir eru við nýja götu hafnar- megin við miðborgina. Brattagata, Grjótagata og Mjóstræti hafa öll verið hellulögð. Og síðast en ekki síst hefur Hótel Borg, sem orðin var borgaryfirvöldum til skammar, verið bylt til upphaflegs útlits af áræðni og atorku. Sem fyrr var drepið á hafa ýms- ir reynt að gera tortryggileg mark- Vegleg hátíðardagskrá var á vígsludaginn. Séra Halldór Gunn- arsson sóknarprestur annaðist helgistund og blessaði það starf sem fara mun fram í húsinu. Hann vís- aði til þess í máli sínu að grunninn að byggingu sem þessari mætti fínna í frelsisbaráttu og frelsisást brautryðjenda þjóðarinnar. Hið öfluga félagsstarf í hreppnum hefði kallað fram bygginguna til þess að hýsa á einum stað menningarstarf hreppsbúa. Guðrún Inga Sveinsdóttir oddviti rakti byggingarsögu hússins en hana má rekja allt til ársins 1977 en tíu árum áður fóru fram þreifíng- ar um að Austur- og Vestur-Eyja- fjallahreppur byggðu sameiginlegt félagsheimili en því var hafnað af íbúum. Samningur var gerður við menntamálaráðuneytið 1977 og framkvæmdir hófust 1979. Yfir- mið borgarstjóra með fyrirgreiðslu við eiganda Hótel Borgar. Hveijum þeim sem skoðar stutt en árangurs- ríkt starf Markúsar Arnar Antons- sonar í miðborg Reykjavikur verður þó ljóst að uppbygging Hótel Borg- ar er þáttur í heildstæðri stefnu, menningarstefnu sem lengi hefur skort í málefnum gamla miðbæjar- ins. Mér er málið skylt því að það var að tillögu föður míns, Ulfs, á stofnfundi Þróunarfélags Reykja- víkur, að þáverandi borgarstjóri brá við hart og hyggilega, eins og sá átti til þá og lét borgina kaupa Borgina, svo hún lenti ekki í klóm Alþingis. Þarf hér ekki að fjölyrða um hver hryllingssaga húsabrask Alþingis í miðborginni hefur verið, né leiða getum að örlögum Borgar- innar hefði Alþingi náð á henni tangarhaldi. Smátt og smátt dró þó úr ánægju manna með ráðstöfun þessa, eftir því sem borgin lét Borgina drabb- ast lengur niður. Þessi glæsibygg- ing var á endanum orðin gistiheim- ili Félagsmálastofnunar og jafnvel hörðustu fastagestir veitingastað- arins lögðu á flótta áður en yfir lauk. Okkur, sem mikið erum á ferli í miðbænum, lærðist, að ef skjóta þurfti á leynifundi, væri ráð að mæla sér mót á Hótel Borg, í veit- ingasalnum þar væri ábyggilega ekki sála. Sjálf Borgin var orðin að hreysi. Sem betur fer batt núverandi borgarstjóri enda á þetta ástand smiður við húsið hefur verið Magn- ús Tómasson. Kostnaður við bygginguna nem- ur 33 milljónum sem á núvirði er um 92 milljónir. Auk hreppsins, sem á 86% hússins, eru eignaraðilar Ungmennafélagið Eyfellingur 5%, kvenfélagið Fjallkonan 5% og Leik- félag A-Eyfellinga 4%. 40% af kostnaði við húsið eru greidd úr ríkissjóði. Margvísleg starfsemi Fimm ár eru frá því húsið var tekið í notkun en það var gert þó svo það væri ekki fullklárað. Mikil starfsemi fer fram í húsinu. Þar hefur tónlistarskólinn haft aðsetur, leikfélagið haft þar æfíngar og sýn- ingar, þar er bókasafn, grunnskóla- kennsla var þar í vetur og á sumr- in er þar starfrækt ferðaþjónusta. Þau Elín Ósk Óskarsdóttir og með því að selja Borgina atorku- sömum og áræðnum veitinga- manni, sem á stuttum tíma hefur gerbreytt staðnum. Á þessum krepputímum, þegar menn keppast við að telja kjark hver úr öðrum og fæstir hafa þor til framkvæmda, hefur hann ráðist í hundraða millj- óna króna fjárfestingar, sem að miklu leyti hafa farið í óhemjumikl- ar endurbætur á húsinu, enda var það illa leikið. Slíkan stórhug eigum við að sameinast um að lofa, en ekki leggja sig niður við að sverta og gera tortryggilegan tilgang manna. Um það má að vísu deila hvernig að fyrirgreiðslu við endurbætur Hótels Borgar skuli standa. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að hreinleg- ast væri að styrkja endurbætur á húsinu með hreinum fjárframlög- um, enda ber borgin bókstaflega ábyrgð á ástandi þess. Eins veitir borgin fé í endurbætur Iðnó og á Tjamarbíói. Því bæði í málefnum Borgarinnar og borgarinnar á menningarstefna að ráða ferðinni, en ekki markaðslögmál. Og hvernig sem á málið er litið ber að fagna Kjartan Ólafsson sungu á hátíðar- dagskránni og ávörp voru flutt. Húsinu voru færðar gjafir og árnað- aróskir frá félögum og einstakling- um. í lokin var síðan dmkkið kaffi í boði hreppsins. Um kvöldið var dagskránni haldið áfram, fluttir tveir leikþættir og dansað við undir- því að þetta framtak skuli eiga skilningi að mæta hjá borgarstjóra og hvetja borgaryfirvöld til að styrkja, beint eða óbeint, hvern þann sem stuðlar að framförum í miðborg Reykjavíkur. Nú ganga lífsskoðanir mínir þvert á þær sem meirihlutinn í borg- arstjórn hefur. Og mér virðist að seint verði þurrð á því sem gagn- rýna megi hann fyrir. Þeim mun óskiljanlegra er hvers vegna sumir andstæðingar Sjálfstæðisflokks aðrir skuli finna hjá sér hvöt til að ófrægja það sem vel er gert, þ.e. uppbyggingu miðborgarinnar í tíð Markúsar. Takist borgarstjóra að veija miðborgina hið þriðja árið fyrir hryðjuverkum í húsagerðarlist, sem nú má helst vænta frá Hæsta- rétti, varna því að Póstur og sími jafni Hótel Vík við jörðu og með ýmsum framkvæmdum fegra mið- borgina og efla þar menningarlíf hefur hann einfaldlega unnið mjög gott starf hvað þetta varðar. Höfundur er áhugnmaður um menningu og menningarsögu miðborgar Reykjavíkur. leik hljómsveitar Braga Árnasonar. Almenn ánægja er með félags- heimilið sem er og verður öflugt tæki til að efla menningarstarf sveitarinnar og gefa nýja möguleika fyrir íbúa hreppsins og svæðisins í heild til að efla byggðina og búsetu- skilyrðin. Sig. jóns. FélagsheimiKð Foss- búð á Skógnm vígt Selfossi. NÝTT félagsheimili Austur-Eyfellinga á Skógum var vígt laugardag- inn 5. júní við hátíðlega athöfn. Fjölmenni var við athöfnina og ánægja meðal fólks með hina nýju byggingu sem er 3.443 rúmmetr- ar að stærð, teiknuð af Bjama Marteinssyni arkitekt. Húsinu var gefið nafnið Fossbúð. Morgunblaðið/SigurðurJónsson. Grunnskólinn hefur aðsetur í húsinu UNA Guðlaug Sveinsdóttir 8 ára frá Vinjum og Helga Auður Gísla- dóttir 7 ára frá Raufarfelli halda á skilti með nafni félagsheimilisins. U LAMBAKJÖT er best á grillið I Framhryggjar- sneiðar meo a.m.k. 15% grillafslætti í næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.