Morgunblaðið - 12.06.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 12.06.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JUNI 1993 15 Dr. Sigurður Magnússon. Doktors- próf í líf- fræði SIGURÐUR Magnússon, líf- fræðingur, varði hinn 12. júní 1992 doktorsritgerð í frumulíf- fræði við líffræðideild Oslóarhá- skóla. Titill ritgerðarinnar er „Pathways of endocytosis in rat liver endothelial cells“. í ritgerðinni er fjallað um upp- töku stórsameinda í æðaþelsfrum- ur í rottulifur. Þessar frumur klæða innan örsmáa blóðganga í lifrinni og gegna mikilvægu hlut- verki við hreinsun blóðsins. A yfir- borði frumanna eru viðtakar sem binda sérvirkt ýmis skaðleg efni úr blóðinu og valda því að þau eru tekin inn í frumurnar og brotin niður. Rannsóknir Sigurðar sner- ust einkum um starfsemi viðtaka sem binda sykruhöpa á próteinum og öðrum stórsameindum og valda því að slíkar sameindir eru teknar inn í frumurnar. Ein þessara sam- einda er eiturefnið ricin, sem unnið er úr fræjum kristpálmans og reynt hefur verið að nota við hönnun marksækinna lyfja gegn krabba- meini. Eiturefnið er þá tengt sér- virkum mótefnum sem bindast krabbameinsfrumum en ekki heil- brigðum frumum og beinast því eituráhrifin eingöngu að krabba- meinsfrumunum. Rannsóknir Sig- urðar á því hvernig ricin og önnur skyld efni eru tekin inn í frumur geta varpað ljósi á marga af þeim þáttum sem hafa þarf til hliðsjónar við hönnun slíkra lyfja. Leiðbein- andi Sigurðar í doktorsnáminu var prófessor Trond Berg. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1977 og B.Sc.-prófi í líffræði frá Háskóla íslands árið 1980. 1980- 1984 starfaði hann við rannsóknir í lífefnafræði á Tilraunastöð Há- skólans í Meinafræði að Keldum og á Raunvísindastofnun Háskól- ans, auk stundakennslu í efnafræði og lífefnafræði við Háskóla ís- lands. Frá 1984 lagði Sigurður stund á framhaldsnám og rann- sóknir í frumulíffræði við líffræði- deild Oslóarháskóla og lauk þaðan cand. scient.-prófi 1987 og dr. sci- ent.-prófi 1992, sem fyrr segir. Hann starfar nú á Rannsóknar- stofu Háskólans í Ónæmisfræði á Landspítalanum. Sigurður er fæddur 15. október 1958 á Gilsbakka í Hvítársíðu. Foreldrar hans eru Magnús Sig- urðsson bóndi og Ragnheiður Kri- stófersdóttir. Sigurður er kvæntur Völu Friðriksdóttur líffræðingi, sem einnig varði doktorsritgerð við Dýralæknaháskólann í Osló ný- lega, og eiga þau þijá syni. LAUGARDAG kl. 12-18 SUNNUDAG kl. 12-16 Ráðgjöfhjá landslaqs- arkitei Andblær miðalda leikur um Fomalund um helgina Sígild umhverfislist sótt afitur í aldir Um helgina bjóðum við alla garðeigendur og unnendur fagurs umhverfis velkomna í Fornalund. Þar leggjum við sérstaka áherslu á að kynna fornlínu B.M.Vallá. Fornlínan samanstendur af skemmtilegum vörum fyrir umhverfið sem allar eiga sér sígildar fyrirmyndir. Fornsteinninn og nýr hleðslusteinn skipa þar stærstan sess. Pantaðu tíma í kjölfar sýningar- innar bjóðum við upp á ókeypis ráðgjöf hjá landslagsarkítekt um fomlínuna. Ráðgjöfin verður í næstu viku ogþú getur pantað tima hjá okkur á staðnum eða símleiðis. Sýnikennsla í notkun á Fomhleðslusteini. Fornhleðslusteinn er nýr hleðslusteinn sem byggist á gömlum jyrirmyndum í útliti og er einfaldur í notkun. Um helgina munu fagmenn sýna handtökin við hleðslu á vegg úr þessum steini í Fornalundi. Kynntir verða þeir margvíslegu möguleikar sem Fomhleðslusteinninn gefur, til dœmis sem frístandandi veggur eða til að taka upp hœðamismun í lóð. Lítið inn í Fornalund - hugmyndabanka garðeigandans - um helgina. Þeir sem ekki eiga heimangegnt geta hringt og fengið sendar upplýsingar um fornlínuna og aðrar vörur B.M.Vallá. Verið velkomin. Steinaverksmiðja I Soluskrifstofa FORNILUNDUR I X \ Fáðu sendar upplýsingar um Fornlínu B.M.Vallá hf. S 68 50 06 BJOili FORNIL UND UR Steinaverksmiðja, söluskrifitofa og sýningarsvmði Breiðhöjða 3 sími 91 - 68 50 06 TÆLENSKUR MATUR TÆLENSKT UMHVERFI AUK / SlA k100<J22-72

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.