Morgunblaðið - 12.06.1993, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
Lögmenn
telja fjár-
námganga
of seint
ÝMIS ÞAU vandamál er spruttu
upp eftir gildistöku nýrrar rétt-
arfarslöggjafar fyrir tæpu ári síð-
an eru enn ekki leyst að mati
Marteins Mássonar framkvæmda-
stjóra Lögmannafélagsins. Hann
telur til að mynda að fjár-
námsgerðir taki enn of langan
tíma og gagnrýnir hann boðunar-
kerfi sýslumanns- og lögreglu-
stjóraembætta. Anna Mjöll Karls-
dóttir deildarstjóri aðfarardeild-
ar telur fyrirtökutímann eðlileg-
an en upplýsir jafnframt að að-
eins helmingi boðana embættisins
og lögreglu sé sinnt.
Marteinn staðfestir að nokkurar
óánægju hafi gætt meðal lögmanna
með seinagang við afgreiðslu fjárná-
msgerða en tekur aftur á móti fram
að ágætt samstarf hafí ríkt milli
lögmanna og sýslumannsembættis-
ins. „Það tekur alltaf vissan tíma
að aðlagast breytingum á borð við
réttarfarsbreytingarnar. Ástandið
hefur eitthvað skánað en það er þó
ekki viðunandi," sagði Marteinn.
Flöskuháls í boðunarkerfi
Að mati Marteins hefur skort á
að boðunarkerfi sýslumannsembætt-
isins virki sem skyldi en hann von-
ast jafnframt til þess að úrbætur sem
gerðar hafa verið að undanfömu svo
sem fjölgun boðunarmanna muni
losa um þann flöskuháls sem staðið
hefur fjámámsgerðum fyrir þrifum.
Marteinn gagnrýndi ennfremur þá
tilhögun að gerðirnar færu nær ein-
ungis fram á skrifstofum sýslu-
manna. I tíð eldri laga hafi fulltrúar
verið mikið á ferðinni í því skyni að
ná í gerðarþola. Hið nýja kerfí leiðir
að hans mati frekar til tafa en hið
eldra vegna hættu á útivist gerðar-
þola.
Eðlilegur vinnsluhraði
Aðspurð kvaðst Anna Mjöll Karls-
dóttir deildarstjóri aðfarardeildar
sýslumannsembættisins í Reykjavík
telja deild sína hafa yfírstigið flest
öll vandkvæði eftir breytingamar.
Hún segir starfsmenn sína hafa
unnið að því af kappi að ljúka málum
fljótt og vel en líta verði á að nauð-
synlegan tíma þarf til að taka á
móti málum og rannsaka þau ann-
ars vegar og við boðun gerðarþola
hins vegar. „Vinnslutími mála hjá
okkur getur vart orðið styttri en
hann er nú þijár til fjórar vikur.“
Hún kveðst því ekki kannast við
neinn sérstakan seinagang en einna
helst tefjast mál í boðunaraðgerðum
hjá lögreglustjóraembættinu. Al-
mennt séu viðbrögð gerðarþola mjög
slæm og um helmingur boðana beri
árangur.
Körfubolti heillar ungu kynslóðina sem fylgist vel með leikjum í Bandaríkjunum
Hinrik Haraldsson. Þorleifur Jón Brynjarsson. Guðjón Pétursson.
Vagga letilega um götumar
og biðja iiiii broddaklippingu
HVARVETNA sjást kornungir
körfuboltastrákar með derhúfur
sinna liða og öklaháa körfubolta-
skó á fótum vagga um götur
borgarinnar með sérkennilega
letilegu körfuboltagöngulagi,
skiptandi á myndum af átrúnað-
argoðunum í NBA-deildinni.
Uppgrip eru hjá hárskerum sem
hafa varla undan að brodda-
klippa körfuboltastrákana, sem
biðja um Barkley-klippingu eða
kiwi-klippingu.
Það hefur vart farið fram hjá
mörgum að gífurlegur áhugi fyrir
körfuknattleik hefur stungið sér
niður hér á landi og rekja margir
þennan áhuga til útsendinga Stöðv-
ár 2 frá bandarísku NBA-deildinni,
og þáttöku „draumaliðs" bestu at-
vinnumanna Bandaríkjanna á
Ólympíuieikunum á síðasta ári.
Þess verður vart langt að bíða að
unga kynslóðin hér á landi fari að
láta að sér kveða í þessari íþrótta-
grein svo um munar.
Við Austurbæjarskólann voru
nokkrir körfuboltastrákar að leik
og Morgunblaðinu lék hugur á að
kynnast viðhorfum þeirra til þess-
arar bandarísku þjóðaríþróttar.
Fyrstur á vegi okkar varð Ingvi
Sighvatsson. „Ég fer mikið í körfu,
eða annan hvom dag að jafnaði.
Svo horfi ég mikið á leiki í NBA-
deildinni og ætla að horfa á annan
úrslitaleikinn í nótt. Ég gafst hins
vegar upp á biðinni í fyrsta leikn-
um, því Stöð 2 gat ekki sent út
fyrri hálfleikinn,“ sagði Ingvi.
Þúsundkall á dag
Hann sagði ekkert mæla á móti
því að vaka til kl. 5 um nóttina um
helgi til að horfa á úrslitaleikinn
með félögunum. „Annars fara
morgnarnir í að leita mér að vinnu,“
sagði Ingvi. Hann kvaðst telja að
Morgunblaðið/Kristinn
Undir körfunni
I LEIK undir körfunni við Austurbæjarskólann.
hinn mikli körfuboltaáhugi nú væri
m.a. tilkominn vegna þátttöku
bandaríska „draumaliðsins", á
Ólypíuleikunum í Barcelona. „Svo
hefur Stöð 2 náttúrulega sent út
leiki í NBA-deildinni í nokkur ár.
Ég horfi yfirleitt á það á sunnudög-
um og hef mikið gaman af því. Svo
spila ég líka tölvuspil niðri á Fredda
sem heitir NBA og hef eytt um
1.000 kr. á hveijum degi frá því
ég kynntist því spili. Það er því allt
í fullurn gangi," sagði Ingvi.
Guðjón Pétur^son var orðinn úti-
tekinn, enda sagðist hann spila
körfubolta við Austurbæjarskóla á
hveijum degi. „Það er um eitt ár
síðan ég fór að spila körfubolta af
alvöru. Hann er skemmtileg íþrótt
og þegar ég fór til Bandaríkjanna
voru allir í körfu. Þar byijaði ég
og hélt svo áfram,“ sagði Guðjón.
Hann sagðist fylgjast grannt
með sínu liði, Chicago Bulls, í úr-
slitaleikjunum gegn Phoenix Suns
í NBA-deildinni. „Fyrsti leikurinn
var til kl. 4 um nóttina og byrjaði
um kl. 1. Mömmu og pabba er al-
veg sama þótt ég horfi svo lengi á
sjónvarpið," sagði Guðjón. Hann
sagði að það hefði verið dálítið erf-
itt að vakna til vinnu en hann er í
unglingavinnunni. Hann sagðist
ætla að byrja að æfa körfubolta
Ingvi Sighvatsson.
fyrir alvöru með Val næsta vetur
og hugsanlega myndi hann leggja
íþróttina fyrir sig.
„Rappstælar"
Hinrik Haraldsson kvaðst ekki
fylgjast með útsendingunum á Stöð
2 af þeirri einföldu ástæðu að á
heimili hans væri ekki afruglari.
„Ég er ekkert hrifinn af þessum
„rappstælum" sem eru í kringum
körfuboltann," sagði Hinrik og
sýndi viðstöddum hvemig alvöru-
körfuboltamenn ganga.
Þorleifur Jón Brynjarsson hefur
náð mikilli leikni í að snúa boltanum
með gómunum. „Ég hef ekkert æft
þetta að ráði, ég er bara að leika
mér. Ég kem hingað stundum og
spila körfu,“ sagði Þorleifur. Hann
kvaðst fylgjast með úrslitaleikjun-
um, og hans menn væru í Chicago
Bulls. Þorleifur fékk sér frí úr ungl-
ingavinnunni daginn eftir fyrsta
úrslitaleikinn, enda stóð leikurinn
langt fram á nótt.
Kvartmíluklúbburinn
Meistarar æfa í
mótorhjólahermi
Á SUNNUDAGINN fer fram fyrsta kvartmílukeppnin til ís-
landsmeistara á braut Kvartmiluklúbbsins, sem heldur keppn-
ina í samvinnu við Pizza 67. Nokkrir af fremstu mótorhjólaöku-
mönnum landsins söfnuðust af því tilefni saman í Kringlunni
á föstudag og æfðu sig í mótorhjólahermi, tæki sem líkir eftir
akstri á þekktri kappakstursbraut í Japan.
„Þetta var ótrúleg útrás og
kemur okkur í rétta skapið fyrir
kvartmíluna. Ég fékk dúndrandi
hjartslátt og þessi mótorhjóla-
hermir, Galaxy, líkist mjög því að
vera í keppni. Við svitnuðum og
tókum á taugakerfinu í þessi
tæki,“ sagði Karl Gunnlaugsson,
sem er fyrrum meistari í kvart-
mílu, en einnig kepptu á tækinu
moto-crossmeistarinn Helgi Ge-
orgsson, Guðjón Karlsson kvartm-
ílumeistari og fleiri. í bígerð er
að halda íslandsmót í herminum,
en tveir keppendur aka í einu á
tækinu og þykir líkjast kappakstri
á mótorhjólum. Er það notað er-
lendis til þjálfunar ungra öku-
manna, áður en þeir fara í öku-
tíma.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Mótorhjólameistarar á æfingu
ÖKUKAPPARNIR Helgi Georgsson og Karl Gunnlaugsson reyna með
sér í mótorhjólahermi í gær á æfingu fyrir íslandsmótið í kvartmílu
á sunnudaginn, þar sem Karl keppir. Tækið er hið fyrsta sinnar teg-
undar hérlendis og líkir eftir kappakstri á þekktri braut í Japan.
Kirkjugarðadeila
Aðgerðir
óþarfar
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
úrskurðað að ekki þurfi að aðhaf-
ast í deilu Kirkjugarða Reykjavík-
ur og samkeppnisfyrirtækja
þeirra. Lög um kirkjugarða sem
samþykkt voru 26. apríl taka að
mati stofnunarinnar af tvímæli um
hlutverk og starfsemi fyrirtækja
sem se|ja þjónustu við útfarir.
Að ósk tveggja fyrirtækja sem
veita útfararþjónustu leitaði Sam-
keppnisstofnun til dóms- og kirkju-
málaráðuneytisen það taldi að nýju
lögin um kirkjugarða innihéldu
ákvæði þar sem skýrt væri kveðið á
um skyldu kirkjugarðanna til að skilja
á milli lögbundins hlutverks þeirra
og starfsemi á samkeppnissviði.
í ljósi þessa álits og þess að lögin
hafí tekið gildi segir í úrskurði stofn-
unarinnar að ekki sé þörf aðgerða.