Morgunblaðið - 12.06.1993, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JUNI 1993
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensén.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Velferðin, vísindin
og tæknin
Nýlokið er í Reykjavík alþjóð-
legri ráðstefnu sérfræð-
inga í læknavísindum um hæg-
gengar veirusýkingar í mið-
taugakerfinu og verk dr. Bjöms
Sigurðssonar læknis, fyrsta for-
stöðumanns Tilraunastöðvar
háskólans í meinafræðum á
Keldum. Dr. Robert C. Gallo,
heimskunnur alnæmissérfræð-
ingur og annar tveggja vísinda-
manna sem uppgötvuðu HIV-
veiruna sem veldur alnæmis-
sjúkdómnum, komst svo að orði
um dr. Björn í viðtali við Morg-
unblaðið:
„Hugmyndir hans skýrðu að
minnsta kosti hluta af hegðun
sjúkdómsins alnæmis og ann-
arra veira, sem við uppgötvuð-
um á síðari hluta áttunda ára-
tugarins og i byijun þess níunda.
Bjöm var frumkvöðull og verk
hans mjög mikilvæg og ef við
hefðum kynnt okkur þau nánar
hefðum við getað uppgötvað
fyrr ýmsilegt sem við höfum
vitneskju um í dag...“
Annar heimsþekktur vísinda-
maður, Nóbelsverðlaunahafinn
dr. Carleton Gajdusek, segir í
viðtali við blaðið síðastliðinn
þriðjudag að niðurstöður Bjöms
hefðu verið lykilframlag á sviði
læknisfræði og örverufræði, sem
vektu mikla athygli vísinda-
manna enn í dag, ekki sízt vegna
þess að alnæmissjúkdómurinn
teldist til sama sjúkdómaflokks
og Bjöm lýsti. Orðrétt sagði
hann: „Því miður lézt Bjöm ung-
ur en ef hann hefði haldið áfram
rannsóknum sínum í þá átt sem
hann stefndi er enginn vafí á
að hann hefði hlotið Nóbelsverð-
launin.“
Dr. Björn Sigurðsson er einn
þekktasti vísindamaður íslands
á þessari öld. Hann vakti fyrst
athygli fyrir rannsóknir á garna-
veiki sauðfjár og tilraunir með
bóluefni. í grein í Andvara segir
prófessor Björn Þormar .....að
kostnaður við byggingu og
rekstur tilraunastöðvarinnar að
Keldum hafi með garnaveiki-
rannsóknunum einum borgað
sig margfaldlega." Margrét
Guðnadóttir, prófessor, komst
svo að orði: „Niðurstöður rann-
sókna, sem þetta fáa fólk á
Keldum vann að, urðu fljótlega
heimsþekktar, og síðustu æviár-
in skipaði Björn alþjóðlegan
virðingarsess meðal veirufræð-
inga og þeirra bakteríufræð-
inga, sem fást við búfjársjúk-
dóma.“
Rannsóknir dr. Björns á öðr-
um veirusjúkdómum, sem
hijáðu íslenzkt sauðfé, vota-
mæði, þurramæði, visnu og riðu,
vöktu og verðskuldaða athygli.
Kenningar hans um að rann-
sóknir á hæggengum smitsjúk-
dómum í dýrum kynnu að opna
nýjar leiðir til skilnings á lang-
vinnum sjúkdómum í miðtauga-
kerfi manna hafa og gengið eft-
ir. Fullvíst er talið að þær hafi
verið mjög leiðbeinandi þegar
tilraunir dr. Carleton Gadjuseks
leiddu í ljós að Creutzfelt-Jakob
sjúkdómurinn var ekki arfgeng-
ur efnaskiptasjúkdómur heldur
hæggengur smitsjúkdómur.
Fjölmörg önnur dæmi um mikil-
vægar rannsóknir og bólusetn-
ingar dr. Bjöms mætti nefna,
t.d. þegar svonefnd Akureyrar-
veiki skaut upp kolli 1948 og
áður óþekkt Asíuinnflúensa árið
1957.
Meginhluti vísindastarfa
Bjöms Sigurðssonar snerist um
rannsóknir á veirusjúkdómum,
þótt hann væri einnig afkasta-
mikill á sviði annarra smitsjúk-
dóma. Hugmyndir hans og
kenningar um sérstök afbrigði
veirusýkinga, sem hann nefndi
„annarlega hæggengar veiru-
sýkingar“, hafa sem fyrr segir
vakið heimsathygli og auðveldað
rannsóknir á alnæmisveirunni,
en sýnt hefur verið fram á skyld-
leika hennar og visnuveiru, sem
m.a. veldur riðuveiki í sauðfé.
Alþjóðleg ráðstefna sérfræðinga
í læknavísindum um hæggengar
veimsýkingar og verk dr. Björns
Sigurðssonar, sem nýlokið er í
Reykjavík, er vitnisburður um
þá viðurkenningu sem verk hans
njóta — og hveiju hægt er að
áorka í litlu samfélagi sem okk-
ar, þegar hæfir vísindamenn fá
að njóta sín við aðkallandi og
mikilvæg verkefni.
Rannsóknir, vísindi og tækni
gera gæfumuninn í flestum
þáttum mann- og þjóðlífsins. Sú
staðreynd á jafnt við um at-
vinnuvegi og efnahagsmál og
læknisfræði og menningarmál.
Morgunblaðið getur tekið undir
orð dr. Björns Sigurðssonar í
erindi hans árið 1959 um skipan
vísindarannsókna á íslandi:
„Undirstaðan undir velmegun
þjóðar nú á dögum er sú vísinda-
og tæknimenning, sem einkenn-
ir okkar öld. Stundum lítur út
eins og við íslendingar viljum
búa við tuttugustu aldar efna-
hagsafkomu, án þess að byggja
hér upp tuttugustu aldar vís-
inda- og tæknimenningu. Það
mun ekki reynast kleift.“
Rekstrarerfðileikar Islensks skinnaiðnaðar leiddu til gjaldþrots í gær
Atvinna um 200
manna er í húfi
Tæplega 250 milljóna króna tap á síðustu tveimur og hálfa ári
GJALDÞROT íslensks skinnaiðnaðar á Akureyri í gær kom mörgun
á óvart, þó svo erfiðleikar hafi einkennt reksturinn síðustu mán-
uði. Um 200 manns hafa að undanförnum starfað hjá fyrirtækinu,
sem rekið hefur sútunarverksmiðju. Skiptastjórar báðu starfsfólk
að mæta til vinnu á mánudag, en þeir vænta þess að hafa náð samn-
ingum um leigu á rekstri féíagins eftir helgina. Fyrirtækið hefur
tapað umtalsverðum fjármunum, 95 milljónum á síðasta ári og um
100 milljónum á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Sviptingar í
gengismálum í Evrópu og þrengingar á Italíu, stærsta markaði
félagsins, eru helstu ástæður þess að til gjaldþrotaskiptanna kom.
íslenskur skinnaiðnaður var í gær
úrskurðaður gjaldþrota hjá Héraðs-
dómi Norðurlands eystra, en stjórn
félagsins lagði fram slíka beiðni í
gærmorgun. Fyrirtækið hefur rekið
sútunarverksmiðju á Akureyri og
veitt um 200 manns atvinnu, en það
hefur átt við verulega rekstrarerfið-
leika að etja á síðustu mánuðum.
Ástæður erfiðleikanna eru einkum
óhagstæð þróun á helstu sölumynt-
um félagsins, en þær eru ítölsk líra
og breskt pund, og þær pólitísku og
efnahagslegu þrengingar sem ganga
yfir Ítalíu. Italía er langstærsti mark-
aður heims fyrir mokkaskinn, sem
eru aðalframleiðsluvara fyrirtækis-
ins. Þetta hefur leitt til mikils sam-
dráttar í sölu á fyrrihluta ársins og
tilflutning afgi-eiðslna yfir á síðari
hluta árs. Þessar breytingar hafa á
nokkrum mánuðum kippt grundvell-
inum undan rekstri félagsins.
Greiðsluþrot
Á árinu 1991 tapaði íslenskur
skinnaiðnaður 48 milljónum króna,
á síðasta ári nam tapið um 95 millj-
ónum króna og tap af reglulegri
starfsemi á fyrstu fimm mánuðum
þessa árs er um 100 milljónir króna.
Eigið fé fyrirtækisins hefur lækkað
frá áramótum úr 135 milljónum
króna í um 30 milljónir og var félag-
ið komið í rekstrar- og greiðsluþrot
og gat ekki staðið í fullum skilum
við lánardrottna sína.
Hnignun fataiðnaðar á flkureyri
SÚTUNARVERKSMIÐJA SAMBANDSINS
Sútun hófst á Akureyri sumarið 1923. Reist var sútunarverksmiðja 1935 i eigu SÍS,
sem sútaði skinn og húðir, til fatá og skógerðar. Verksmiðjan brann 1969 en var
endurreist og sérhæfð í mokkaskinnsframleiðslu í samstarfi við finnskan aðila.
Verksmiðjan var rekin innan iðnaðardeildar Sambandsins eftir stofnun hennar.
Stofnað var sjálfstætt hlutafélag um reksturinn, íslenskur skinnaiðnaður hf., að
meirihluta í eigu Sambandsins í des. 1990.
IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS
Hekla, Gefjun og Iðunn voru sérstakar framleiðsludeildir Iðnaðardeildar Sam-
bandsins. Fyrir tíu árum var blómatími í iðnaðinum, ársverk um 800 og rúmlega
1.000 manns á launaskrá þegar mest var.
IÐUNN
Var I eigu Sambandsins í um 50 ár. Hannaði um 90 tegundir af skófatnaði og
framleiddi um 60 þús. skópör á ári. 40 starfsmönnum sagt upp í mars 1988 vegna
rekstrarerfiðleika og starfsemin seld Strikinu hf. í ágúst sama ár.
HEKLA
Um tíma stærsta prjónastofa landsins, rekin innan Sambandsins frá 1948, Fram-
leiðsian aðallega seld til Rússlands. Var sameinuð.lðnaðardeild Sambandsins og
sfðan Álafossi hf. við sameiningu iðnaðardeildar SfS og Álafoss gamla um áramót
1987 og 1988.
GEFJUN
Fataverksmiðja sem var sameinuð Álafossi við sameiningu Iðnaðardeildar
Sambandsins og Álafoss um áramótin 1987 og 1988.
ÁLAFOSS hf.
Stofnað með sameiningu Iðnaðardeildar Sambandsins og gamla Álafoss um
áramót 1987-88. Var lýst gjaldþrota í júní 1991.190 starfsmenn á Akureyri misstu
atvinnuna.
FOLDA hf.
Ullariðnaðarfyrirtæki, stofnað um rekstur Álafoss hf. í október 1991. Rekur
vefnaðardeild, prjóna- og saumadeild. Hluthafar um 40 talsins, Framkvæmda-
sjóður Akureyrar og Byggðasjóður stærstu eigendur. Rekstrarerfiðleikar komu
fram á síðasta ári og tapaði fyrirtækið 48 millj. kr. 40 starfsmönnum sagt upp í lok
síðasta árs. Um 100 manns starfa hjá Foldu í dag.
STRIKIÐ hf.
Félag nokkurra athafnamanna á Akureyri sem keyptu skóverksmiðju Iðunnar í
ágúst 1988.35 starfsmenn hjá fyrirtækinu frá upphafi. Atti við aukna rekstrar-
erfiðleika að etja og var iýst gjaldþrota í júlí 1992. Tæki og vélar seldar Skrefinu hf.
áSkagaströnd íjan. 1993.
ÍSLENSKUR SKINNAIÐNAÐUR hf.
Sjálfstætt hlutafélag í eigu SÍS, sem tók yfir rekstur skinnaiðnaðardeildar Sam-
bandsins í desember 199Q. Meginhlutverk framleiðsla á mokkasínum og úr leðri.
Bókfært verð hlutabréfa SIS122 millj. kr. Tap af rekstri árið 1992 95 millj. kr. Um
240 starfsmenn störfuðu hjá fyrirtækinu en 31 starfsmanni var sagt upp í mars
1993. Félagið lýst gjaldþrota 11. júní 1993 og heildarskuldir þess þá áætlaðar 960
millj. kr.
Heimild: M.a. Jón Arnþósson og Byggðastofnun
Leigusamningur
Skiptastjórar búsins eru Þorsteinn
Hjaltason og Óskar Magnússon og
sagði Þorsteinn að ákveðið hefði
verið að þrotabúið myndi reka fyrir-
tæki áfram, það tryggði best hags-
muni þess að halda fyrirtækinu
gangandi. Þá ætti að freista þess
að fá aðila til að leigja reksturinn.
„Við ætlum að reyna að leigja rekst-
urinn og vonandi verðum við komnir
með leigusamning eftir helgi,“ sagði
Þorsteinn. „Það er óskakosturinn að
fá tíma til að skoða málin nánar
varðandi sölu og leigja þetta út á
meðan.“
^ Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ovissuástand
STARFSFÓLK íslensks skinnaiðnaðar á spjalli um stöðu mála eftir
að því var gerð grein fyrir að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.
Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks
Enn eitt áfallið
„ÉG VISSI að fyrirtækið átti í
alvarlegum erfíðleikum, en að
það færi í gjaldþrot kom mjög
flatt upp á mig. Eg átti ekki von
á að svona færi, menn vissu af
erfiðleikunum á Ítalíu, en mér
finnst liggja í loftinu að eitthvað
hafí brugðist, fyrirgreiðsla eða
eitthvað slíkt,“ sagði Kristín
Hjálmarsdóttir formaður Iðju,
félags verksmiðjufólk á Akur-
eyri um gjaldþrot íslensks
skinnaiðaðar.
Kristín sagði að gjaldþrot fýrir-
tækisins kæmi sér afar illa fyrir Iðju,
sem myndi tapa um einni milljón
króna á því vegna ógreiddra félags-
gjalda. „Ég hef miklar áhyggjur af
mínu fólki, það gæti margt staðið
uppi allslaust. Þetta er enn eitt áfall-
ið sem yfir okkur dynur og maður
er eiginlega alveg orðlaus," sagði
Kristín.
Alvarlegt
„Ef þetta verður endirinn á þess-
um iðnaði þá er það mjög alvarlegt
fyrir bæjarfélagið, maður sér fram
Við vinnu
ÓLAFUR Stefánsson við störf sín í sútunarverksmiðjunni í gær.
á hrun, Folda sem reist var úr rústum
Álafoss stendur engan vegin traust-
um fótum og það eru erfiðleikar hjá
fleiri iðnaðarfyrirtækjum. Við höfum
búið við mikla erfíðleika í atvinnulíf-
inu lengi og atvinnustigið er lágt
þannig að þetta er vissuleg alveg
hroðalegt.“
Fata- og skinnaiðnaður á Akureyri frá miðjum síðasta áratug
700 færri störf í dag
STÖRFUM í framleiðsluiðnaði á Akureyri hefur fækkað um 300 til
400 störf á síðastliðnum fimm til sex árum. Um seinustu mánaðamót
voru um 400 manns atvinnulausir á Akureyri. í gær óskaði svo stjórn
Islensks skinnaiðnaðar hf. eftir gjaldþrotaskiptum en hjá fyrirtækinu
starfa um 200 manns. Þegar starfsemi Iðnaðardeildar Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga á Akureyri stóð í mestum blóma um miðjan
síðasta áratug voru ársverk hjá fyrirtækinu í ýmsum fata- vefjar-
og skinnaiðnaði um 800 alls og rúmlega 1.000 manns á launaskrá í
heilsdagsstörfum eða hlutastörfum.
Nú starfa um 100 manns hjá Foldu
hf. sem var stofnað upp úr gjaldþroti
Álafoss í október 1991. Alls misstu
190 manns atvinnu sína á Akureyri
vegna Gjaldþrots Álafoss í júní 1991.
Folda hf. var rekin með tapi á síðasta
ári og um 40 manns var sagt upp
störfum skömmu fyrir áramót.
Þá hefur skóframleiðsla lagst niður
á Akureyri í kjölfar gjaldþrots Striks-
ins hf. á síðasta ári en það félag keypt
skóverksmiðju Iðunnar af Samband-
inu árið 1988. Við það misstu 35
manns vinnu sina.
Á síðast liðnum áratug hefur störf-
um í ullariðnaði, skinna- og skóiðnaði
þannig fækkað úr um 800 ársverkum
í 200- 300 skv. upplýsingum sem
fengust hjá Byggðastofnun á Akur-
eyri í gær.
Skinnaiðnaður í 70 ár
Erfíðleikar hafa einnig verið í öðr-
um iðngreinum á Akueryri að undan-
fömu. Var Niðursuðuverksmiðja K.
Jónssonar lýst gjaldþrota í vetur en
70 manns störfuðu hjá fyrirtækinu
en þeir fengu síðan atvinnu hjá Strýtu
hf. sem tók rekstur verksmiðjunnar á
leigu tímabundið.
Samkvæmt samantekt sem Iðja,
félag verksmiðjufólks á Akueryri, tók
saman fyrir nokkm hefur virkum fé-
lagsmönnum Iðju fækkað um 289 frá
janúar 1987 til október 1992, sem
jafngildir 213 heilum störfum í iðnaði.
Enn er óvíst hvort framleiðsla ís-
lensks skinnaiðnaðar hf. leggst niður
vegna gjaldþrotsins eða hvort reynt
verður að leigja starfsemina og til-
raunir verða gerðar til að endurreisa
hana. Að öðrum kosti má búast við
að sögu sútunar á Akureyri sé að ljúka
en í sumar eru liðin 70 ár frá því að
sútun skinna hófst á Akureyri. SÍS
rak sútunarverksmiðju sem sérstaka
deild innan Sambandsins allt til ársins
1990 þegar stofnað var g'álfstætt
hlutafélag um reksturinn Islenskur
skinnaiðnaður hf.
Samið um 400 millj.
framkvæmdir við FSA
Nýja álman stórt skref til að bæta aðstöðuna, segir bæjarstjóri
Gershwin-
sveifla í
Skemmunni
VORKLIÐUR, vortónleikar
Blásarasveitar æskunnar, verð-
ur í íþróttaskemmunni annað
kvöld kl. 20.30. Stjórnandi er
Roar Kvam.
Flutt verður tónlist eftir George
Gershwin, m.a. verður „Rhapsody in
Blue“ frumflutt í upprunalegri mynd,
eins og tónskáldið samdi hana fyrir
djasshljómsveit Pauls Whiteman.
Richard Simm píanóleikari fer með
einleikshlutverk. Þá flytur hljóm-
sveitin einnig nokkur þekktustu lögin
úr óperunni „Porgy og Bess“.
Flytjendur um 70
Hljómsveitin er skipuð 30 hljóð-
færaleikurum og fær hún til liðs við
sig einsöngvarana Jóhönnu Linnet,
sópran, Michael Jón Clarke, baritón,
og Richard Simm, píanóleikara, fé-
laga úr kór Leikfélags Akureyrar,
Passíukórnum og Karlakór Akur-
eyrar-Geysi auk nokkurra gesta-
hljóðfæraleikara, þannig að í allt
koma fram um 70 flytjendur á þess-
um tónleikum.
MESSUR
AKUREYRARPRESTAIiALL:
Helgistund verður á FSA á morgun,
sunnudaginn 13. júní, kl. 10. Guðs-
þjónusta verður í Akureyrarkirkju kl.
11.
GLERÁRPRESTAKALL: Guðsþjón-
usta verður í Lögmannshlíðarkirkju á
morgun kl. 21. Takið eftir breyttum
guðsþjónustutíma.
Vorkliður
Morgunblaðið/Rúnar Þór
FÉLAGAR í Blásarasveit æskunnar hafa starfað af krafti og enda
vetrarstarfið með Gershwin-tónleikum í Skemmunni á sunnudags-
kvöld, en myndin var tekin á æfingu í vikunni.
Sláttur í seinna lagi
ÞÓ NOKKUÐ er í að bændur I Eyjafirði hefji slátt en undanfarin ár
hafa þeir verið í fyrra fallinu og þeir fyrstu verið farnir að slá ein-
staka spildur um þetta leyti eða í byrjun júní.
Ólafur G. Vagnsson ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
bjóst við að sláttur hæfist í Eyjafirði
síðari partinn í júní, eða nokkuð
seinna en á undanfömum árum.
„Bændur hafa byrjað að slá snemma
síðustu ár, fyrir miðjan júní margir,
en kuldakastið seint í maí þegar
snjóaði setti strik í reikninginn og
hægði á öllu og það hefur líka verið
kait að undanfömu, janfvel frost ui
nætur,“ sagði Ólafur.
■ NÝHERJI og Tölvutæki-Bók-
val standa fyrir sýningu á tölvum
og tölvubúnaði í húsnæði Tölvu-
tækja-Bókvals á Furuvöllum 5*á
Akureyri. Sýningin er opin frá kl.
10 til 16 í dag, laugardag.
SAMNINGUR um fjármögnun
vegna byggingar nýrrar tæp-
lega 3.200 fermetra álmu við
FjórðungsSjúkrahúsið á Akur-
eyri var undirritaður í gær.
Heildarkostnaður við bygging-
una er áætlaður um 400 milljón-
ir króna, en inni í þeirri tölu er
sá búnaður sem til þarf. Samn-
ingurinn tekur til tímabilsins frá
árinu 1994 til 1997, en á þeim
tíma er gert ráð fyrir að verja
235 milljónum króna til fram-
kvæmda við bygginguna. í ál-
munni verður m.a. barnadeild
sjúkrahússins sem búið hefur við
mikinn húsnæðisvanda til fjölda
ára.
Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra sagði við undirritun samn-
ingsins, að það væri stefna ríkis-
stjómarinnar að beina fjárrnagni til
þeirra sjúkrahúsa þar sem flestir
sjúkiingar kæmu til aðgerða. Víða
væru sjúkrahús sem hefðu allt til
alls en vantaði sjúklinga, en önnur
vantaði flest annað en sjúklinga.
Staðreyndin væri sú að flestir leituðu
eftir þjónustu m.a. vegna aðgerða á
sjúkrahúsunum í Reykjavík og á
Ákureyri.
I ríkisstjórn hefði því fyrir nokkra
verið ákveðin sú stefnumörkun að
meginþunga framkvæmdafjár yrði
beint til þessara sjúkrahúsa. „Það
verður að beina fjárveitingum að
þeim sjúkrahúsum sem fólk leitar
mest til, það þýðir ekki að reka fólk
þangað sem það ekki vill fara,“ sagði
Sighvatur. „Og það er á þessum
grunvelli sem ákvörðun um að ráð-
ast í þessa byggingu er tekin, en
Morgunblaðið/Sigurður Björnsson
400 milljóna samningur
Frá unirritun samningsins í gær:
sljómar FSA, Sighvatur Bjarnason,
að vinna siðasta embættisverk sitt
Jónsson bæjarstjóri.
vissulega er um mikla og dýra fram-
kvæmd að ræða.“
Mikil viðurkenning
Halldór Jónsson bæjarstjóri á
Akureyri sagði það mikla viðurkenn-
ingu fyrir það starf sem unnið væri
á FSA, að það væri nú eitt af aðalað-
gerðarsjúkrahúsum landsins og nú
væri stigið stórt skref til að bæta
aðstöðu þess og um leið yrði heil-
brigðisþjónusta á svæðinu aukin.
Bæjarráð hefur samþykkt ramma-
Valtýr Sigurbjarnason, formaður
heilbrigðisráðherra, sem þaraa var
sem heilbrigisráðherra, og Hallór
samning um framkvæmdir og fjár-
mögnun byggingarinnar, en hlutur
bæjarins er um 60 milljónir króna,
eða 15% af kostnaði. Samþykkt héf-
ur verið að bærinn fjármagni fram-
kvæmdir hraðar en honum ber sam-
kvæmt lögum og er þar um að ræða
umframfjármögnun upp á um 30
milljónir króna.
Fjármálaráðuneytið er ekki aðili
að rammasamningnum og sagði
Halldór að sér þætti miður að svo
væri, slíkt hefði verið æskilegt.