Morgunblaðið - 12.06.1993, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
28
Oskar Helgason,
Höfn — Minning
Fæddur 14. september 1917
Dáinn 2. júní 1993
Heiðursborgari Hafnar í Horna-
flrði, Óskar Helgason, verður jarð-
sunginn frá Hafnarkirkju í dag,
laugardaginn 12. júní. Óskar lést
á sjúkrahúsi 2. júní síðastliðinn
eftir erfið veikindi og heilsuleysi
síðustu misseri.
_ Óskar fæddist 14. september
árið 1917 á Háreksstöðum í Norð-
urárdal. Foreldar hans voru Helgi
Þórðarson bóndi og smiður þar og
Ingibjörg Skarphéðinsdóttir. Hann
ólst upp hjá foreldrum sínum við
leiki og sveitastörf þess tíma.
Óskar stundaði nám í Héraðs-
skólanum Reykjum árin 1934-36
og lauk kennaraprófí frá Kennara-
skóla íslands 1941.
Eftir kennaraprófið kynnti hann
sér síma- og radíótækni hjá Land-
síma íslands og tók við starfi stöðv-
arstjóra landsímastöðvarinnar á
Höfn árið 1945. Því starfí gegndi
hann þar til hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir. Jafnframt starfi
stöðvarstóra sinnti hann um tíma
flugradíóinu fyrir Flugráð og
endurvarpsstöð Ríkisútvarpsins á
Höfn. Sömuleiðis stundaði hann
kennslu um skeið og var prófdóm-
ari í samræmdum prófum grunn-
skójans.
Á Höfn kynntist Óskar eftirlif-
andi konu sinni Guðbjörgu Gísla-
dóttur frá Breiðdalsvík. Hún er
dóttir Ingibjargar Guðmundsdóttur
og Gísla Guðnasonar póst- og sím-
stjóra þar. Þau giftu sig á tví-
-ffflgsafmæli Guðbjargar 14. janúar
1947. Óskar og Guðbjörg eignuð-
ust fimm börn og eru fjögur á lífi.
Elst er Ingibjörg, gift Auðuni Kl.
Sveinbjörnssyni lækni. Þau búa á
Álftanesi og eiga þijár dætur. Helgi
Óskar framkvæmdastjóri, giftur
Kristínu Þorkelsdóttur. Heimili
þeirra er í Kópavogi og eiga þau
þijár dætur. Þröstur skrifstofu-
maður á ísafírði, kona hans er
Guðrún Karlsdóttir. Yngst er Svala
í sambúð með Bjarna Sævari Geirs-
syni húsasmíðameistara og verk-
taka á Höfn og eiga þau eina dótt-
ur. Næstelstur var Gísli sem lést
aðeins tíu ára gamall úr krabba-
meini árið 1960. Gísli var hraustur
"TTg efnilegur drengur þar til hinn
illvígi sjúkdómur lagði hann að
velli. Þau læknavísindi, sem þá
voru þekkt bæði innanlands og
utan, megnuðu ekki að bjarga hon-
um. Það var þungbært fyrir for-
eldra, systkini, aðstandendur og
vini að sjá á eftir þessum bjarta
og fallega dreng. Það var og er
þeim Óskari og Guðbjörgu huggun
harmi gegn að eiga barnaláni að
fagna. Öll böm þeirra hjóna bera
þess vitni að hafa fengið hollt vega-
nesti í uppeldinu.
Ég var svo lánsamur að eiga
meira og minna samleið með Ósk-
ari allt frá því ég man fyrst eftir
-mér og fram á síðustu ár. Símstöð-
in og heimili hans stóðu gegnt
æskuheimili mínu. Á þeim tíma var
heil kynslóð fólks á aldur við Óskar
og Guðbjörgu, nýbúin að stofna
heimili' í Nátthaganum sem við
kölluðum alltaf Höfðann. Þarna var
barnafjöldi á nánast, hveiju heimili
og samgangur milli fjölskyldna
mikill. Helsti leikvöllur okkar fyrir
utan fjörurnar var Póstlóðin. Eins
og með aðra túnbletti fengu fjár-
eigendur að nýta Póstlóðina til beit-
ar í sauðburðinum og sláttar að
sumri. Það leyndi sér ekki að Ósk-
ari fannst erfítt og var jafnan treg-
ur að stöðva leiki okkar og vikja
okkur af túninu. Þessi viðbrögð
Óskars komu ekki á óvart því upp-
eldismál og aðstæður barna og
unglinga voru honum sérstaklega
hugleikin. Hann var gæslumaður
bamastúkunnar Rósarinnar til
márgra ára. Starfsemi stúkunnar
var um tíma nánast eina tóm-
stunda- og félagsstarfið fyrir börn
og unglinga á Höfn. Ég á góðar
minningar frá þátttöku minni í
stúkunni og minnist fjölmargra
fræðslu- og skemmtifunda og ekki
síður tjald- og útileguferða upp í
Lón og inn að Þveit. Þá voru þau
hjón bæði með í för og fyrir okkur
krakkana voru það ævintýraferðir
og kærkomin tilbreyting. í mínum
huga sneri þetta starf Öskars ekki
eingöngu um bindindisfræðslu
heldur einnig að almennu uppeldis-
starfi og sýndu þau hjón í verki
áhuga og umhyggju fyrir æskú-
fólkinu. Ég hef alla tíð borið mikla
virðingu fyrir þessum störfum Ósk-
ars. Þetta voru ekki einu afskipti
Óskars af málefnum æskunnar.
Hann tók virkan þátt í starfi Ung-
mennafélagsins Sindra og Ung-
mennasambandsins Úlfljóts og
gegndi formennsku í þeim um tíma.
Öskar var mikill reglumaður og
samviskusamur. Þessir mannkostir
hans urðu til þess að til hans var
leitað með liðveislu og forystu á
mörgum sviðum. Hann var þannig
gerður að vilja leggja öllum góðum
málum lið. Þrátt fyrir að vera þátt-
takandi í fjölmörgum tímafrekum
og erfiðum verkefnum leysti hann
þau ávallt vel af hendi og af þeirri
trúmennsku sem var áberandi í
fari hans.
Ómögulegt er að gera tæmandi
skil öllum þeim málum sem Óskar
kom að en hér verður getið þeirra
helstu.
I stjórn Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga var Óskar kosinn
1949 og átti þar sæti í 30 ár. Fyrst
sem varaformaður stjórnar og síðar
sem stjómarformaður. Hann var
fulltrúi kaupfélagsins í ýmsum
nefndum, stofnunum og fyrirtækj-
um, m.a. sat hann í stjórn SÍS.
Formaður Framsóknarfélags
Austur-Skaftfellinga var Óskar um
árabil og skipaði efsta sæti á lista
þeirra í fernum hreppsnefndar-
kosningum á Höfn. Hann var odd-
viti í öll þessi ár eða frá 1966-82.
Jafnframt setu í hreppsnefnd vald-
ist Óskar í ýmsar nefndir og ráð
fyrir sveitarfélagið, svo og í stjórn-
ir fjölmargra stofnana og fyrir-
tækja, m.a. í stjórn Sambands
sveitarfélaga í Áusturlandskjör-
dæmi og byggingarnefndir Heiísu-
gæslustöðvarinnar og Heppuskóla.
Það var lærdómsríkt fyrir mig,
hálfgerðan ungling, að setjast í
hreppsnefnd undir stjórn Óskars
o g með öðrum góðum mönnum sem
þar sátu. Það var dýrmætur félags-
málaskóli sem ég minnist alltaf
með þakklæti.
I ágreiningsmálum reyndi Óskar
ávallt að fínna samningaleiðir. Ég
held að honum hafi liðið illa ef
ekki náðist samkomulag og niður-
staða, sem allir gátu unað við.
Samt gat hann verið fastur fyrir
þegar honum þótti það viðeigandi
en fór afskaplega vel með það að
ná fram sínum vilja. Hann var vel
máli farinn, rökfastur og skipu-
lagður í umræðum og góður ræðu-
maður.
í eðli sínu var Óskar mikill jafn-
aðarmaður og sannur samvinnu-
maður. Hann hafði ríka samúð með
þeim sem minna máttu sín og voru
undir í lífsbaráttunni og vildi rétta
hlut þeirra eftir mætti.
Skömmu eftir að Höfn varð
sveitarfélag var stofnaður sérstak-
ur söfnuður þar. Á fyrsta fundi
safnaðarins var Óskar kjörinn safn-
aðarfulltrúi og gegndi því starfi til
síðasta dags eða í 40 ár. Jafnframt
sat hann í sóknarnefnd um tíma.
Nýr söfnuður þurfti kirkju og að-
stöðu fyrir safnaðarstarfíð og hafði
Óskar forystu í þeim málum. Hann
var formaður byggingarnefndar
Hafnarkirkju, sem vígð var 1966.
Ég er sannfærður um að í þessum
störfum leið Óskari vel því hann
sótti styrk í trúna og boðskapur
meistarans átti sterk ítök í hugar-
þeli hans eins og finna mátti í sam-
skiptum og umgengni hans við
náungann.
Óskar var áhugamaður um nor-
ræna samvinnu og var konsúll
Dana hér um nokkurt skeið. Fyrir
þau störf var hann sæmdur ridd-
arakrossi Dannebrogsorðunnar.
Áhugamaður um íþróttir og úti-
vist var Óskar alla tíð og á seinni
árum hafði hann mikla ánægju af
að spila golf. í Golfklúbbnum eins
og annars staðar var hann kallaður
til starfa og var þar meðal annars
formaður í tvö ár.
Ótalin er þátttaka hans í Lions-
hreyfíngunni um langt árabil. Á
þeim vettvangi starfaði hann
dyggilega og gegndi þar helstu
trúnaðarstörfum í hreyfingunni.
Með víðtækri þátttöku sinni í
félagsmálum héraðsins hefur Ósk-
ar haft ómæld áhrif á þróun og
framtíð þess. Á þessum tíma hefur
Höfn vaxið úr þorpi í myndarlegan
bæ. Hann hafði mikinn metnað
gagnvart uppgangi og framtíð
byggðalagsins og ég veit að honum
leið vel að sjá og fínna að fólk vildi
setjast hér að. Það var staðfesting
þess að ekki hafði verið til einskis
unnið.
í pólitík og félagsmálum fer ekki
hjá því að fólk sé gagnrýnt og fund-
ið að ákvörðunum þess og störfum.
Það er með ólíkindum að maður
með afskipti af öllum þeim málum
sem Óskar hafði, skuli ekki hafa
verið umdeildari en raun ber vitni.
Ég hygg að þar vegi þyngst að
allir treystu heiðarleika hans og
trúmennsku og að öll störf sín, smá
og stór, vann hann af einstakri
prúðmennsku og tillitssemi við
samferðafólkið. Sömuleiðis var
hann afskaplega hlý manneskja og
mér fannst alltaf bjart yfír honum.
Það á vel við að segja um Óskar
að hann var drengur góður. í mín-
um huga var hann sannur heims-
borgari.
Allt frá því að ég man fyrst eft-
ir Óskari fannst mér hann lítið eld-
ast. Hann bar aldurinn einstaklega
vel. Það var aðeins nú á allra síð-
ustu árum að maður sá honum
brugðið vegna sjúkleika.
Alla tíð naut Óskar mikils stuðn-
ings frá Guðbjörgu og fjölskyld-
unni. Það fór ekki framhjá okkur
samferðafólki þeirra að þau voru
samrýnd og samtaka í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur og nutu þess
að vera samvistum við öll tækifæri.
Á sjötugsafmæli Óskars 14.
september 1987 var hann sæmdur
nafnbótinni heiðursborgari Hafnar.
Á þann hátt var honum sýnd viðeig-
andi virðing og þakklæti fyrir mik-
il og heilladrjúg störf í þágu byggð-
arlagsins.
Á kveðjustund stöndum við
Hafnarbúar og Austur-Skaftfell-
ingar allir í þakkarskuld við Óskar
Helgason. Um leið og honum eru
þökkuð mikil og fórnfús störf send-
um við Guðbjörgu, börnum, fjöl-
skyldum þeirra og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur á
sorgarstundu.
Guð blessi minningu Óskars
Helgasonar.
Albert Eymundsson, forseti
bæjarstjórnar Hafnar.
Elsku afi minn er dáinn!
Ég trúði því varla að hann afi
væri dáinn þegar mamma tilkynnti
mér þegar ,ég kom heim úr vinn-
unni 2. júni að afi minn hefði látist
á Borgarspítalanum fyrr um dag-
inn. Afi, af hverju hann? Af hveiju
strax? Það er svo margt sem kem-
ur upp í hugann á stund sem þess-
ari og margt sem mér finnst ég
eiga eftir að segja við afa og gera
með honum og ömmu sem voru
óijúfanleg. Sárast þykir mér að
hafa aldrei náð að þakka afa fyrir
allt sem hann hefur gert fyrir mig
og gefið mér í lífinu, þessi yndis-
legi maður sem öllum líkaði svo
vel við og elskuðu. Ég á erfítt með
að trúa því að þegar ég fer næst
til Hafnar þá sé ég ekki að fara í
heirr,3Ókn til afa og ömmu á Hóla-
brautinni, heldur bara til ömmu.
Ég minnist svo margs, allra golf-
ferðanna með afa þegar ég var
yngri og dró golfkerruna fyrir
hann, en afí hafði mjög gaman af
því að spila golf og var einn af
stofnendum golfklúbbsins á Höfn.
Ég má heldur ekki gleyma ótelj-
andi ferðum upp í Lón þar sem afi
og amma eiga sumarbústað. Þar
hef ég mikið verið og fórum við
oft út á aurana að leita að steinum
eins og margir steinaáhugamenn.
Ég gæti talið endalaust upp
skemmtilegar minningar sem eru
óteljandi og komast alls ekki allar
á pappír.
Ég vil þakka þér, elsku afi minn,
fyrir allan þann tíma sem ég fékk
að njóta með þér. Ég vildi alls ekki
trúa því að þú gætir dáið þegar
þú varst lagður inn á Borgarspítal-
ann á sl. þriðjudag en það fór sem
fór. Þinn tími var greinilega kom-
inn. Ég veit að þér líður vel núna
og ert staddur hjá syni þínum og
öðrum ástmennum sem hugsa vel
um þig. Mér þykir leitt að hafa
ekki getað kvatt þig og líka þakkað
þér fyrir lánið á bókunum sem þú
varst svo góður að lána mér fyrir
íslenskuna í vetur. Þú varst alltaf
tilbúinn að hjálpa mér ef ég þurfti
einhvers með og ekkert mun verða
eins þegar öll fjölskyldan verður
næst saman komin því djúpt skarð
hefur verið höggvið í raðir okkar.
Elsku amma mín, Guð styrki þig
á þessari sorgarstundu. Þetta er
erfiður tími og ég veit að mikill
hluti af þér er horfinn með honum
afa sem þú elskaðir mjög heitt. Þar
sem afí var varst þú.
Ég minnist hverrar stundar með
afa og geymi í hjarta mínu sem
enginn getur tekið frá mér.
Guðbjörg Auðunsdóttir.
Ég vil í fáeinum orðum minnast
látins vinar og félaga, Óskars
Helgasonar, Hólabraut 12 á Höfn
í Hornafirði. Hann hafði um
margra ára skeið háð hetjulega
baráttu við erfiðan sjúkdóm, en
fráfall hans bar þó skjótar að en
nokkurn uggði. Veröld okkar er
fátækari á eftir.
Þegar ég fluttist til Hafnar fyrir
um tuttugu árum og hóf störf hjá
Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga
var Óskar einn af fyrstu mönnum
til að bjóða mig velkominn til starfa
og æ síðan hélst okkar kunnings-
skapur og bar hvergi skugga á.
Fyrst áttum við samleið innan
kaupfélagsins, þar sem Óskar
gegndi um fjölda ára stjómarstörf-
um, lengst af sem formaður stjórn-
ar. Síðar á vettvangi Framsóknar-
félags Austur-Skaftfellinga, en
Óskar var einn af burðarásum þess
félags um margra ára skeið, starf-
aði fyrir flokkinn í sveitarstjórn
sem oddviti og tók virkan þátt í
starfí félagsins allt til síðustu
stundar.
Óskar var einn þeirra rnanna sem
óhjákvæmilega veljast til forystu,
gefi þeir kost á sér til slíkra starfa.
Hann vann ekki með fyrirgangi og
hávaða, en af nákvæmni og með
jákvæðu hugarfari. Hann hafði
glöggt auga fyrir farsælustu lausn-
inni á hveijum vanda, lagði málefn-
in skýrt fyrir og skýrði mál sitt á
hógværan hátt en með óhagganleg-
um rökum.
Það er einkenni fæddra forystu-
manna, að þeir sjá betur fyrir af-
leiðingar og hliðarverkanir ákvarð-
ana en aðrir. Eldmóður augnabliks-
ins getur villt okkur hinum sýn á
hinn raunverulega kjama viðfangs-
efnisins. Á slíkum stundum er
ómetanlegt að eiga innan sinna
raða menn sem skilið geta kjarnann
frá hisminu. Menn eins og Óskar
Helgason.
Þó má enginn skilja orð mín svo
að Óskar hafí skort eidmóð þegar
um hugsjónir félaga og málefna
sem honum vom hjartfólgin var
að ræða. En eðlislægir forystuhæfi-
leikar og áratugalöng reynsla, auk
velvildar í garð allra samferða-
manna sinna, gáfu honum þá yfir-
sýn sem þurfti og þegar Óskar tal-
aði þá hlustuðu menn. Ekki var það
vegna þess að hávaði fylgdi máli
hans, heldur vegna innihalds þess.
Félagar í Framsóknarfélagi
Austur-Skaftfellinga sakna nú vin-
ar í stað. Auk þeirra trúnaðarstarfa
Óskars sem nefnd hafa verið lagði
hann hönd á plóginn miklu víðar.
Má þar nefna kirkjulegt starf á
Höfn og í héraðinu öllu, störf á
vettvangi ungmennahreyfíngarinn-
ar og bindindisfélaga. Hann vann
við kennslustörf, sat um tíma í
stjórn Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga og tók á vettvangi
sveitarstjórnar virkan þátt í sam-
starfi sveitarfélaga á Austurlandi
og á landsvísu. Hann var virkur
félagi í Lionsklúbbi Hornafjarðar
og Golfklúbbi Hornaljarðar og þá
fátt eitt talið.
Þrátt fyrir að líkamlegir kraftar
Óskars væm farnir að gefa sig síð-
ustu árin var hinn andlegi eldmóð-
ur óskertur allt til hinstu stundar.
Ég minnist þess er við áttum sam-
starf á liðnum vetri um útgáfu
ljóðasafns Aðalsteins heitins Aðal-
steinssonar, svila Óskars. Þar var
Óskar driffjöðrin og lagði allt það
lið sem hann gat. Ég minnist fund-
ar sem við sem að útgáfunni unnum
áttum á heimili hans og konu hans,
Guðbjargar Gísladóttur, ljúfrar
stundar sem gott er að eiga í endur-
minningunni.
Við sem áttum Óskar að vini og
félaga í hinni daglegu baráttu höf-
um misst mikið við fráfall hans.
Mestur er þó missir eiginkonu og
ljölskyldur. Óskar var kvæntur
hinni mætustu konu, Guðbjörgu
Gísladóttur frá Selnesi i Breiðdals-
vík, og lifir hún mann sinn. Þau
eiga fjögur börn á lífi, ágætisfólk
eins og þau eiga kyn til. Oskar bar
hag bama sinna og fjölskyldna
þeirra mjög fyrir bijósti og sam-
heldni þeirra var mikil og góð.
Óskar og Guðbjörg urðu fyrir því
mikla áfalli að missa elsta son sinn,
Gísla, ungan. Slík sár gróa aldrei,
en þau hjón styrktu hvort annað á
þessum erfíða tíma eins og jafnan
endranær. Heimili Óskars og Guð-
bjargar var lengst af á Hafnar-
braut 21 á Höfn, á pósthúsinu, en
Óskar gegndi starfí símstöðvar-
stjóra á Höfn í áratugi, allt til þess
að hann lét af starfi vegna aldurs.
Eftir það áttu þau heimili á Hóla-
braut 12 á Höfn.
Óskar Helgason valdist í fram-
varðarsveit Hornfirðinga á mesta
uppbyggingar- og framkvæmda-
tíma í sögu byggðarlagsins. Ásamt
fleiri stórhuga mönnum lagði hann
grundvöllinn að Hornafirði nútím-
ans. Fyrir nokkrum árum sýndi
bæjarstjórnin á Höfn hug sinn til
þessara starfa Óskars með þvi að
velja hann heiðursborgara sveitar-
félagsins. Þá viðurkenningu átti
Óskar fyllilega skilið, enda hafa
fáir lagt slíkt af mörkum sem hann
til framfaramála hér.
Ég vil að leiðarlokum færa Ósk-
ari Helgasyni þakkir félagsmanna
í Framsóknarfélagi Austur-Skaft-
fellinga fyrir ómetanleg störf hans
fyrir félagið og fyrir Hornfirðinga
alla. Heiðríkja er yfír minningu
þessa mæta manns. Við vottum
eiginkonu hans, börnum og fjöl-
skyldum þeirra samúð okkar og
biðjum þeim Guðs blessunar.
Guðbjartur Ossurarson.
Það liðna, það sem var og vann,
er vorum tíma yfir;
því aldur deyðir engan mann,