Morgunblaðið - 12.06.1993, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 12.06.1993, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 30 Minning Magnús Daníelsson bóndi íSyðri-Ey Fæddur 28. júní 1906 Dáinn 1. júní 1993 Það setti að mér hryggð og sökn- uð er Jón Karlsson hringdi til mín og sagði mér frá láti vinar okkar, Magnúsar Daníelssonar bónda á Syðri-Ey. Ég hafði reyndar heyrt af veikindum hans, en mátti ekki búast við að svo skammt væri til úrslita hjá honum um líf og dauða. Magnús var sonur Daníels Davíðs- sonar og Magneu Aðalbjargar Áma- dóttur, en Magnús tók við búi þeirra á Syðri-Ey. Systkini Magnúsar eru Helga, Ingibjörg, Ásmundurj Davíð og Páll, en elsti bróðirinn, Ámi, er látinn fyrir nokkmm árum. Fóstur- bróðir þeirra systkina er Bjöm Leví, sem ólst upp á Syðri-Ey. Hinn 22. nóvember 1952 kvæntist Magnús Filippíu Helgadóttur og eignuðust þau sex böm, sem öll em uppkomin. Þegar lífaldur fólks er orðinn þetta hár, sem hjá Magnúsi Daníelssyni, fer að verða stutt milli þess að vinir og jafnaldrar hverfi úr okkar samfé- lagi. Það er einnig svo, að þegar árin færast jrfir, þá er margs að minnast hjá öllum. Þegar ég hugsa, nú í dag; til minna ungdómsára í Langadal þá man ég ungan glæsilegan mann í næstu sveit, Magnús Daníelsson á Syðri-Ey. Þótt Magnús væri nokkrum ámm eldri en ég varð fljótt með okkur góður vinskapur. Sérstaklega varð það vegna vinskapar okkar beggja við Holtastaðakotssystkinin. Ég minnist margs er ég hugsa til Magnúsar á Syðri-Ey. Vorið 1944 útskrifaðist ég frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Þá veturinn áður höfð- um við Jón Karlsson frá Holtastaða- koti átt bréfaskipti og síðar samtöl um að leggja nú land undir hestfæt- ur, safna saman hestum, sem væru til sölu í nágrenninu, reka hrossin norður og austur um land og selja þau öll. Þá var frá upphafí ákveðið að Magnús á Ey yrði þriðji maður. Þessi áætlun var vel undirbúin og í byijun júní 1944 lögðum við félag- amir í þessa ferð og vomm með 47 söluhross. Allt ferðalagið gekk okkur að óskum og lengst komumst við að Hjaltastað í Hjaltastaðaþinghá. Mér er það ofarlega í huga að nefna þetta ferðalag okkar þremenn- inganna, vegna þess að þá kynntist ég vel mannkostum Magnúsar á Ey. A öllu þessu langa ferðalagi, í gegn um þykkt og þunnt, var Magnús ávallt sami góði félaginn, prúð- menni, ávallt sannur og samur við okkur ferðafélagana og væntanlega kaupendur hrossanna. Á þessu ferðalagi, sem var alls ekki alltaf nein skemmtiferð, man ég eftir harðneskju Magnúsar við sjálfan sig er hann fékk slæmt fóta- mein. Hann var einstaklega góður samborgari, vel af guði gerðir, eins og sagt var. Magnús var vel greind- ur maður og því trúað til margra trúnaðarstarfa fyrir sína heima- byggð. Jafnframt bústörfum var hann hreppsnefndarmaður í fjölda ára fyrir Vindhælishrepp og einnig hreppstjóri. Þá var hann sláturhús- stjóri á Blönduósi frá árinu 1945 til 1979. Vegna fjarvem bóndans á Syðri-Ey hefur því greinilega reynt mikið á húsmóðurina, Filippíu Helga- dóttur, með sex ung börn og allmik- ið bú. Hún lifir mann sinn. Mér er sagt af kunnugum, að Magnús hafi stundum talað um það að eftir að hann kynntist Filippíu hafí hann séð hvað ást og samlífi fólks getur orðið snar og dásamlegur punktur í lífi fólks. Mér eru minningamar um Magnús á Syðri-Ey mjög kærar. það er ein- stök hugsun að muna eftir því, að 17. júní 1944 sátum við Magnús og Jón Karlsson uppi á miðri Öxaijaðar- heiði á þremur steinum og áttum hljóða stund á stórum degi. Við Erla, konan mín, þökkum Magnúsi fyrir samfyldina og vin- skapinn. Konu hans, börnum þeirra og öðrum syrgjendum vottum við dýpstu samúð. Blessuð sé minning Magnúsar Daníelssonar. Hörður Valdimarsson. Föðurbróðir minn, Magnús Daní- elsson, bóndi á Syðri-Ey í Austur- Húnaýatnssýslu, lést hinn 1. júní 1993 og langar mig að minnast hans með örfáum orðum. Magnús var fæddur á Sauðárkróki hinn 28. júní 1909 og voru foreldrar hans hjónin Daníel Davíðsson fyrrum ljósmyndari og síðar bóndi og eiginkona hans, Magnea Ámadóttir. Magnús var elst- ur af sjö systkinum. Systkini hans voru faðir minn Ámi sem bjó í Eyjar- koti, nú látinn, Páll, Ingibjörg, Daði, Helga og Ásmundur, öll búsett í Reykjavík nema Helga sem býr á Blönduósi. Fósturbróðir Magnúsar og þeirra systkina, alinn upp með þeim, er Björn L. Halldórsson búsett- ur í Reylqavík. Árið 1930 flutti fjölskyldan að Syðri-Ey og bjó Magnús þar alla tíð síðan. Foreldrar hans, afi minn og amma, voru alla tíð þar á heimilinu og þar ólust systkinin upp og fóstur- bróðir. Faðir minn bjó alla tíð í Eyjar- koti eftir að hann flutti frá Syðri-Ey og stofnaði heimili. Magnús var kvæntur Filippíu Helgadóttur frá Isafirði og er hún fædd 7. október 1932. Þau giftust 22. október 1952. Foreldrar hennar voru Helgi Hólm Halldórsson og Helga Ragnheiður Hjálmarsdóttir. Böm þeirra Magnúsar og Filippíu eru sex og eru þau Helga Magnea búsett í Reykjavík, gift Sturlu Snorrasyni; Daníel bóndi á Syðri-Ey, ókvæntur; Ingibjörg búsett í Reykja- vik, gift Tómasi Gíslasyni; Ragnheið- ur búsett á Skagaströnd, gift Sæv- ari Hallgrímssyni; Ámi Geir og Helgi Hólm sem báðir eru ennþá í foreldra- húsum, ókvæntir. Bamabömin eru orðin átta. Magnús frændi sinnti mörgu öðru en búskap. Hann var til fjölda ára sláturhússtjóri á Blönduósi, hrepp- stjóri var hann í Vindhælishreppi og fleiri trúnaðarstörf hafði hann með höndum. Var hann vinsæll og vel látinn í þessum störfum sem og bóndi. Magnús hafði yndi af hestum og átti marga góða hesta á sinni tíð. Ein af mínum bemskuminningum er af frænda mínum á sínum uppáhalds- hestum, Stjama og Lokk, í göngum og smalamennsku eða ferðum af bæ, hafði hann tvo til reiðar og fór greitt yfir. Við leiðarlok er margra hluta að minnast. Syðri-Ey og Eyjarkot, hvar undirritaður er fæddur og upp alinn, eru á ýmsan hátt eins og tvíbýlisjörð og var því samgangur milli bæjanna mun meiri og nánari en almennt gerist, bæði vegna nágrennis og skyldleika. Magnús frændi, afi og amma og annað heimilisfólk var því stór hluti af allri minni bemsku, enda mun ég sem lítill strákur og seinna stærri, hafa átt margar ferðir suður fyrir bæjarlækinn, ýmissa er- inda. Ymis störf voru sameiginleg svo sem smalamennska og hirðing æðarvarpsins, en Magnús og faðir minn áttu saman varpeyju, Eyjarey, sem liggur skammt undan landi. Ekki var eyjunni skipt heldur afurð- um hennar og var öflun þeirra og umhirða sameiginleg báðum bæjum. Margar góðar minningar eru þessu Hjónaminning Guðrún Halldórsdótt- ir og Axel Magnússon Guðrún: Fædd 5. janúar 1918 Dáin 8. janúar 1989 Axel: Fæddur 20. nóvember 1913 D^inn 5. júní 1993 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir nú kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Hann Axel afi er dáinn. Það er sár og undarleg tilfinning. Afi fædd- ist á Eskiíirði 20. nóvember 1913, sonur hjónanna Magnúsar Arn- grímssonar og Önnu Jörgensen. Böm þeirra er komust á legg voru auk aúfa, Charles, Rósa, Guðni og Ottó sem einn er eftir á lífi en býr í Reykjavík. Afi vann ýmislegt um ævina, hann var vélstjóri að mennt og vann við það lengi fram eftir aldri, þá var rafstöðin hér í Neskaupstað hans vinnustaður. Síðar tók sjómennskan við, sem vélstjóri og seinna meir sem matsveinn, en afi var listakokkur og eldaði hann jafnt á við ömmu er hann var heima. Seinustu árin vann hann síðan á „loftinu" eins og hann kallaði það sjálfur, við viðgerðir á plastkössum hjá Síldarvinnslunni. En afi hætti allri vinnu fyrir nokkrum árum. Afi kynntist ömmu ungur að aldri. Hann bjó þá á Eskifirði, en amma hér í Neskaupstað. Amma lést 8. janúar 1989. Amma var fædd 9. janúar 1918 á Ekru, dóttir hjónanna Halldórs Einarssonar og Emmu Jónsdóttur. Amma átti eina systur Jónínu, en hún lést í júní á síðasta ári. Auk þess ólu foreldrar hennar upp einn dreng er hét Helgi, en hann lést ungur að aldri. Amma vann af dugnaði við ýmis störf um ævina, meðal annars sem afgreiðslustúlka í bakaríi og einnig vann hún við fiskvinnslustörf. Um 1960 setti hún síðan upp eigin sól- baðstofu, en hana rak hún alveg þangað til heilsa hennar leyfði ekki meira. Þá var oft mikið að gera hjá henni langt fram eftir kvöldi. Þá var alltaf heitt á könnunni fyrir kúnnana og iðulega var sest niður eftir tímana og heimsmálin rædd. Oft bauð hún okkur barnabörnunupi í ljósatíma og auðvitað þáðum við það. Amma var ljóðelsk kona, orti oft stökur og kvæði. Stundum fór hún með þau fyrir okkur, en oftar var þeim stungið niður í skúffu og þau geymd, því að hlédræg var amma. Amma og afi eignuðust fjórar dætur, en þær eru taldar hér í ald- ursröð. Helga Guðný, Jóhanna, Hall- dóra og Emma Jónína. Bamabörnin eru tólf og bamabamabörnin níu. Afi og amma bjuggu allan sinn búskap hér í Neskaupstað. Þau byij- uðu sinn búskap að Ekru 1941 hjá foreldrum ömmu, Emmu og Hall- dóri. Halldór var smiður, afar lag- hentur og hjálpaði hann ömmu og afa að byggja sitt hús að Mýragötu 8 en þangað fluttust þau síðan 1955 og bjuggu þar allt fram á síðasta dag. Það er ekki auðvelt að ætla sér að skrifa stutta grein um ömmu og afa. Minningarnar em svo margar sem rifjast upp. Mér er mjög minnis- stætt hvað það var alltaf notalegt og gott að heimsækja þau, það reyndist alltaf tími fyrir okkur bamabörnin, sama hvemig á stóð. Heimilið og fjölskyldan vom alltaf efsta hugðarefni þeirra beggja. Þau fylgdust ætíð með því hvað við vor- um að gera og studdu okkur og hvöttu óspart. Samrýnd vom þau mjög og studdu ætíð við bakið hvort á öðm. Mörg sameiginleg áhugamál áttu þau líka og var stangveiðin eitt þeirra. Fóm þau helst á hverju sumri í veiðitúr. Ég man hvað afi dáðist af dugnaði og krafti ömmu, hvað hún væri lagin við veiðarnar, en það kom stundum fyrir að hún fékk fisk en hann ekki. Svartá var ein af þeirra uppáhalds ám, og árið 1987 hlotnaðist afa sá heiður að veiða stærsta laxinn í Svartá það sumarið. Farin var sérstök ferð suður til Reykjavíkur á árshátíð Stangaveiði- félagsins til að taka á móti verðlaun- um vegna þess. Mynd af þeim báðum með laxinn góða á milli sín er stend- ur upp á sjónvarpinu hjá þeim sýnir hvað þetta var þeim kært. Þau vom miklir náttúmunnendur þannig að þau nutu útivistarinnar. Er heim var komið úr veiðinni fengu allir að njóta góðs af veiðinni, annaðhvort var aflinn gefmn eða fjölskyldan fekk að njóta hennar saman Axel afi var söngelskur, hafði unun af því að syngja og á' sínum yngri ámm söng hann með kirkju- kómum, en seinustu misseri söng hann með kór eldriborgara hér í bæ og hafði unun af. Ég man að þegar fjölskyldan fór í messur við hátíðleg tækifæri þá söng Axel afí með hátt og skýrt. Oft er ég kom í heimsókn til afa með dætur mínar þá settist hann í mggustólinn og söng fyrir þær og þær höfðu mikið gaman af. Alltaf gátu þær líka gefið afa bros. tengdar svo og ýmsum störfum sem þurfti að sinna og varð að gera sam- eiginlega. Alltaf var um þetta hið besta samkomulag hjá þeim bræð- mm, Magnúsi og föður mínum. Magnús og aðrir samtímamenn hans upplifðu í sveitinni einhveijar mestu breytingar sem hafa orðið í búskap á þessu landi. Heyskapur t.d. hefur verið á fyrstu ámm hans allur fram- kvæmdur með handverkfæmm, síð- an með hestaverkfærum og þar á eftir kemur vélvæðingin í sveitum, eins og hún er orðin í dag. Allt þetta eru samtímabreytingar þessarar kynslóðar, hún upplifði og tók þátt í þeim. Byggingar allar tóku stór- felldum breytingum og öll aðstaða. Fólki sem fætt er og alið upp í torfbæ, á litlum og erfiðum jörðum, hlýtur að finnast mun meira koma til nútímans með öllum sínum þæg- indum, en þeim sem ekkert annað þekkja, eins og yngra fólkið í dag. Þetta mótar viðhorf fólks til um- hverfís síns og veruleika. Magnús byggði upp öll hús á Syðri-Ey, jók við tún og ræktun og önnur mannvirki. Að starfslokum hefur hann eflaust leitt hugann að því hver munur er á Syðri-Ey í dag og þeim jörðum sem hann var upp- alinn á, m.a. norður í Gönguskörðum. Jarðir þessar eru nú komnar í eyði og þykja eflaust ekki byggilegar á nútíma mælikvarða, hafa kannski aldrei verið það, hver veit. Hann naut síðan þeirrar ánægju að geta verið heima á Syðri-Ey fram undir dánardægur, í skjóli eiginkonu og bama. í síðustu heimsókn minni til frænda míns að Syðri-Ey tók hann á móti mér við útidymar og við litum yfir túnin, húsin neðan vegar og eyjuna, svo sem við höfðum oft áður gert, og sáum að þetta var allt eins og áður, landið breytist ekki, aðeins mannvirki og við mannfólkið. Nú er frændi minn ekki lengur heima á Syðri-Ey, a.m.k. get ég ekki náð sambandi við hann eftir þeim leiðum sem mér em kunnar. Syðri-Ey er eins og áður og minningar um hann verða alltaf góðar og fallegar — tengdar Syðri-Ey og Eyjarkoti — þá ég gef mér tíma til í amstri daganna að staldra við og lofa þeim að koma fram í hugann. Magnús er eins og áður sagði stór hluti af mínum bernskuminningum. Ein er sú saga sem afi sagði okk- ur oft og alltaf var jafn gaman að hlusta á, þegar hann var að koma frá Eskifirði, en hann bjó þar enn, í heimsókn, en þá var mikið lagt á sig til að koma í frí, og þótti það ekkert tiltökumál að labba hér yfir fjallið, jafnvel í snjó, en þá voru skíðin dregin upp. Hér áður var afi oft fjarri heimili sínu langan tíma í senn, en það var meðan hann stundaði sjóinn. Á þess- um árum voru langir túrar algengir, en þá dvöldumst við barnabörnin oft hjá ömmu. Þetta er mér ákaflega minnisstæður tími. Okkur var ýmis- legt kennt og sagðar margar sögurn- ar. Eitt er mér afar minnisstætt frá þessum tíma, en það voru fimmtu- dagskvöldin, þá voru þau sjónvarps- laus, þá lágum við amma uppi í rúmi og hlustuðum á útvarpsleikritið. Þetta voru sérstök kvöld. Á meðan afi stundaði sjóinn voru siglingar einnig algengar meðal ann-_ ars til Noregs og Englands. Stundum fór amma með. Margar skemmtileg- ar sögumar hafa þau líka sagt okk- ur frá þessum ferðum. Ekki var komið heim öðruvísi en færandi hendi, því að örlát vom þau með eindæmum. Afi hafði ætlað sér að fara til Bergen í Noregi nú í lok maímánaðar til að heimsækja Þor- stein, eitt af barnabörnunum sínum og fjölskyldu hans. Hann ætlaði að leggja mikið á sig, ferðast alla þessa leið til að heimsækja fjölskylduna. Þetta sýnir hve umhyggjan og ástin var mikil til okkar allra. En svona er lífið, óútreiknanlegt. Afi var heilsuhraustur langt fram eftir aldri, en þrátt fyrir að hann hafí átt við veikindi að stríða nú síðustu árin, kvartaði hann aldrei frekar en hún amma Gunna. Það var svo nú um hvítasunnuna að afi veiktist alvar- lega er leiddi til þess að hann lést á fjórðungssjúkrahúsinu hér í bæ 5. júní. Mér er það huggun á sorgar- stundu að vita af honum hjá ömmu aftur. Megi þau hvíla í friði í Guðs- örmum að eilífu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.